Feykir - 01.02.2021, Page 3
Sérfræðikomur
í febrúar 2021
www.hsn.is
8. FEBRÚAR
Haraldur Hauksson alm/æðaskurðlæknir
10. FEBRÚAR
Valur Þór Marteinsson þvagfæraskurðlæknir
22. OG 23. FEBRÚAR
Sigurður Albertsson alm. skurðlæknir
25. OG 26. FEBRÚAR
Orri Ingþórsson kvensjúkdómalæknir
Tímapantanir í síma 432 4236
Í síðustu viku afhenti forseti Íslands, Guðni Th.
Jóhannesson, verðlaun á Bessastöðum í
lestrarkeppni grunnskóla en keppnin var á vegum
Samróms, samstarfsverkefnis um mál-
tækni sem Almannarómur, Deloitte, Háskólinn í
Reykjavík og Nýsköpunarsjóður námsmanna
standa að. Höfðaskóla á Skagaströnd lenti í 2. sæti
í sínum flokki með 102.535 lesnar setningar og í
3. sæti á landsvísu og var því hópur nemenda
mættur á Bessastaði.
Markmið Samróms er að þróa nauðsynlega
innviði fyrir hugbúnað sem skilur og talar íslensku.
Í grunnskólakeppninni var raddsýnum safnað og
gagnast þau við að skipa íslensku máli verðugan
sess í stafrænum heimi. Þátttaka í keppninni var
mikil í ár, því 136 skólar lögðu sitt af mörkum og
lásu samtals um 790 þúsund setningar. Smáraskóli,
Grenivíkurskóli og Setbergsskóli sigruðu hver í
sínum stærðarflokki, en einnig voru veitt verðlaun
fyrir framúrskarandi árangur til Höfðaskóla,
Gerðaskóla og Myllubakkaskóla. /ÓAB
Höfðaskóli á Skagaströnd
Nemendur stóðu sig með glæsibrag
Forsetahjónin Guðni og Elíza ásamt Súsönnu og Steinunni
Kristínu, nemendum Höfðaskóla. MYND AF SÍÐU HÖFÐASKÓLA