Feykir


Feykir - 31.03.2021, Blaðsíða 2

Feykir - 31.03.2021, Blaðsíða 2
Það er óhætt að segja að vonbrigði ársins hafi átt sér stað í síðustu viku þegar ríkisstjórn Íslands tilkynnti hertar aðgerðir í sóttvarnamálum þjóðarinnar. Ég sá einhvers staðar að andvarp landsmanna hafi greinst á jarðskjálfta- mælum, svo djúpt var það. Ég var reyndar bara feginn þá þarf ég ekki að hitta fólk. Ég er nú kannski ekki alveg að segja satt þarna en ég ákvað snemma að láta þennan veirufjanda ekki hafa áhrif á mig meira en geð mitt ræður við. Það hefur tekist ágætlega. Vegna lokunar háskóla, framhalds- skóla og heimavinnu starfsfólks ýmissa fyrirtækja, hef ég haft dætur mínar meira í kringum mig en ella. Það er mikill kostur fyrir mig, e.t.v. ekki fyrir þær. Ég sagði við háaldraða móður mína snemma í Covid ferlinu í fyrra að núna myndi ég ekki heimsækja hana næstu tvær vikurnar og hélt ég að hún yrði döpur við þær fregnir. En hún svaraði að bragði: „Það breytir engu, þú hefur hvort sem er ekki heimsótt mig í hálfan mánuð.“ Á síðasta ári frestaði Leikfélag Sauðárkróks æfingum og sýningum vegna Covid-19 og þá skapaðist meiri tími fyrir mig að sinna hrossum. Fékk ég pláss fyrir fimm hross hjá vini mínum en ég hafði ekki tekið á hús í mörg ár. Það var skemmtilegur tími og Covid plagaði mig ekki. Það stefnir í sama farið á ný. (Núna væri gaman að leyfa sér að setja broskall). Æfingar hjá Molduxum í körfubolta féllu niður sem og Jólamótið og Vormótin bæði árin. Mótin hafa verið í sérstöku uppáhaldi hjá mér og æfingarnar líka, þ.e.a.s. þegar ég hef nennt að mæta, en ég lenti í óhappi í fyrra haust, á körfuboltaæfingu, og sleit eitthvað nauðsynlegt dót í öxlinni. Eftir það gat ég hvort eð er hvorki æft né keppt svo Covidið angraði mig ekki. Mér fannst hins vegar alveg ómögulegt að komast ekki á körfuboltaleiki hjá Tindastól þegar bann var sett á alla íþróttaiðkun. Núna er ég hins vegar banninu feginn enda hvorki gengið né rekið hjá liðinu. Vona ég að allt verði núllað út og ekki keppt á ný fyrr en í haust. Það tímabil verður líka okkar og bikarinn kemur í Fjörðinn! (Þá get ég líka farið að skjóta á körfuna.) Þá má ég til með að nefna að áætlaðar voru minnst þrjár utanlandsferðir í fyrrasumar hjá okkur hjónum. Ein ferð með kvennakór á meginland Evrópu, aðra í göngu í Skotlandi og sú þriðja helgarferð, sem reyndar komst aldrei svo langt að verða skipulögð. Það þarf kannski ekki að minnast á það að þessar ferðir voru aldrei farnar. Í staðinn var ferðast innan- lands, ýmist akandi, ríðandi eða gangandi. Ég var hæstánægð- ur enda leiðast mér utanferðir. Nú er sagan að endurtaka sig og ég brosi í laumi. Góðar stundir. Páll Friðriksson, ritstjóri LEIÐARI Tækifærin í kófinu Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is | Klara Björk Stefánsdóttir, klara@nyprent.is Prófarkalestur: Fríða Eyjólfsdóttir Auglýsingastjóri: Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is Áskriftarverð: 615 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 755 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum AFLATÖLUR | Dagana 14. til 20. mars 2021 á Norðurlandi vestra Silver Fjord landaði rúmum 465 tonnum af rækju SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKAGASTRÖND Dagrún HU 121 Þorskfisknet 1.900 Sæfari HU 212 Landbeitt lína 650 Onni HU 36 Dragnót 13.705 Ólafur Magnússon HU 54 Þorskfisknet 8.369 Alls á Skagaströnd 24.624 SAUÐÁRKRÓKUR Drangey SK 2 Botnvarpa 96.792 Málmey SK 1 Botnvarpa 143.249 Silver Fjord PA 999 Rækjuvarpa 465.248 Alls á Sauðárkróki 705.289 Það var ekki mikið að gerast í aflanum í elleftu viku þessa árs þó svo veðrið hafi leikið við okkur því aðeins voru þrjár landanir á Króknum og sex á Skagaströnd. Silver Fjord landaði rúmum 465 tonnum af rækju en einnig lönduðu bæði Málmey og Drangey á Króknum. Á Skagastönd var það Onni HU 36 sem var aflahæstur með tæp 14 tonn af þeim 24.624 kg sem var landað þar. Enginn landaði á Hofsósi né Hvammstanga. Heildarafli á Norðurlandi vestra var 729.913 kg. Þá er gaman að segja frá því að þann 20. mars byrjaði grásleppuver- tíðin og verður hún með sama sniði og undanfarin ár. Eitthvað var í umræðunni að gera hana kvótatengda en ekkert varð af því þetta árið, kannski næst. Það lítur samt ekki út fyrir að hægt verði að leggja netin strax því veðurspáin virðist ekki vera grásleppuköllunum í hag en vonandi hefur það lagast þegar þetta blað er komið út. /SG Í októbermánuði 2020 samþykktu sveitarstjórnir Blönduósbæjar, Húnavatns- hrepps, Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar að skipa samstarfnefnd um sameiningu sveitarfélaganna. Samstarfsnefnd hefur skilað áliti sínu til sveitarstjórna og leggur til að atkvæðagreiðsla fari fram laugardaginn 5. júní nk. í öllum sveitarfélögunum. Nefndin leggur til að farið verði að undirbúa atkvæða- greiðslu og kynna tillöguna og helstu forsendur fyrir íbúum sveitarfélaganna. Einnig er lagt til við sveitarstjórnirnar að þær lýsi því yfir að þær muni ekki nýta heimild í 2. mgr. l20. gr. sveitarstjórnarlaga, komi til þess að sameiningartillaga verði samþykkt af íbúum í hluta sveit- arfélaganna, nema að undan- gengnu samráði við íbúa. Í því felst að hafni íbúar einhvers sveitarfélaganna tillögu um sameiningu í kosningum, muni aðrar sveitarstjórnir ekki taka ákvörðun um sameiningu þeirra sveitarfélaga án þess að hafnar verði nýjar sameiningar- viðræður og kosið að nýju. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagastrandar fundaði um málið fyrir helgi og kemur fram í fundargerð að hún leggi áherslu á að fylgt verði þeim áherslum sem fram hafa komið á fundum samstarfsnefndar með þingmönnum og ráðherr- um varðandi brýn verkefni í atvinnu- og byggðamálum í Austur-Húnavatnssýslu, svo sem stuðningi við stofnun Um- hverfisakademíu, uppbyggingu ferðamannastaða, og fjölgun starfa við innheimtuþjónustu sýslumanns á Blönduósi og Vinnumálastofnunar á Skaga- strönd. Þá er að mati sveitarstjórnar mikilvægt að átak verði gert í viðhaldi héraðs- og tengivega með það fyrir augum að tryggja greiðar samgöngur innan nýs sveitarfélags. /PF Sameiningar í Austur-Húnavatnssýslu Kosið 5. júní ÓK gámaþjónusta, sem séð hefur um sorphirðu í Skagafirði síðan 1988, tók á dögunum nýjan bíl í notkun sem leysir af hólmi 16 ára gamlan bíl sem þjónað hefur hlut- verki sínu með sóma frá árinu 2006. Að sögn Ómars Kjartanssonar, eigenda fyrirtækisins, er nýi bíllinn Volvo, átta hjóla trukkur með 21m3 NMT sorppressukassa og nákvæmri innbyggðri vigt, en sá gamli, sem einnig er af Volvo gerð, er sex hjóla og kassinn 17m3. Ómar segir gamla bílinn hafa staðið sig vel, aldrei bilað en alls er hann kominn í 23 þúsund vinnustundir sem jafngildir 1200 þúsund km akstri. /PF ÓK gámaþjónusta Nýr ruslabíll tekinn í notkun Ómar Kjartansson, eigandi ÓK gámaþjónustu og Jón Guðni Karelsson , bílstjóri, við nýja bílinn. MYND: PF Svæðið sem stendur til að sameina í eitt sveitarfélag. MYND AF HÚNVETNINGUR.IS 2 13/2021

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.