Morgunblaðið - 22.04.2022, Side 21

Morgunblaðið - 22.04.2022, Side 21
bankanum; kveðjuhóf sem var stærra en margir aðrir hafa feng- ið að starfslokum, í þakklætis- skyni fyrir hans frábæru þjónustu við stofnunina, og ekki síst við- skiptavinina, sem allir elskuðu hann. En þar sem hann hafði það eðli að vilja láta gott af sér leiða vildi hann halda áfram að þjóna og varði starfsorku sinni og hjarta í að liðsinna þeim sem minna máttu sín, eins og hjá þeim á Sólheimum í Grímsnesi, og gerði allt hvað hann gat fyrir það málefni og þá sem voru þar. Þegar ég kom inn á heimili hans sá ég fagurkera og listunn- anda í öllu hjá honum, málverkin og allt sýndu persónuleika næms manns sem hafði auga fyrir list og því sem var fallegt. Eftir að ég flutti yfir höfin til Ástralíu árið 1987 og tölvupóstur varð til héldum við vináttunni með tölvupóstum. Það var sorglegt að heyra um veikindi hans, sem hann tók þó með æðruleysi og reyndi að fá alla bestu meðferð sem til væri. Ég veit ekki full nöfn á foreldr- um hans né nöfn systkina hans, bara að faðir hans hét Haraldur og var leigubílstjóri um tíma. Og að mamma hans dó ung. Ég var að fara á árshátíð bank- ans eitt árið og spurði leigubíl- stjórann hvort hann myndi taka ávísun frá mér. Ég sýndi honum þá hvaðan ávísunin væri, og þá sagði hann: Sonur minn vinnur þar. Ég spurði auðvitað hvað son- urinn héti, enda ekki margir starfsmenn í þessu útibúi, og kon- ur í meirihluta starfsliðs. Það var auðvitað dæmigert fyr- ir hvernig Ísland var og er. Svo samofið á mörgum sviðum. Með þessari litlu grein sendi ég fjölskyldu hans og öllum sem þótti vænt um hann samúðarkveðjur með minningum um ljúfa sál. Matthildur Björnsdóttir, Adelaide, Suður-Ástralíu. Hafþór vinur minn hefur nú fengið lausn frá lífsins þrautum eftir erfið veikindi. Hann lét aldrei deigan síga og bar sig alltaf jafn vel. Hann var svo sannarlega æðrulaus gagnvart eigin veikind- um og við kveðjum hann á öðrum degi sumars. Hafþór var óvenjufélagslyndur og sá til dæmis um spilakvöld í Landsbankanum þegar hann starfaði þar. Hann var í stjórn Bergmáls, líknar- og vinafélags sem styður við krabbameinssjúka, blinda og aðra langveika. Hann var þessi ósýnilegi engill sem er alltaf að láta gott af sér leiða fyrir menn og málleysingja. Þeir Hafþór og Ívar höfðu mikla gleði og ánægju, þau 50 ár sem þeir gengu lífsbrautina sam- an, af að ferðast um Ísland og til annarra landa. Þegar ekið var um í útlöndum var Ívar á sínum yngri árum oft bílstjórinn því krónísk bíladella fylgdi honum frá blautu barnsbeini en Hafþór naut þess að vera farþegi. Þegar sjónin dapr- aðist hjá Ívari tók svo Hafþór við stýrinu. Annars var Hafþór mikill gönguhrólfur. Mér er það minn- isstætt þegar ég skildi eitt sinn við hann á Lækjartorgi þaðan sem hann ætlaði að ganga heim í Sól- heima. Ég fór á bílnum mínum nokkuð beina leið og brá heldur betur í brún þegar kappinn var kominn heim að Laugardalshöll fótgangandi þegar ég keyrði þar fram hjá! Þeir voru samhentir í athöfnum daglegs líf og eftir bankahrunið ákvað Hafþór að láta gott heita með starfið í bankanum og njóta lífsins með Ívari, sem þá gekk ekki heill til skógar. Við tóku ferðalög og vera í sumarbústað þeirra. Þeir ferðuðust gjarnan um landið og oft með þeim Margréti og Sólveigu. Þær sjá nú á bak kærum vini, sem síðastliðið ár hafði líka saknað Ívars svo óend- anlega. Það var sama hvað Hafþór tók sér fyrir hendur, allt var leyst af nákvæmni og kærleik. Manna- mun gerði hann ekki og allir voru jafnir fyrir Guði. Mig dreymdi Hafþór um dag- inn sem var þá að pakka niður í tösku og ferðbúast. Hann var al- veg viss um hvað skyldi ofan í ferðatöskuna en ég var enn að velta fyrir mér hvað í mínum far- angri skyldi vera. Nú hefur elsku Hafþór skráð sig út af Hótel Jörð og vel verður tekið á móti honum í nýjum heimkynnum þar sem þeir Ívar sameinast á nýjan leik. Þegar ég sé R-7622 skrifað í skýin veit ég að þar fara þeir Hafþór og Ívar um loftin blá. Nú er ekkert eftir nema að minnast og sakna. Stirðnuð er fífilsins brosmilda brá og brostinn er lífsins strengur. Helkaldan grætur hjartað ná því horfinn er góður drengur. Sorgmædd sit við mynd af þér og sárt þig ákaft trega. Herrann helgur gefur mér huggun náðarvega. Tekinn var litríkur fífill frá mér og ferðast einn um sinn. Í kærleiksljósi leita að þér og leyndardóminn finn. Kyrrum klökkum tregarómi kveð nú vininn hljóða. Af sálarþunga úr sorgartómi signi drenginn góða. Farinn ert á friðarströnd frjáls af lífsins þrautum. Styrkir Drottins helga hönd hal á ljóssins brautum. Englar bjartir lýsi leið lúnum ferðalangi. Hefst nú eilíft æviskeið ofar sólargangi. (Jóna Rúna Kvaran) Blessuð sé minning Hafþórs Haraldssonar. Jóhanna B. Magnúsdóttir. Við minnumst Hafþórs Har- aldssonar af hlýhug og með sökn- uði. Hann var einstaklega góður maður, góður vinur og hjálpsam- ur. Við höfum þekkt hann stærst- an hluta ævi okkar og eigum margar góðar minningar um hann. Við kölluðum hann alltaf Hadda en hann var besti vinur og lífsförunautur Ívars Kolbeinsson- ar móðurbróður okkar sem lést fyrir ári. Eftir að hafa verið saman í 50 ár voru þeir gefnir saman í hjónaband 3. október 2015. Sá dagur mun ekki líða okkur úr minni. Þeir gengu loksins í lög- formlegt hjónaband og stóðu jafn- ir gagnvart lögum þessa lands. Þeir Ívar og Hafþór komu oft heim til foreldra okkar í kaffi og svo hittum við þá líka oft á Skúla- götunni þar sem afi, Þóra móður- systir, Ingvar móðurbróðir, Ingi- björg frænka okkar og Ívar bjuggu öll saman. Hlýleiki, þakk- læti, vinsemd og lífsgleði eru þau lífsgildi sem koma í hugann þegar við hugsum um Ívar og Hafþór. Þakklæti er afar mikilvægt í mannlegum samskiptum og felur í sér jákvæðan hug gagnvart þægi- legum og vel þegnum gjöfum. Þetta kunnu Ívar og Hafþór, að gefa og þakka lífið. Þeir voru þakklátir fyrir að lífið leiddi þá saman. Sameiginlegur áhugi á bílum var upphafið að kynnum þeirra og ferðalagi gegnum lífið. Að vera á ferðinni, fara í ferðalög, stutt eða löng, innanlands eða utan var það sem þeir höfðu unun af, tveir eða í góðra vina hópi. Þeir keyrðu sjálf- ir um mörg lönd og borgir, t.d. þvers og kruss um Þýskaland, Ítalíu og Danmörku. Þeir höfðu sérstakt dálæti á Kaupmannahöfn en þar átti Hafþór góða fjöl- skylduvini. Auðvitað var líka oft farið í miðbæ Reykjavíkur, notið góðrar listar, borðað eða farið á kaffihús. Vinir gera líf hvers og eins ekki aðeins bærilegt heldur skemmti- legt og gleðilegt. Slík vinátta ein- kenndi samband Ívars og Haf- þórs. Þeim leið vel í návist hvor annars að hitta fjölskyldur sínar og vini saman, ferðast og njóta lífsins saman. „Hafþór er góður drengur, með gott hjartalag og maður sem mér þykir mjög vænt um. Hann stóð eins og klettur við hlið mér eftir að ég veiktist,“ sagði Ívar. „Það sem ég kann svo vel við Í fari Ívars er þessi gleði og jákvæðni,“ sagði Hafþór. Þetta eru falleg orð. Þeir keyptu sér sumarbústað í Grímsnesinu. Það þurfti miklar fortölur til að fá Ívar til að skoða bústaðinn en svo þegar hann var loks kominn inn fyrir dyrnar var varla hægt að toga hann aftur út. Þarna nutu þeir svo sannarlega lífsins. Þeir heimsóttu líka Þóri og Birnu í þeirra bústað í nágrenninu og nutu oft góðra stunda saman. Í Skagafjörðinn komu þeir líka og gistu hjá Möggu og Sigga og ein af síðustu minningunum þeirra um Hafþór er þegar hann, Dagþór bróðir hans og Margrét mjög góð- ur vinur Hafþórs komu í heim- sókn síðastliðið sumar eftir lát Ív- ars. Það var góð stund eins og allar stundir sem við systkinin áttum með þessum góða dreng. Ívar og Hafþór sýndu mömmu okkar mikla hlýju, ekki síst eftir að hún varð ekkja og bjó á Grund. Þeir heimsóttu hana reglulega og fóru líka með hana í bíltúra og á kaffihús. Guð blessi minningu Hafþórs og við sendum fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Margrét Árný, Þórir, Gunnar Hersveinn. Fallinn er frá vinur okkar Haf- þór Haraldsson eftir þrautagöngu veikinda. Hann kveður þessa jarð- vist rétt tæpu ári eftir að lífsföru- nautur hans, Ívar, féll frá. Við mæðgurnar kynntumst þeim fé- lögum í gegn um sameiginlega vinkonu okkar og áttum því láni að fagna að fá að eiga nokkrar góðar stundir saman, meðal ann- ars á tónleikum, í fermingarveislu sem við héldum og svo var okkur boðið út að borða líka. Okkar helsta eftirsjá er að hafa ekki kynnst þeim fyrr því betri mann- eskjur var varla hægt að finna. Hafþór var stoð og stytta Ívars í hans veikindum og þar til yfir lauk og svo var hann með eindæmum æðrulaus og hugrakkur gagnvart eigin sjúkdómi. Við minnumst hans með hlýju í hjarta og munum aldrei gleyma þessu yndislegu mönnum, Hafþóri og Ívari. Feigðin kallar eilífðin opnast englar birtast dauðinn heilsar kaldur tekur. Guð er nærri allt er hljótt þjáning hverfur í armi drottins líknar ljósið. Himneskur friður fullur kærleika ylríkur sefar einmana sál á framandi slóðum. Guð veri með þér í nýrri framtíð fjarri ástvinum en þó svo nærri í heimi andans. Farðu frjáls áfram veginn til góðra verka í eilífðarfaðmi um aldir alda. (Jóna Rúna Kvaran) Við sendum öllum ástvinum okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Jóna Rúna Kvaran og Nína Rúna Kvaran. - Fleiri minningargreinar um Hafþór Haraldsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2022 ✝ Halldór Vil- hjálmsson frá Brekku í Garði fæddist 22. júní 1947. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 1. apríl 2022. Foreldrar hans voru Vilhjálmur Halldórsson frá Vörum í Garði, f. 5. júlí 1913, d. 1. apríl 1997, og kona hans, Steinunn Sigurðardóttir frá Hellissandi, f. 24. ágúst 1917, d. 13. apríl 2013. Börn þeirra og systkin Hall- dórs eru; Kristján Vilberg, f. 18. sept. 1938, d. 16. maí 2020; Sig- urður Stefán, f. 15. okt. 1939, d. 12. ágúst 2019; Kristjana Þor- björg, f. 3. júní 1941; Steinunn, f. 5. mars 1945, d. 22. nóv. 1995; Vilhjálmur, f. 31. des. 1949, d. 10. des. 2017, og Stefanía, f. 25. nóv. 1956. Eiginkona Halldórs var Gunn- hildur Ásgeirsdóttir, f. 14. jan- úar 1948, d. 25. ágúst 2017. Þau eignuðust tvö börn, Ásgeir, f. 23. okt. 1968, maki Guðrún Brynj- ólfsdóttir, f. 20.7. 1972, og Guð- Þegar herinn fór tók hann að sér eftirlit öryggismála á flug- vallarsvæðinu, sem í raun höfðu lengi verið á hans könnu, því hann hafði m.a. árum saman kennt starfsmönnum flugvall- arins öryggismál á svæðinu. Halldór kom víða við á meðan hann var ungur og hress. Þau hjónin byggðu sér hús að Ásgarði 9, í Keflavík þar sem þau bjuggu í nokkra áratugi. Aukavinnan með vaktavinnunni var af ýmsum toga ásamt margvíslegum fé- lagsstörfum, því Halldór var fé- lagssinnaður maður. Hann sat um tíma í stjórn fé- lags slökkviliðsmanna á Kefla- víkurflugvelli. Hann átti sæti í stjórn Landssambands slökkvi- liðsmanna um árabil og var for- maður ritnefndar blaðsins Slökkviliðsmaðurinn í nokkur ár. Hann kom einnig að stofnun Brunatæknifélags Íslands. Hall- dór var í Rotary-klúbbi Keflavík- ur fá 1979 til 1992 og var virkur félagi í Frímúrarareglunni frá 1985. Halldór verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju í dag, 22. apríl 2022, klukkan 12. rúnu, f. 3. maí 1972. Maki Guðrúnar er Hjörleifur Þór Hannesson, f. 12.8. 1970. Barnabörnin eru fimm. Halldór ólst upp í foreldrahúsum að Brekku í Garði og stundaði nám í Gerðaskóla og Hér- aðsskólanum að Reykholti í Borg- arfirði. Á æsku- og unglingsárum vann hann á sumrin og í fríum við fiskverkun í Vörum, hjá afa sín- um og ömmu, sem er næsta jörð við Brekku. Þar naut hann mikils ástríkis alla tíð. Foreldrar Hall- dórs voru útvegsbændur þegar hann var barn og unglingur, og þar var ávallt mikið að gera. Árið 1967 var Halldór ráðinn til starfa hjá slökkviliðinu á Keflavíkurflugelli, þar sem hann starfaði til 2006, eða í 39, ár þar til varnarliðið fór úr landi. Í starfi sínu fékk hann mikla menntun, m.a. hjá University of Maryland. Árið 1991 var hann skipaður þjálfunarstjóri slökkviliðsins. „Það vissi ég alltaf að það yrði eitthvað úr þér“ var setning sem Halldór tengdafaðir minn sagði oft við mig þegar honum fannst mér hafa tekist vel til. Oftast kom þetta góðlátalega grín ef mér tókst að bjóða honum upp á eitthvað gott í mat og drykk. Halldór var ekki flókinn maður þegar kom að mat og drykk og skammaðist sín ekkert fyrir að eiga sem uppáhald eina bloody steak og glas af góðu rauðvíni. Það var því ekki erfitt að gera honum til geðs og gaman að fá hann sem gest til sín. Halldóri var yfirleitt í góðu skapi og honum var mikill sögu- maður. Hann var líka mjög minn- ugur um flest allt sem á daga hans hafði drifið og sérstaklega var hann duglegur að segja frá uppvaxtarárum sínum í Garðin- um. Hann var fyrst og fremst strákur úr Garðinum og var stoltur af því. Þó það hafi eflaust oft verið þröngt um fjölskylduna í Garðinum á uppvaxtarárum hans þá báru sögur hans ekki merki þess. Yfirleitt snerust þær um um einhver prakkarastrik með bræðrum sínum eða æsileg- ar svaðilfarir sem þeir rötuðu í. Mér eru minnisstæðar sögur hans um ævintýri þeirra bræðra við að kafa niður að skipsflökum við Reykjanesskagann til að bjarga kopar úr þeim við aðbún- að sem engum dytti í hug að reyna í dag en þeir létu ekkert stoppa sig og voru stöðugt að finna upp nýjar lausnir við þeim erfiðleikum sem blöstu við. Þarna hefur sjálfsagt komið sér vel áhugi Halldórs á öryggis- málum því hann var alla tíð ötull talsmaður þess að hafa öryggið fyrir neðan sig og huga að þess- um málum áður en ætt væri af stað. Enda var bakgrunnur hans áralöng störf bæði við slökkvi- liðsstörf og tryggingarmál svo hann vissi alveg hvað gat gerst ef ekki væri hugað að þessum mál- um. Hann grínaðist aldrei með þessi mál og gat á stundum verið fastur á sínu þegar kom að þess- um málum. Hann hjálpaði mér eitt sinn við að festa upp baðvask sem ég vildi bara festa upp sam- kvæmt leiðbeiningum en Hall- dóri fannst þetta vera lítil fest- ing. Hvað ef einhver vinur þinn rífur nú í vaskinn og bara gengur með hann út ? spurði hann mig. Ég hló – ekki hann. Við bættum við nokkrum skrúfum. Annað sem Halldór grínaðist ekki með var Frímúrarareglan. Hann var í Reglunni til margra ára og þar fann hann sig og naut sín hvað best. Hann ræddi ekki um Regluna við mig en spurði mig oft á okkar fyrstu árum margvíslegra spurninga sem mér þóttu áhugaverðar en leiddi hug- ann svo sem ekki meira að því. Þegar ljóst var orðið að ég stefndi í að verða hluti af fjöl- skyldunni hans sagði hann við mig: „Þú veist að ég á erfitt með að gifta dóttur mína manni sem er ekki frímúrari.“ Ég hló – ekki hann. Mikið á ég eftir að sakna þess- ar léttu skota frá honum sem létu mann vita hvað hann vildi en um leið voru full af hlýju og vænt- umþykju. Hvíl í friði minn kæri tengda- faðir Þinn tengdasonur, Hjörleifur Þór Hannesson. Halldór Vilhjálmsson mátti eiga það að hann var mjög fær í mannlegum samskiptum og á köflum pínu sérlundaður og sér- vitur en skemmtilega hreinskil- inn maður. Hann var mjög næm- ur á fólk, umhverfi og aðstæður, afar tilfinningaríkur, orðheppinn með eindæmum og bjó eiginlega til sína eigin mállýsku, nokkuð sem við samstarfsfélagar kynnt- umst einna best er hann átti í samræðum við bandaríska dáta eða „captain“ varnarliðsins um málefni varðandi slökkviliðið eða á ferð sinni um flugbrautirnar, þegar hann átti radíósamskipti við íslenska flugumferðarstjóra í flugturni Keflavíkurflugvallar, beiðnir um akstursheimildir til að fara yfir flugbrautir. Það kom stundum upp í samtali samstarfs- manna hans í slökkviliðinu sem hlustuðu á okkar mann á spott- unum hvort þarna hefði einhver Texasbúi verið að biðja flugturn um akstursleyfi, en Halldór Vil- hjálmsson, með ótrúlegum orða- forða, gat oft komið mönnum á óvart með sínum frábæra amer- íska framburði og nafngiftum. Halli Vill, eins og við sam- starfsmenn í slökkviliðinu kölluð- um hann, var frábær leiðbeinandi um allt er varðaði slökkvilið al- þjóðaflugvallarins og sá hann um öll æfingaplön, reglugerðir, þrek- próf o.fl. tengt slökkviliði Kefla- víkurflugvallar. Halli var mjög fær á sínu sviði þannig að eftir því var tekið, hann fékk ótal- margar viðkenningar fyrir sitt starf frá æðstu stöðum varnar- liðsins á Keflavíkurflugvelli og innan bandaríska varnarmála- ráðuneytisins. Halli var maður sem sjaldan skipti skapi, reyndar man ég aldrei eftir að hafa séð hann reið- an, yfirleitt rólegur og yfirveg- aður, maður sem vildi alltaf hafa hlutina á hreinu og allt fyrir alla gera, reyndar kynnist ég því mjög vel sjálfur á mínum fyrstu árum sem slökkviliðsmaður hjá varnarliðinu, sem og í okkar sam- eiginlega áhugamáli, sem var og er kapella okkar slökkviliðs- manna á Keflavíkurvelli. Halli minn, svona að lokum vil ég fyrir hönd Félags slökkviliðs- manna á Keflavíkurflugvelli þakka góð kynni sem báru alltaf merki um traust og virðingu. Það mun taka einhvern tíma að ná ut- an um það að þú sért farinn því ráðagóður varstu þegar eftir slíku var leitað, minningarnar og sögurnar af félaga og vini munu lifa og í það verður haldið fast. Kæra fjölskylda, ég vil fyrir hönd Félags slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli votta ykkur okkar dýpstu samúð á þessari stund, megi minning Halldórs Vilhjálmssonar lifa um ókomin ár. Fyrir hönd Félags slökkviliðs- manna á Keflavíkurflugvelli, Sigurjón Hafsteinsson. Halldór Vilhjálmsson Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, DAVÍÐ SCHEVING THORSTEINSSON lést á Landspítalanum föstudaginn 8. apríl síðastliðinn. Útför hans mun fara fram í Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 25. apríl 2022 klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Rauða krossinn á Íslandi. Stefanía Svala Borg Laura Sch. Thorsteinsson Magnús Pálsson Hrund Sch. Thorsteinsson Gunnar Ingimundarson Jón Sch. Thorsteinsson Ragnheiður Harðardóttir Magnús Sch. Thorsteinsson Þórey Edda Heiðarsdóttir Guðrún Sch. Thorsteinsson Stefanía Sch. Thorsteinsson Jóhann Torfi Ólafsson barnabörn, barnabarnabörn og aðrir ástvinir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.