Morgunblaðið - 22.04.2022, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2022
Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is
Höfum sérhæft okkur
í Toyota viðgerðum síðan 1995
Fljót, örugg og persónuleg þjónusta
Allar almennar bílaviðgerðir
Hjólastillingar | Smurverkstæði/þjónusta
HJÓLASTILLINGARPÚSTÞJÓNUSTASMURÞJÓNUSTAVARAHLUTIRVÉLASTILLINGAR VIÐGERÐIR
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Við bræðurnir vorum að grínast
með það að það þýddi ekki fyrir mig
að mæta heim án Skeifunnar,“ segir
Helgi Valdimar Sigurðsson í Skolla-
gróf í Hrunamannahreppi. Hann
vann til helstu verðlauna á Skeifu-
degi hestamannafélagsins Grana á
Hvanneyri, Morgunblaðsskeifuna
sem dagurinn er kenndur við. Svo
vill til að systir hans og bróðir hafa
áður unnið til þessara verðlauna.
„Ég reyndi að gera sem minnst
úr þessu en aðrir voru að setja á
mig pressu með því að gera sem
mest úr þessu,“ segir Helgi þegar
hann er spurður hvort pressan hafi
verið mikil. Fram kemur í Skeifu-
blaði nemenda að hann hafi lagt
mikið á sig til að krækja í verðlaun-
in.
Þorbjörg Helga, systir hans,
vann Morgunblaðsskeifuna árið
2016 og Guðjón Örn, bróðir þeirra,
2019.
Sýna reiðmennsku virðingu
Morgunblaðsskeifan var fyrst
veitt við skólaslit Bændaskólans á
Hvanneyri 4. maí 1957. Morg-
unblaðið vildi sýna virðingu sína
fyrir þessari fornu og fögru íþrótt,
hestamennskunni. Hún hefur verið
veitt síðan, í 64 ár. Þessi árin er hún
veitt þeim nemanda sem hefur náð
bestum samanlögðum árangri á
frumtamningaprófi og í reið-
mennsku III.
Gissur Gunnarsson varð í öðru
sæti í Skeifukeppninni, Vilborg
Jónsdóttir í þriðja sæti, Erla Björg
Björnsdóttir í fjórða og Salbjörg
Ragna Sævarsdóttir varð í fimmta
sæti.
Ýmis önnur verðlaun voru veitt á
Skeifudeginum sem fram fór í reið-
höll Landbúnaðarháskóla Íslands á
Mið-Fossum. Linda Bjarnadóttir
fékk Eiðfaxabikarinn fyrir bestu
einkunn í bóklegum áfanga reið-
mennsku III. Sigríður Magnea
Kjartansdóttir fékk ásetu- og reið-
mennskuverðlaun Félags tamninga-
manna og Gissur Gunnarsson fékk
Framfaraverðlaun Reynis. Síðast-
nefndu verðlaunin eru veitt til minn-
ingar um Reyni Aðalsteinsson tamn-
ingameistara þeim nemanda sem
sýnt hefur hvað mestan áhuga og
ástundun og tekið mestum fram-
förum í reiðmennsku.
Á Skeifudeginum var, eins og
venja er, fjórgangskeppni. Sigríður
Magnea Kjartansdóttir sigraði í
keppninni um Gunnarsbikarinn sem
veittur er til minningar um Gunnar
Bjarnason, fyrrum hrossarækt-
arráðunaut og kennara á Hvanneyri.
Ágústa Rut Haraldsdóttir sigraði í
hópi nemenda á hestafræðibraut.
Ætlar í búskap
Helgi Valdimar Sigurðsson kem-
ur úr mikilli hestafjölskyldu, eins og
verðlaun systkinanna bera vott um.
Foreldrar þeirra eru Sigurður
Haukur Jónsson og Fjóla Helga-
dóttir, bændur í Skollagróf. Afi
hans var Jón Sigurðsson, þekktur
hestamaður og hrossaræktandi.
„Við stöndum saman í þessu, fjöl-
skyldan, í hrossaræktinni og hesta-
mennskunni,“ segir Helgi. Hann
segist ekki hafa mikið unnið tamn-
ingar en verið um tíma á Jaðri í
Hrunamannahreppi og einnig lært
mikið af Þórarni Ragnarssyni í
Vesturkoti.
Helgi er í tveggja ára búfræði-
námi á Hvanneyri. „Ég hef gríð-
arlegan áhuga á búskap og vil auka
þekkingu mína á greininni. Maður
verður að læra til að geta staðið sig
vel í búskapnum á komandi árum,“
segir hann og viðurkennir að ekkert
annað komi til greina en að fara út í
búskap. Segir að þeir bræður stefni
að því að taka við búskapnum í
Skollagróf. „Ég vil hvergi annars
staðar vera.“
Gat ekki komið
heim án Skeifu
- Helgi er þriðji úr sinni fjölskyldu
sem vinnur Morgunblaðsskeifuna
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Þátttakendur Glaður hópur með verðlaun sín við lok keppni á Skeifudegi hestamannafélagsins Grana á Hvanneyri.
Skeifuhafi Helgi Valdimar Sigurðsson ásamt tamningatrippi sínu með
verðlaunagripinn sem kom í hans hlut eftir Skeifukeppni vetrarins.