Feykir - 31.03.2021, Blaðsíða 10
Snæborg Lilja Hjaltadóttir er fædd
og uppalin á Sauðárkróki en flutti á
Akureyri árið 2016 og hefur búið
þar síðan. Snæborg er í sambúð
með Roman Arnarssyni og eiga
þau eina eins árs stelpu sem heitir
Andrea Marín og svo er önnur
stelpa á leiðinni svo Snæborg er
aðallega að prjóna á þær og
líka á lítil frændsystkini.
Hve lengi hefur þú stundað hannyrðir?
Ég lærði að prjóna í grunnskóla en
hafði ekkert gert síðan þá, byrjaði síðan
aftur í mars í fyrra í fyrstu Covid
bylgjunni og hef bara ekki stoppað
síðan.
Hvaða handavinna þykir þér skemmti-
legust? Ég er hrifnust af prjónunum og
prjóna aðallega barnaflíkur, hef enn
ekki lagt í fullorðinsflík.
Hverju ertu að vinna að þessar mundir?
Núna er ég að prjóna heimferðasett á
væntanlegt kríli.
Hvar fékkstu hugmyndina? Ég fæ
nánast allar hugmyndir af Instagram,
þar er endalaust af fallegum prjóna-
flíkum og fullt af flottum íslenskum
prjónaaðgöngum þar sem hægt er að fá
hugmyndir.
Hvaða handverk sem þú hefur unnið
ertu ánægðust með? Ég held ég sé
ánægðust með Unu samfellu sem ég
prjónaði á dóttur mína þegar hún var
yngri, það var ótrúlega krefjandi en
tókst að lokum, síðan er ég mjög hrifin
af eyrnaslapahúfunum.
- - - - -
Snæborg skorar á Guðrúnu Anítu,
prjónasnilling á Blönduósi.
„Byrjaði að prjóna í fyrstu Covid bylgjunni
og hef bara ekki stoppað síðan“
( HVAÐ ERTU MEÐ Á PRJÓNUNUM ) klara@nyprent.is
Snæborg Lilja Hjaltadóttir á Akureyri
Eyrnaslapa húfur og Kára peysur.
Snæborg og Roman. AÐSENDAR MYNDIR
Móa lambhúshetta Lillebjørn fílahúfa.
Fræ húfa, peysa og samfella. Frænkurnar Andrea og Sóldögg í Kára peysum með Unu eyrnabönd. Andrea Marín fín í Una samfellu.
10 13/2021