Morgunblaðið - 22.04.2022, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2022
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Á sunnudag
ganga
franskir
kjósendur að kjör-
borðinu í annað sinn
á hálfum mánuði.
Nú er það seinni
umferð forseta-
kosninganna og
slagurinn stendur á milli Emm-
anuel Macron forseta og Marine
Le Pen, frambjóðandans sem
lenti í öðru sæti í fyrri atrenn-
unni.
Þetta er kunnuglegt stef og
verða franskir kjósendur seint
sakaðir um nýjungagirni enda
var nákvæmlega sama staða
uppi fyrir fimm árum. En töl-
urnar eru að vísu aðrar nú og þó
að fáir spái Le Pen sigri þá er
munurinn á þeim óþægilega lítill
fyrir forsetann að þessu sinni.
Fyrst eftir fyrri umferðina
mældist munurinn innan við tíu
prósentustig en hefur síðustu
daga skriðið upp í tveggja stafa
tölu.
Munurinn á þeim tveimur var
sáralítill í fyrri umferðinni. Mac-
ron fékk 27,8% atkvæðanna en
Le Pen 23,2% og stutt var í
vinstri manninn Jean-Luc Me-
lenchon, sem gjarnan er lýst sem
frönskum Sanders eða Corbyn,
eftir því hvort horft er til Banda-
ríkjanna eða Bretlands. Melenc-
hon hefur lýst því yfir að allt sé
betra en Le Pen, sem almennt er
talin utarlega á hinum enda
stjórnmálanna þó að fátt í stefn-
unni réttlæti það í raun, en hann
gengur þó ekki svo langt að lýsa
yfir stuðningi við Macron enda á
hann ekki upp á pallborðið hjá
sönnum sósíalistum þó að hann
sé flokkaður vinstra megin við
Le Pen, almennt talinn miðju-
maður.
En ætli Macron verði ekki
helst lýst sem praktískum
stjórnmálamanni með litla sann-
færingu fyrir öðru en að sitja
áfram í Élysée-höll. Og hann er
líka sleipur í kappræðum og get-
ur verið harður í horn að taka
eins og kom á daginn á miðviku-
dagskvöld þegar hann atti kappi
við Le Pen í þrjá tíma og könnun
að kappræðum loknum sýndi að
fólk taldi að hann hefði staðið sig
betur. Hann þykir þó líka hafa
gengið langt í árásum á keppi-
nautinn og sýnt af sér yfirlæti
sem ekki er endilega til þess fall-
ið að styrkja stöðu hans, nema ef
til vill hjá þeim sem þegar hafa
þá sannfæringu að Le Pen sé
ótækt forsetaefni.
Niðurstaðan á sunnudag gæti
einmitt ráðist af því og þá kann
að skipta mestu máli hversu
margir mæta á kjörstað, en
áhugi á kosningunum er ekki
mjög mikill og átökin í Úkraínu
hafa til að mynda að því er virð-
ist ekki haft þau áhrif sem ætlað
var. Macron hefur tæpast fengið
nokkuð út úr símtölum sínum við
Pútín eða setunni við langa borð-
ið og hæpið er að gagnrýni hans
á velvild Le Pen í garð Rússa og
forseta Rússlands sérstaklega
hafi mikið að segja.
Macron hefur sjálf-
ur á síðustu árum
lagt töluvert upp úr
góðum tengslum við
Pútín, sem þurfti
ekki að vera gagn-
rýnivert á þeim
tíma þó að ein-
hverjir fyndu að því, en hann
gekk að vísu ekki jafn langt og
Le Pen sem lýsti yfir stuðningi
við töku Rússa á Krímskaga og
vildi draga úr þátttöku Frakk-
lands í NATO. Í því sambandi
má þó nefna að Macron hefur
ekki verið alveg gagnrýnislaus í
garð NATO, því að hann sagði
bandalagið „heiladautt“ fyrir
þremur árum og þótti ýmsum vel
í lagt.
Þá er munur á afstöðu Le Pen
og Macrons til Evrópusam-
bandsins og tengslanna við
Þýskaland, en þessi tvö ríki eru
ráðandi innan þess sambands.
Macron vill ganga sem lengst í
þessu samstarfi en Le Pen vill
ekki að gengið sé of langt og tal-
ar ekki eins hlýlega um sam-
skiptin við Þýskaland og Macron
þó að hún segist nú styðja áfram-
haldandi aðild Frakka að ESB.
Innflytjendamál eru einnig
meðal þess sem deilt er um á
milli frambjóðendanna og telur
Macron að stefna Le Pen mundi
setja allt í uppnám innanlands,
einkum þau sjónarmið hennar að
slæður múslima eigi ekki rétt á
sér í Frakklandi. Hann er þó
ekki endilega jafn fjarri Le Pen í
skoðunum um þetta og ætla
mætti, hann hélt því að minnsta
kosti fram í kosningabaráttunni
fyrir fimm árum að hann mundi
berjast gegn „íslamskri aðskiln-
aðarstefnu“ en efast má um að í
þeim efnum hafi hann náð mikl-
um árangri.
Ekki er víst að þessi atriði
sem hér hafa verið nefnd, þó að
mikilvæg séu, verði í raun ráð-
andi um afstöðu kjósenda. Þeir
eru taldir fremur áhugalausir al-
mennt, en horfi þó helst til
grunnþátta efnahagslífsins, svo
sem verðbólgunnar. Í þeim um-
ræðum gæti Macron talist á
heimavelli, en árangurinn er þó
umdeilanlegur.
Niðurstaðan á sunnudag
ræðst þó ekki endilega af mál-
efnunum, heldur frekar af því
hvort þeir sem studdu frambjóð-
endurna lengst til vinstri sitja
heima eða láta sig hafa það að
velja illskárri kostinn að þeirra
mati. Sennilega er helsta von Le
Pen að þessir kjósendur sitji
heima, en hvernig sem fer er af-
ar ólíklegt að munurinn á þess-
um tveimur frambjóðendum
verði svipaður og hann var fyrir
fimm árum, en þá munaði 32 pró-
sentustigum í seinni umferðinni
og staða Macrons var sterk á eft-
ir. Verði munurinn svipaður því
sem nú er spáð verður staða
hans allt önnur og veikari og
seinna kjörtímabilið gæti orðið
honum enn erfiðara en það sem
nú er að ljúka.
Kosningarnar
í Frakklandi eru
endurtekið efni en
munurinn er mun
mjórri en síðast}
Le Pen gegn Macron
Í
upphafi maí hefst strandveiðitímabil
þessa árs. Veiðarnar eru stundaðar
frá maí til ágúst ár hvert. Verður það
fjórtánda sumarið síðan strandveið-
um var komið á í stjórnartíð rík-
isstjórnar Samfylkingar og Vinstri hreyfing-
arinnar – græns framboðs. Strandveiðar voru
hugsaðar til þess að fólki yrði gert kleift að
stunda veiðar með ströndinni á sjálfbæran og
ábyrgan hátt. Var þannig opnað fyrir það að
þau sem ekki hefðu yfir að ráða aflamarki
gætu reynt fyrir sér í sjávarútvegi. Þetta fyr-
irkomulag hefur gefist ágætlega, líf færðist
yfir hafnir sem höfðu verið dauflegar áður. Í
dag hefur fjöldi fjölskyldna hluta af sínum
heimilistekjum af strandveiðum. Sá afli sem
til ráðstöfunar er hverju sinni er breytilegur
eins og aðrar veiðar og miðast við ráðgjöf
Hafrannsóknastofnunar og ákvörðun ráðherra um leyfi-
legan heildarafla.
Aldrei hærra hlutfall þorsks í strandveiðar
Frá því að strandveiðunum var komið á hefur á bilinu
2,5-4,4% af leyfilegum heildarafla í þorski verið ráð-
stafað til strandveiða. Í ljósi niðurstöðu skiptimarkaða
núna á útmánuðum er svigrúm til þess að auka við þá
ráðstöfun sem áður hafði verið ákvörðuð. Ég mun sjá til
þess að 10.000 tonn af þorski verði í strandveiðipottinum
á þessu tímabili. Með 1.500 tonna viðbót, mun aldrei hafa
verið ráðstafað stærri hluta af leyfilegum heildarafla í
þorski til strandveiða. Er það í takti við stefnu VG að
festa strandveiðar enn betur í sessi.
Lærum af reynslunni
Nú þegar strandveiðar eru komnar á ferm-
ingaraldur er tilefni til þess að fara yfir
hvernig til hefur tekist með fyrirkomulag
strandveiða. Undirbúningur fyrir þá vinnu er
farinn af stað. Við þurfum að leggja niður fyr-
ir okkur hver staða strandbyggða er og afla
gagna um hverju strandveiðar skila fyrir
byggðirnar. Við þurfum líka að horfa fram á
veginn. Það þarf að horfa til þess að innleiða
hvata við fiskveiðar til þess að hvetja til orku-
skipta. Þegar eru komin af stað verkefni á Ís-
landi sem miða að orkuskiptum í smábátum
og lofa góðu. Orkuskipti í sjávarútvegi, í
stóru og smáu eru ekki bara mikilvægt lofts-
lags- og efnahagsmál heldur einnig mikilvægt
fæðuöryggismál. Því er til alls að vinna að
hvatar séu í þeim kerfum sem við nýtum við stjórn fisk-
veiða sem hraði orkuskiptum eins og kostur er. Með
þeim hætti gætu strandveiðar, sem nú þegar eru með
létt kolefnisspor, verið enn loftslagsvænni. Fleiri atriði
þarfnast skoðunar og hef ég fengið erindi frá strand-
veiðimönnum hringinn í kringum landið. Þar ég hef verið
hvött til þess taka til skoðunar hvernig bæta megi kerfið
þannig að verðmætasköpun verði sem mest og jafnræði
landsvæða sem best. Mikilvægt er að strandveiðar verði
áfram tryggðar í þágu byggða, sjálfbærni og fæðu-
öryggis.
svandis.svavarsdottir@mar.is
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Styrkjum strandveiðar
Höfundur er matvælaráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
M
ikil endurnýjun er fyrir
höndum á verslunar- og
veitingarýmum í Leifs-
stöð á næstunni. Eins og
Morgunblaðið hefur greint frá að und-
anförnu stendur nú yfir útboð á
rekstri tveggja veitingastaða á besta
stað í norðurbyggingu Leifsstöðvar og
getur rekstur þriðja staðarins, sem
verður á öðrum stað í flugstöðinni,
bæst við. Þá verður brátt boðinn út
pakki með rekstri þriggja veitinga-
staða sem selja kaffi og brauð og ann-
ar pakki með rekstri tveggja matar-
markaða í líkingu við þann sem kallast
Mathús í dag. Samningar um rekstur
Nord, Mathúss, Loksins bar og Joe
and the Juice renna brátt út. Að auki
verður á næstunni boðinn út rekstur
gleraugnaverslunar í Leifsstöð, rekst-
ur verslunar fyrir gjafavöru og útivist
og gjaldeyrisþjónustu.
Útboðið sem nú stendur yfir og
þau sem brátt verður ráðist í eru
áhugaverð í því ljósi að Isavia hefur
nýverið fengið miklar ákúrur frá Sam-
keppniseftirlitinu fyrir framkvæmd
slíkra útboða. Í byrjun árs birti Sam-
keppniseftirlitið álit um starfsum-
hverfi Isavia ohf. og samkeppnisað-
stæður tengdar Keflavíkurflugvelli.
Álit þetta var unnið og birt eftir að eft-
irlitið hafði um nokkurra ára skeið
haft til skoðunar allmargar ábending-
ar og kvartanir er varða samkeppnis-
aðstæður á eða við Keflavíkurflugvöll.
Þar á meðal voru samningar um veit-
ingasölu í Leifsstöð.
Samningur veitti yfirburði
Í álitinu er rakið að í mars 2014
hafi Isavia efnt til samkeppni um leigu
á verslunar- og veitingarými innan
flugvallarins þar sem óskað var eftir
tilboðum í leigu húsnæðis í flugstöð-
inni. Um var að ræða nokkra flokka
fyrir verslanir og veitingastarfsemi.
Þar á meðal voru fimm einingar í boði
sem ætlaðar voru fyrir sölu á veit-
ingum í norðurhluta flugstöðvarinnar.
Í aðdraganda samkeppninnar hafði
Isavia kynnt tilhögun hennar fyrir
Samkeppniseftirlitinu. Fram kom í
kynningunni að félagið stefndi að því
að koma á samkeppni m.a. í veit-
ingasölu á flugvellinum. Fimm fyrir-
tæki tóku þátt í samkeppninni. Þar á
meðal var Kaffitár, sem síðar beindi
kvörtun til eftirlitsins, og fyrirtækin
Lagardére og Joe and and the Juice.
Í stuttu máli lyktaði samkeppninni
þannig að Lagardére fékk fjórar ein-
ingar og Joe eina.
„Í ljós kom að Lagardére hafði
sóst eftir því að fá allar einingarnar í
norðurhlutanum en lyktaði viðræðum
þó þannig að fyrirtækið fékk fjórar
en í stað þeirrar fimmtu fékk Lag-
ardére samning um veitingasölu í
suðurhluta flugvallarins, sem ekki
hafði verið boðin fram í samkeppn-
inni. Til viðbótar framangreindu
gerði Isavia hliðarsamning (e. „side
letter“) við Lagardére, sem ekki var
kynntur öðrum samningshöfum, þótt
ljóst væri að litið væri á hann sem
hluta aðalsamningsins og ákvæði í
honum vörðuðu samningshafa að
hluta og mögulega keppinauta,“ segir
í álitinu.
Í hliðarsamningnum fólust
skuldbindingar Isavia um að ekki
yrðu gerðir samningar um veit-
ingasölu við fleiri en Joe and the
Juice, að Lagardére fengi eitt að
sinna veitingasölu í suðurhluta flug-
stöðvarinnar og að framboð Pennans
á mat- og drykkjarvöru og rými fyrir
slíkar vörur yrði takmarkað. Jafn-
framt voru ákvæði um endurskoðun
samningsins ef til aukinnar sam-
keppni komi á samningstímabilinu.
„Með framangreindum samn-
ingum voru Lagardére veittir miklir
yfirburðir í veitingasölu innan flug-
stöðvarinnar. Þá liggur fyrir að um-
ræddur hliðarsamningur felur í sér
verulega takmörkun á samkeppni, en
slíkir samningar voru ekki gerðir við
aðra en Lagardére. Upphafleg áform
um að koma á samkeppni í veit-
ingasölu á flugvellinum, sem kynnt
höfðu verið Samkeppniseftirlitinu,
gengu því ekki eftir,“ segir í áliti
Samkeppniseftirlitsins.
Samningar bitni á neytendum
Í áliti Samkeppniseftirlitsins er
vísað til skýrslu OECD frá nóvember
2020 en þar er meðal annars fjallað
um sérleyfisssamninga Isavia. Í
skýrslu OECD kemur fram það mat
að þáverandi fyrirkomulag sérleyf-
issamninga á Keflavíkurflugvelli geti
verið samkeppnishamlandi á sviði
veitingarekstrar, smásölu og rekst-
urs á hópferðabílum sem sinni akstri
til og frá flugvellinum. Gagnrýnt er
að þeim skilyrðum sem Isavia setji
rekstraraðilum til að fá sérleyfi sé
ætlað að tryggja Isavia hámarks-
tekjur sem hindri að rekstraraðilar
geti veitt þjónustu á samkeppnishæfu
verði. „Þó útboð séu haldin fyrir veit-
ingu sérleyfa sem eigi að tryggja
samkeppni á markaðnum þá snúist sú
samkeppni í raun aðallega um það
hverjar tekjur eða hlutur Isavia komi
til með að verða í stað þess að sam-
keppnin snúist um hagstætt verð til
handa neytendum eða gæði veittrar
þjónustu. Aðili vinni því útboðið með
því að greiða sem hæst þjónustugjald
til Isavia sem leiði til hærra verðs
sem bitni á neytendum,“ segir í áliti
Samkeppnisstofnunar um skýrslu
OECD.
„Hliðarsamningur“
skerti samkeppnina
Morgunblaðið/Eggert
Leifsstöð Miklar breytingar verða á verslunar- og veitingarýmum.