Morgunblaðið - 22.04.2022, Qupperneq 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2022
Mjólkurbikar karla
2. umferð:
Höttur/Huginn – Einherji ....................... 3:2
Kórdrengir – Álftanes.............................. 5:0
Fylkir – Úlfarnir....................................... 5:0
Ægir – KFS .............................................. 1:0
Uppsveitir – Reynir S .............................. 0:4
KF – Magni ...................................... (frl.) 0:2
Reynir He. – ÍR ...................................... 0:16
England
Burnley – Southampton.......................... 2:0
- Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með
Burnley vegna meiðsla.
Staðan:
Manch. City 32 24 5 3 75:20 77
Liverpool 32 23 7 2 83:22 76
Chelsea 31 18 8 5 66:27 62
Tottenham 32 18 3 11 56:38 57
Arsenal 32 18 3 11 49:39 57
Manch. Utd 33 15 9 9 52:48 54
West Ham 33 15 7 11 52:43 52
Wolves 32 15 4 13 33:28 49
Leicester 31 11 8 12 47:51 41
Brighton 33 9 13 11 29:40 40
Newcastle 33 10 10 13 37:55 40
Brentford 33 11 6 16 41:49 39
Southampton 33 9 12 12 38:54 39
Crystal Palace 32 8 13 11 43:41 37
Aston Villa 31 11 3 17 42:46 36
Leeds 32 8 9 15 38:68 33
Everton 31 8 5 18 34:53 29
Burnley 32 5 13 14 28:45 28
Watford 32 6 4 22 30:62 22
Norwich City 32 5 6 21 22:66 21
Spánn
Osasuna – Real Madrid............................ 1:3
Espanyol – Rayo Vallecano..................... 0:1
Levante – Sevilla ...................................... 2:3
Cádiz – Athletic Bilbao ............................ 2:3
Real Sociedad – Barcelona ...................... 0:1
Staða efstu liða:
Real Madrid 33 24 6 3 69:29 78
Barcelona 32 18 9 5 61:32 63
Sevilla 33 17 12 4 49:27 63
Atlético Madrid 33 18 7 8 59:39 61
Real Betis 33 17 6 10 56:38 57
Real Sociedad 33 15 10 8 32:31 55
Grikkland
Bikarkeppnin, undanúrslit, fyrri leikur:
PAOK – Olympiacos................................ 0:0
- Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn
með PAOK.
- Ögmundur Kristinsson var ekki í leik-
mannahópi Olympiacos.
Svíþjóð
Helsingborg – Elfsborg .......................... 1:0
- Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á hjá
Elfsborg á 67. mínútu en Hákon Rafn
Valdimarsson var varamarkvörður liðsins.
Noregur
Bikarkeppnin, undanúrslit:
Bodö/Glimt – Viking............................... 2:1
- Alfons Sampsted lék allan leikinn með
Bodö/Glimt sem mætir Molde í úrslitum.
- Patrik S. Gunnarsson varði mark Viking
og Samúel Kári Friðjónsson lék í 85 mín-
útur með liðinu.
4.$--3795.$
Olísdeild karla
8-liða úrslit, fyrsti leikur:
ÍBV – Stjarnan ..................................... 36:27
Valur – Fram ........................................ 34:24
Grill 66-deild karla
Umspil, undanúrslit, fyrsti leikur:
Fjölnir – Þór ......................................... 28:24
ÍR – Kórdrengir........................... (frl.) 37:34
Undankeppni EM kvenna
3. riðill:
Grikkland – Þýskaland ........................ 11:40
Hvíta-Rússland – Holland ..................... 0:10
_ Holland 10, Þýskaland 7, Grikkland 4,
Hvíta-Rússland 1.
5. riðill:
Portúgal – Ungverjaland..................... 18:30
_ Ungverjaland 8, Spánn 8, Portúgal 4,
Slóvakía 0.
Evrópubikar EHF kvenna
Norður-Makedónía – Noregur .......... 18:24
- Þórir Hergeirsson þjálfar Noreg.
Slóvenía – Svartfjallaland.................... 28:33
_ Noregur 10, Svartfjallaland 6, Slóvenía 4,
Norður-Makedónía 0.
Þýskaland
RN Löwen – Stuttgart ........................ 28:23
- Ýmir Örn Gíslason skoraði ekki fyrir Lö-
wen.
- Viggó Kristjánsson skoraði 2 mörk fyrir
Stuttgart en Andri Már Rúnarsson ekkert.
Balingen – N-Lübbecke ...................... 26:21
- Daníel Þór Ingason skoraði ekki fyrir
Balingen og Oddur Gretarsson er meiddur.
Frakkland
Bikarkeppnin, 8-liða úrslit:
Nantes – Aix......................................... 32:27
- Kristján Örn Kristjánsson skoraði 2
mörk fyrir Aix.
París SG – Montpellier ....................... 41:24
- Ólafur Andrés Guðmundsson lék ekki
með Montpellier vegna meiðsla.
%$.62)0-#
HANDBOLTINN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Valur og ÍBV voru ekki í teljandi
vandræðum með andstæðinga sína,
Fram og Stjörnuna, í fyrstu leikjum
átta liða úrslita Íslandsmóts karla í
handknattleik í gær. Miðað við þann
mun sem var í báðum leikjum kæmi
á óvart ef grípa þyrfti til oddaleikja í
öðru hvoru þessara einvígja. Lið
Stjörnunnar er þó líklegra en Safa-
mýrarliðið til að eiga möguleika á að
jafna einvígið á sínum heimavelli.
Vendipunkturinn hjá Val og Fram
á Hlíðarenda kom eftir 20 mínútna
leik en þá var staðan 11:9, Vals-
mönnum í hag. Þorsteinn Gauti
Hjálmarsson, einn lykilmanna Safa-
mýrarliðsins, fékk þá rauða spjaldið
og kom því ekki meira við sögu.
Valsmenn skoruðu í kjölfarið
fimm mörk í röð, komust í 16:9, og
öll spenna var horfin úr leiknum eft-
ir það. Staðan í hálfleik var 18:11 og
lokatölur síðan 34:24.
Magnús Óli Magnússon var
markahæstur Valsara með sjö mörk
en næstur var Finnur Ingi Stef-
ánsson með fimm mörk, þar af eitt
úr vítakasti. Þá varði Björgvin Páll
Gústavsson 16 skot, þar af þrjú víti,
og var valinn maður leiksins. Reynir
Þór Stefánsson var markahæstur
Framara með sjö mörk, og næstur
var Kjartan Þór Júlíusson með sex.
Skjóta í hausinn á mér
Björgvin Páll lýsti eftir leikinn yf-
ir óánægju með skotval leikmanna
Fram. „Það eru skýr skilaboð að
skjóta yfir hausinn á mér eða í haus-
inn á mér. Annaðhvort gera þeir
þetta viljandi eða eru svona lélegir.
Ég veit að þeir eru góðir hand-
boltamenn svo það hlýtur að vera
það fyrra,“ sagði Björgvin Páll við
Jóhann Inga Hafþórsson á hand-
boltavef mbl.is en þar er fjallað nán-
ar um leikinn.
Sæt hefnd Eyjamanna
ÍBV náði undirtökunum gegn
Stjörnunni á sannfærandi hátt með
því að vinna leik liðanna með níu
mörkum, 36:27, í Eyjum í gær. Þar
hefndu Eyjamenn rækilega fyrir ell-
efu marka skell á heimavelli gegn
Garðabæjarliðinu fyrr í vetur.
ÍBV komst mest átta mörkum yfir
í fyrri hálfleik en staðan var 18:12 að
honum loknum. Stjarnan náði að
minnka muninn í þrjú mörk um tíma
en síðan stakk ÍBV af á lokakafl-
anum og komst mest tíu mörkum yf-
ir.
Arnór Viðarsson var markahæst-
ur í liði ÍBV með 7 mörk en Kári
Kristján Kristjánsson, Sigtryggur
Daði Rúnarsson og Rúnar Kárason
skoruðu fimm mörk hver. Marka-
hæstu leikmenn Stjörnunnar voru
Björgvin Þór Hólmgeirsson og
Brynjar Hólm Grétarsson, hvor með
5 mörk.
_ Leikir númer tvö í báðum ein-
vígjum fara fram á sunnudag en ef
til oddaleikja kemur fara þeir fram
næsta miðvikudagskvöld.
Stórsigrar Vals
og Eyjamanna
- Rautt spjald var rothögg fyrir Fram
Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Hálstak Valsmaðurinn Arnór Snær Óskarsson fær óblíðar móttökur hjá
vörn Fram í grannaslag liðanna á Hlíðarenda í gærkvöld.
FH sendi í gær frá sér yfirlýsingu
þar sem fram kemur að óskað hafi
verið eftir því við knattspyrnu-
manninn Eggert Gunnþór Jónsson
að hann myndi stíga tímabundið til
hliðar sem leikmaður og þjálfari
hjá félaginu. Eggert hafi verið
ósáttur við þessa ósk en sýnt að-
stæðum skilning og samþykkt
hana. Mál Eggerts og Arons Einars
Gunnarssonar vegna meintrar
nauðgunar í landsliðsferð árið 2010
er í rannsókn en FH var gagnrýnt
fyrir að tefla Eggerti fram gegn
Víkingi fyrr í þessari viku.
Eggert stígur til
hliðar hjá FH
Morgunblaðið/Unnur Karen
FH Eggert Gunnþór Jónsson leikur
ekki með liðinu á næstunni.
Hollendingurinn Erik ten Hag
verður næsti knattspyrnustjóri
Manchester United og tekur við lið-
inu af Ralf Rangnick í sumar en
þetta staðfesti enska félagið í gær-
morgun.
Ten Hag er 52 ára gamall og lék
sjálfur 336 deildaleiki í Hollandi.
Hann stýrði varaliði Bayern Münc-
hen í tvö ár, síðan hollenska liðinu
Utrecht í tvö ár en hefur stýrt Ajax
frá 2017. Ajax er á góðri leið með
að verða hollenskur meistari í
þriðja sinn á fimm árum undir hans
stjórn.
Ten Hag tekur við
United í sumar
AFP
Ajax Erik ten Hag hefur verið sig-
ursæll með hollensku meistarana.
KÖRFUBOLTINN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Tvö efstu lið úrvalsdeildar karla í
vetur standa höllum fæti eftir fyrstu
tvo leiki undanúrslita Íslandsmóts
karla. Valsmenn lögðu Þór í fram-
lengdum leik í Þorlákshöfn í fyrra-
kvöld og Tindastólsmenn fylgdu því
eftir með því að knýja fram sigur í
stórskemmtilegum leik gegn Njarð-
víkingum í Ljónagryfjunni í gær-
kvöld, 84:79.
Tindastóll og Valur fá því kjörin
tækifæri til að komast í 2:0 á eigin
heimavelli þegar liðin mætast öðru
sinni annað kvöld og á sunnudags-
kvöldið, á Hlíðarenda og á Sauð-
árkróki.
Leikurinn í Njarðvík var galopinn
og spennandi frá fyrstu mínútu til
síðustu og liðin skiptust á um að taka
rispur og ná forystunni nánast leik-
inn á enda. Þá síðustu áttu Skagfirð-
ingar sem voru undir, 74:73, en skor-
uðu þá sjö stig í röð sem var of mikið
fyrir Njarðvíkinga á lokakaflanum.
Sigtryggur Arnar Björnsson
skoraði 20 stig fyrir Tindastól,
Taiwo Badmus 17 og Pétur Rúnar
Birgisson 16. Hjá Njarðvíkingum
voru langbestir þeir Fotios Lampro-
poulos með 30 stig og 12 fráköst og
Dedrick Deon Basile sem átti 19
stig, 10 stoðsendingar og 7 fráköst.
Greinilegt er að Tindastólsmenn
koma afar vel stilltir inn í úr-
slitakeppnina. Þeir hafa unnið fjóra
af sex leikjum sínum þar gegn Suð-
urnesjaliðunum og þar á undan unnu
þeir síðustu sjö leiki sína í deild-
arkeppninni.
Þessi fjögur lið sem nú heyja
rimmuna um Íslandsmeistaratitilinn
eru annars ákaflega jöfn að styrk-
leika og virðast geta unnið hvert
annað hvar sem er og hvenær sem
er. Það þyrfti því ekkert að koma á
óvart þó bæði einvígin myndu enda
með oddaleikjum.
Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson
Ljónagryfjan Skagfirðingurinn Zoran Vrkic hefur gætur á Njarðvík-
ingnum Hauki Helga Pálssyni í fyrsta undanúrslitaleik liðanna í gærkvöld.
Topplið deild-
arinnar eru í
erfiðri stöðu
- Tindastólsmenn sigruðu í Njarðvík