Feykir


Feykir - 28.04.2021, Blaðsíða 7

Feykir - 28.04.2021, Blaðsíða 7
Hvað geturðu sagt um liðið sem þú spilar með á Spáni? „Liðið sem ég spila með hefur ekki átt gott tímabil, við erum samt með góða leikmenn. Stráka sem hafa spilað í yngri landsliðum hjá Spáni, og nokkra sem hafa spilað í ACB deildinni sem er efsta deildin hér á Spáni og talin vera ein sterkasta deild í Evrópu.“ Hvað var best við að spila með Stólunum? „Tímabilið sem ég spilaði með Stólunum [2017– 2018] var skemmtilegasta tímabil sem ég hef tekið þátt í. Við vorum með mjög vel saman sett lið og andinn í hópnum var frábær. Svo var ekki slæmt að hafa þessi frábæru stuðningsmenn sem liðið hefur að styðja okkur bæði heima og í útileikjum.“ Hver er munurinn á að spila í Dominos í Síkinu eða á Spáni? „Það er munur á þessum deildum. Hérna á Spáni eru töluvert fleiri stórir menn í hverju liði. Hraðinn er hins vegar minni og meira hugsað um taktík. Munurinn á íþrótta- húsum hérna og heima er mikill. Þó svo að heimavöll- urinn hjá mínu liði sé minni en Síkið þá eru flest lið með stórar hallir.“ Hver er hápunktur dagsins? „Það eru æfingarnar, bæði sem ég tek sjálfur á morgnana og liðsæfingarnar á kvöldin. Finnst fátt skemmtilegra en að æfa.“ Hvað er best við að búa í þínu nýja landi? „Ég verð að segja veðrið. En ég er einnig hrifinn af afslöppuðum kúltúrnum hérna.“ Hvað gerir þú helst í frí- stundum? „Slaka á í sólinni með gott hlaðvarp eða kíki á kaffihús í miðbænum. Ég nýti líka tímann í að læra spænsku.“ Hverju hefur COVID-19 helst breytt fyrir þér/ykkur og hvernig er ástandið í ykkar nýja landi? „Það hefur ekki breytt miklu síðan ég kom hingað, nema ég þarf að fara í covid test einu sinni í viku sem er orðið vel þreytt. Það er allt opið hér en grímuskylda alls staðar. Það er útivistarbann eftir klukkan 23 hérna.“ Hvers saknar þú mest að heiman? „Ég sakna bara fjöl- skyldu og vina. Það var mjög erfitt að fara frá kærustunni og nýfæddum syni mínum.“ Gætir þú deilt einhverri sniðugri eða eftirminnilegri sögu eða uppákomu frá dvöl þinni erlendis? „Á leiðinni til Madridar frá Íslandi lenti ég í smá veseni. Ég millilenti í London en mátti ekki fljúga til Spánar frá Englandi. Þannig að ég þurfti að fljúga til Hollands og þaðan til Spánar. Ferðalag sem átti að taka sjö klukku- stundir tók rúmlega tvo sólarhringa. Síðan týndist farangurinn minn sem tók viku að skila sér. Ég lenti í Madrid á leikdegi með engan farangur og þurfti því að kaupa mér körfuboltaskó. Ég mætti rétt fyrir leik af því að ég lenti í umferðateppu út af því að það var allt á kafi í snjó og fólk ekki vant því að keyra í snjó hérna. Án þess að hafa mætt á eina æfingu spilaði ég ellefu mín- útur í leiknum og setti þrjá þrista á síðustu tveimur mín- útum leiksins og kom leiknum í framlengingu.“ En ekki hvað? Feykir þakkar Arnari fyrir spjallið. Arnar fer að körfu KR-inga í Laugardalshöllinni. MYND: HJALTI ÁRNA Maltbikarmeistarar! „Tímabilið sem ég spilaði með Stólunum var skemmtilegasta tímabil sem ég hef tekið þátt í.“ MYND: HJALTI ÁRNA Frá El Rastro flóamarkaðinum í Madrid. MYND AF NETINU Molar um Madrid af netinu... Sagt er að Madrid, sem ku vera önnur stærsta borgin á svæði Evrópubandalagsins, sé borg sem kunni að lifa. Borg sem býður upp á ótrúlegan arkitektúr, heimsklassa gallerí, nóg af sögu, frábæran mat og stórkostlegt næturlíf. Talið er að Madrid hafi sprottið upp árið 860 eða 14 árum áður en Ingólfur Arnars flúði Noreg fyrir 101 Reykjavík. Madrid varð höfuðborg Spánar árið 1561 en nú búa ríflega 3,2 milljónir manna í borginni og nánast helmingi fleiri ef úthverfin eru tekin inn í dæmið. Kannski er það vegna þess að sagt er að nær engin borg í Evrópu geti státað að jafn mörgum heiðríkjudögum og Madrid. Madrid stendur 667 metra yfir sjávarmáli og því geta veturnir verið svalir en meðalhitinn í júlí, sem er vanalega heitasti mánuðurinn, getur verið 32-34 gráður á gamla góða Celsíus. Þá liggur jafnvel við að meðal Íslend- ingurinn bráðni. Margt er hægt að gera sér til dundurs í Madrid annað en að borða gúrmet, skoða listasöfn og arkitektúr. Má til dæmis heim- sækja Warner Brothers Movie World skemmtigarðinn, fótboltaþyrstir gætu haft gaman af að skoða heimavöll Real Madrid sem er jú sigursælasta fótboltalið sögunnar, El Rastro flóamarkaðurinn er víst engum líkur og þar má nálgast allt milli himins og jarðar og þá þykir ekki ónýtt að svolgra í sig bjór á veröndinni en endalaus fjöldi bara færir viðskiptin út á gangstétt þegar veður leyfir – sem er væntanlega oft. Séð yfir miðborg Madrídar. MYND AF NETINU Warner Bros Movie World skemmtigarðurinn. MYND AF NETINU 17/2021 7

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.