Feykir


Feykir - 25.08.2021, Síða 5

Feykir - 25.08.2021, Síða 5
ÍÞRÓTTAFRÉTTIR F Pepsi Max deild kvenna – Þór/KA Tindastóll 1-0 Tilvera Tindastóls tæp í toppdeildinni Lið Þórs/KA tók á móti Tindastólsstúlkum þriðjudagskvöldið 17. ágúst sl. Bæði lið ætluðu sér að selja sig dýrt enda um hörkuleik að ræða, nokkuð um pústra og glímutök. Karen María Sigurgeirsdóttir skoraði fyrir Akureyringa á 19. mínútu með ansi laglegu einstaklingsframtaki fyrir framan vítateiginn og hárnákvæmu skoti framhjá annars góðum mark- manni Stóla. Þetta var eina mark leiksins þó möguleikarnir væru nokkir til að bæta við. Þegar leik var við það að ljúka fengu Norðankonur umdeilt víti sem dæmt var á Kristrúnu innan vítateigs er hún virtist fara í boltann og síðan í manninn. Dómari var ekki á sama máli og Feykir og benti ákveðið á vítapunktinn. Lukkudísirnar voru ekki með vítaskyttunni sem skaut í þverslá og varnarmenn Stóla bægðu hættunni frá. Heilt yfir var leikur Stóla ágætur og mun betri í seinni hálfleik þó, hraðari bolti og meiri ákveðni og harka. Með örlítilli heppni hefði verið hægt að koma með eitt stig í Skagafjörðinn. Stólastúlkur sitja nú á botni deildarinnar með 11 stig en rétt fyrir ofan þær eru Keflavík og Fylkir með 12 stig og því ljóst að botnbaráttan verður spennandi á lokasprettinum þar sem fjórar umferðir eru eftir af mótinu. Næsti leikur Tindastóls er gegn toppliði Vals á Hlíðarenda í kvöld, 25. ágúst. /PF & SMH Knattspyrna karla Lið Tindastóls á botni 3. deildar Það virðist allt ganga á afturfótunum hjá karlaliði Tindastóls sem hefur tapað tveimur af sínum síðustu leikjum frekar illa og situr nú á botni deildarinnar með 14 stig. ÍH – Tindastóll 8-0 Strákarnir í Tindastól gerðu sér ferð suður í Hafnarfjörð mið- vikudaginn 18. ágúst þar sem ÍH tók á móti þeim. Liðin voru með jafnmörg stig fyrir leikinn, voru í tíunda og ellefta sæti deildarinnar, og það mátti því reikna með hörkuleik og hasar. 7-0 í hálfleik fyrir heimamenn var ekki eitthvað sem menn sáu fyrir sér. Lokatölur 8-0 fyrir ÍH og eitt versta tap í sögu Tinda- stóls döpur staðreynd. Tindastóll – Ægir 1-3 Tindastóll og Ægir úr Þorlákshöfn mættust síðan á fagurgrænum Sauðárkróksvelli sunnudaginn 22. ágúst sl. Það reyndist gestunum alltof auðvelt að næla í stigin þrjú, gerðu tvö ódýr mörk í fyrri hálfleik og Stólarnir virkuðu aldrei líklegir til að trufla þá verulega í síðari hálfleik. Lokatölur 1-3. Það eru fjórar umferðir eftir af mótinu og því ennþá mögu- leiki á því að bjarga sér frá því að spila í neðstu deild á næsta ári en til þess þurfa Tindastólsdrengir að girða sig í brók. Feykir hefur þó fulla trú á okkar mönnum og er bjartsýnn á þrjú stig á laugar- daginn nk. þegar Stólarnir heimsækja Sindra á Hornafirði. 4. deild karla D-riðill Samherjar – K/H 0-1 Lið Kormáks/Hvatar spilaði síðasta leik sinn í riðlakeppni 4. deildar laugardaginn 21. ágúst sl. en þá héldu Húnvetningar í Eyjafjörðinn þar sem þeir mættu Samherjum á Hrafnagilsvelli. Það var svo sem ekki mikið undir annað en heiðurinn því sæti Kormáks/Hvatar í úrslitakeppni 4. deildar var löngu tryggt. Það fór svo að stigin þrjú fóru með Hún- vetningum heim en lokatölur voru 0-1. /ÓAB & SMH Bræðurnir Bragi og Hólmar Skúlasynir á fullu spani með Stólunum. MYND: ÓAB Síðasta umferðin í 4. deild karla fór fram um síðustu helgi og þá varð ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni sem hefst nú á föstudaginn. Lið Kormáks/Hvatar hafði þegar tryggt sæti sitt í úrslita- keppninni fyrir lokaumferð- ina og hefur spilað vel í sumar. Lið Húnvetninga fær hins vegar verðugt verkefni í átta liða úrslitum en þá etja þeir kappi við lið Álftaness og fer fyrri leikur liðanna fram á Blönduósi 27. ágúst og hefst kl. 18:00. „Ég held að það megi búast við skemmti- legri viðureign tveggja góðra liða þar sem allt getur gerst. Ef við mætum klárir þá hef ég ekki miklar áhyggjur,“ segir Ingvi Rafn Ingvarsson, spil- andi þjálfari Kormáks/Hvat- ar, í spjalli við Feyki. „Álftanes er vel spilandi lið, bæði með unga leikmenn í bland við nokkra reynslumeiri. Hins vegar höfum við fulla trú á okkur sjálfum og erum ekki að pæla alltof mikið í liðunum sem við fáum,“ bætir Ingvi við. Hvað er það sem hefur helst glatt þjálfara Kormáks/ Hvatar í sumar? „Fyrst og fremst hef ég verið virkilega sáttur við stigasöfnun liðsins. Við náðum fyrsta markmiði okkar, sem var að tryggja sæti í úrslitakeppninni, og erum við ánægðir með það. Spilamennska liðsins hefur verið nokkuð góð í flestum leikjum. Varnarleikurinn hef- ur verið sterkur í bland við fínasta sóknarleik oft á tíðum. Þrátt fyrir það erum við alltaf að reyna að verða betri sem lið og hef ég fulla trú á að við eigum eftir að gera enn betur í úrslitakeppninni. Þá hef ég verið þakklátur fyrir stuðninginn úr stúkunni í sumar og vona ég að stuðningurinn haldi áfram út úrslitakeppnina.“ Það virðast ansi mörg lið í úrslitakeppninni hafa á að skipa sterkum hópi. Fer góðum liðum í 4. deild fjölgandi? „Ég myndi segja það já. Á hverju tímabili eru að bætast við lið sem eru tilbúin að skrúfa upp metnaðinn til að komast upp um deild þó leiðin sé erfið. 4. deildin er því alltaf að verða sterkari, sem er fagnaðarefni, en þá eru sterkustu liðin að fá enn fleiri alvöru leiki. Þá tel ég að það sé mikið af öflugum leikmönnum í deildinni sem gætu auðveldlega verið að spila í efri deildum.“ Getumunur á sterkari og veikari liðum 4. deildar er mikill. Er kominn tími á að fjölga liðum í 3. deild og skipta henni í tvennt eða ertu sáttur við skipulagið á mótshaldinu eins og það er í dag? „Auðvitað er alltaf mikil skemmtun í úrslitakeppninni sem 4. deildin hefur upp á að bjóða. Hins vegar er leiðin upp í 3. deild oft erfið þar sem liðin þurfa að vera stöðug í gegnum deildina til að tryggja sér sæti í úrslitakepninni. Þegar þangað er komið byrjar í raun ný keppni þar sem liðin mega ekki mísstíga sig til að koma sér upp um deild. Ég er ekkert endilega á því að það þurfi að fjölga í 3. deild en mín pæling er hvort væri ekki hægt að fjölga deildum á Íslandi. Þá væri hægt að mynda 4. deild með sterkustu liðunum úr henni, sem myndi þá fjölga fleiri alvörum leikjum fyrir liðin. Leiðin upp í 3. deild yrði þá auðveldari en þá myndu efstu tvö liðin úr deildinni komast beint upp. Þá myndu veikari liðin sem eru í 4. deild núna mynda þar með 5. deild.“ Eru allir leikmenn heilir fyrir átökin í úrslitakeppninni? „Það eru engin alvarleg meiðsli í hópnum. Einungis einhver smávægileg meiðsl en eins og alltaf verða menn fljótir að gleyma því þegar þeir stíga inn á völlinn í eins stórum leikjum og eru framundan fyrir okkur. Það eru því allir klárir,“ segir Ingvi Rafn að lokum. /ÓAB Ingvi Rafn þjálfari Kormáks/Hvatar í spjalli Baráttan við Álftanes leggst vel í Ingva Rafn Ingvi Rafn á ferðinni með liði Kormáks/Hvatar fyrr í sumar. MYND: ÓAB Meistaramót Íslands í frjálsum í öldungaflokki Feðgarnir Kalli og Teddi fóru mikinn Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum í öldungaflokki fór fram á Sauðárkróksvelli dagana 14. - 15. ágúst. Keppendur Ungmennasam- bands Skagafjarðar, UMSS, voru sigursælir á mótinu og hrepptu 21 Íslandsmeistaratitil. Karl Lúðvíksson keppti í flokki karla 70 til 74 ára og féllu hon- um sjö Íslandsmeistaratitlar í skaut. Hann sigraði í spjótkasti, kringlukasti, kúluvarpi, lang- stökki, stangarstökki, hástökki og 100 metra hlaupi. Theodór Karlsson hreppti átta Íslandsmeistaratitla en hann keppti í flokki 45 til 49 ára og vann spjótkast, kringlukast, kúluvarp, þrístökk, langstökk, stangarstökk og hástökk. Jón Kolbeinn Jónsson vann þrjá Íslandsmeistaratitla; kúlu- varp, langstökk og hástökk. Einnig varð hann í öðru sæti í spjótkasti og þriðja sæti í 100 og 200 metra hlaupi. Jón keppti í flokki 35 til 39 ára. Þorkell Stefánsson keppti einnig í flokki 35 til 39 ára og varð hann þrefaldur Íslands- meistari í 100, 200 og 400 metra hlaupi. Þess má geta að Karl Lúð- víksson og Theodór Karlsson eru feðgar og voru einu feðgarnir á mótinu svo vitað sé. Glæsilegur árangur hjá okkar mönnum á MÍ öldunga og ljóst að framtíðin er björt hjá UMSS í frjálsum íþróttum öldunga. Það er einnig gaman að segja frá því að Helgi Hólm sem keppir fyrir Keflavík setti Íslandsmet í hástökki karla 80- 84 ára þegar að hann hoppaði yfir 1.16 metra./SMH 32/2021 5

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.