Morgunblaðið - 22.04.2022, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2022
COSTA DEL SOL
ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS
30. APRÍL - 09. MAÍ
ALUASUN COSTA PARK 4*
VERÐ FRÁ93.900 KR
FJÖLSKYLDUHERBERGI MEÐ HÁLFU FÆÐI
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN
30. APRÍL - 09. MAÍ
HOTEL PALMASOL 3*
VERÐ FRÁ67.500 KR
TVÍBÝLI
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Karlotta Líf Sumarliðadóttir
karlottalif@mbl.is
Samfylkingin í Reykjavík kynnti
kosningaáherslur sínar fyrir borg-
arstjórnarkosningarnar í Gamla bíói
í gær. Dagur B. Eggertsson borg-
arstjóri kynnti þar helstu áherslur
flokksins. „Það er augljóst að bar-
áttan verður mjög stutt og snörp því
að það er stutt í kosningar. Við erum
að fara á fullt núna að tala fyrir okk-
ar málum og hitta borgarbúa, heim-
sækja vinnustaði og ganga í hús. Við
byrjum í Breiðholti núna um
helgina,“ segir Dagur í samtali við
Morgunblaðið.
Spurður um helstu stefnumál seg-
ir Dagur mikla áherslu lagða á hús-
næðismálin. „Við erum að tvöfalda
þær lóðir sem eru til ráðstöfunar á
næstu fimm árum og tvöfalda upp-
bygginguna sem getur orðið. Við
leggjum áherslu á að hluti hennar
verði óhagnaðardrifinn á vegum fé-
laga sem eru þá að byggja fyrir
tekjulægri, stúdenta og eldra fólk.“
Hann segir Samfylkinguna kalla eft-
ir húsnæðissáttmála fyrir höf-
uðborgarsvæðið.
Þá eru málefni barna og barna-
fólks ofarlega á lista Samfylking-
arinnar. „Við viljum hækka frí-
stundakortið í 75 þúsund á ári og 100
þúsund fyrir þá sem eru tekjulægst-
ir til að tryggja jafnt aðgengi allra
að frístundum,“ segir Dagur.
Dagur segir loftslagsmálin skipta
miklu máli. „Loftslagsmálin eru
svona grænn þráður í gegnum þetta
allt saman af því að áætlanir okkar
byggja á samgöngugreiningu og þar
er lykilatriði að koma borgarlínunni
til framkvæmda, koma Miklubraut
og Sæbraut í stokk og bæta þannig
lífsgæðin um alla borg.“
„Ég held að þetta séu rosalega
mikilvægar kosningar vegna þess að
á næsta kjörtímabili fara borg-
arlínan og Miklubrautarstokkur í
framkvæmd, margar framkvæmdir
klárast en aðrar fara í gang,“ segir
hann. „Ég held að það sé hætt við
því að mjög mikið af þessu tefjist ef
fólk sem er með óljósa framtíðarsýn
kemst að og ef einhver ætlar sér að
kollvarpa stefnunni er hætt við því
að húsnæðisuppbygging tefjist, taf-
irnar í umferðinni verði meiri og það
verði dýrara.“
Vilja fjárfesta í núverandi
hverfum en ekki dreifa byggð
„Við leggjum áherslu á að fjár-
festa í hverfunum okkar þar sem
fólkið býr en ekki að færa fókusinn
og fjármagnið út í hverfi þar sem
enginn býr. Eitt af neikvæðu atrið-
unum við að dreifa byggð er að þá
dreifum við fjármagninu líka, við
viljum fjárfesta í íþróttamann-
virkjum, sundlaugum og slíku í nú-
verandi hverfum,“ segir Dagur.
Spurður hvort eitthvað hefði get-
að farið betur á kjörtímabilinu segist
Dagur hafa viljað að mikilvægu hlut-
irnir hefðu gerst enn hraðar. „Það er
búinn að vera slíkur kraftur í ýmsu
þrátt fyrir Covid og um tíma hafði
ég áhyggjur af því að það myndi
tefja fyrir íbúðauppbyggingu og
öðru slíku en þvert á móti sjáum við
að þetta eru algjör metár í slíkri
uppbyggingu.“
Óviss með Framsókn
Framsóknarflokkurinn boðaði ný-
lega uppbyggingu í Keldnalandi sem
Dagur hefur gagnrýnt. Segir hann
það vera óraunhæft að byggja upp
þar á næstu fimm árum. Dagur seg-
ist ekki viss um hvort hann sjái fram
á samstarf með Framsókn-
arflokknum, og að flokkurinn yrði að
vita í hvorn fótinn ætti að stíga.
Mest áhersla lögð
á húsnæðismálin
- Borgarlína komi til framkvæmda á næsta kjörtímabili
Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Kosningar Dagur segir húsnæðismálin ofarlega á lista Samfylkingarinnar.
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra
segir afskipti lögreglu af saklausum
unglingspilti, tvisvar á innan við sól-
arhring við leit að strokufanganum,
vera afar óheppileg. Lögreglan á
höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir
hinum 20 ára Gabríel Douane Boama
sem strauk úr Héraðsdómi Reykja-
víkur á þriðjudag.
Lögreglan hafði í gær í annað sinn
afskipti af unglingspilti í tengslum
við leitina að strokufanganum og
hefur móðir drengsins kallað eftir
opinberri afsökunarbeiðni frá lög-
reglu.
Sérsveit ríkislögreglustjóra stöðv-
aði strætisvagn á miðvikudag vegna
tilkynningar um að Gabríel væri um
borð í honum en í ljós kom að um
annan dreng var að ræða. Átti rík-
islögreglustjóri í framhaldinu fund
með drengnum og móður hans.
Hafði lögregla síðan aftur afskipti af
honum á fimmtudagsmorgun.
Ráðherra segir að hann muni eiga
samtal við ríkislögreglustjóra og
óska eftir viðbrögðum lögreglu
vegna afskipta hennar af drengnum.
Hann tekur einnig fram að starfandi
eftirlitsnefnd sem fylgist með störf-
um lögreglu taki á slíkum málum ef
tilefni er til þess. „Menn þurfa að
hafa það í huga að þetta eru erfiðar
aðstæður sem lögreglan vinnur við
og það þarf að sýna því skilning.“
Gunnar Hörður Garðarsson, sam-
skiptastjóri ríkislögreglustjóra, seg-
ir fjarskiptamiðstöð vera til skoðun-
ar þar sem tilkynningar koma og þá
hvort hægt sé að bera fyrr kennsl á
rangar ábendingar.
Lögreglan hvetur til varkárni í
samskiptum um þetta mál og önnur
sem tengjast minnihlutahópum. For-
dómar eigi aldrei rétt á sér og leit að
hættulegu fólki megi ekki verða til
þess að minnihlutahópar upplifi ótta.
Lýsa enn eftir
strokufanganum
- Höfðu afskipti af
sama unglingspilti
tvisvar á sólarhring
Morgunblaðið/Eggert
Lögreglan Enn hefur ekki tekist að
finna strokufangann sem slapp.
Píratar hófu formlega kosningabar-
áttu sína á Kjarvalsstöðum í gær,
þar sem þeir kynntu helstu stefnu-
mál sín fyrir komandi borgarstjórn-
arkosningar.
Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti
Pírata, sagði í samtali við mbl.is í
gær að helstu stefnumál Pírata fyr-
ir næsta kjörtímabil mætti setja í
þrjá flokka, það er að borgin verði
fagleg og nútímaleg lýðræðisborg,
græn og barnvæn þekkingarborg
og aðgengileg og fjölbreytt mann-
réttindaborg.
Dóra sagði að hún teldi það mik-
ilvægast á næsta kjörtímabil að
hraða uppbyggingu borgarlínu og
halda áfram þéttingu byggðar með
því að fjölga íbúðum. Þá mótuðu
loftslagsmál alla ákvarðanatöku í
borgarstjórn.
Þar skipti miklu máli að hennar
mati að efla samgöngur í borginni.
„Sem dæmi viljum við fá aftur næt-
urstrætó og veita börnum undir 18
ára ókeypis aðgang í strætó.“
Gagnsæi og lýðræði
Að sögn Dóru standa Píratar
fyrst og fremst fyrir gagnsæi, lýð-
ræði og heiðarleg stjórnmál. „Það
þýðir að við gefum engan afslátt,
við erum ekki tilbúin í málamiðlanir
eða að svíkja okkar kjarna-prinsipp,
hvort sem það varðar loftslagsmál,
mannréttindamál eða baráttuna
gegn spillingu,“ sagði Dóra.
Hún sagðist einnig vera jákvæð
fyrir því að halda áfram núverandi
meirihlutasamstarfi og sagði það
hafa gengið vel. „Við höfum í sam-
einingu náð fram miklum krafti í
þeim málaflokkum sem sameina
þessa flokka,“ sagði Dóra.
Sagði hún að sá munur sem væri
á meirihlutaflokkunum hefði ekki
truflað samstarfið og tók fram að
það efli margbreytileika og stuðli að
upplýstri og lýðræðislegri ákvarð-
anatöku.
Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Píratar Dóra Björt Guðjónsdóttir kynnti áherslur Pírata á Kjarvalsstöðum.
Hraði borgarlínu og
þéttingu byggðar
Áherslur Pírata
» Stórefla gagnsæi og gagna-
innviði borgarinnar.
» Valdefla íbúa og styrkja lýð-
ræðisleg vinnubrögð stjórn-
sýslunnar.
» Gera græn plön og fram-
kvæmdir enn grænni og metn-
aðarfyllri svo bíllaus lífsstíll
þurfi ekki að vera jaðarsport.
» Hraða uppbyggingu fjöl-
breytts húsnæðis í þéttri lífs-
gæðabyggð.
2022 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR