Feykir


Feykir - 08.09.2021, Page 5

Feykir - 08.09.2021, Page 5
ÍÞRÓTTAFRÉTTIR F Áður hefur Feykir greint frá því að hin bandaríska Maddie Cannon muni spila með kvennaliði Tindastóls í körfubolta í vetur og nú hefur Ksenja Hribljan frá Slóveníu bæst í hópinn. Fjórar stúlkur yfirgáfu lið Tindastóls í sumar og gengu til liðs við Þór Akureyri, þrjár stúlknanna hafa verið fasta- menn í byrjunarliði Tindastóls síðustu tvö tímabil og munar því um minna og nokkuð ljóst að styrkja þurfti liðið fyrir átök vetrarins. Ksenja á leiki fyrir U18 lið Slóveníu en hún er bakvörður, 168 sm á hæð og tvítug. Hún kemur frá liði Maribor þar sem hún hefur spilað síðan árið 2017. Hún og Maddie skrif- uðu undir árssamning við lið Tindastóls í dag og þá setti fyrirliði Tindastóls, Telma Ösp Einarsdóttir, einnig sitt nafn á samning. /ÓAB Körfuknattleiksdeild Tindastóls Ksenja Hribljan til liðs við Tindastól í körfunni Ksenja og Maddie ásamt Jan Bezica þjálfara Tindastóls. MYND: TINDASTÓLL.IS Körfubolti | VÍS bikarinn Stólastúlkur úr leik Fyrsti leikur Tindastóls á nýju körfuboltatímabili fór fram sl. mánudagskvöld en þá fóru Stólastúlkur suður í Garðabæ og spiluðu við lið Stjörnunnar í VÍS bikarnum. Ekki fóru stelpurnar okkar ferð til fjár því heimastúlkur reyndust talsvert öflugri í kvöld og lauk leiknum með 68-43 sigri heimastúlkna. Það var ekki að hjálpa liði Tindastóls að Maddie Cannon er enn ekki komin með leik- heimild en þar fyrir utan hefur lið Stólastúlkna tekið miklum breytingum frá því í vor. Ksenja Hribljan, Inga Sólveig og Eva Rún skiluðu flestum mínútum en hittnin var ekki upp á það besta, liðið skoraði aðeins þrettán körfur í opnum leik (24% nýting) en þær settu niður 14 vítaskot í 20 tilraunum. Lið Stjörnunnar náði strax yfirhöndinni í leiknum og leiddi 16-6 að loknum fyrsta leikhluta. Stólastúlkur byrjuðu annan leikhluta ágætlega, söxuðu á forskot heimastúlkna og Hera Sigrún minnkaði muninn í 19-16 eftir rúmar þrjár mínútur en þá tók Stjarnan yfir á ný og gerðu tíu stig í röð. Staðan í hálfleik var 31-18. Í síðari hálfleik hélt lið Garðbæinga áfram að auka forystuna og þær fögnuðu að lokum 25 stiga sigri og sæti í næstu umferð keppninnar. Stigahæst í liði Tindastóls var Ksenja með 15 stig en hún tók fimm fráköst og átti átta stoðsendingar auk þess að fiska sjö villur. Ingibjörg Fjóla var síðan með átta stig og aðrir leikmenn minna. Inga Sólveig hirti níu fráköst og þar af fjögur sóknarfráköst. Þessi bikarkeppni ku vera keppni síðasta tímabils sam- kvæmt heimildum Feykis og verður kláruð í hvelli, úrslitaleikurinn settur á 18. september. Deildarkeppnin hefst um næstu mánaðamót og hefur lið Tindastóls leik gegn sameiginlegu liði Hamars/Þórs syðra 2. október kl. 18:00. Strákarnir áfram Í karlaflokki mættust lið Tinda- stóls og Álftaness í Síkinu í gærkvöldi. Stólarnir tóku strax völdin og voru yfir, 57-29 í hléi. Leikar voru jafnari í síðari hálfleik og fór svo að heima- menn unnu 30 stiga sigur, 100- 70. Taiwo Badmus var stiga- hæstur með 26 stig og Javon Bess gerði 20. Thomas hinn sænski var með 11 stoðsend- ingar en Siggi Þorsteins hirti níu fráköst. Á sunnudag kemur lið Keflavíkur í Síkið en þeir rótburstuðu Hött í gær. /ÓAB Fjögurra liða úrslit 4. deildar karla Kormákur/Hvöt í 3. deild! Fyrri umferð í undanúrslitum 4. deildar karla í knattspyrnu fór fram nú sl. föstudagskvöld. Eftir að hafa lagt lið Álftaness að velli í átta liða úrslitum fengu liðsmenn Kormáks Hvatar það verkefni að mæta Hvergerð- ingum í Hamri. Leikið var í Hveragerði og endaði leikurinn 1-1 eftir að heimamenn jöfnuðu í uppbótartíma. Heimamenn voru meira með boltann í byrjun en Hilmar Kárason kom Húnvetningum yfir á 20. mínútu eftir góðan undirbúning Akil og George. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu að jafna metin en höfðu ekki erindi sem erfiði. Rétt fyrir hlé fengu gestirnir tækifæri til að bæta stöðu sína þegar vítaspyrna var dæmd eftir brot á Akil en George brást bogalistin á punktinum og markvörður Hamars sá við honum. Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu | Selfoss – Tindastóll 1–3 Rokk og ról í sigurleik á Selfossi Tap gegn liði Keflavíkur í síðasta heimaleik Stóla- stúlkna í botnbaráttu Pepsi Max deildarinnar var mikið kjaftshögg og ekki verðskuldað. Tapið þýddi að ekkert annað en sigur í síðustu tveimur leikjum liðsins gæfi liðinu séns á að halda sæti sínu í deild hinna bestu og ekki víst að það dugi þegar upp er staðið. Stólastúlkur kláruðu fyrri leikinn sl. sunnudag með frábærum og sann- gjörnum sigri á sterku liði Selfoss. Lokatölur 1-3. Lið Tindastóls hafði vindinn í bakið í fyrri hálfleik og náði fljótlega stjórn á leiknum. Laura Rus gerði eina mark fyrri hálfleiks á 24. mínútu eftir stutta hornspyrnu og sendingu frá Laufeyju. Stuttu síðar fékk Jackie boltann í góðu færi en markvörður Selfoss varði. Staðan 0-1 í hálfleik. Heimastúlkur færðu sig framar í síðari hálfleik en vörn Tindastóls vann vel saman og Amber var vel vakandi í markinu. Lið Tindastóls náði skyndisókn á 82. mínútu þegar Murr fékk langa sendingu, tók vel við boltanum og náði eitraðri sendingu inn fyrir vörn Selfoss á Aldísi Maríu sem var á auðum sjó. Hún kláraði færið af öryggi og staðan 0-2. Heimastúlkur minnkuðu muninn á 85. mínútu Nadín okkar kom fæti í boltann en sneiddi hann í eigið mark. Það var komið á níundu mínútu uppbótartíma þegar Murr og Aldís María endurtóku leikinn frá á 82. mínútu og Aldís gerði annað mark sitt í leiknum og tryggði sigur Tindastóls. Þetta var sigur liðsheildarinnar. Stólastúlkur komu ákveðnar og yfirvegaðar til leiks, pressuðu heimastúlkur af krafti og áttu einn sinn besta leik í sumar með bakið upp að vegg. Sigurinn þýðir að enn er veik von um að halda sætinu í deildinni. Síðasta umferðin er nú um helgina og á sunnu- dag mætir Stjarnan í heimsókn á Krókinn. Leik- urinn hefst kl. 14. Fjölmennum á völlinn og hvetj- um stelpurnar áfram – þær eiga það skilið. /ÓAB Sigurreift lið Kormáks/Hvatar að leik loknum í gærkvöldi. MYND: LEE ANN Aldís María gerði tvö mörk gegn liði Selfoss. MYND: ÓAB Staða Tindastóls er því miður afar erfið í neðsta sæti 3. deildar og þrátt fyrir að eitt stig hafi bæst í stigasafnið á laugardag þegar liðið heimsótti Víði þá eru mestar líkur á því að það dugi skammt. Það var Raul Sanjuan Jorda sem gerði mark Tindastóls á 65. mínútu. Það tók heimamenn aðeins fimm mínútur að jafna metin en markið gerði Jóhann Þór Arnarson. Fleiri urðu mörkin ekki – lokatölur 1-1. Á laugardag kemur lið Ein- herja á Krókinn og þá dugar ekkert annað en sigur en Vopnfirðingar berjast fyrir sæti í deildinn- ásamt liði Tindastóls og KH. Allir á völlinn! /ÓAB 3. deild karla í knattspyrnu Stólarnir í gjörgæslu á botninum Húrra! Í gærkvöldi mættust liðin öðru sinni og nú á Blönduósi. Hart var barist í leiknum en eina markið gerði Akil DeFreitas á 56. mínútu með bylmingsskoti og tryggði þar með liði Hún- vetninga sæti í 3. deild að ári. Úrslitaleikur um sigur í 4. deild fer fram nk. laugardag. Til hamingju Kormákur/Hvöt! /ÓAB Það hitnaði enn í kolunum í síðari hálfleik en heimamenn voru talsvert að ergja sig á dóm- ara leiksins og fannst gestirnir taka því full rólega. Leikmenn Kormáks/Hvatar voru sömu- leiðis ósáttir við yfirvaldið og fannst tvívegis sem þeir hefðu verið rændir vítaspyrnum. Jöfn- unarmarkið gerði Aðalgeir Friðriksson á fjórðu mínútu uppbótartíma. 34/2021 5

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.