Feykir - 08.09.2021, Page 3
Í sumar auglýsti
Markaðsstofa
Norðurlands eftir
umsóknum í starf
verkefnastjóra
áfangastaðaáætlunar,
með starfsstöð á
Norðurlandi vestra.
Auður Ingólfsdóttir
hefur verið ráðin í
starfið og kemur inn í
teymi MN í lok
september, en hún mun starfa á Sauðárkróki.
Á vef Markaðsstofu Norðurlands kemur fram
að starfið feli í sér náið samstarf við ferðaþjón-
ustufyrirtæki og sveitarfélög á öllu Norðurlandi að
þróun og uppbyggingu áfangastaðarins.
„Í starfinu felst meðal annars að innleiða og
framkvæma áfangastaðaáætlun, stefnumótun,
vöruþróun og nýsköpun í samstarfi við ferða-
þjónustuna og þróun sjálfbærrar ferðaþjónustu.
Auður er með meistaragráðu í markaðsfræði og
alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands, diplóma í
ferðafræði frá Menntaskólanum í Kópavogi og
bakkalárgráðu í leiklist og leikstjórn frá Rose
Bruford háskólanum í Bretlandi. Hún hefur áður
starfað sem verkefnastjóri hjá markaðsdeild Elko,
viðskiptastjóri hjá Gray Line og hjá Extreme Iceland
í sölu- og markaðsdeild. Auk þessa hefur hún unnið
að margvíslegum verkefnum í leiklist,“ segir á
northiceland.is. /PF
Miðflokkurinn boðar til fundar á Kaffi Krók
laugardaginn 11.september klukkan 16:00.
Á fundinum verða Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og
í 1. sæti í Norðausturkjördæmi, Bergþór Ólason, 1. sæti í Norðvesturkjördæmi,
Sigurður Páll Jónsson, 2. sæti í Norðvesturkjördæmi og Högni Elfar Gylfason,
5. sæti í Norðvesturkjördæmi.
Frisbígolfvöllur á Blönduósi
Vígður í miklu blíðviðri
Glæsilegur frisbígolfvöllur var
formlega vígður í Fagrahvammi
á Blönduósi í síðustu viku.
Fulltrúar frá Frisbígolfþjónustu
Akureyrar komu og kynntu
íþróttina, helstu grunnatriði,
köst og leikreglur.
Á heimasíðu Blönduóss segir að
frisbígolf sé frábær útivera og
tilvalin fjölskylduskemmtun.
Það eina sem þarf að gera er að
mæta með frisbídiska og hefja
leik. Frisbígolfvöllurinn verður
opinn allt árið um kring.
Sveitarfélagið Blönduós
gerðist aðili að samningi um
heilsueflandi samfélag en
markmiðið með því er að hafa
heilsu íbúa í fyrirrúmi í öllum
málaflokkum og er uppsetning
frisbígolfvallar eitt skref í þeirri
vinnu.
Frisbígolf er leikið á svipað-
an hátt og golf. Í stað golfkylfa
og golfbolta nota leikmenn
frisbídiska. Reynt er að klára
hverja holu/körfu í sem fæstum
köstum og er folfdisknum kast-
að frá teigsvæði í átt að skot-
marki sem er „holan“. Oftast er
um að ræða körfur en holurnar
geta verið mismunandi.
Frisbígolfvelli má nú finna
víðsvegar um landið, meðal
annars við Litlaskóg á Sauðár-
króki.
Nánar má kynna sér leikinn
á heimasíðu Íslenska frisbígolf-
sambandsins > www.folf.is /ÓAB
Vígslugestir láta reyna á færni sína í Frisbígolfi. MYND: RÓBERT DANÍEL
Haustverkin kalla
Réttir helgarinnar
Fyrstu réttir haustsins fóru fram um síðustu
helgi en flestar fara þær fram þá næstu eins
og sjá má á yfirliti því sem Bændablaðið tók
saman og Feykir.is hefur birt. Hér fyrir neðan
má sjá réttir helgarinnar en vegna smitvarna
og fjölda takmarkana eru allir hvattir til að
kynna sér vinnulag á hverjum stað áður en
haldið er til rétta.
Föstudaginn 10. september
Undirfellsrétt í Vatnsdal
Valdarásrétt í Fitjárdal
Laugardaginn 11. september
Auðkúlurétt við Svínavatn
Fossárrétt í A.-Hún.
Hamarsrétt á Vatnsnesi
Bólstaðarhlíðarrétt, A.-Hún.
Kjalarlandsrétt, A.-Hún.
Stafnsrétt í Svartárdal
Víðidalstungurétt í Víðidal
Þverárrétt í Vesturhópi
Deildardalsrétt í Deildardal
Sauðárkróksrétt
Selnesrétt á Skaga
Skarðarétt í Gönguskörðum
Undirfellsrétt í Vatnsdal
Sunnudaginn 12. september
Skálárrétt í Hrollleifsdal
Skrapatungurétt í Laxárdal
Staðarrétt í Skagafirði
Sveinsstaðarétt, A.-Hún.
Laufskálarétt í Hjaltadal
Mælifellsrétt í Skagafirði
Mánudaginn 13. september
Silfrastaðarétt í Blönduhlíð
Undirfellsrétt í Vatnsdal /PF
Markaðsstofa Norðurlands
Auður ráðin
verkefnastjóri
Auður Ingólfsdóttir.
AÐSEND MYND