Feykir


Feykir - 31.03.2021, Blaðsíða 5

Feykir - 31.03.2021, Blaðsíða 5
ÍÞRÓTTAFRÉTTIR F Knattspyrnudeild Tindastóls hefur samið við Dominique Bond-Flasza, jamaíska landsliðs- konu, um að spila með kvennaliði Tindastóls í Pepsi Max-deildinni í sumar. Dom hefur spilað 17 landsleiki fyrir Jamaíka (Jamaica Reggea Girlz) og þá hefur hún spilað í efstu deild í bæði Hol- landi og Póllandi. Óskar Smári Haraldsson, annar þjálfara Tindastóls, segir miklar vonir bundnar við Dom. „Hún fékk góð meðmæli fyrrum þjálfara ásamt því að hafa spilað á ferl- inum með tveimur landsliðskonum Íslands sem gáfu henni góð orð,“ tjáði Óskar Smári Feyki. Hún er 165 sm á hæð og verður 25 ára gömul á árinu. Hún spilaði í fjögur ár í bandarísku há- skóladeildinni með Washington Huskers sem er í Seattle. Að skóla loknum skipti hún í Seattle Sounders þar sem hún var í ár, síðan lék hún tvö tímabil með PSV í Hollandi og í fyrra skipti hún í lið Medyk Konin í Póllandi. Pabbi hennar var pólskur en mamman frá Jamaica en Dom bjó framan af í Kanada og síðar í Kaliforníu. „Dom, eins og hún er kölluð, er reynslumikill og fjölhæfur leikmaður. Hún er mikill sigurvegari, alveg sama hvort það er í leikjum eða æfingum og er það alltaf mikill kostur. Hún getur spilað nokkr- ar stöður en við þjálfararnir erum að horfa á hana miðsvæðis. Dom kemur sem EU (evrópskur) leik- maður þar sem hún er með hvorki meira né minna en fjögur vegabréf!“ segir Óskar Smári og bætir við að lokum: „Velkomin í Tindastól Dom!“ Dom er væntanleg á Krókinn helgina eftir páska. /ÓAB Knattspyrnudeild Tindastóls Dom bætist í hóp Stólastúlkna Dom skrifar undir samning við lið Tindastóls. MYND AF FB Annað mótið í Meistaradeild KS fór fram í Svaðastaða- höllinni á Sauðárkróki föstudagskvöldið 19. mars. Keppt var í gæðingafimi en sú grein er afar krefjandi keppnisgrein og var í fyrsta skipti keppt á þriðja stigi í gæðingafimi LH. Mette Mannseth og Skálm- öld frá Þúfum eru á feikna flugi en þær stóðu uppi sem sigurvegarar annað mótið í röð. Á Facebooksíðu Meistara- deildarinnar segir að þrjú lið hafi teflt fram leynigestum að þessu sinni. Lið Hofstorfunnar - 66°norður tefldi fram Ragn- hildi Haraldsdóttur á Úlfi frá Mosfellsbæ, lið Leiknis Fredricu Fagerlund og Stormi frá Yztafelli og lið Equinics Ólöfu Rún Guðmundsdóttur og Snót frá Laugardælum. Upphitunarknapar kvöldsins voru Eva Dögg Pálsdóttir á Rökkva frá Rauðalæk og Guðný Margrét Sigurodds- dóttir á Reyk frá Brennistöð- um. Fimm efstu keppendur voru: 1. Mette Mannseth og Skálmöld frá Þúfum 8,63 2. Gísli Gíslason og Trymbill frá Stóra-Ási 8,27 3. Ragnhildur Haraldsdóttir og Úlfur frá Mosfellsbæ 8,20 4. Fredrica Fagerlund og Stomur frá Yztafelli 8,13 5. Þórarinn Eymundsson og Vegur frá Kagaðarhóli 7,80 Þúfur leiða liðakeppnina Þúfur sigruðu í liðakeppninni þetta keppniskvöld líkt og árið áður, þar sem Mette og Skálmöld sigruðu með eink- unnina 8,63 og Gísli Gíslason og Trymbill frá Stóra-Ási hlutu annað sætið, en þau höfðu sætaskipti frá því árið áður. Einnig gerði Barbara Wenzl góða hluti með Mættu frá Bæ og hlutu þær ellefta sætið. Staðan í liðakeppni: 1. Þúfur 104 stig 2. Hrímnir 97 stig 3. Íbishóll 85,5 stig 4. Uppsteypa 81 stig 5. Hofstorfan 78,5 stig 6. Storm Rider 61,5 stig 7. Leiknisliðið 57 stig 8. Equinics 54,5 stig Næst verður keppt í slak- taumatölti þann 9. apríl en fimmgangur er áætlaður 21. apríl og loks tölt og skeið þann 7. maí. /PF Meistaradeild KS í hestaíþróttum Mette Mannseth og Skálm- öld sigruðu í gæðingafimi Mette og Skálmöld eru í fantaformi og hafa nú unnið fyrstu tvær keppnir Meistaradeildar KS, fjórgang og gæðingafimi. MEISTARADEILD KS. Tryggvi Guðmundsson, sem nýlega var ráðinn þjálfari sameinaðs knattspyrnuliðs Kormáks/Hvatar í 4. deildinni, hefur verið leystur undan samningi eftir því sem fram kemur á Fótbolti.net. Tryggvi var ekki skráður á skýrslu þegar Kormákur/Hvöt tapaði 7-4 gegn Úlfunum á dögunum. „Samkvæmt heimildum Fót- bolta.net mætti Tryggvi undir áhrifum áfengis á æfingu liðsins á dögunum sem og í leikinn gegn Úlfunum í dag [20. mars sl.],“ segir á heimasíðu þeirra. Ljóst er að um dapurlega niðurstöðu er að ræða fyrir alla aðila þar sem við miklu var búist af honum sem þjálf- ara en Tryggvi var kynntur til leiks þann 24. febrúar sl. sem hvalreki fyrir húnvetnskt íþróttalíf. Liðið ætlar sér stóra hluti í sumar í 4. deildinni þar sem ætlunin er að leika í þeirri þriðju að ári liðnu. Lee Ann Maginnis, stjórn- armaður í Hvöt, staðfesti við Feyki að Tryggvi væri á förum og leit standi yfir að nýjum þjálfara. /PF Kormákur Hvöt Tryggvi hættur sem þjálfari Íþróttir Nokkur úrslit Hér að neðan má finna úrslit í nokkrum leikjum í körfu- og fótbolta sem liðin á Norðurlandi vestra hafa leikið. KÖRFUBOLTI Dominos-deildin í körfubolta 21. mars Tindastóll – Höttur 90–82 1. deild kvenna í körfubolta 20. mars Njarðvík – Tindastóll 94–42 KNATTSPYRNA Lengjubikar kvenna A-deild 20. mars Breiðablik – Tindastóll 4–1 Lengjubikar karla B-deild 20. mars Tindastóll – Kári 4–1 Lengjubikar karla C-deild 20. mars Úlfarnir – Kormákur Hvöt 7–3 Stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls hefur samið við þrjá lykilmenn fyrir átökin í 3. deild Íslandsmótsins í sumar. Þetta eru þeir Konráð Freyr Sigurðs- son, Fannar Örn Kolbeinsson og Sverrir Hrafn Friðriksson. Í tilkynningu frá deildinni kemur fram að Konráð Freyr sé 25 ára miðjumaður, uppalinn á Skaganum en hefur leikið með liði Tindastóls síðan hann flutti á Krókinn 16 ára gamall. Hann hefur fengið það hlutverk að vera fyrirliði liðsins í sumar. Fannar Örn er 28 ára gamall varnarmaður, uppalinn í Tinda- stól en skipti yfir til Vals ungur að árum eða árið 2010. Hann kom aftur til Tindastóls sumarið eftir og lék með þeim til 2016, þá fór hann út í atvinnumennsku til Þýskalands. Hann spilaði þar í eitt ár. Fannar hefur leikið alls 190 leiki í meistaraflokki og skorað 16 mörk í þeim leikjum. Sverrir Hrafn er 24 ára varnarmaður, uppalinn hjá Einherja á Vopnafirði. Sverrir kom fyrst til Tindastóls sumarið 2018 og spilaði með liðinu tvö sumur. Sjá nánar á Feykir.is. /PF Knattspyrnudeild Tindastóls Þrír lykilmenn skrifa undir Sverrir, Konni og Fannar klárir í slaginn. MYND AÐSEND 13/2021 5

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.