Feykir


Feykir - 25.08.2021, Qupperneq 10

Feykir - 25.08.2021, Qupperneq 10
Norðvesturkjördæmi 1. sæti – Bergþór Ólason 2. sæti – Sigurður Páll Jónsson Við gerum það sem við segjumst ætla að gera Árið 1970 kaupir American Motor Corporation (AMC) Kaiser Jeep og heldur áfram framleiðslu jeppans til 1972 við miklar vinsældir. En árið 1973 eru gerðar breytingar á jeppanum, settur var 6cyl mótor í ásamt ýmsu öðru og var nafninu breytt í Keyrður aðeins 25.596 km EINS MANNS RUSL ER ANNARS FJÁRSJÓÐUR Samgöngusafnið í Stóragerði Nýuppgerður Jeepster árgerð 1967. MYNDIR AÐSENDAR UMSJÓN siggag@nyprent.is Commando. Þessar fram- leiðslubreytingar entust ekki lengi því eftir eitt ár var fram- leiðslunni hætt. Þessi tiltekni Jeepster er árgerð 1967 og er keyptur nýr af Garðari Hallgrímssyni, svæf- ingalækni á Siglufirði, sem átti hann meðan hann lifði en eftir hans daga eignast sonur hans, Steingrímur Garðarsson, bíl- inn. Steingrímur sá fram á að hann myndi aldrei ná að klára uppgerðina því hann var ein- ungis búinn að taka neðri hlutann í gegn og ryðbæta en efri hlutinn var allur eftir. Steingrímur tók því þá ákvörðun að afhenda Sam- göngusafninu í Stóragerði bílinn og var hann kominn á verkstæði safnsins þann 3. ágúst 2008, þá ekinn aðeins 25.596 km. Á þessum tíma var Gunnar í mörgum verkefnum og sá ekki fram á að komast í verkið strax og fékk bíllinn því að standa í nokkurn tíma áður en hann byrjar á því að vinna í húsinu því það þurfti að smíða nýtt gluggastykki að framan í bílinn. Næstu árin vann hann svo í bílnum á milli annarra verka. Má þá nefna að samhliða þessum var hann að vinna í Kolkuósjeppanum og byggja nýja skemmu en það var ekki fyrr en haustið 2012 sem hann einbeitti sér að því að klára bílinn fyrir sprautun. Páll Magnússon á Hofsósi tók það verkefni að sér og gerði af sinni einstöku snilld og kláraðist uppgerðin veturinn 2013. Jeepster kom fyrst á markað árið 1966 frá fyrirtækinu Kaiser Jeep og átti að vera helsti keppinautur Toyota Landcruiser, Scout og Ford Bronco. Þeir komu í nokkrum útfærslum, hardtop (eins og á mynd), pickup og með blæju og var með 75 hestafla 4cyl hurricane vél. Sú vél kom í staðin fyrir „Go Devil Engine“ sem voru notaðar í seinni heimsstyrjöldinni í öllum Jeep Willis jeppum. Páll Magnússon við sprautun og Gunnar Þórðarson fylgist með. Nýsprautuð grind Jeepstersins. 10 32/2021

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.