Morgunblaðið - 22.04.2022, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2022
VIÐ erum RÆKTENDUR FRAMTÍÐARINNAR
Kraftar sólargeislanna
gefa ljóma
sem endist
Immortelle blómin í Reset seruminu okkar nærast á kraftmiklu
sólarljósinu sem gefa þau áfram til húðarinnar þinnar svo hún
verði endurnærð, úthvíld og full af unglegum ljóma.
Kringlan 4-12 | s. 577-7040 | www.loccitane.is
Lesendur sunnlenska.is kusu
Magnús Hlyn Hreiðarsson, frétta-
mann á Selfossi, Sunnlending árs-
ins 2021. Kosningin fór fram í jan-
úar síðastliðnum en vegna
covid-ástandsins í þjóðfélaginu í
vetur og vor tókst ekki að heiðra
Magnús fyrr en nú, á sumardaginn
fyrsta.
„Er þetta ekki svona sumardags-
ins fyrsta aprílgabb?“ hefur sunn-
lenska.is eftir Magnúsi þegar hon-
um voru færðar fréttirnar í gær. Á
vef Sunnlenska segir að þrátt fyrir
rigningasumar sunnanlands á síð-
asta ári, og kórónuveirufaraldur,
hafi Magnús verið fundvís á góðar
fréttir. Fékk hann góða kosningu í
kjörinu og í rökstuðningi margra
sagði að jákvæðni hans væri mik-
ilvæg á því erfiða ári sem 2021
reyndist mörgum.
Góð þátttaka var í kosningunni
um Sunnlending ársins. Háði
Magnús harða keppni við Ómar
Inga Magnússon, landsliðsmann í
handbolta og íþróttamann ársins,
sem varð annar í kjörinu og í þriðja
sæti var Guðríður Aadnegard,
námsráðgjafi og umsjónarkennari í
Hveragerði, fyrir baráttu sína í ein-
eltismálum, segir á sunnlenska.is.
Sunnlend-
ingur árs-
ins 2021
- Valinn af lesend-
um sunnlenska.is
Ljósmynd/Sunnlenska.is
Fréttamaður Magnús Hlynur
Hreiðarsson, Sunnlendingur ársins.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Fjölmenni var að Leirá í Hvalfjarð-
arsveit í gær þegar Katrín Jakobs-
dóttir forsætisráðherra afhjúpaði
þar skilti um sögu staðarins, sem er
merk og löng. Leirá hefur til dæmis
verið kirkjustaður síðan um árið
1200 og guðshúsið sem þar stendur
nú er frá árinu 1914. Á Leirár-
görðum var um 1800 starfrækt eina
prentsmiðja landsins og þaðan kom
margt margt merkra rita. Á Leirá
var fæddur Magnús Stephensen
(1769-1833) aðsópsmikill á sinni tíð
meðal annars sem bókaútgefandi og
stiftamtmaður.
Hátt ber í sögu Leirár að þar sat á
árunum 1863-1868 Jón Thoroddsen
(1816-1868), síðasti sýslumaður
Borgfirðinga. Þekktastur er Jón þó
sennilega fyrir ritstörf sín, það er
Piltur og stúlka og Maður og kona
sem sagðar eru hafa verið fyrstu ís-
lensku skáldsögurnar. Einnig er
hann höfundur ljóðanna Litfríð og
ljóshærð og Hlíðin mín fríða, kvæða
sem margir kunna. Því verður svo
líka að halda til haga að stór ættbogi
er frá Jóni kominn, fólk sem margt
hvert hefur sett sterkan svip á ís-
lenskt samfélag og samtíma sinn. Í
þeim hópi er langalangafabarnið,
Katrín Jakobsdóttir. Í Leirá í gær
sagðist Katrín þangað komin vissu-
lega sem forsætisráðherra en þó
ekkert síður sem afkomandi Jóns, en
ritverkum hans gerði hún góð skil í
yfirgripsmikilli ræðu. Sagði að tón-
inn í sveitasögunum sem voru alls-
ráðandi í íslenskum bókmenntun í
kringum 1900 hafi verið sleginn með
fyrrgreindum skáldsögum Jóns.
Söguþráðurinn þeirra sé sömuleiðis
kunnuglegt minni; að reynt sé að
stía elskendum í sundur og hindra
að ástin nái fram að ganga.
Söguskiltið að Leirá er hið þriðja
sem sett er upp í Hvalfjarðarsveit,
en fleiri koma á næstunni í sveitarfé-
laginu sem spannar Hvalfjarðar-
svæðið frá Skipaskaga að Hafnar-
fjalli. Ýmis fróðleikur um líf og sögu
á Leirá var sömuleiðis kynntur við
athöfnina í gær, í sólarblíðu á fyrsta
degi sumars.
Afhjúpaði söguskilti á Leirá
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Leirá Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við söguskiltið góða, en alls tíu slík verða sett upp í Hvalfjarðarsveit.
- Katrín í Hvalfjarðarsveit - Fróðleikur og saga - Jón Thoroddsen sýslumað-
ur og skáld langalangafi forsætisráðherra - Piltur og stúlka og Hlíðin mín fríða
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa-
dóttir utanríkisráðherra er nú
stödd í Bandaríkjunum, þar sem
hún fundaði í gær og fyrradag með
háttsettum embættismönnum í
bandaríska stjórnkerfinu. Hitti
Þórdís Kolbrún m.a. Victoríu Nul-
and, aðstoðarutanríkisráðherra
Bandaríkjanna í fyrradag.
„Bandaríkin eru náin og mik-
ilvæg vinaþjóð okkar Íslendinga og
milli okkar ríkir gagnkvæm virð-
ing. Það finn ég vel á fundum með
háttsettum embættismönnum hér í
Washington,“ sagði Þórdís Kolbrún
í tilkynningu frá utanríkisráðu-
neytinu.
Segir hún þar einnig að ákaflega
mikilvægt sé að rækta samskiptin
við þær þjóðir, sem hafi skuldbund-
ið sig til þess að standa vörð um
fullveldi okkar, landamæri og lög-
sögu ef þeim er ógnað og að Íslend-
ingar leggi sitt af mörkum til að
styðja við vinaþjóðir.
Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið
Styrkt tengsl Victoria Nuland og Þórdís
Kolbrún hittust í fyrradag.
Utanríkisráðherra
fundaði með Nuland