Morgunblaðið - 04.04.2022, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2022
Fæst í apótekum, heilsuhúsum og heilsuhillum stórverslanna.
4. apríl 2022
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 128.48
Sterlingspund 168.76
Kanadadalur 102.86
Dönsk króna 19.089
Norsk króna 14.696
Sænsk króna 13.744
Svissn. franki 138.98
Japanskt jen 1.0491
SDR 177.29
Evra 142.0
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 176.6896
sögðust 65% svarenda reiðubúnir að
lækka laun sín um 5% í skiptum fyr-
ir að geta unnið heima og heil 15%
svarenda sögðust myndu sætta sig
við fjórðungs launalækkun.
„Það starfsfólk sem metur sveigj-
anleikann mikils mun einfaldlega
segja upp ef vinnustaðurinn getur
ekki komið til móts við það, og þeir
stjórnendur og þau fyrirtæki sem
eru ekki tilbúin að þróast og aðlag-
ast breyttum hugmyndum og
breyttri forgangsröðun fólks munu
sitja eftir með sárt ennið,“ segir
Herdís.
Sárafáir svíkjast um
Að mati Herdísar er ein stærsta
fyrirstaðan að stjórnendum getur
þótt erfitt, ellegar skort þekkinguna,
tækin og tólin til að fylgjast með og
meta vinnuframlag fólks í fjarvinnu.
„Það getur verið áskorun fyrir
stjórnendur að tileinka sér þær nýju
aðferðir sem fjarvinnan kallar á, og
að geta ekki beitt sömu stjórnunar-
aðferðum á alla. Að leyfa fjarvinnu,
að einhverju eða öllu leyti, kallar á að
einblína ekki lengur á hversu marga
klukkutíma fólk er í húsi heldur
brjóta kannski frekar störf þess nið-
ur í verkefni eða verkþætti og fylgj-
ast með framgangi þess og að verk-
efnin vinnist með fullnægjandi
hætti,“ segir Herdís og minnir á að
viðvera á vinnustað jafngildi ekki af-
köstum: „Stjórnendur verða að hafa
það hugfast að vinna, sérstaklega
þekkingarstarfsfólks, er það sem við
gerum, en ekki hvar við erum. Og ef
það var hægt að treysta fólki til að
vinna fjarvinnu í faraldrinum, af
hverju getum við ekki treyst fólki
áfram eftir faraldur?“
Að horfa á verkefnin frekar en við-
veruna segir Herdís að kalli á gott
samtal starfsmanns og stjórnanda.
„Fólk þarf að vita skýrt til hvers er af
því ætlast og um leið vera treyst til að
beita eigin dómgreind á viðfangsefn-
ið. Stjórnendur þurfa síðan að muna
að þótt það geti vel gerst að einhver
misnoti traustið og svíkist um að
sinna skyldum sínum þá er þannig
starfsfólk í miklum minnihluta. Við
ættum ekki að setja stífar reglur og
skorður á allan starfsmannahópinn
bara af því að örfá prósent svíkjast
um.“
Ekki svik að setja í þvottavél
Tregða hjá stjórnendum getur átt
sér fleiri skýringar en þær að þeim
geti þótt erfitt að viðhalda yfirsýn
með starfsfólk utanhúss eða að
traust sé ekki til staðar. Segir Herdís
að sumum stjórnendum þyki t.d.
mikilvægt fyrir miðlun upplýsinga og
hugmyndavinnu að hafa allan hópinn
í sama rýminu, eða telji það geta
komið niður á starfsandanum og liðs-
heildinni að dreifa fólki. „En farald-
urinn sýndi að það má nota tæknina
og breytt vinnubrögð til að vega að
miklu eða öllu leyti upp á móti þess-
um þáttum. Eins er það umhugsun-
arefni fyrir stjórnendur hvernig
hægt er að gera vinnustaðinn meira
aðlaðandi í huga fólks, svo að það
komi á skrifstofuna að eigin frum-
kvæði frekar en bara vegna þess að
það sé skylda,“ útskýrir Herdís og
varar líka við þeim hugsunarhætti að
óttast að heimilislífið trufli fólk við
störf sín: „Sumum stjórnendum vex
það mjög í augum að starsfólkið sé
kannski að setja í þvottavélina eða
grípa í ryksuguna á vinnutíma, en
hvernig er það frábrugðið því að
brjóta upp vinnudaginn með því að
spjalla við kollegana inni á kaffistofu
í tíu mínútur eða vafra á netinu
nokkrum sinnum yfir vinnudaginn?
Það situr enginn við skrifborðið út í
eitt með fulla einbeitingu í sjö eða
átta klukkustundir á dag og heilinn
okkar virkar mun betur og við verð-
um meira skapandi og úrræðabetri ef
við tökum okkur hlé af og til og hugs-
um um eitthvað annað en verkefnin,
og ekkert að því að nota tækifærið
t.d. til að klára uppvaskið.“
Hika ekki við að
hætta á reynslutíma
Herdís bætir við að valdajafnvæg-
ið á milli vinnuafls og vinnuveitenda
virðist hafa raskast í kjölfar kórónu-
veirufaraldursins. Virðist það eiga
við um allan heim að vinnustaðir
þurfa að berjast um hæfasta fólkið og
launþegar geti leyft sér að gera ým-
iss konar kröfur. „Hér áður fyrr var
oft litið á fyrstu mánuði starfssamn-
ings sem reysnlutímabil fyrir vinnu-
veitanda til að meta starfsmanninn
en í dag sjáum við það gerast æ oftar
að launþeginn lítur frekar á fyrstu
vikurnar og mánuðina sem reynslu-
tímabil fyrir sig, til að meta vinnu-
veitandann, stjórnandann, vinnu-
staðarmenninguna o.s.frv. og gera
það upp við sig hvort honum þyki
vinnuaðstæður og -umhverfi viðun-
andi. Ef vinnustaðurinn stenst ekki
væntingar er ekki óalgengt að nýi
starfsmaðurinn hreinlega hætti með-
an á reynslutíma stendur.
Segja upp ef fjarvinna er ekki í boði
Aðlögun „Sumir fundu sig mjög vel í þessu nýja lífi og langar ekkert að fara
til baka,“segir Herdís. Fjarvinnan hefur sína kosti og galla.
- Margir vilja ekki vera aftur bundnir við skrifstofuna - „Vinnan er það sem við gerum en ekki hvar
við erum“ - Stjórnendur horfi á verkefnin frekar en viðveruna og komi til móts við ólíkar þarfir fólks
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Sóttvarnir í kórónuveirufaraldrinum
útheimtu bæði úrræðasemi og aðlög-
unarhæfni af hálfu starfsfólks og
stjórnenda, og eins og hendi væri
veifað skiptu heilu vinnustaðirnir úr
skrifstofuvinnu yfir í fjarvinnu.
Herdís Pála Pálsdóttir segir að nú
þegar faraldurinn er að baki sé tog-
streita að koma í ljós á mörgum
vinnustöðum; á milli þeirra sem vilja
halda áfram að vinna í fjarvinnu,
heiman frá sér eða annars staðar frá,
og hinna sem vilja fá allt starfsfólkið
aftur undir eitt þak.
Herdís er stjórnunarráðgjafi og
stundakennari við bæði HÍ og HR,
og segir hún að í faraldrinum hafi
margir uppgötvað að fjarvinna henti
þeim vel og geti t.d. sparað fólki þann
tíma sem tekur að ferðast til vinnu og
gert það auðveldara að samþætta
vinnu og einkalíf. „Sumir fundu sig
mjög vel í þessu nýja lífi og langar
ekkert að fara til baka, á meðan aðrir
kunna betur við sig í hinu hefð-
bundna skrifstofuumhverfi og finnst
betra að draga með þeim hætti skýr
mörk á milli vinnu og heimilis. Þessir
tveir hópar fólks hafa mjög ólíkar
þarfir og óskir og því miður virðast
margir stjórnendur ekki hafa áhuga,
getu eða vilja til að reyna að koma til
móts við báðar fylkingar heldur vilja
láta alla starfa með sama hætti og
beita sömu nálguninni við stjórnun á
alla.“
Nýleg bandarísk könnun sem gerð
var á vegum Bloomberg leiddi í ljós
að 39% bandarískra launþega myndu
íhuga að segja starfi sínu lausu ef
vinnuveitendur þeirra leyfa þeim
ekki að vinna að heiman og fór hlut-
fallið upp í 49% hjá yngstu svarend-
unum. Í annarri bandarískri könnun
Bandaríski rafbílafram-
leiðandinn Tesla afhenti
rösklega 310.000 bifreið-
ar á fyrstu þremur mán-
uðum ársins og er það
ögn meira en bandarísk-
ir markaðsgreinendur
væntu en spár þeirra
hljóðuðu að meðaltali
upp á 309.000 bifreiðar.
Bendir FT á að Tesla
skeri sig úr á bílamark-
aði en aðrir framleiðend-
ur hafa varað við að
skortur á ýmsum íhlut-
um muni draga úr sölu
nýrra bíla á fjórðunginum. Lækk-
uðu sölutölur General Motors um
20% á milli ára og hjá Toyota
mældist samdrátturinn 14%. Tesla
afhenti hins vegar ögn fleiri bíla en
á síðasta ársfjórðungi og meira en
68% fleiri ökutæki en á sama árs-
fjórðungi í fyrra.
Elon Musk, stofnandi og fram-
kvæmdastjóri Tesla, sendi frá sér
tíst á laugardag þar sem hann sagði
ársfjórðunginn hafa verið mjög
krefjandi, bæði vegna röskunar að-
fangakeðja og vegna strangra smit-
varnaaðgerða í Kína, en að starfs-
fólk Tesla og samstarfsfyrirtæki
bílarisans hefðu staðið sig eins og
hetjur.
Tesla opnaði á dögunum nýja
verksmiðju í Þýskalandi og mun
opna aðra til viðbótar í Texas innan
skamms. Er þess vænst að fyrir-
tækið afhendi á þessu ári allt að 1,5
milljónir bifreiða. ai@mbl.is
AFP
Vöxtur Model Y-rafmagnsbílar renna út úr
nýrri verksmiðju Tesla í Þýskalandi.
Tesla fram úr vænting-
um á fyrsta ársfjórðungi