Feykir


Feykir - 25.08.2021, Side 3

Feykir - 25.08.2021, Side 3
Hjá Olís er lögð áhersla á góðan aðbúnað starfsfólks, stuðning til náms og heilsueflingar, heiðarleika í samskiptum, snyrtimennsku og fagleg vinnubrögð.JAFNLAUNAVOTTUN 2019–2022 LAUS STÖRF í VARMAHLÍÐ Starfsfólk nýtur góðra afsláttarkjara og styrks til heilsueflingar. Nánari upplýsingar hjá verslunarstjóra. Sótt er um á olis.is Umsóknarfrestur til og með 6. september Hæfniskröfur • Snyrtimennska og reglusemi • Jákvæðni, dugnaður, þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum VIÐ LEITUM AÐ TRAUSTU STARFSFÓLKI Við leitum að starfsfólki í fullt starf eða hlutastarf á þjónustustöð Olís í Varmahlíð. Störfin felast í almennri afgreiðslu í verslun og veitingum, vörumóttöku, áfyllingu, þrifum, þjónustu við viðskiptavini og öðru tilfallandi. Merkilegur fornleifafundur á Þingeyrum Telja að klaustrið sé fundið Fyrir skömmu greindi fréttastofa RÚV frá því að fornleifafræðingar, sem vinna að rannsóknum á Þingeyraklaustri, hafi fundið þar merkilega gröf sem talin er tilheyra Jóni Þorleifssyni, klausturhaldara á Þingeyrum, en hann lést árið 1683. Í gröfinni fundust m.a. gullhringur og veglegt höfuðfat. „Það er ekki oft sem það finnst gripur úr gulli eða hringar eins og þessi, og eins er þetta höfuðfat mjög merkilegt þannig að ég tel þetta vera með merkilegri fundum síðari ára í fornleifafræð- inni,“ segir Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands, í viðtali við Óðin Svan Óðinsson, fréttaritara RÚV. Rannsóknir á Þingeyraklaustri hófust árið 2014 með það að leiðarljósi að komast að því hvar klaustrið stóð. Steinunn telur að búið sé að finna klaustrið og ýtir þessi merkilegi fundur undir þá kenningu. Ástæðan fyrir því að maðurinn í gröfinni er talinn vera Jón Þorleifsson er sú að munirnir sem fundust á honum eru taldir gefa vísbendingu um það. „Þegar gröfin var opnuð, þá kom í ljós að þessi einstaklingur sem þarna var grafinn bar hring úr gulli, þetta er svona innsiglishringur sem er með ákveðnu tákni og það leiddi okkur á sporið um hver þetta gat verið. Hann var líka með forláta húfu á höfði,“ segir Steinunn. Sjá nánar á Feykir.is. /SMH Gullhringurinn og höfuðfatið MYND: ÞINGEYRAR FORNLEIFARANNSÓKN Hvammstangi International Puppetry Festival Alþjóðlega brúðulista- hátíðin á Hvammstanga Alþjóðlega brúðulistahátíðin Hvammstangi International Puppetry Festival – HIP Fest – fer fram í annað sinn dagana 8. - 10. október 2021. Á hátíðina koma á þriðja tug erlendra listamanna frá átta löndum sem bjóða upp á fjölda sýninga og vinnusmiðja, auk fyrirlestra og kvikmynda- sýninga með umræðum við listamennina á eftir á meðan á hátíðinni stendur. HIP Fest er einstök viðbót í menningarlíf landsmanna enda eina brúðulistahátíð landsins. HIP Fest var valinn menningar- viðburður ársins á Norðurlandi vestra árið 2020 og skipu- leggjandi hátíðarinnar, Hand- bendi – Brúðuleikhús, er nú- verandi Eyrarrósarhafi en Eyrarrósin eru verðlaun sem veitt eru framúrskarandi menn- ingarverkefni á landsbyggðinni. Þrátt fyrir verulegar sam- komutakmarkanir á hátíðinni í fyrra tókst hún einstaklega vel við mikla ánægju þátttakenda og áhorfenda. Brúðulistin er fjölbreytt og fornt listform sem stöðugt haslar sér meiri völl í menningarlífi landsins. Á hátíð- inni má líta fjölbreyttar sýningar fyrir alla aldurshópa, sem nýta sér öll blæbrigði listformsins. Miðasala fer fram á tix og dagskrá hátíðarinnar má gaumgæfa á heimasíðu hennar, thehipfest.com. /SMH Nýr forstöðumaður Árvistar Sigríður Inga ráðin Ráðinn hefur verið nýr forstöðumaður Árvistar á Sauðárkróki, Sigríður Inga Viggósdóttir, og tekur hún við af Rögnu Fanneyju Gunnarsdóttur. Á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar kemur fram að Sigríður Inga sé með B.Sc próf í íþróttafræði og hafi víðtæka reynslu af störfum með börnum á grunnskólaaldri. Í færslu sveitarfélagsins kemur einnig fram að Sigríður hefur verið verkefnisstjóri Vina- liðaverkefnisins undanfarin ár sem og stýrt starfi í Húsi frítímans og séð um skipulag á starfi í Sumar Tím í Skagafirði. Sigríður hefur reynslu af starfi skrifstofustjóra hjá Körfuknatt- leikssambandi Íslands sem og sviðsstjórastarfi á vegum Íþrótta – og Ólympíusambands Íslands og hefur einnig sinnt körfu- boltaþjálfun barna hjá Tinda- stóli. Árvist er frístundaheimili í húsnæði Árskóla fyrir nemend- ur í 1.–4. bekk skólans. /PF Heimili fatlaðs fólks við Skúlabraut Alma Dögg nýr forstöðumaður Alma Dögg Guðmundsdóttir hefur verið ráðin forstöðu- maður á heimili fatlaðs fólk við Skúlabraut á Blönduósi. Alma Dögg er með BA gráðu í þroskaþjálfafræði frá Háskóla Íslands en hefur einnig lokið MSc námi í atferlisfræðum frá University of Kent. Þá hefur Alma Dögg lokið margvíslegum námskeiðum sem tengjast störfum hennar undanfarin ár. Að loknu námi hefur Alma Dögg starfað sem atferlisfræð- ingur í geðheilsuteymi Tauga- þroskana hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, hefur einnig m.a. starfað hjá Vel- ferðarsviði Reykjavíkurborgar sem þroskaþjálfi og atferlis- fræðingur. /Fréttatilkynning

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.