Feykir - 28.04.2021, Blaðsíða 5
ÍÞRÓTTAFRÉTTIR F
Eitt af toppliðum Dominos-
deildarinnar í körfubolta, Þór
Þorlákshöfn, mætti í Síkið sl.
sunnudagskvöld og spilaði við
lið Tindastóls sem hefur verið
að rétta úr kútnum eftir
strembinn vetur. Vanalega eru
viðureignir þessara liða fyrir
spennufíkla og það varð engin
breytinig á því þar sem úrslitin
réðust þegar 0,2 sekúndur voru
eftir af leiknum. Þá tók Flenard
Whitfield einu vítaskot sín í
leiknum og tryggði Tindastóls-
mönnum sigurinn eins og að
drekka vatn. Lokatölur 92-91.
Hreint frábær leikur og
mikilvægur sigur Tindastóls
sem eru nú, þegar fjórar
umferðir eru eftir af deildar-
keppninni, í sjötta sæti. Jaka
Brodnik var bestur í annars
jöfnu liði Tindastóls en hann var
með 18 stig og átta fráköst, Anta
Udras var stigahæstur með 19
stig og fjögur fráköst og Tomsick
gerði 17 stig og átti tíu stoð-
sendingar. Allir leikmenn sem
við sögu komu skiluðu sínu í
hörkuleik og gerðu stórar körfur
en Axel setti niður þessa þrjá
þrista sem hann hefur verið
með í áskrift að undanförnu og
þá gerði Helgi Rafn sjö stig. Ef
eitthvað má gagnrýna að lokn-
um svona naglbít þá væri það
helst hvað leikur Stólanna varð
ómarkviss á lokamínútunum
þegar liðið var komið í vænlega
stöðu.
Tindastóll - Þór Ak 117–65
Það virtist sem Tindastólsliðið
Dominosdeildin í körfubolta | Leikir við Þór Þorlákshöfn og Þór Akureyri
Stál í stál og stál í ál
Þórsarar sækja að Flenard Whitfield en kappinn gerði tíu stig og sigurstigin af
vítalínunni þegar 0,2 sekúndur voru eftir. MYND: HJALTI ÁRNA
Tveir leikir fóru fram í 1.
umferð Mjólkurbikars karla
á Sauðárkróksvelli um
helgina. Fyrst tapaði lið
Tindastóls fyrir Völsungum
frá Húsavik og svo féll lið
Kormáks Hvatar fyrir
Hömrunum frá Akureyri.
Tindastóll – Völsungur 0–2
Tindastóll og Völsungur
mættust á föstudag í rjóma-
blíðu. Gestirnir spila deild ofar
en Stólarnir og mátti því
reikna með erfiðum leik fyrir
heimamenn og sú varð raunin.
Húsvíkingar voru talsvert
sterkari á svellinu en Tinda-
stólsliðið varðist ágætlega
framan af leik.
Fyrsta mark leiksins kom á
60. mínútu en eftir efnilega
sókn Húsvíkinga fengu þeir
hornspyrnu og úr henni
skallaði Aðalsteinn Friðriks-
son boltann í netið. Stólarnir
reyndu að færa sig framar og
fengu ágætt færi en boltinn var
sendur himinhátt yfir. Leik-
urinn opnaðist nú og Atli
Dagur hélt Stólunum inni í
leiknum með stórbrotinni
markvörslu á köflum. Heima-
menn urðu fyrir blóðtöku eftir
70 mínútna leik þegar Konni
fyrirliði varð að yfirgefa völl-
inn meiddur. Þar með fór
ankerið úr liðinu og ekki leið á
löngu þar til gestirnir bættu
við seinna marki sínu. Það
gerði Santiago Abalo, en hann
vann boltann á miðsvæðinu
og geystist óáreittur að víta-
teignum þar sem hann náði
hörkuskoti, stöngin inn,
óverjandi. /ÓAB
K/H – Hamrarnir 2–3
Lið Kormáks Hvatar tók á
móti Hömrunum á laugardag.
Eftir góða byrjun urðu
Húnvetningar að bíta í það
súra epli að fá á sig þrjú mörk í
síðari hálfleik og tapaðist
leikurinn 2-3. Lið Kormáks
Hvatar því úr leik þetta
sumarið.
Nýráðinn þjálfari liðsins,
Ingvi Rafn Ingvarsson, kom
sínum mönnum yfir á 8.
mínútu og hann bætti við
öðru marki á 22. mínútu
leiksins. Vendipunktur leiksins
varð rétt fyrir hlé þegar Sigurði
Aadnegard var vikið af velli og
Húnvetningar því einum færri
allan síðari hálfleikinn og
fengu á sig þrjú mörk. /ÓAB
Mjólkurbikar karla í knattspyrnu
Bæði liðin af Norðurlandi
vestra úr leik
Lið Kormáks Hvatar sækir að marki Hamranna. MYND: JÓI SIGMARS
Lið Tindastóls og Stjörnunnar mættust í 1. deild
kvenna í Síkinu á laugardag. Lið Tindastóls átti
ágætan leik og sigraði 83-66 eftir að hafa haft
yfirhöndina nær allan leikinn.
Góð barátta og fínn varnarleikur skópu
sigurinn og þá náðu stelpurnar sínu mesta
stigaskori í vetur í þessum leik en oft hefur liðinu
gengið illa að finna körfu andstæðinganna.
Eva Wium og Marín Lind voru atkvæðamestar
í liði heimastúlkna. Eva var með 19 stig og tíu
fráköst en Marín 26 stig og sex fráköst. Karen
Lind skilaði 16 stigum og Inga Sólveig hirti 13
fráköst. Bergdís Lilja og Alexandra Eva voru
bestar í liði Stjörnunnar. Lið Stólastúlkna hefur
tekið framförum í vetur og er að spila töluvert
skipulagðari bolta og boltinn gengur betur. /ÓAB
1. deild kvenna í körfubolta | Tindastóll – Stjarnan 83–66
Stelpurnar með góðan sigur
á liði Stjörnunnar í Síkinu
Stjörnustúlkum gekk illa að hemja Marínu. MYND: HJALTI ÁRNA
Kjarnafæðismótið | Tindastóls – F/H/L 6–1
Sigur hjá Stólastúlkum
Leikið var í Kjarnafæðismóti kvenna á laugardag en þá héldu
Stólastúlkur norður á Akureyri þar sem leikið var við
sameinað lið Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis.
Leikið var á KA-vellinum. Mur var spræk eins og stundum
áður og var komin með hattrick fyrir hálfleik. Hún gerði fyrstu
tvö mörkin og Dom gerði þriðja mark Tindastóls úr vítaspyrnu
áður en Mur fullkomnaði þrennuna rétt fyrir hlé. Síðari hálfleikur
hófst á sjálfsmarki Austfirðinga eftir fyrirgjöf frá Laufeyju en
síðan klóruðu sameinaðir Austfirðingar í bakkann áður en Mur
bætti við fjórða marki sínu í leiknum. Á lokamínútunum fékk
síðan Amber, markvörður Tindastóls, að líta rauða spjaldið en
samkvæmt upplýsingum Feykis eru ekki leikbönn í þessu móti
nema leikmaður sýni mikinn háskaleik eða óíþróttamannslega
hegðun, sem á ekki við í þessu tilviki.
Hvorki Jackie né Bryndís Rut voru í liði Tindastóls þar sem
báðar urðu fyrir hnjaski í leiknum gegn Gróttu. /ÓAB
hafi bæðið fundið sparifötin og
fjalirnar góðu í nýafstaðinni
kófpásu því spútnikliði Akur-
eyringa var sökt með dúki og
disk í glimrandi körfubolta-
veislu í Síkinu sl. fimmtudags-
kvöld. Leikmenn Tindastóls
höfðu fram að þessu ekki unnið
leik sannfærandi í vetur en það
var annar og betri bragur á
liðinu gegn Þór því þó svo að
Pétur og Tomsick hafi staðið upp
úr þá voru allir að skila sínu.
Gamli góði liðsbragurinn virtist
hafa dúkkað upp á ný. Lokatölur?
Jú, 117–65!
Lið Þórs hafði gert sér lítið
fyrir og unnið fimm síðustu leiki
sína í Dominosdeildinni og
hreinlega verið magnað að
fylgjast með ævintýri Akur-
eyringa.
Pétur var með 25 stig, 11
stoðsendingar og fimm fráköst
og Stólarnir eru bara allt önnur
maskína með Pétur malandi.
Tomsick skilaði 23 stigum og
níu stoðsendingum og Anta
gerði 16 stig. Axel og Hannes
Ingi, sem lítið hafði spilað í
síðustu leikjum, komu sprækir
til leiks og Hannes endaði með
13 stig en Axel 11, báðir settu
niður þrjá þrista.
Næsti leikur Tindastóls er í
Hafnarfirði á fimmtudag þar
sem hungraðir Haukar bíða.
Hafnfirðingarnir hafa nú unnið
tvo leiki í röð og gæla við það
að geta bjargað sér frá falli.
Sunnudaginn 2. maí nk. mætir
síðan gríðarsterkt lið Keflavíkur
í Síkið og hefst leikurinn kl.
20:15. /ÓAB
17/2021 5