Morgunblaðið - 22.04.2022, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2022
✝
Hafþór Har-
aldsson fædd-
ist 6. júlí 1944.
Hann lést á líknar-
deild Landspítala
8. apríl 2022.
Hafþór var son-
ur hjónanna Har-
aldar Snælands
Sigurðssonar og
Ingu Ólafar Arn-
grímsdóttur. Haf-
þór var næstelstur
fjögurra bræðra; elstur er
Gunnar Örn, síðan Dagþór og
yngstur er Birgir Ómar.
Hafþór ólst upp í Vesturbæ
Reykjavík, nánar tiltekið á
Grandavegi 39. Fjölskyldan
flutti svo í Gnoð-
arvog 16 árið 1959.
Sambýlismaður
Hafþórs alla tíð
var Ívar Kolbeins-
son. Fyrir nokkr-
um árum létu þeir
pússa sig saman.
Ívar lést 28. apríl
2021.
Útför Hafþórs
fer fram frá Há-
teigskirkju í dag,
22. apríl 2022, klukkan 13.
Streymt er frá útförinni
www.hljodx.is/index.php/
streymi
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
Ég er elstur okkar bræðra,
fæddur 1942, en Hafþór bróðir
fæddist tveimur árum síðar, árið
1944. Lengra leið áður en bræður
okkar Dagþór Sigmar og Birgir
Ómar fæddust. Við Hafþór vorum
því lengi tveir bræðurnir. Við
bjuggum í lítilli kjallaraíbúð á
Grandavegi 39, sem Sigurður afi
okkar og föðurbræður höfðu reist
af miklum myndarskap. Í íbúðinni
voru einungis tvö svefnherbergi.
Foreldrar okkar sváfu í öðru her-
berginu og við Hafþór í hinu.
Rúmin okkar Hafþórs lágu saman
og mörg kvöldin spjölluðum við
saman um framtíðina og hvað
okkur dreymdi um að verða. Þau
voru ófá skiptin sem pabbi kallaði
úr hinu herberginu: „Strákar, far-
ið þið nú að sofa!“ Ég held að
margt af því sem við Hafþór
ræddum um hafi ræst. Báðum
hefur farnast vel í lífinu, þótt lífs-
hlaup okkar hafi verið um margt
ólíkt. Báðir lukum við skyldunámi,
fórum snemma að vinna og höfð-
um keypt okkur íbúð um átján ára
aldur.
Pabbi okkar hafði mikinn
áhuga á tónlist. Samt var ekkert
hljóðfæri til á heimilinu nema einn
falskur gítar. En pabbi átti góðan
plötuspilara, sem vegna þrengsla
var inni í herbergi hjá okkur
bræðrum. Hann spilaði mest óp-
erur. Við Hafþór komumst því
ekki hjá því að heyra þegar tón-
listin ómaði. Þarna held ég að tón-
listaráhugi Hafþórs hafi mótast.
Hafþór og Ívar voru í mörg ár
áskrifendur að tónleikum Sinfón-
íuhljómsveitarinnar. Þeir sóttu
einnig saman marga tónlistarvið-
burði utanlands sem og innan.
Eftir að við flytjum í Gnoðar-
voginn, ég þá nýlega fermdur,
skildi leiðir. Ég var langdvölum að
heiman en fylgdist alltaf með Haf-
þóri. Eins og ég sagði áður þá var
ekki annað í boði en að byrja
snemma að vinna. Hafþór byrjaði
fyrst hjá heildversluninni Blöndal,
þá til húsa í Vonarstræti. Síðan
starfaði hann hjá Ólafi í Festi sem
sölumaður. Þaðan fór Hafþór að
vinna í versluninni Ljósi og orku
og varð þar snemma verslunar-
stjóri. En lengstan sinn starfsferil
vann Hafþór hjá Landsbanka Ís-
lands sem yfirgjaldkeri í Lang-
holtsútibúi. Þar var hann mjög vel
liðinn, bæði af samstarfsfólki sem
og viðskiptavinum. Tilviljun réð
því að eftir að Hafþór veiktist
dvaldi hann oft í þessu sama húsi,
en Ljósið er með starfsemi sína
einmitt í þessu húsi núna.
En farinn er drengur góður og
verður hans sárt saknað. Við
bræðurnir þökkum Margréti og
Sólveigu fyrir að hugsa mjög vel
um Hafþór í veikindum hans.
Gunnar bróðir.
Þá er Hafþór bróðir búinn að fá
hvíldina. Seinustu árin hafa verið
honum mjög erfið. Hann greindist
með blöðruhálskirtilskrabbamein
fyrir allnokkrum árum. Þrátt fyrir
aðgerð og síðar geisla- og lyfja-
meðferð, tókst ekki að hemja
krabbann, þannig að krabbinn fór
í beinin og þá er ekki sökum að
spyrja.
Mér hefur oft orðið hugsað til
þess að Hafþór hefur átt erfiða
ævi. Hann komst sennilega að því
í kringum tvítugsaldurinn að hann
var samkynhneigður. Það var
ekki auðvelt á þeim tíma. En þrátt
fyrir þetta að þá átti Hafþór gríð-
armarga vini og var mjög vinsæll
maður. Hann var sá okkar
bræðra, sem var límið í stórfjöl-
skyldunni. Við eigum kæra ætt-
ingja í Danmörku og það er ég
viss um að þau tengsl væri löngu
gleymd, ef ekki væri fyrir Hafþór.
Hafþór kláraði skyldunámið,
sem var þá tvö ár eftir barnaskól-
ann. Hann byrjaði strax að vinna,
fyrst hjá „Blöndal“, síðar hjá
Heildversluninni Festi, þar eftir
hjá Ljósum og orku og gerðist síð-
an starfsmaður Landsbankans,
þar sem hann naut mikilla vin-
sælda viðskiptavina.
Mér er sérstaklega minnis-
stætt hvað Hafþór var einstaklega
góður og ræktarsamur við móður
okkar. Hann ásamt Ívar Kolbeins-
syni sambýlismanni hans tóku
mömmu með sér í allmargar utan-
landsferðir, sem hún hefði aldrei
farið í annars.
Móðir okkar hvatti okkur til að
kaupa okkur íbúð snemma og láta
svo leiguna borga afborganir
fyrstu árin. Hafþór eignaðist sína
fyrstu íbúð að mig minnir 18 ára.
Hann kynntist sambýlismanni
sínum honum Ívari í kringum tví-
tugsaldurinn og þeir bjuggu sam-
an alla tíð. Framan af var einhver
feluleikur í gangi en að því kom að
feluleiknum lauk og þeir létu
pússa sig saman fyrir nokkrum
árum. Ég sá mynd af Hafþóri eftir
athöfnina og svipurinn var eins og
að öllum áhyggjum heimsins væri
lokið. Ívar lést 28. apríl 2021 og
hann hafði verið mikið veikur áður
en hann flutti á annað tilverusvið.
Hafþór var líka orðinn talsvert
veikur þá, en hann annaðist Ívar
af fremstu getu.
Þeir voru svo lánsamir að eiga
góðar vinkonur sem bjuggu einnig
að Sólheimum 23. Sólveig Hall-
dórsdóttir og Margrét Alexand-
erdóttir. Þær hjálpuðu Hafþóri
mikið í veikindum Ívars og stóðu
þétt við hlið Hafþórs í veikindum
hans. Þær eiga miklar þakkir skil-
ið.
Hafþórs verður sárt saknað af
fjölskyldu og vinum.
Dagþór Haraldsson.
Hafþór er laus undan kvölum
sem fylgja erfiðum sjúkdómi. Haf-
þór tókst á við sjúkdóminn eins og
annað á sínum lífsferli, þ.e. með
ótrúlegum léttleika, áræðni, hug-
rekki og æðruleysi að vopni. Hann
lét lítið fyrir sér fara og var líklega
einn af þeim sjúklingum sem ekki
þurfti mikið að hafa fyrir. Alveg
sama hvað á gekk, alltaf var sama
svarið „mér líður bara vel“. Án efa
hefur kærleiksríkt uppeldi haft
einhver áhrif.
Við höfum fylgst að í lífinu í um
67 ár og var Hafþór alltaf dyggur
stuðningsaðili „litla“ bróður. Ég
væri ekki þar sem ég er í lífinu án
stuðnings Hafþórs bróður og er
þakklátur fyrir hans innlegg í
okkar líf.
Félagarnir Hafþór og Ívar
bjuggu sér fallegt heimili. Heim-
ilið var skreytt fallegum hlutum
og einkum málverkum. Ástríða
fyrir fallega hluti smitaðist í okkur
fjölskylduna og gerði líf okkar lit-
ríkara. Þannig hafði Hafþór góð
áhrif á okkur og sitt umhverfi.
Hafþór sýndi yngri frændum
og frænkum mikla alúð. Hann
sýndi þeim áhuga og þau hændust
að honum. Hann varð afar ánægð-
ur þegar elsti sonur okkar Eggert
Oddur og eiginkona hans Erin
nefndu frumburð sinn í höfuðið á
Hafþóri, en snáðinn heitir Alex-
ander Hafþór.
Hafþór vann ýmis störf, m.a.
hjá Verslunarfélaginu Festi, Ljós-
um og orku en lengst af í útibúi
Landsbankans við Langholtsveg.
Hans leiðarljós var að veita ein-
staka þjónustu. Í gegnum þessi
störf þekkti Hafþór fjöldann allan
af fólki sem bar mikinn hlýhug til
hans. Hef oft velt fyrir mér af
hverju svo margt fólk bar svona
hlýjar tilfinningar til Hafþórs.
Held að margar ástæður séu til
staðar en ekki síst jákvæðni, hlý-
leiki, traust og framúrskarandi
þjónustulund sem flestir meta
mikils.
Stundum kynnist maður fólki
betur við ævilok en öll fyrri ár og
ekki síst þegar maður er með við-
komandi í fríi frá daglegu amstri.
Slíkt er hluti af lífinu þar sem
flestir eru uppteknir af að vaxa úr
grasi, giftast og koma sér fyrir
o.s.frv. Hafþór fór með okkur
hjónunum utan fyrir nokkrum ár-
um. Í þeim rólegheitum sem ger-
ast oft þegar fólk er í fríi þá var
mikið spjallað, m.a. um lífið og til-
veruna. Hafþór sagði frá sinni ævi
og kom þar fram margt sem var
áhugavert. Einkum áhuga hans að
verða kennari á sínum yngri ár-
um. Við erum þess fullviss að hann
hefði orðið góður kennari vegna
sinna mannlegu eiginleika. Hann
var glaðvær, áhugasamur, en gat
verið fastur fyrir eins og góður
kennari.
Það eru ekki margir sem takast
á við að undirbúa sinn síðasta dag
eins og Hafþór. Slíkt krefst hug-
rekkis sem hann hafði. Allt var
rætt og undirbúið og allt átti að
vera eins og útför Ívars sem var
aðeins fyrir nokkrum mánuðum
síðan.
Hafþór er nú laus undan þján-
ingum og tiltekið atvik á síðasta
degi bendir til að hans hafi beðið
hópur fólks þar sem fremstur í
flokki úrvals einstaklinga, var lífs-
förunautur hans, Ívar.
Við þökkum Hafþóri fyrir allt
það sem hann hefur gefið okkur
og gert líf okkar og okkar fjöl-
skyldu ríkulegra en ella.
Birgir Ómar, Hrafnhildur
og fjölskylda.
Ég var að vinna í tískuvöru-
verslun á Laugaveginum þegar
ungur ljóshærður maður snarað-
ist þar inn. Hann var áberandi
myndarlegur og ljúfur í fasi. Ég
vissi ekki þá að þessi sölumaður
ætti eftir að verða einn minn besti
vinur og samstarfsmaður í líknar-
og vinafélaginu Bergmáli. Þessi
drengur var engum öðrum líkur.
Jákvæður, góðviljaður, ham-
hleypa til verka og sölumennska
var honum í blóð borin; þar vorum
við heppin, alltaf í fjáröflun, enda
hvorki styrkt af ríki né opinberum
aðilum. Hafþór vildi öllum gott
gera og eignaðist vini hvar sem
hann fór. Við Bergmálsfélagar
söknum hans sárt. Biðjum Guð að
blessa minningu hans og alla sem
syrgja hann. Ég þakka áralanga
vináttu sem aldrei bar skugga á
og allt okkar nána samstarf. Góð-
ur drengur er genginn sem ég
mun minnast alla tíð með gleði og
virðingu.
Bergmálskveðjur,
Kolbrún Karlsdóttir.
Sá síðasti úr yndislega Sól-
heimagenginu okkar hefur kvatt
okkur. Það var okkar gæfa að
kaupa okkar fyrstu íbúð í Sól-
heimum 23 en þar kynntumst við
Hafþóri og Ívari. Einn daginn
birtist Hafþór og spurði hvort
hann mætti koma með gest til
okkar til að skoða íbúðina sem
hann vissi að við vorum búin að
taka í yfirhalningu og hann lang-
aði til að sýna vinkonu sinni hvað
hægt væri að gera. Það var sjálf-
sagt mál og þarna urðum við vinir.
Hafþór hafði svo fallega útgeislun,
sjarmör fram í fingurgóma, alltaf
tilbúinn að rétta hjálparhönd og
að gleðja aðra, alltaf með bros á
vör. Það var ósjaldan að við kom-
um heim að einhver glaðningur
beið við dyrnar fyrir dætur okkar.
Einna minnisstæðast er þegar
hann hringdi í okkur til Hollands
til að segja okkur frá því að þeir
væru búnir að kaupa sumarbú-
stað. Hann var svo ánægður enda
var sumarbústaðurinn þeirra
sælureitur og dásamlegt að koma
þangað.
Elsku Hafþór okkar, takk fyrir
alla vináttuna þessi ár. Það er
huggun að þið Ívar eruð núna
sameinaðir aftur, þú saknaðir
hans sárt enda voruð þið mjög
nánir. Við munum halda í hefðina
með aðventukaffið okkar, bara
öðruvísi en áður.
Við vottum bræðrum Hafþórs,
fjölskyldum þeirra og öllum vin-
um hans samúð okkar.
Hanna og Kári.
Þá er elsku vinur minn Hafþór
Haraldsson farinn. Ég vissi um
veikindi hans síðustu árin og hafði
ekki heyrt frá honum um tíma, en
ég vonaði auðvitað að hann væri
frekar í fríi í sólarlöndum en að
hann væri á spítala. En það leit
ekki út fyrir það. Við höfðum
skrifast á á milli Ástralíu og Ís-
lands í ótal ár.
Við hittumst og unnum saman í
Langholtsútibúi Landsbankans í
átta ár frá 1979 til 1987. Það varð
strax huglæg tenging á milli okk-
ar, enda bæði í krabbamerkinu.
Þau kynni sem vinátta náðu svo
yfir hnöttinn þegar örlögin sendu
mig til Ástralíu.
Sumar sálir koma til jarðar til
að vera þjónar. Það var svo sann-
arlega hlutverk Hafþórs. Brosið
sem allir fengu og viðmót hans til
að gera það besta fyrir hvern og
einn sem kom að afgreiðsluborð-
inu í Langholtinu. Útibúi sem því
miður er búið að leggja niður.
Hann fékk flotta veislu þegar
hann lauk þjónustu sinni í Lands-
Hafþór Haraldsson
✝
Hólmfríður
Þóra Guðjóns-
dóttir var fædd í
Saurbæ á Vatnsnesi
11. apríl 1922. Hún
lést á hjúkr-
unarheimilinu
Hrafnistu við
Brúnaveg 27. mars
2022.
Foreldrar henn-
ar voru Guðjón
Guðmundsson, f.
27.5. 1893, d. 27.7. 1975, og Ragn-
heiður Björnsdóttir, f. 14.5. 1890,
d. 8.4. 1947.
Systkini Hólmfríðar voru Jónas
Þorbergur, f. 4.11. 1916, d. 4.12.
2004, Björn, f. 17.5. 1919, d. 27.3.
1989, Þorgrímur Guðmundur, f.
18.11. 1920, d. 14.4. 1985, og tví-
burasystir hennar Ásdís Margrét,
f. 11.4. 1922, d. 5.1. 2002, Gunnar,
daga, f. 23.1. 1966, dótturina Sól-
veigu Erlu, f. 29.4. 1967. Sólveig
var í sambúð með Gunnari Lundal
Friðrikssyni, f. 6.4. 1958. Fyrir átti
Gunnar dótturina Sigrúnu Ósk, f.
31.7. 1978. Með Gunnari eignaðist
hún tvö börn, Söru Björk, f. 17.5.
1985. Sara eignaðist dótturina
Önju Björk, f. 7.12. 2006, með
Hrannari Jónssyni, f. 5.4. 1985.
Jafnframt á hún soninn Alexander
Darra Söruson, f. 10.3. 2022. Ann-
að barn Sólveigar Erlu er Róbert,
f. 14.5. 1988. Hann er í sambúð
með Katrínu Líndal Stefáns-
dóttur, f. 29.4. 1989. Þau eiga son-
inn Frosta, f. 2.8. 2021. Núverandi
eiginmaður Sólveigar er Jón
Steinar Jónsson, f. 14.10. 1963, og
eiga þau dótturina Thelmu Rut, f.
20.8. 1995. Fyrir átti Jón Steinar
dótturina Elsu Lind, f. 30.10. 1986.
Thelma er í sambúð með Alexand-
er Irving Guridy Peralta. Þriðja
barn Ragnars er Hlynur Ívar, f.
16.6. 1971. Eiginkona Hlyns er
Vigdís Braga Gísladóttir. Þau eiga
börnin Hilmar Bjarka, f. 2.3. 2007
og Emelíu Björk, f. 4.1. 2009. Fyr-
ir átti Hlynur soninn Kristófer
Anton, f. 14.1. 1995 með Elínu
Maríu Sveinbjörnsdóttur, f 13.2.
1975. Kristófer er í sambúð með
Hrafntinnu Grettisdóttur, f. 7.1.
1992. Þau eiga soninn Úlf Myrkva,
f. 16.3. 2021. Fyrir átti Vigdís son-
inn Arnar Snæland, f. 6.7. 1996.
Núverandi eiginkona Ragnars er
Þórhalla Snæþórsdóttir, f. 24.11.
1946. Annar sonur Hólmfríðar var
Guðjón Þór, f. 30.11. 1953, d. 12.1.
1973. Andlát Guðjóns Þórs var
þeim hjónum þungt áfall sem seint
fennti yfir og skömmu seinna
missti Friðrik heilsuna. Hún
hjúkraði honum heima af þar til
yfir lauk. Hún var nefnd „Góða
konan á horninu“. Hún bjó á horni
Sogavegar og Réttarholtsvegar
og stoppistöð Strætó var fyrir
framan húsið. Hún vildi öllum
gefa hvort heldur voru börnin úr
braggahverfinu, dæmdir saka-
menn eða allar konurnar sem
komu við og supu úr kaffibolla,
sem kannski var svo hvolft og les-
ið úr honum á eftir.
Útförin fer fram í dag, 22. apríl
2022, klukkan 10 frá Bústaða-
kirkju.
f. 7.8. 1925, d. 12.2.
1995, Ólafur, f. 1.6.
1928, d. 12.2. 1975, og
hálfsystir Hólm-
fríðar, Rósa Guðjóns-
dóttir, f. 25.4. 1933, d.
3.5. 2006. Hólmfríður
var fædd og uppalin í
Saurbæ á Vatnsnesi í
Vestur-Húnavatns-
sýslu. Eiginmaður
hennar var Friðrik
Jónsson, f. 21.7. 1908,
d. 6.11. 1986, húnvetnskrar ættar,
og fluttu þau til Reykjavíkur og
hófu þar búskap. Þau byggðu hús-
ið sitt á Sogavegi 106 og fluttu í
það árið 1952 og bjó hún þar til
ársins 2004. Eignuðust þau tvo
syni: Ragnar Friðriksson, f. 21.9.
1942. Hann kvæntist Nínu Victors-
dóttur og eignuðust þau þrjú
börn, son sem andaðist nokkurra
Kæra tengdamamma, nú ertu
farin yfir í sólarlandið þar sem
fjölskyldan þín, sem á undan er
farin, beið þín. Þú varst búin að
bíða þessarar stundar. Enda árin
á þessu tilverustigi orðin mörg,
vantaði aðeins hálfan mánuð í
hundrað ára afmælið.
Þú varst sterk kona á þinn
hægláta hátt sem öllum vildir
gott. Enda var það ekki að
ástæðulausu sem þú varst kölluð
góða konan á horninu. Þú bjóst á
horni Sogavegar og Réttarholts-
vegar í rúm fimmtíu ár. Dyr þín-
ar stóðu ávallt opnar hvort held-
ur var fyrir háum eða lágum. Ég
hitti þig fyrst aldamótaárið. Það
ár reis mín hamingjusól þegar ég
kynntist Ragnari, syni þínum.
Við urðum strax vinkonur sem
spjölluðum saman um gamla og
nýja tíma. Þú sagðir mér gjarnan
ágrip úr ævisögu þinni, t.d. þegar
þú lentir í árekstri. Þetta var árið
1953 og þú varst þá ófrísk af
yngri syninum. Við áreksturinn
hentist þú út úr bílnum og fleyttir
kerlingar á rassinum langar leið-
ir, en þegar þú stoppaðir var ann-
ar lærleggurinn illa brotinn. Það
sem eftir var meðgöngunnar
varstu í gifsi og ýmist heima eða
á sjúkrahúsi.
Við áttum margar ánægju-
stundir saman á ferðalögum,
þvers og kruss um landið. Þá
endurlifðir þú þær stundir sem
þið Friðrik höfðuð átt. Þegar þið
fóruð með Ragnar, sem lítinn
snáða, í bílnum ykkar eftir hol-
óttum moldarvegum landsins. Þú
last á landakortið og Friðrik
keyrði. Það voru ánægjustundir,
sagðir þú mér.
Þú varst eins og kletturinn í
hafinu sem allt stóð af sér, stoð
og stytta fjölskyldunnar. Amma
á Sogavegi var alltaf til staðar
fyrir alla, alltaf heima og alltaf
tilbúin að hlusta. Þú varst búin
að dvelja á Hjúkrunarheimili
DAS við Brúnaveg síðustu sautján
árin. Það var góður tími. Starfs-
fólkið þar var allt vinir þínir.
Við aðstandendur Hólmfríðar
viljum nota tækifærið og senda
okkar innilegustu þakkir til starfs-
fólksins, fyrir alla umhyggjuna og
ástúðina sem henni var sýnd.
Þó ég sé látinn,
syrgið mig ekki með tárum.
Hugsið ekki um dauðann
með harmi og ótta.
Ég er svo nærri að hvert eitt
ykkar tár snertir mig og kvelur.
En þegar þið hlæið og syngið með
glöðum hug
lyftist sál mín upp í mót til ljóssins.
Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið
gefur
og ég, þó látin sé, tek þátt í gleði ykkar
yfir lífinu.
(Höf.ók.)
Far þú í friði, friður guðs þig
blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Þín tengdadóttir,
Þórhalla Snæþórsdóttir.
Gengin er gömul vinkona mín til
áratuga, Hólmfríður Þóra Guð-
jónsdóttir. Hún var góð vinkona
móður minnar og í mínum upp-
vexti kölluðum við hana alltaf
Fríðu. Hún var sérlega glaðlynd
kona og oft sátum við þrjár saman
í eldhúsinu hjá mömmu og hlógum
að lífinu og tilverunni. Ég átti líka
oft erindi þarna um hverfið, stund-
um til að heimsækja hjón nokkur
sem áttu son sem lést af slysförum
sem ungur maður og ég var skírð í
höfuðið á. Þá heimsótti ég oft
Fríðu líka í leiðinni og átti góða
stund með henni því hún var svo
yndisleg manneskja og gegnum-
góð. Ég hélt málverkasýningu ár-
ið 1985 og þar var málverk sem
ég gaf Fríðu. Þegar ég löngu síð-
ar hitti hana á Hrafnistu sá ég
málverkið uppi á vegg hjá henni
og hún vildi endilega skila því aft-
ur til mín. Ég verð að viðurkenna
að núna þegar hún er fallin frá,
næstum hundrað ára gömul, er
ég glöð að eiga málverkið því það
minnir mig á elsku Fríðu. Ég
ætla að senda Fríðu ljóð sem ég
orti til hennar með kærri kveðju.
Ég vona að henni líði vel í næstu
tilveru en við trúðum báðar á lífið
eftir dauðann. Ég votta aðstand-
endum Fríðu mína innilegustu
samúð.
Fallin flogin hjarta rós
í friðarfaðm látna bráin.
Himna hlífin engils ljós
hyggð, bljúg rósin dáin.
Sést í sólrof himins ljós
Sorgagrát í tryggðatárin.
Harmtregi á kvalavegi
hryggðin farin að reika.
Hjartahlýja bæn á degi
í helgs engils veruleika.
Sést sólblik í Jesús ljós
sorg í söknuð, sáratárin.
Ert laus frá lífs þrautum
og liðin jarðvistin langa.
Líf leiðarléttis á brautum
lokið bljúgt, góða ganga.
Á leið í frelsi yfir lautum
ljós englasól í eilífðatárin.
(Jóna Rúna Kvaran)
Jóna Rúna Kvaran.
Hólmfríður Þóra
Guðjónsdóttir