Feykir


Feykir - 28.04.2021, Blaðsíða 4

Feykir - 28.04.2021, Blaðsíða 4
„Hérna er saga sem gæti verið sönn. Saga um vonir og þrár, sorgir og sigra þar sem mann- legur breyskleiki er töluvert sýnilegur. Þessu er svo pakkað inn með gleði og glaum, þar sem þekkt sjómannalög eru í gegnum sýninguna, fyrir utan Viðtal við Pétur Guðjónsson leikstjóra og höfund Sæluvikuleikritsins „Þessi hópur er alveg einstak- lega skemmtilegur og skapandi“ Eftir langa og stranga æfingu er höfundur og leikstjóri Á frívaktinni látinn stilla sér upp fyrir myndatöku. MYND: PF Leikfélag Sauðárkróks fumsýnir á heimsvísu Á frívaktinni, frumsamið leikrit Péturs Guðjónssonar sem leikstýrt hefur hér á Krók bæði hjá LS og Nemendafélagi Fjölbrauta- skólans. Titillinn vísar í samnefndan útvarpsþátt sem var mjög vinsæll á sínum tíma á Rás 1 og var óskalagaþáttur fyrir sjómenn. Sjómannalögin eru allsráðandi í verkinu og segir höfundurinn að áhrif þáttarins komi við sögu. Auk þess að semja verkið, leikstýrir Pétur því einnig. VIÐTAL Páll Friðriksson eitt lag, sem er eftir Elmar Sindra Eiríksson og Brynjar Davíðsson. Það lag fór í sýn- inguna af því það passaði svo vel inn í með öllum þekktu lögunum,“ segir Pétur um leik- ritið. Hugmyndina að verkinu segir Pétur hafa komið þegar hann sat og horfði á þátt Möggu Blöndal og Felix Bergs, Veröld, sem fjallaði um sjó- mannalögin. „Þá er nú bara eins og elding skjótist í hausinn á mér.“ Þú ákveður að setja þetta upp á Króknum, hvernig kemur það til? „Það er nú vegna þess að Lulla, formaður LS, greip hugmynd- ina. Ég á það til að blaðra eða jafnvel hugsa hlutina upphátt þegar ég fæ hugmyndir. Ég var að leikstýra Línu Langsokk hjá LS þegar hugmyndin fæðist. Ég fer því að hlusta á sjó- mannalög og sjá fyrir mér senur. Síðan ákvað ég að taka að mér leikstjórn að vori 2020 og þá bar ég þessa hugmynd upp á stjórnarfundi og hún var samþykkt. Það var bæði gleðilegt og skelfilegt því sagan var eingöngu á hugmyndastigi og ég ekki búinn að setja niður svo mikið sem eitt orð á blað. En svo kom þetta þegar ég byrjaði.“ Til stóð að sýna verkið síðasta vor en kórónuveiran stöðvaði það. Pétur segir að æfingar hafi rétt verið byrjað- ar. „Við vorum byrjuð að rúlla texta án handrits og aðeins farin að kíkja á lögin. Svo kom stopp og ákveðið að fresta fram á haust. Við hittumst a.m.k. einu sinni í sumar. Það þurfti að breyta aðeins hlut- verkaskipan fyrir haustið og það var allt klárt. Svo kom aftur frestun. Þá þurfti aftur að breyta töluvert hlutverka- skipan og breyta jafnvel hlut- verkum fyrir viðkomandi leikara, breyta um kyn á karakter og ýmislegt annað. Þannig að þetta hefur verið svolítið limbó.“ Hvernig hefur gengið að æfa í vetur? „Þetta hefur verið algjörlega frábært þó aðstæður væru hræðilegar. Það er kannski það sem gerir þetta frábært, hversu vel hefur gengið við þessar aðstæður. Við höfum verið að æfa með grímur og á tímabili aðeins tíu í húsi með fjarlægðir og sóttvarnir í toppmálum. Þetta hefur verið mjög flókið á köflum en þessi hópur hefur gert þetta mögulegt. Svo verð ég líka að tala um hversu gaman það er að vinna með svona skapandi fólki. Það er alltaf svolítið hættulegt að leikstýra eigin verki því þá er hætta á bullandi sjálfhverfu. En leikhópurinn hefur verið mjög skapandi og þarna fæðast margar skemmtilegar senur. Ég trúi einlægt á mátt leik- hópsins en ekki einræði leikstjórans. Stundum gengur það ekki, það fer svolítið eftir því hversu skapandi hópurinn er. Þessi hópur er alveg ein- staklega skemmtilegur og skapandi.“ Frumsýning fer fram eftir Sæluviku, hvernig stendur á því? „Nú er ég kannski ekki rétti maðurinn til að svara því. Ég held að ákveðið hafi verið að halda tímasetningu á Sæluviku sem við getum ekki fylgt. Þurfum meiri tíma til að æfa leikritið. Held að þetta sé svona. Ég vona bara að allt gangi upp. Á þessum tíma- punkti er framtíðin óljós. En hvað sem gerist, þá er ég alveg ofsalega þakklátur að vera í þessu verkefni og vinna með þessu frábæra fólki.“ Í apríl varð héraðsfréttablaðið Feykir 40 ára og var til dæmis haldið upp á tímamótin með útgáfu afmælisblaðs. Nú hefur verið opnuð dálítil afmælissýning í Safnahúsi Skagfirðinga og er sýnt á báðum hæðum. Um er að ræða upprifjanir á minnisstæðum fréttum nokkurra þeirra aðila sem að blaðinu hafa komið í gegnum tíðina. Sýningin er hluti af dagskrá Sæluviku Skagfirðinga sem nú stendur yfir. Það voru starfsmenn Héraðsskjalasafns Skagfirðinga, þær Sólborg, Kristín og Eyrún, sem höfðu frumkvæði að uppsetningu sýningarinnar, söfnuðu saman efni og tóku viðtöl, en Nýprent annaðist uppsetningu, prentun og frágang. Á öllum spjöldunum má finna svokallaða QR-kóða sem vísa ýmist í fréttirnar sem minnst er á og opnast þær þá á Tímarit.is eða þá að hlýða má á hlaðvarpsviðtöl við viðkomandi viðmælendur. Einnig er hægt að fara inn á heimasíðu Héraðsskjalasafns Skagfirðinga og finna þar Feykir í 40 ár Feykissýning í tilefni afmælis í Safnahúsinu Klara í Nýprenti vinnur við upplímingu á plaggötum. MYND: ÓAB hlaðvarpsþætti með þessum sömu viðtölum. Sýninguna sjálfa er hægt að skoða á opnunar- tímum Safnahússins og í vikunni stendur til að opna ljósmyndasafn Feykis á vef safnsins. /ÓAB AÐALFUNDUR Krabbameinsfélag Skagafjarðar boðar til aðalfundar fimmtudaginn 6. maí kl. 17 í Þjónustumiðstöð okkar Suðurgötu 3 Sauðárkróki. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Allir velkomnir STJÓRNIN 4 17/2021

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.