Morgunblaðið - 22.04.2022, Síða 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2022
Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is
Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta
Sérhæfð þjónusta fyrir
Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992
544 5151
tímapantanir
Eftir að brimlöður hafði skvest yfir
erlenda ferðalanga sem nutu veður-
blíðunnar á Malarrifi undir Snæ-
fellsjökli í gærmorgun, skemmtu
þeir sér konunglega í hverri bun-
unni á fætur annarri í aparólu.
Ferðamennirnir vissu að landsmenn
væru að halda upp á sumardaginn
fyrsta og sögðust hlæjandi renna
sér þar inn í sumarið.
Fádæma veðurblíða var í þjóð-
garðinum við Snæfellsjökul í gær-
morgun og líka á jöklinum sjálfum
en tugir manna óku þá upp að jökul-
rótunum og gengu á tindinn á skíð-
um. Á Djúpalónssandi var líka tals-
vert af ferðalöngum að njóta
blíðunnar við svarrandi brimölduna
og í Dritvík voru rifjaðar upp sögur
af hundruðum sjómanna sem voru
fyrr á öldum þar á vorvertíð.
Helga Magnea Birkisdóttir, sem
er með veitingarekstur við Arnar-
stapa, býst við miklum fjölda gesta
á Snæfellsnesi í sumar og sagði ljós-
myndara að ferðamannavertíðin
væri þegar hafin. Annars konar
vorvertíð en var undir Jökli fyrrum.
Sannkallað blíðviðri var á Snæfellsnesi í sumarbyrjun
Renndu
sér inn í
sumarið
Morgunblaðið/Einar Falur
Salíbuna Erlendir ferðalangar skemmtu sér vel í aparólunni á Malarrifi í Snæfellsnesþjóðgarði í gærmorgun. Lóndrangar í baksýn.
Dóra Ósk Halldórsdóttir
doraosk@mbl.is
Á miðvikudaginn birtist grein á
mbl.is þar sem Hildur Steinþórsdótt-
ir sagði að borgaryfirvöld væru farin
að bjóða barnafólki pláss á leikskóla
sem væru ekki byggðir og sagði sam-
skipti sín við borgina ekki hafa verið
góð. Núna fjórum mánuðum eftir að
leikskólavist dóttur hennar átti að
hefjast sé ekki enn búið að byggja
leikskólann. Skúli Helgason, formað-
ur frístunda- og skólaráðs borgarinn-
ar, segir ýmislegt í greininni byggja á
misskilningi, og bendir á að það sé
reglan að innritað sé í leikskóla með
nokkurra mánaða fyrirvara og gildi
þá einu hvort um pláss á starfandi
eða nýjum leikskóla sé að ræða.
Fjölgun barna eftir faraldurinn
Hann segir að þörfin á síðustu
tveimur árum hafi aukist mikið um-
fram fyrri áætlanir því fæðingarár-
gangurinn 2021 hafi verið miklu
stærri en þeir sem á undan komu og
muni sú fjölgun halda áfram á árinu
2022. Brugðist hafi verið við því með
því að fjölga leikskólaplássum enn
meira en áður stóð til, svo standa
mætti við fyrirheit um að bjóða börn-
um allt niður í 12 mánaða í leikskóla.
Í byrjun mars á þessu ári var sam-
þykkt á fundi borgarráðs að fjölga
leikskólarýmum um 1.680 næstu
fjögur árin, og er gert ráð fyrir um
850 nýjum plássum á þessu ári.
„Við erum að opna átta nýja leik-
skóla á þessu ári. Tveir nýir leikskól-
ar eru nú þegar teknir til starfa, ann-
ar á horni Eggertsgötu og
Njarðargötu sem opnaði í febrúar og
hinn í Bríetartúni sem opnaði núna í
byrjun apríl, en sá leikskóli er sér-
útbúinn sem ungbarnaleikskóli.“
Skúli segir að næstu leikskólar
sem opna séu við Nauthólsveg sem
áætlað er að opni í júní og síðan hefji
þrír leikskólar starfsemi í ágúst.
„Stór leikskóli opnar við Kleppsveg
með 120 plássum, annar í Vogabyggð
með 100 plássum auk leikskóla við
Ármúla með 60 plássum sem rekinn
verður með leikskólanum Múlaborg
sem er á næstu lóð.“ Á haustmán-
uðum munu svo leikskólar opna við
Safamýri og Barónsstíg við Vörðu-
skóla.
Stærsta uppbygging aldarinnar
„Frá árinu 2018 hafa 430 ný leik-
skólapláss bæst við í Reykjavík og
núna á þessu ári bætast 850 ný pláss
við og síðan 800 til viðbótar næstu
fjögur árin samkvæmt aðgerðaáætl-
uninni Brúum bilið sem samþykkt
hefur verið í borgarráði og er að fullu
fjármögnuð,“ segir Skúli.
„Þetta er stærsta uppbygging í
leikskólamálum á þessari öld og þótt
víðar væri leitað. Nú verður hægt að
byrja að taka á móti 12 mánaða börn-
um í haust eða fyrir næstu áramót og
meðalaldur við inntöku lækkar úr 19
mánuðum í 13-14 mánuði.“
„Átta nýir leikskólar opna á árinu“
Morgunblaðið/Eggert
Leikskólar Mæta á þörf á leikskólaplássum með Ævintýraborgum.
- Formaður frístunda- og skólaráðs svarar gagnrýni - Skipulagt fram í tímann - 850 ný pláss í ár
- Hreyfanlegar bráðabirgðalausnir - Brugðist við stóru fæðingarári - Ekki ímyndaðir leikskólar
Vestmannaeyjabær ætlar að styrkja Björgunarfélag
Vestmannaeyja um 35 milljónir króna vegna kaupa fé-
lagsins á nýju björgunarskipi. Íris Róbertsdóttir bæj-
arstjóri segir að málið sé bæjarfélaginu mikilvægt, en
hún undirritaði samkomulag um styrkinn ásamt þeim
Arnóri Arnórssyni, formanni Björgunarfélagsins, og
Kristínu Hartmannsdóttur, formanni framkvæmda- og
hafnarráðs Vestmannaeyja, í fyrradag.
„Landsbjörg er í risastóru verkefni með að endurnýja
þennan björgunarskipaflota vítt og breitt um landið,“
segir Íris og bætir við að Björgunarfélagið hafi leitað til
bæjarins vegna svonefnds Bátasjóðs félagsins. Segir Íris
að bæjarstjórnin hafi ákveðið fljótlega að bærinn myndi
koma myndarlega að þessu máli.
„Það er gríðarlega mikilvægt fyrir samfélagið hér í
Eyjum að hér sé vel útbúið björgunarskip. Við erum
sjávarútvegspláss og það skiptir okkur öllu máli að hafa
öflugan og öruggan björgunarbúnað. Nýtt björg-
unarskip skipar stóran þátt í því og eykur öryggi sjúkra-
flutninga á sjó og bara björgunargetuna hér í Vest-
mannaeyjum,“ segir Íris.
Björgunarsveit Vestmannaeyja varð 100 ára árið 2018.
„Þeir hafa sinnt mjög óeigingjörnu starfi í gegnum tíðina
og bæjarstjórninni fannst því vel til fundið að koma vel
að þessu verkefni og styrkja félagið með þessum hætti,“
segir Íris. Vestmannaeyjabær mun greiða sjö milljónir á
ári næstu fimm árin til verkefnisins og fyrsta skipið
verður komið til landsins síðsumars. „Það kemur einmitt
hingað til Vestmannaeyja,“ segir Íris að lokum.
Myndarlegur styrkur
- 35 milljónir til kaupa á nýju skipi Björgunarfélagsins
Morgunblaðið/Óskar Friðriksson
Undirritun Íris, Arnór Arnórsson formaður og Kristín
Hartmannsdóttir undirrituðu samkomulagið.
Ævintýraborgir eru færanleg
bráðabirgðalausn sem nýttar
eru til að auka hratt framboð á
leikskólaplássum á árinu til að
mæta aukinni eftirspurn.
Þetta eru einingahús, sem
Skúli Helgason segir björt og
falleg, en sterkbyggð og sér-
staklega hönnuð fyrir leikskóla-
starfsemi.
Fjórar Ævintýraborgir verða
opnaðar á árinu, og er sú fyrsta
þegar tekin til starfa við Egg-
ertsgötu, en hinar verða við
Nauthólsveg sem opnar í júní, í
Vogabyggð sem opnar í ágúst
og á Barónsstíg á lóð Vörðu-
skóla, sem opnar síðla á haust-
mánuðum.
Hreyfanleg
ævintýraborg
EKKI ÍMYNDUÐ ÆVINTÝRI