Feykir


Feykir - 13.01.2021, Blaðsíða 6

Feykir - 13.01.2021, Blaðsíða 6
Tekur þátt í gerð æsi- spennandi nýs risatölvuleiks Nú drögum við lesendur með okkur í heimsókn til Möltu og reyndar ekki í fyrsta skipti því áður höfum við heimsótt fljúgandi Fljótastúlku, Rebekku Heklu Halldórs- dóttur, á þessa hlýju Miðjarðarhafseyju. Að þessu sinni er það Stefán Álfsson sem segir okkur frá degi í lífi brottflutts og eitthvað meira til. Stefán er frá Brennigerði, rétt sunnan Sauðárkróks, sonur Álfs heitins Ketilssonar og Margrétar Stefánsdóttur. Hann býr nú í Bormla á Möltu, sem er um 5500 manna bær skammt suður af höfuðborginni Valettu. Á Möltu býr ríflega hálf milljón manna en eyjaklasinn er nánast í Miðjarðarhafinu miðju, um 80 km suður af Ítalíu. Í Bormla býr Stefán með konu sinni, Guðrúnu Jacqueline Hannesdóttur, Guðrún er heimavinnandi en þau eiga fimm börn og vinnutíminn hjá Stefán ásamt Guðrúnu Jacqueline. AÐSENDAR MYNDIR ( DAGUR Í LÍFI BROTTFLUTTRA ) oli@feykir.is Stefán Álfsson | af túninu í Brennigerði í tölvuleikjabransann í Bormla á Möltu Hversu lengi ertu í kjör- búðina frá heimili þínu? Innan við 5 mínútur. Hvað færðu þér í stað- inn fyrir eina með öllu? Kebab. Hvað kostar mjólkurlítr- inn? Tæpa evru eða u.þ.b. 150 kr. Hver er skrítnasti mat- urinn? Kanínur og Kolkrabbar eru mjög maltneskur matur. Hvert ferðu til að gera vel við þig? Fjölskyldustað- ur sem heitir Farmers Deli Organic Bistro, flottur staður og frábær matur. 5 á 15 sekúndum Stebba getur á stundum verið langur og því betra að einhver sé með allt undir kontról heima fyrir. Fjögur elstu börnin eru Stefán 16 ára, Álfgeir og Krist- inn 12 ára og Sebastian Snær 4 ára og þeir eru allir Stefánssynir og fæddir á Íslandi. „Svo er það Balthazar Bragi Álfsson sem er fæddur á Möltu og fékk því föðurnafnið mitt – mér þykir vænt um það í dag,“ segir Stefán en faðir hans, Álfur Ketilsson sem margir muna eftir af skrifstofu KS, lést sl. vor. Hvenær og hvernig kom það til að þið fóruð til viðkomandi lands? „Við hjóninn fluttum til Möltu 2018 með Sebastían Snæ og svo bættist Balthazar Bragi í hópinn 2019. Malta varð fyrir valinu út af vinnunni en ég er einn af stofnendum tölvuleikja- fyrirtækis sem er staðsett á Möltu. Malta varð fyrir valinu frábært að labba um, njóta útsýnis og verðursins.“ Hver er hápunktur dagsins? „Það hlýtur að vera að vakna, það er víst ekki sjálfgefið. En svo er alltaf gaman að koma heim og fá knús.“ Hvað er best við að búa í þínu nýja landi? „Malta er verðursælt land, um það bil 330 sólardagar á ári. Hér er góður andi og hlýtt viðmót. Innviðir eru mjög góðir, frábært skóla- og heil- brigðiskerfi. Að sjálfsögðu er svo gott viðskiptaumhverfi hérna, enda var það ástæðan fyrir því að Malta varð fyrir valinu og jú, skattar eru sann- Höfuðstöðvar NARC á Möltu. Hér verður Beyond Ever After til. út af hagstæðu umhverfi fyrir tæknifyrirtæki. Það má segja að þeir hafi fengið okkur í NARC til að koma hingað og hefja uppbygginguna. Í dag erum við fimmtán, þar af þrettán á Möltu, og af þeim hópi eru fjórir Íslendingar sem hafa flutt sérstaklega til að taka þátt í þessu.“ Stefán er viðskiptafræðingur og starfar sem framkvæmda- stjóri hjá NARC. Hjá fyrir- tækinu starfa reynsluboltar úr tölvuleikjaheiminum en hug- myndasmiður leiksins sem verið er að þróa, Beyond Ever After, er Þórólfur Beck sem var einn af mönnunum á bak við Eve Online leikinn sem hið íslenska CCP sló í gegn með. Líkt og Eve Online er BEA byggður á nýstárlegum sýndar- veruleika og er ætlunin að þeir sem taki þátt í leiknum geti spilað hann áratugum saman. Hönnun leiksins og undirbún- ingur er langhlaup og margir málsmetandi aðilar hafa lagt lóð sín á vogarskálarnar en í stjórn fyrirtækisins eru t.d. Chris Deering, sem er einn af upphafsmönnum Sony Play Station í Evrópu, og Magnús Scheving, sem bjó til Latabæjar meistaraverkið. Hvernig myndir þú lýsa venju- legum degi hjá þér? „Ég vakna allt of snemma, þökk sé sonum mínum, góður skammtur af koffíni fylgir fljótlega og þar á eftir próteindrykkur. Það er sjaldan hádegishlé en að sitja út í sólinni og borða eitthvað gott er frábært þegar svo stendur á. Á sumrin eru kvöldin best, Stefán ásamt gestum við vígslu höfuðsstöðva NARC á Möltu. 6 02/2021

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.