Morgunblaðið - 04.04.2022, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.04.2022, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2022 COSTA DEL SOL FLUG, GISTING Í 10 NÆTUR OG ÍSLENSK FARARSTJÓRN ÚRVAL ÚTSÝN 585 4000 WWW.UU.IS INFO@UU.IS 20. - 30. APRÍL SENATOR BANUS SPA 5* TVÍBÝLI DELUX VERÐ FRÁ98.900 KR Á MANN FULLORÐNA 30. APRÍL - 10. MAÍ HOTEL PALMASOL 4* TVÍBÝLI MEÐ VERÐ FRÁ95.900 KR Á MANN FULLORÐNA OG 2 BÖRN INNIFALIÐ: FLUG, GISTING, INNRITAÐUR FARANGUR OG HANDFARANGUR Í BEIN U FLUGI Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Elín Pálmadóttir blaða- maður er látin, 95 ára að aldri. Hún var fædd í Reykjavík 31. janúar 1927, dóttir Pálma Hannesar Jónssonar skrifstofustjóra Kveld- úlfs (1902-1992) og Tómasínu Kristínar Árnadóttur húsfreyju (1899-1953). Hún átti fjögur systkini, Pétur, Sólveigu, Árna Jón og Helgu. Elín lauk stúdents- prófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1947 og lagði síðan stund á nám í ensku og frönsku við Háskóla Ís- lands og síðar erlendis. Þá gekk hún til liðs við utanríkisþjónustuna og starfaði m.a. við hinar nýstofnuðu Sameinuðu þjóðir og í sendiráðinu í París. Þar tók Elín miklu ástfóstri við Frakkland og franska menningu, sem hún bjó að æ síðan. Elín hóf störf sem blaðamaður hjá Vikunni 1952, en 1958 réðst hún til Morgunblaðsins þar sem hún vann þar til hún lét af störf- um fyrir aldurs sakir 1997. Hún settist þó ekki í helgan stein, heldur hélt áfram góðu sambandi við blaðið, skrifaði greinar og við- töl í það, og sinnti bókaskrifum. Hún var handhafi blaðamanna- skírteinis nr. 1 þegar hún lést. Elín var bæði kven- réttindakona og borg- araleg í sinni og tók dyggan þátt í flokks- starfi Sjálfstæðis- flokksins; sat m.a. í stjórn Hvatar, Varðar og Landssambands sjálf- stæðiskvenna. Hún sat í borgar- stjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1970-1978, varaþingmaður 1978-84, stofnaði og var fyrsti formaður Um- hverfismálaráðs Reykjavíkur. Hún lét sér mjög annt um náttúru lands- ins, skrifaði mikið um umhverfismál og kynnti náttúruvísindarannsóknir á síðum blaðsins, en utan blaðsins var hún meðal frumkvöðla að stofn- un Bláfjallafólkvangs og Reykjanes- fólkvangs. Hún var heiðruð fyrir þau störf 2004 af öllum helstu náttúru- verndarsamtökum landsins. Hún hlaut heiðursviðkenningu Blaðamannafélagsins 1992, riddara- kross fálkaorðunnar 1995 og var sæmd æðstu heiðursorðu Frakk- lands, Légion d’honneur, árið 2015. Eftir hana liggja ýmsar merkar bækur, svo sem um vinkonu hennar, Gerði Helgadóttur myndhöggvara, Fransí biskví um franska Íslands- sjómenn, sem var tilnefnd til bók- menntaverðlaunanna 1990 og kom einnig út á frönsku, og endurminn- ingarnar Eins og ég man það. Elín var forvitin og athugul að eðl- isfari, átti auðvelt með að tala við fólk og bjó yfir ríkri frásagnargáfu, sem nýttist henni vel í starfi, bæði sem blaðamaður, afkastamikill rit- höfundur og stjórnmálamaður. Hún var vinamörg og vinsæl, frumkvöðull í íslenskri blaðamennsku. Morgunblaðið og samstarfsmenn hennar þakka áratugalöng störf og samfylgd og votta ættingjum hennar fyllstu samúð. Andlát Elín Pálmadóttir blaðamaður Ari Páll Karlsson ari@mbl.is „Þetta er náttúrulega svakalegt ástand,“ segir Markús Már Efraím, sem haldið hefur utan um hóp til að mæta þörfum úkraínsks flóttafólks sem fengið hefur inni í byggingu Hótels Sögu. „Þetta eru orðnir 92 flótta- menn sem eru þarna á hótelinu núna. Sumir þeirra skilst mér að séu ekki einu sinni með rúm,“ segir hann. Gengið hafi vel að fá fólk til þess að hjálpa. „Sam- takamátturinn er ótrúlegur. Við höf- um svolítið reynt að stýra þessu. Ef allir í Vesturbænum væru farnir að tæma bílskúrinn og koma með dót væri þetta algjör ringulreið.“ Hann segir eina í hópnum hafa bú- ið til sameiginlegt skjal á netinu þar sem þau sem dvelja á Hótel Sögu geta sett inn það sem þau þurfi. „Til dæmis ef einhvern vantar stígvél á tólf ára strák í sérstakri stærð, þá getur einhver séð það, hakað við og komið með. Hún Liv Anna Gunnel sem stökk inn í þetta líka er búin að standa vaktina þarna í anddyrinu á Hótel Sögu eins og verkstjóri, til að halda utan um þetta.“ Stöðugur straumur sé af fólki sem komi til þess að hjálpa. „Það er svo margt sem vantar. Fólk er ekki með klósettpappír eða neitt.“ Þess vegna sé hjálpin mikilvæg. „Margar hendur vinna létt verk. Það eru sumir að koma með lyf og alls konar hluti sem fólk vantar. Það má ekki gleyma því að þetta fólk er að koma beint úr stríðsástandi, það er ekki með hluti eins og hlífðarfatnað með sér.“ Bæði er fólk að koma með nauð- synjar og annað, til að mynda leik- föng fyrir börnin. „Þau hafa verið þarna bara að hlaupa um gangana að leika sér.“ Spurður hvort honum þyki stjórn- völd vera sofandi á verðinum, þar sem flóttafólkið sé á þeirra vegum, segist Markús skilja álagið en að margt megi þó gera betur: „Þetta er auðvitað rosalegur fjöldi að koma hingað en manni finnst það auðvitað bagalegt að það geti gerst á Íslandi að flóttamanneskja sé sett í herbergi þar sem er ekki einu sinni rúm,“ segir Markús og tekur fram að hann sé ekki að dæma stjórnvöld. Honum finnst líklegt að álagið sé mikið og þá reyni á fólkið í kring. „Auðvitað á þetta ekki að vera hlutverk fólks úti í bæ en þegar svona gerist þá er það bara fallegt og gott að fólk skuli vera tilbúið að stökkva til og hjálpa.“ Ásbrú hentaði sumum illa Markús nefnir að ein helsta ástæðan fyrir því að fólkið var flutt á Hótel Sögu svo skyndilega hafi verið sú að staðurinn á Ásbrú, þar sem þeim var upprunalega komið fyrir, hafi minnt börnin of mikið á stríðs- ástandið heima fyrir. „Það hentaði alls ekki að hafa börn sem kannski eru með áfalla- streituröskun, nýkomin úr stríði, í húsi við alþjóðaflugvöll, með drun- urnar yfir sér allan daginn.“ Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðastjóri vegna komu flóttafólks frá Úkraínu, hafði sömu sögu að segja. „Börnin urðu hrædd þegar þau heyrðu í flug- vélum.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hjálp Fólk kemur með nauðsynjar og annað, til að mynda leikföng fyrir börnin. „Þau hafa verið þarna bara að hlaupa um gangana að leika sér.“ Sum þeirra ekki með rúm - Flóttafólki komið fyrir á Hótel Sögu Markús Már Efraím Mikil óvissa ríkir nú hjá verktökum vegna yfirvofandi lokunar á Bolaöldu í hlíðum Vífilfells. „Við lesum bara viðtal við Elliða Vignisson, bæjarstjóra Ölf- uss, í lok mars um að það eigi að loka Bolaöldu fyrir móttöku jarðvegsúr- gangs 1. apríl,“ segir Stefán Gestsson, framkvæmdastjóri hjá Vörubílastöð- inni Þrótti. „Við erum með töluvert af vörubíl- um á okkar vegum sem eru að keyra þangað daglega og okkur brá mjög. Í dag kostar ekkert að sturta úrgangi af vinnusvæðum þarna upp frá. Núna heyrir maður út undan sér að það eigi að fara að innheimta gjald sem gjör- breytir stöðunni hjá okkur. Ef það ger- ist er grundvöllur tilboða okkar í verk hruninn og þetta mun hafa keðjuverk- andi áhrif út í samfélagið með hækk- andi byggingarvísitölu og aukinni verðbólgu.“ Erfitt að reka fyrirtæki í óvissu Stefán fékk fá svör frá borgaryfir- völdum fyrr en aðfaranótt 1. apríl, þeg- ar honum var sagt að hætt hefði verið við að loka þann dag og að hægt yrði að fara með úrgang af byggingarsvæðum næstu tvo mánuði í Bolaöldu. „Hvað þá tekur við er alveg óljóst,“ segir Stefán. Skrýtið sé að ekkert samband sé haft við hagsmunaaðila í málinu. „Það er mjög erfitt að reka fyrir- tæki í svona óvissu. Við erum að gera tilboð í verk og þurfum nú að endur- skoða öll tilboð með tilliti til hærri kostnaðar. Við erum með um 70 bíl- stjóra á okkar vegum og erum stór hagsmunaaðili að þessu máli. Svona breytingar þurfa meiri fyrirvara en bara nokkra daga.“ Vísar málinu til föðurhúsanna Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir engan samning á borðinu um notkun Bolaöldu fyrir urðun frá höf- uðborgarsvæðinu. „Það hefur verið samkomulag und- anfarið um að Sorpa sæi um rekstur- inn á Bolaöldu, en mér finnst ekkert eðlilegt að við séum með þetta á okkar landi þar sem við höfum ekki tekið á móti einni steinvölu úr Ölfusi í Bola- öldu og höfum engar tekjur af þessari starfsemi.“ Hann segist hafa skilning á óvissu- þættinum sem skapist hjá verktökum vegna málsins, en vísar því til borg- arinnar og sveitarfélaganna sem hafa verið að nýta sér svæðið gjaldtöku- laust. „Þessi mál verður að leysa þar sem þau eiga heima.“ doraosk@mbl.is Víðtækar afleiðingar af lokuninni - Bolaöldu lokað fyrir móttöku jarðvegs - Vörubílstjórum brugðið og benda á sáralítinn fyrirvara Elliði Vignisson Stefán Gestsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.