Feykir - 31.03.2021, Blaðsíða 11
KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson
SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTUR :Mál.
Sudoku
Krossgáta
FEYKIFÍN AFÞREYING
Feykir spyr...
Hvernig
páskaegg
verður fyrir
valinu í ár?
Spurt á Facebook
UMSJÓN : klara@nyprent.is
„Líklega verður það Nóa
Tromp páskaegg.“
Sólveig Arna Ingólfsdóttir
Finna skal út eitt orð
úr línunum fjórum:
Ótrúlegt - en kannski satt...
Margar slökkvistöðvar í Bandaríkjunum hafa hringlaga stiga milli hæða og
er talið að það sé arfleið frá gamalli tíð þegar vélar og dælur voru dregnar
af hestum. Hrossin voru á húsi á jarðhæð og, ótrúlegt, en kannski satt,
komust þau upp beina stiga en ekki þá hringlöguðu.
Tilvitnun vikunnar
Lífið hefur orðið margfalt betra eftir að ég neyddist til að hætta
að taka það alvarlega. – Hunter S. Thompson
„Það verður Draumaegg.“
Friðrik Örn Eyjólfsson
„Sterkt Djúpuegg.“
Hildur Haraldsdóttir
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lausnina sendir þú á palli@feykir.is og reynir að krækja í vinning.
F
„Drauma
Freyjuegg nr. 9. “
Magnús Barðdal
Einfalt folald í
lúxussveppasósu
Matgæðingur vikunnar er Jónatan Björnsson og býr hann á
Sauðárkróki ásamt kærustu sinni, Tinnu Ósk Agnarsdóttur, og
fimm vikna gömlu stúlkubarni. Jónatan er Skagfirðingur í húð
og hár en Tinna er Reykjavíkurmær sem flutti í fjörðinn fagra
árið 2010. Feykir óskar þeim til hamingju með nýja erfingjann.
„Mér hefur alltaf þótt gaman að elda og hvað er skemmtilegra
en að fá fólk í heimsókn og borða góðan mat. Eitt skiptið áttum
við konan von á fólki í mat og sósan sem átti að vera með matnum
klikkaði all svakalega. Þá var farið á netið og fundin uppskrift sem
þurfti ekki mikinn undirbúning. Sósan sem við fundum er orðin
ein af okkar uppáhalds sósum og er hún orðin það vinsæl innan
fjölskyldunnar að við erum sérstaklega beðin um að koma með
hana í matarboð,“ segir Jónatan
AÐALRÉTTUR
Folald í
lúxuxsveppasósu
Sveppasósa:
1 askja sveppir, skornir í bita
2 msk góð olía eða smjör
2-3 msk koníak
1/2 l rjómi
1 askja smurostur með
svörtum pipar
1 msk hunang
kjötkraftur
sveppakraftur
smá sósulitur (ekki nauðsynlegt)
salt ef þarf
Aðferð: Byrjið á að hita olíuna/
smjörið á pönnu og hendið
sveppunum út á. Þegar sveppirnir
eru orðnir steiktir á að hella
koníakinu út á og kveikja í. Næst
á að setja rjómann, smurostinn,
hunangið, kjötkraftinn og
sveppakraftinn út á. Leyfið sós-
unni að malla á pönnunni í
nokkrar mínútur þangað til hún
er orðin þykk og góð. Smakkið
hana svo til og bætið við salti ef
þarf og sósulit fyrir þá sem vilja.
Folaldavöðvi:
Laukur (magn fer eftir stærð á
vöðvanum)
salt og pipar
Aðferð: Best er að undirbúa kjötið
kvöldið áður en á að elda það.
Kryddið með salti og pipar. Skerið
laukinn í þunnar skífur og dreifið
yfir kjötið þannig að hann hylji það
alveg. Pakkið öllu saman inn í
álpappír og geymið í ísskáp yfir
nótt. Takið laukinn af kjötinu og
hendið honum. Því næst á að setja
kjötið á pönnu og loka því. Setja
( MATGÆÐINGUR VIKUNNAR ) siggag@nyprent.is
Jónatan Björnsson | Króksari
Tinna Ósk og Jónatan. AÐSEND MYND
það svo í eldfast mót og inn í ofn
við 175°C og elda það eftir
kjöthitamæli. Látið kjötið vera inni
í ofninum í 15 mínútur og takið
það út í fimm mínútur. Endurtakið
ferlið þangað til kjötið hefur náð
55-65°C. Látið kjötið hvíla í tíu
mínútur áður en það er skorið
niður.
Borið fram með meðlæti að
eigin vali.
EFTIRRÉTTUR
Toblerone/
rjómaostamús
400 g rjómaostur við stofuhita
130 g sykur
2 msk. bökunarkakó
210 g brætt Toblerone
2 tsk. vanilludropar
250 g þeyttur rjómi
Aðferð: Bræðið niður Toblerone
og setjið það svo aðeins til hliðar.
Hrærið saman rjómaost og sykri
og blandið síðan kakóinu saman
við og svo Toblerone (passa að
það sé ekki of heitt). Næst setjið
þið vanilludropana og blandið
létt saman. Setjið svo blönduna út
í þeyttan rjóma og blandið var-
lega saman. Borið fram með
þeyttum rjóma, blönduðum berj-
um og söxuðu Toblerone.
Verði ykkur að góðu!
Jónatan skorar á frænku sína
Herdísi Pálmadóttur sem næsta
matgæðing.
13/2021 11
Vísnagátur Sveins Víkings
Mætust eign okkar manna er.
Mörgum verður það enn.
Húsið skreytir og viðinn ver.
Vinnst og tapast í senn.