Morgunblaðið - 21.05.2022, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.05.2022, Blaðsíða 1
)".."% !&,",-00(, /&..+0!62>I3U74>I7OO CS20I FMO>HHNO 8U<0I HK73>R 0P 8U7P >33>O 6 =I>2097 N9 UI 8.UI97 O)II7 8)220IJ T>OO H20O$>I O/ $N42NIHO=P 1>I HUP 8>OO 2UO97I H>P>O .6H7O$7O N9 37H2& UO 6 O=P7O0 H4NR>I 8>OO 8.>R> =8I7< :)4O7 8U<0I = H5MOI)O> >28,937 N9 P7OO7J CS20I HU97H2 8><> =H2I6R0 <,I7I <>97O0 N9 .NO>I >R O7R0IH2LR0I H6O>I 9U27 O+H2 HUP .6R>H2 6 H>P<S3>97O0J $! ##$ %!& #"##&%((%*+)%' B4U7O H4)I2& 'I>OO 8I>22A73 H2UO$0I >R 9UI> 3U74O> P,O$ 0P 36< D>I7>OOU ">728<033J # BM3 N9 H)3> ( %UO7$NIP P=9UI> P>I92>OO>R UO>R 37995> =H2ILO$J $# * #'%/" $'#+".+EI7H26O FMI0OO T5>I2>I$M227I UI 8=R H5MH0O$7J ?>I 1.6 .U3 .7R 8); >R 8/O 8S3$7 0KK = HU-209H><P)37 H722 PUR 1.6 >R H,O$> = G* H2LR0P = QH3>O$7J @OO0H27 8UOO>I& #9733 #R.>IRHHNO& H4I=R7 ).7O2+I7R 6 P=37 N9 P,O$0P N9 O/ UI UI 1>R4NP7R /2 6 'M4J $" L A U G A R D A G U R 2 1. M A Í 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 118. tölublað . 110. árgangur . TVÆR NÝJAR SÝNINGAR Í HAFNARBORG FRÆGÐARFÖR TIL FÆREYJA ÍSLENSKAR SJÓSUNDSKONUR 12GUNNAR ÖRN OG SIGURÐUR 34 Laugavegi 174, 105 Rvk. www.hekla.is Sumarhátíð Heklu Í dag frá kl. 12-16 Frumsýning á Volkswagen ID.5 og Taigo Forsala á ID.Buzz! Bíllinn á myndinni er ekki endanleg útgáfa af ID.Buzz en hann verður frumsýndur í haust. Kristján Jónsson kris@mbl.is Viðmælendur Morgunblaðsins eru sammála um að mikil óvissa sé ríkjandi varðandi verð á áburði og hrávöru næsta vetur. Á meðan stríð geisar milli Rússa og Úkraínumanna er erfitt að sjá hvernig uppskera verður í Evrópu í haust. Innkaupaverð til íslenskra fyrir- tækja virðist ekki gefið upp fram í tímann í þessu árferði heldur í mesta lagi viku í senn. „Spurningin er hvort Úkraínu- menn og aðrir á svæðinu geti komið niður útsæði og ræktað í sumar. Fóð- urverðið hækkaði um liðlega 20% frá því í mars 2021 þar til stríðið braust út og eftir það hefur verðið hækkað um 23%. Hækkunin á einum mánuði eftir innrásina í Úkraínu var því í kringum 23%,“ sagði Guðmundur Svavarsson, framkvæmdastjóri Reykjagarða og formaður búgreina- deilda hjá Bændasamtökunum, þegar blaðið hafði samband við hann. „Svipað er upp á teningnum í öllum öðrum aðföngum. Þegar við kaupum umbúðir þá hefur plastið verið í takt við olíuna og hafði hækkað gríðarlega á síðasta ári. Ég þurfti að panta gám í lok mars. Þá fékk ég þau skilaboð að ég gæti fengið óbreytt verð ef ég pantaði fyrir 1. apríl. Eftir það myndi verðið hækka um 15%. En ég fékk hringingu 31. mars þegar ég hafði þegar pantað. Þá var mér tjáð að ekk- ert verð væri hægt að gefa upp að svo stöddu. Verðið yrði bara það sem var- an myndi kosta þegar hún færi úr verksmiðjunni eftir vikur eða mánuði og ég var bara spurður hvort ég vildi panta eða ekki. Ég bý mig því undir hækkun um 30-50% á umbúðum,“ sagði Guðmundur. Í blaðinu í dag er einnig rætt við Gunnar Þorgeirsson formann Bænda- samtakanna og Sigurð Mána Helgu- son framkvæmdastjóra Brauðs & co, sem reka mörg bakarí á höfuð- borgarsvæðinu. 45% hækkun fóðurverðs - Íslensk matvælafyrirtæki finna fyrir verðhækkunum í Evrópu - Verð í Evrópu gildir í mesta lagi viku fram í tímann - Geta Úkraínumenn ræktað í sumar? Verðhækkanir » Viðmælendur blaðsins stað- festa að miklar verðhækkanir hafi orðið á áburði, fóðri og hrávöru í Evrópu. » Hærra orkuverð í kjölfar inn- rásar Rússa í Úkraínu hefur margvísleg áhrif. » Hærra orkuverð veldur víða hærri framleiðslukostnaði. » Óljóst hvernig markaðirnir verða í haust. M Íslensk fyrirtæki finna … »2 _ „Það er stígandi vöxtur í flest- um flokkum mismunandi tegunda árása,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður net- öryggissveit- arinnar CERT-IS. Í fyrra bárust sveitinni tæp- lega 600 til- kynningar um netöryggisatvik af ýmsum toga, rösklega tvöfalt fleiri en árið á undan þegar þau voru 266. Í fyrra var áberandi að tilkynningum fjölgaði mest vegna svindls á net- inu, m.a. um svonefndar vefveiðar. Í nýútkomnu ársyfirliti CERT-IS fyrir síðasta ár kemur fram að þegar gert er ráð fyrir að um 1,5% af vergri landsframleiðslu hér á landi tapist vegna netglæpa jafngildi það um 40 milljörðum á ári. »20 40 milljarðar tapast vegna netglæpa Framleiðsla á íslenskum styrju- hrognum hefst í haust eða byrjun vetrar þegar byrjað verður að strjúka hrogn úr styrjunum sem Hið Norðlenzka Styrjufjelag ehf. á Ólafsfirði hefur tekið við eldi á. Stofninn sem til er hér á landi flutti Stolt Sea Farm inn frá systur- félagi sínu í Bandaríkjunum og ól í eldisstöð sinni í Höfnum. Hið Norð- lenzka Styrjufjelag keypti fiskana og voru þeir fluttir norður í sérsmíð- uðum kerum á flutningabílum í apríl. Styrjufjelagið hefur fengið leyfi Alfred Wegener-stofnunarinnar í Bremerhaven til að nota einkaleyfi hennar til að strjúka hrogn úr fisk- unum og vinna kavíar úr þeim. Það þýðir að engum fiski er slátrað vegna framleiðslunnar. »16 Risi Stærsta styrjan í eldisstöðinni á Ólafsfirði er orðin 130 kíló. Íslensk styrju- hrogn brátt á markað Nemendur í útskriftarárgangi Verslunarskóla Íslands fjölmenntu í miðbæ Reykjavíkur í gær til að dimmitera. Ungmennin voru klædd í ýmiss konar búninga eins og sést á myndinni. Heppnin var með þeim, en hæglætisveður var í miðborg- inni í gær og lét sólin glitta í sig annað slagið. Morgunblaðið/Eggert Verslingar skemmtu sér konunglega í miðbænum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.