Feykir


Feykir - 25.08.2021, Blaðsíða 4

Feykir - 25.08.2021, Blaðsíða 4
Nú líður að þingkosningum og kjördagur nálgast. Við kjósendur þurfum að skoða og meta hverja skal kjósa úr þeim fjölda framboða sem í boði eru. Stefnumálin virðast svipuð hjá mörgum flokk- anna, þótt ekki sé samhljómur um alla hluti. Ég tilheyri þeim ört stækkandi hópi eldra fólks sem eru ýmist kallaðir eldri borgarar, lífeyrisþegar eða jafnvel bótaþegar. Mér hugnast ekki þessi miðamerk- ing, við erum eldra fólk. Við viljum hafa áhrif á eigið líf og framtíð og teljum okkur hafa margt fram að færa. Á landsfundi LEB í maí síðastliðnum voru samþykkt eftirfarandi fimm áhersluatriði eldra fólks vegna alþingiskosninga 2021: 1. Eldra fólk fái að vinna eins og það vill Frítekjumörk vegna lífeyris frá lífeyrissjóðum verði 100.000 kr. Eftirlaunafólk fái að vinna eins og því sýnist án skerðinga í almannatrygg- ingakerfinu og njóti afraksturs vinnu sinnar eins og aðrir. Lágmarkslífeyrir verði aldrei lægri en umsamin lágmarkslaun á almennum vinnu- markaði. Ellilífeyrir og frítekjumörk hækki ár- lega samkvæmt launavísitölu Hagstofu Íslands. 2. Starfslok miðist við færni en ekki aldur Það er réttlætismál að eldra fólk fái að miða starfslok sín við áhuga, færni og getu en þurfi ekki að hætta virkri þátttöku í atvinnulífinu eingöngu vegna aldurs. Aldursmismunun er bönnuð samkvæmt stjórnarskrá. Skorað er á alþingismenn að fella úr allri lagasetningu ákvæði um aldurstengdar viðmiðanir, en leggja þess í stað áherslu á þekkingu, reynslu, hæfni og menntun fólks óháð aldri. 3. Heilsugæslan verði vagga öldrunarþjónustunnar Til að eftirlaunafólk geti lifað heima hjá sér með reisn, er lagt til að ríki og sveitarfélög stórauki samvinnu sína með það að markmiði að heilsugæslan verði vagga öldrunarþjónustunnar. Öll fjárframlög taki mið af þessu. Heilsugæslan nálgist eldra fólk fyrr á lífsleiðinni með samhæfðri teymisvinnu lækna, hjúkrunar- fræðinga og félagsþjónustu sveitarfélaga og haldi því sambandi. Velferðartækni ætti að vera mikilvægur þáttur í öryggi í heimahúsum eldra fólks. Þáttur aðstandenda verði metinn með umönnunarálagi. Stofnun öldrunargeðdeildar er forgangsmál 4. Millistig milli heimilis og hjúkrunarheimilis Ljóst er að búseta á eigin heimili hentar ekki öllum, þó þeir þurfi ekki dvöl á hjúkrunarheim- ili. Búsetuúrræði fyrir eldra fólk eru hins vegar alltof fábreytt. Það vantar millistig milli búsetu á eigin heimili og hjúkrunarheimili. Brýnt er að finna fjölbreytt úrræði til að mæta þessari þörf. Fjármunum Framkvæmdasjóðs aldraðra verði einungis varið til byggingar stofnana fyrir aldraða og til að mæta kostnaði við nauð- synlegar breytingar og endurbætur á húsnæði sem notað er til þjónustu við þá eins og kveðið er á um í lögum. Millistig milli heimilis og hjúkrunarheimilis 5. Ein lög í stað margra lagabálka Um málefni sem varða eldra fólk sérstaklega gilda of margir og of sundurleitir lagabálkar þar á meðal almannatryggingalögin. Einfalda þarf lagaumhverfið og gera það skilvirkara meðal annars með því að skilja að lög um eldra fólk og öryrkja. Tryggja þarf aðkomu eldri borgara að þeirri endurskoðun. Þessir áherslupunktar voru samþykkir á landsfundi LEB síðastliðið vor. Verið er að kynna þessa áherslupunkta m.a. fyrir frambjóðendum flokkanna og við viljum heyra frá þeim hvort þeir vilji vinna með okkur. Það eru um 48.000 manns á eftirlaunaaldri á Íslandi - og fer fjölgandi. Þetta er sá þjóðfélags- hópur sem skilar sér hvað best á kjörstað við hverjar kosningar. Við viljum hafa áhrif og hafa aðkomu að borðinu þar sem fjallað er um okkar kjör og framtíð. Ágætu frambjóðendur í alþingiskosningum 2021: Viljið þið vinna með okkur? Ásgerður Pálsdóttir formaður Félags eldri borgara í Húnaþingi AÐSENT | Ásgerður Pálsdóttir skrifar Opið bréf til frambjóðenda í kosningum til Alþingis 25. september 2021 Ásgerður Pálsdóttir. MYND AÐSEND SÉRFRÆÐIKOMUR Í SEPTEMBER 2. og 3. sept. Orri Ingþórsson, kvensjúkdómalæknir 13. og 14. sept. Haraldur Hauksson, alm. /æðaskurðlæknir 28. og 29. sept. Sigurður Albertsson, alm. skurðlæknir Tímapantanir í síma 432 4236 Í Hrútatungu er verið að reisa nýtt tengivirki fyrir Landsnet en það fór fór mjög illa í óveðrinu sem gekk yfir í desember 2019. Eftir því sem fram kemur á Facebooksíðu fyrirtækisins ganga fram- kvæmdir mjög vel. Jarðvinnuverktakinn Úlf- staðir hefur þegar steypt botn- plötu strenggryfjunnar og er að hefjast handa við að slá upp fyrir veggjum. Gamla virkið er hefðbund- ið útivirki sem tekið var í notkun 1979 og er því orðið ríflega 40 ára en hið nýja verður yfirbyggt 132 kV gas- einangrað tengivirki á sama stað. Tengivirkið í Hrútatungu liggur nálægt botni Hrúta- fjarðar við Hrútafjarðará og er mikilvægur tengipunktur þar sem Vesturlína (GL1) tengist 132 kV byggðalínuhringnum. Áætlað er að virkið verði spennusett haustið 2022. /PF Nýtt tengivirki í Hrútatungu Yfirbyggt og gaseinangrað Séð yfir framkvæmdasvæði í Hrútatungu. MYND: LANDSNET Háskólinn á Hólum hefur nýlega lokið endurskoðun á framtíðarsýn skólans og mótað stefnu fyrir árin 2021-2025. Jafnframt hefur verið farið í umfangsmiklar greiningar á styrkleikum og tækifærum í akademísku starfi skólans í stofnunar- úttekt á vegum gæðaráðs íslenskra háskóla og greint styrkleika og tækifæri í innra skipulagi skólans með aðstoð ráðgjafa á vegum Inventus og Birki ráðgjafar. Í framtíðarsýn Háskólans á Hólum á að efla enn frekar tengsl við atvinnulífið, skapa sér stærri sess í alþjóðlegu háskólaumhverfi og efla þátt- töku í nýsköpun, ásamt því að efla gæða- og þróunarstarf og stuðning við mannauðsmál. Til að framfylgja þessari framtíðarsýn tekur gildi nýtt skipurit skólans þann 1. september næstkomandi, þar sem bæði eru komin ný leið- togastörf og skerping á störf- um stjórnenda og í stoðþjón- ustu. „Endurskoðun skipurits háskólans samhliða innri og ytri rýni á þróun skólastarfsins er mikilvægt skref til þess að fylgja eftir metnaðarfullri stefnu háskólans til næstu ára,“ segir Erla Björk Örn- ólfsdóttir, rektor: „Háskólinn á Hólum er sérhæfður öflugur háskóli sem ætlar sér enn ríkara hlutverk á fræðasviðum sínum á næstu misserum.“ Fjórum úr starfsliði skól- ans var sagt upp í síðustu viku þar sem störf þeirra hafa verið lögð niður. Erla segir það tengjast endurskoðun á skipu- riti sem felur í sér breytingar á störfum, starfslýsingu manna, nýjum starfsheitum og nýrri ábyrgð. „Þetta snertir marga og er kannski fyrsta skrefið í þeirri vegferð að mæta stefnu skól- ans til næstu fimm ára,“ segir Erla. „Það verða til ný störf sem eru ótengd þessum störfum og það verða til störf sem tengjast þeim sem voru lögð niður en eru með allt aðrar hæfni- og ábyrgðar- kröfur. Svo var skipuritið endurskoðað og þar fengu einhverjir breyttar starfslýs- ingar og breytta ábyrgð. /PF Ný framtíðarsýn Háskólans á Hólum Breytt skipurit tekur gildi 1. september 4 32/2021

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.