Morgunblaðið - 22.04.2022, Síða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2022
Gleðilegt sumar Þessir hressu hestar í Húnavatnssýslu voru því eflaust fegnir um daginn að geta kíkt út á hagana í hinu mesta blíðviðri, enda sumarið í nánd og sumardagurinn fyrsti í gær.
Eggert
Ein daprasta birt-
ingarmynd styrjalda
eru árásir á íbúða-
hverfi. Þegar horft er
á myndir úr þjóð-
armorðinu í Úkraínu
blasa við sundur-
sprengd fjölbýlishús,
þar sem saklaust fólk
bjó sér friðsæl heimili.
Hvað hefur fólkið í
fjölbýlishúsunum gert
þessum glæpabrjálaða
forseta í Rússlandi?
Það er mér óskilj-
anlegt.
Hvenær koma
fjölbýlishús?
Fjölbýlishús á Ís-
landi eiga sér ekki
langa sögu. Verkalýðs-
barátta hefur ekki að-
eins snúist um kaup og kjör ís-
lenskrar alþýðu, einnig um
húsnæðismál.
Það er í raun ótrúlegt hve mikið
og vel er byggt á þeim tíma sem
talað er um sem kreppuárin. Hús
við Laufásveg, Bergstaðastræti og
Fjölnisveg eru byggð á þeim tíma
sem nefnd eru kreppuár. Borgara-
stéttin byggði vel.
Skipstjórahallir við Bárugötu,
Ránargötu og Öldugötu eru byggð-
ar aðeins fyrr. Margir sem þar
byggðu voru á togurum og höfðu
það nokkuð gott.
Hús við Egilsgötu, Leifsgötu og
Eiríksgötu eru einnig byggð á ár-
unum fyrir síðari heimsstyrjöld.
Það eru fjölbýlishús byggð af ein-
staklingum.
Bygging verkamannabústaða
hófst á kreppuárunum. Fyrstu
verkamannabústaðirnir voru byggð-
ir við Hringbraut, Ásvallagötu og
Sólvallagötu í Reykjavík. Síðar voru
byggðir verkamannabústaðir í Holt-
unum í Reykjavík, Stórholti og
Stangarholti.
Í Stórholti sést félagslegur
aðskilnaður með því að húsin sunn-
an megin við götuna, fjórbýlishús
með tveimur inngöngum, fengu eitt
húsnúmer, það eru verkamannabú-
staðir, en fjölbýlishús norðan við
götu, „fyrir almenning“, svipuð að
flestu leyti, fengu tvö húsnúmer.
Lönguhlíðarblokkin
Á stríðsárunum
hafði Reykjavíkurbær
forgöngu um að
byggja fjölbýlishús
sem fóru í almenna
sölu. Sá er þetta ritar
telur að tvö fjölbýlis-
hús við Hringbraut
séu byggð snemma á
stríðsárunum. Svipað
hús, teiknað af Einari
Sveinssyni, var byggt
við Lönguhlíð árið
1948 og flutt inn í það
árið 1949. Þar fengu
foreldrar mínir sína
fyrstu íbúð. Móðir mín
hafði á orði að það
hefði verið sinn stærsti
sigur að fá íbúð með
sérbaði.
Þetta hús hefur ver-
ið mér umhugsunar-
efni alla mína ævi.
Þangað flutti ég fyrir sléttum 70
árum og þar átti ég fimm fyrstu ár
ævi minnar.
„Flokksgæðingar“
Eitt sinn ræddi ég um þessa
„blokk“ við mann fróðan um bygg-
ingasögu og þá var það rifjað upp
að það hafði mikið verið rætt um
„blokkina“ og þá með þeim orðum
að þarna væri Reykjavíkurbær að
byggja fyrir „flokksgæðinga“ Sjálf-
stæðisflokksins. Það væri svo mikill
„lúxus“ í þessu húsi, sem allir máttu
sjá, að það voru svalir við allar
íbúðirnar. Húsið var byggt til að
mæta húsnæðisskorti vegna að-
flutnings úr sveit til borgar.
Næst fór Reykjavíkurbær í fram-
kvæmdir í Hólmgarði og Hæð-
argarði. Þar eru engar svalir.
Minni þess er þetta ritar er nokk-
uð gott. Hann man nokkurn veginn
hverjir bjuggu í húsinu, þó ekki
alla. Það voru 32 íbúðir í húsinu.
Allar íbúðirnar höfðu svalir, sem
sneru í suður og vestur. Íbúarnir
voru venjulegt fólk. Það voru senni-
lega um 90 börn í húsinu. Þá eru
taldir með þeir sem fæddir voru um
1930 og fluttu snemma að heiman.
Samkvæmt niðurstöðum í kosn-
ingum til sveitarstjórna er sennilegt
að í húsinu hafi verið 14 heimili sem
fylgdu Sjálfstæðisflokknum að mál-
um. Við einfalda upprifjun get ég
tengt þrjú við Sjálfstæðisflokkinn,
þó þannig að ein þessara fjöl-
skyldna var mjög andsnúin her-
stöðvarsamningum og aðild að
NATO.
Foreldrar mínir fylgdu Alþýðu-
flokknum að málum, þannig að ekki
voru þau flokksgæðingar Sjálfstæð-
isflokksins. Og drengurinn hefur
aldrei orðið flokksgæðingur!
Félagsfræði
Það er vert að rifja upp byggingu
þessa húss og þær aðstæður sem
ríktu þegar íbúum bæjarins fjölg-
aði, bærinn varð borg. Sennilega
hafði ein fjölskylda bíl til umráða.
Börnin stunduðu nám handan
Klambratúns, í Austurbæjarskóla
og Gagnfræðaskóla Austurbæjar og
síðar í Menntaskólanum í Reykjavík
eða Iðnskólanum.
Ég minnist þriggja prófessora við
Háskóla Íslands meðal barnanna og
nokkrir eru prentarar.
Heimilisfeður fóru til sinnar
vinnu snemma á morgnana og hús-
mæður voru heima og sáu um heim-
ili.
Á mínu heimili vann faðir minn
við kennslu. Jafnframt vann hann
að fræðastörfum í 70 fermetra íbúð
með fjórum börnum. Stundum
komu nemendur til hans í einka-
kennslu. Svo komu til okkar ætt-
ingjar utan af landi og gistu.
Vinir mínir
Það voru fimm börn í mínum ár-
gangi í húsinu, ein stúlka og fjórir
drengir. Öll hófum við nám í Ísaks-
skóla haustið 1958 en þá var ég
fluttur í aðra götu í Hlíðunum.
Við vorum þrjú í mínum bekk í
Ísaksskóla, stúlkan og Grímur. Í
fyrsta skipti á ævi minni upplifði ég
dauðann þegar Grímur vinur minn
dó í bílslysi á horni Lönguhlíðar og
Miklubrautar. En lífið hélt áfram.
Það voru góðir tímar og gott fólk
í Lönguhlíðinni fyrir 70 árum.
Eftir Vilhjálm
Bjarnason
» Það væri svo
mikill „lúx-
us“ í þessu húsi,
sem allir máttu
sjá, að það voru
svalir við allar
íbúðirnar.
Vilhjálmur Bjarnason
Höfundur var alþingismaður.
Félagsfræði
fjölbýlishúss
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Í garðinum Grímur Ólafsson, bróðir Gríms vinar míns sem dó, Axel E. Sigurðsson (látinn) Halldóra Ragnarsdóttir,
Vilhjálmur Bjarnason og Stefán Páll Þórarinsson.
Vegavinna Vinna við Miklubraut 1957, séð frá mér.
Hlíðarnar Lönguhlíðarblokkin.