Morgunblaðið - 22.04.2022, Qupperneq 12
12 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2022
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Fékk bíllinn
ekki skoðun?
Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl
Sameinuð gæði
BJB-Mótorstilling þjónustar
flesta þætti endurskoðunar
á sanngjörnu verði og að
auki förum við með bílinn
þinn í endurskoðun, þér
að kostnaðarlausu.
ekki hægt að klára framleiðsluna á
meðan,“ útskýrir Jóhannes og
bendir á að Úkraína er einn stærsti
framleiðandi neongass sem notað er
við smíði örgjörva. „Er þetta gas
aðallega framleitt og flutt úr landi í
gegnum hafnarborgina Maríupol
sem fregnir herma að sé í dag rústir
einar og ósennilegt að framleiðsla
komist aftur af stað í bráð. Úkraína
hefur líka leikið mikilvægt hlutverk
í framleiðslu rafkerfa fyrir bifreiðar
og ljóst að stríðsátökin hafa gert
fyrirtækin sem framleiða þessi raf-
kerfi óstarfhæf.“
Þá virðist sem íslensk bílaumboð
séu búin að klára hjá sér lagerinn af
sumum gerðum bíla enda tók sala
nýrra bíla kipp á fyrsta ársfjórð-
ungi. „Var mikið að gera í sölu ten-
giltvinnbíla fyrir áramót en þá var
reglum breytt þannig að afsláttur
af innflutningsgjöldum lækkaði um
480.000 kr. og hækkaði verð tengil-
tvinnbílanna sem nam þeirri upp-
hæð. Þeir sem voru í endurnýjunar-
hugleiðingum voru því í kapphlaupi
við tímann. Þá hafa bílaleigurnar
verið mjög duglegar að panta bíla
að undanförnu og sjá þær fram á
mjög mikla eftirspurn í sumar, í
takt við fjölgun ferðamanna. Hefur
eftirspurnin eftir nýjum bílum verið
slík að salan hefur aukist um 60%
það sem af er ári, miðað við sama
tímabil í fyrra, og hafa bílaleigurnar
aukið sín innkaup um 290%,“ segir
Jóhannes. „Almennt er lagerstaða
lág en sum bílaumboð eiga bíla til
afgreiðslu strax, og það koma nýir
bílar til landsins í hverri viku. Allir
eru að keppast við að bæta við pant-
anir sínar.“
Framleiðendur hafa ekki setið
með hendur í skauti undanfarin
misseri heldur leitað allra leiða til
að halda verksmiðjum sínum gang-
andi. Segir Jóhannes að mikil vinna
hafi farið í að breyta og bæta að-
fangakeðjur og reyna að búa þannig
um hnútana að röskun á framleiðslu
tiltekinna íhluta hafi ekki alvarleg
keðjuverkandi áhrif um alla grein-
ina. „Af fréttum má ráða að bíla-
framleiðendur reiknuðu með að allt
yrði komið í eðlilegt horf og fram-
leiðslan á fullan hraða á þriðja
fjórðungi þessa árs en mig grunar
að viðsnúningurinn muni taka
lengri tíma, einmitt vegna stríðsins
í Úkraínu og ástandsins í Kína.“
Lítið svigrúm fyrir prútt
þegar bíla skortir
Ástandið á markaðinum veldur
bílaumboðunum tjóni enda verða
þau af sölutekjum. „Hljóðið er
þannig í öllum þeim bílainnflytjend-
um sem ég hef rætt við að þeir
gætu selt miklu fleiri bíla ef ekki
væri fyrir flöskuhálsana hjá fram-
leiðendum,“ segir Jóhannes. „Hins
vegar þýða þessar markaðsaðstæð-
ur að það dugar lítið fyrir kaup-
endur að reyna að prútta og þeir
sem vilja leggja inn pöntun fyrir
nýjum bíl þurfa að greiða uppsett
verð.“
Skortur á nýjum bílum hefur síð-
an smitandi áhrif á markaðinn fyrir
notaða bíla. Segir Jóhannes að bíl-
greinasambandið vakti ekki þróun á
verði notaðra bíla en það blasi við
að notaðir bílar seljast á hærra
verði ef nýja bíla vantar á mark-
aðinn. „Hér á landi hefur ekki orðið
nein brjálæðisleg hækkun á notuð-
um bílum en þeir virðast halda
verði sínu betur en oft áður. Í
Þýskalandi voru áhrif vandræða
bílaframleiðenda mæld og þar kom í
ljós að í kórónuveirufaraldrinum
hækkaði verð notaðra bíla um á
bilinu 10 til 15% miðað við það sem
vænta mátti í eðlilegu árferði.“
Sprengi sig ekki þegar
framboðið batnar
Bendir Jóhannes á að bílaumboð-
in þurfi að fara varlega þegar fram-
boð af nýjum bílum skánar. „Það
gæti komið mönnum í bobba ef þeir
taka of mikla áhættu og ofmeta eft-
irspurnina eftir bílum. Er greinilegt
að vöntunin er töluverð, og freist-
andi að leggja inn fleiri pantanir en
færri hjá framleiðendum, og er þá
vissara að spár innkaupastjóranna
gangi upp. Þarf líklega ekki að hafa
miklar áhyggjur enda fólkið sem
stjórnar innkaupum bílaumboðanna
yfirleitt með áratuga reynslu og
veit upp á hár hvað það er að gera,
en ljóst er að það verður vandasamt
að finna rétta meðalveginn.“
Sumir þurfa að bíða fram á haust
Morgunblaðið/RAX
Skortur Mynd úr safni af bílum sem bíða tollafgreiðslu. Eftirspurnin eftir nýjum bílum hefur tekið kipp en framleið-
endur glíma við flöskuhálsa sem mynduðust í kórónuveirufaraldrinum. Salan hefur aukist um 60% á milli ára.
- Raskanir hjá framleiðendum valda því að margra mánaða bið er eftir sumum gerðum bifreiða hjá
bílaumboðunum - Harkalegar sóttvarnir í Kína og stríðið í Úkraínu mun framlengja vandann
22. apríl 2022
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 128.53
Sterlingspund 167.78
Kanadadalur 102.51
Dönsk króna 18.708
Norsk króna 14.585
Sænsk króna 13.607
Svissn. franki 135.75
Japanskt jen 1.0048
SDR 175.47
Evra 139.2
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 176.0264
Samstæðuársreikningur Ríkisút-
varpsins ohf. sýnir að afkoma félags-
ins fyrir tekjuskatt var jákvæð um
rösklega 45 milljónir króna á árinu
2021. Varð töluverð breyting á
rekstrinum á milli ára en 2020 var
rösklega 248 milljóna króna tap af
starfseminni.
Rekstrargjöld breyttust lítið á
milli ára en rekstrartekjur hækkuðu
um nærri 198 milljónir, eða úr 6.861
milljón í 7.059 milljónir.
Fastafjármunir félagsins jukust á
milli ára úr 6.194 milljónum í 6.777
milljónir og munar þar mest um að
virði sýningarrétta hækkaði úr lið-
lega 443 milljónum í tæpan 1,1 millj-
arð. Veltufjármunir lækkuðu úr
2.146 milljónum í 1.989 milljónir.
Jukust eignir félagsins samtals um
426 milljónir króna. Eigið fé nam
1.968 milljónum króna og eiginfjár-
hlutfall var 22,5% í lok árs 2021.
Athygli vekur að tekjur af auglýs-
ingasölu hækkuðu um rösklega 400
milljónir eða úr 1.624 milljónum í
2.026 milljónir. Tekjur félagsins af
almannaþjónustu lækkuðu hins veg-
ar um u.þ.b. 275 milljónir eða úr
4.930 milljónum í 4.655 milljónir.
Má leiða líkum að því að vöxtur
auglýsingatekna á mili ára stafi m.a.
af minnkuðum áhrifum kórónuveiru-
faraldursins á íslenskt atvinnulíf og
eins að í ársbyrjun 2021 var sú breyt-
ing gerð hjá Stöð 2 að fréttatími
stöðvarinnar var lokaður öðrum en
áskrifendum. Er þess að vænta að
tekjur RÚV af almannaþjónustu
breytist á þessu ári en í síðustu fjár-
lögum var kveðið á um hækkað fram-
lag ríkissjóðs vegna þjónustunnar.
Stöðugildum fækkaði á milli ára,
úr 266 í 252. Heildarlaun og lífeyris-
sjóðsgreiðslur útvarpsstjóra hækk-
uðu úr 25,9 milljónum króna í 30
milljónir en stjórnarlaun tveggja
stjórna samstæðunnar héldust
óbreytt og voru 17,3 milljónir króna.
ai@mbl.is
Rekstur RÚV batnar á milli ára
- Tekjur af auglýsingasölu úr 1.624 milljónum í 2.026
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sveifla Stefán Eiríksson hefur
verið útvarpsstjóri frá 2020.
Ekki er enn búið að taka ákvörðun um hvaða umgjörð verður á niðurfell-
ingu gjalda vegna innflutnings vistvænna bifreiða. Á sínum tíma voru
samþykkt lög sem felldu niður hluta gjalda á nýjum rafmagns-, tengil-
tvinn- og vetnisbílum og var um leið ákveðið að setja kvóta á hversu
margir bílar í hverjum flokki gætu notið ívilnunarinnar. Er kvótinn fyrir
tengiltvinnbíla nær fullnýttur og gengur hratt á kvótann fyrir rafmagns-
bíla en sárafáir vetnisbílar hafa verið fluttir inn frá því reglurnar tóku
gildi.
„Frumvarp liggur fyrir Alþingi um breytingar á lögum um virð-
isaukaskatt og er þar lagt til að auka kvótann fyrir rafmagnsbíla úr
15.000 í 20.000 ökutæki en ég held að þar mætti gera mun betur og
miðað við hversu vel rafmagnsbílar seljast á kvótinn eftir að klárast
hratt. Hafa ívilnanirnar gefið góða raun og flýtt fyrir orkuskiptum bíla-
flotans en ef þær falla niður blasir við að rafmagnsbílar verða ekki jafn
samkeppnishæfir í verði og von á bakslagi í sölu þeirra, sem gæti hægt á
orkuskiptum og sett markmið stjórnvalda í loftslagsmálum í uppnám.“
Án ívilnana er von á
bakslagi í orkuskiptum
NIÐURFELLING GJALDA HEFUR GEFIÐ GÓÐA RAUN
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Sú staða er komin upp hjá sumum
íslenskum bílaumboðum að erfið-
lega gengur að mæta eftirspurn og
löng bið eftir sumum gerðum bif-
reiða. Jóhannes Jóhannesson, stað-
gengill framkvæmdastjóra Bíl-
greinasambandsins, segir að í
ákveðnum tilvikum geti kaupendur
vænst þess að þurfa að bíða í allt að
fjóra til sex mánuði eftir afhend-
ingu. „Í verstu
tilfellunum geta
umboðin ekki lof-
að afhendingu
fyrr en með
haustinu,“ segir
hann.
Ástæðurnar
fyrir bílaskortin-
um eru marg-
þættar. Bendir
Jóhannes á að
kórónuveirufar-
aldurinn raskaði aðfangakeðju bíla-
framleiðenda um allan heim og er
greinin enn að vinna úr þeirri upp-
söfnuðu þörf sem myndaðist á bíla-
markaði í faraldrinum. „Núna bæt-
ist við stríðið í Úkraínu og ný bylgja
smita í Kína sem stjórnvöld þar í
landi hafa brugðist við með út-
göngubanni. Mun það hafa hafa
áhrif á getu framleiðenda til að af-
henda nýja bíla á komandi mánuð-
um.“
Maríupol mikilvægur
hlekkur í keðjunni
Á hápunkti kórónuveirufarald-
ursins var það einkum skortur á
tölvukubbum sem plagaði bílaiðn-
aðinn. „Ef það t.d. vantar bara hálf-
leiðara í útvarpið á bílnum þá er
Jóhannes
Jóhannesson