Morgunblaðið - 21.05.2022, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.05.2022, Blaðsíða 16
BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Framleiðsla á íslenskum styrju- hrognum hefst í haust eða byrjun vetrar þegar byrjað verður að strjúka hrogn úr styrjunum sem Hið Norðlenzka Styrjufelag ehf. á Ólafsfirði hefur tekið við eldi á. Hrognin eru eftirsótt vara á heims- markaði og verðmætasta afurð fiska sem til er. Á Ólafsfirði verður hrygnunum ekki slátrað heldur munu þær gefa af sér afurðir á hverju ári í mörg ár eða áratugi. Úr sjó í ferskt vatn Stofninn sem til er hér á landi flutti Stolt Sea Farm inn frá syst- urfélagi sínu í Bandaríkjunum og hefur alið síðan í eldisstöð sinni í Höfnum. Hið Norðlenzka Styrju- fjelag keypti fiskana og voru þeir fluttir norður í sérsmíðuðum kerum á flutningabílum í fimm ferðum í aprílmánuði. Eldið fer fram í gömlu saltfiskhúsi við höfnina á Ólafsfirði. Þar verða afurðirnar einnig unnar auk þess sem komið verður upp seiðaeldi. Eyþór Eyjólfsson, stjórn- arformaður félagsins, segir að flutningurinn hafi gengið vel og nú séu styrjurnar að jafna sig. Þær voru aldar í sjó í Höfnun en á Ólafsfirði eru þær aldar í fersk- vatni. Það er í samræmi við skilyrði náttúrunnar því styrjur vaxa upp í hafinu en ganga í árnar til að hrygna. Strokið en ekki slátrað Hvítstyrja er forsögulegur fiskur og með elstu fisktegundum í heimi. Þær ná háum aldri, heimildir eru um að styrja hafi orðið 152 ára. 138 styrjur eru í stofninum sem nú er í eldi á Ólafsfirði. Með- alþyngd þeirra er tæplega 60 kíló, þegar litið er á allan stofninn, hrygnur og hænga. Hængarnir eru minni en hrygnurnar. Stærsta hrygnan er 130 kíló og er kölluð Stóra mamma. Meðallengd fiskanna er um tveir metrar en þeir geta orðið þrefalt lengri og vegið 800 kíló. Styrjufjelagið hefur fengið leyfi Alfred Wegener-stofnunarinnar í Bremerhaven til að nota einkaleyfi hennar til að strjúka hrogn úr fisk- unum og vinna kavíar úr þeim. Það þýðir að engum fiski er slátrað vegna framleiðslunnar og hrygn- urnar nýttar eins lengi og þær lifa eðlilegu lífi. Eyþór bendir á að styrja sé í útrýmingarhættu vegna ofveiði og ekki sé hægt að selja hrogn nema með vottun um að þau komi úr sjálfbæru eldi. Sömuleiðis hafi það þýðingu að styrjurnar séu aldar í kerum á landi því það tryggi mengunarvarnir. Þá eru hrogn sem strokin eru úr lifandi styrjum betri vara til vinnslu en hrogn sem skor- in eru úr styrjum. Þessi staða veitir afurðum Styrjufjelagsins aðgang að bestu mörkuðum. Ekki liggur fyrir hversu mikið magn fæst úr hrygnunum í haust. Þetta er í fyrsta skipti sem þær eru stroknar. Eins á eftir að kyn- greina helming fiskanna og því ekki vitað með fullri vissu hversu marg- ar hrygnurnar eru. Ákveðið hefur verið að hefja framleiðslu á seiðum, bæði til að stækka stofninn og flytja úr landi, og einhverjar hrygnur verða valdar til að sinna því hlutverki. Þau hrogn nýtast ekki í kavíar og seiðin byrja ekki að gefa afurðir fyrr en eftir sjö eða átta ár. Eftirsótt og verðmæt afurð Heildarframleiðsla á kavíar í heiminum er um 380 tonn, þar af rúm 160 tonn í Evrópu. Fram- leiðslan á Ólafsfirði verður aðeins brot af því, eða einhver hundruð kíló. Eigi að síður verða verðmætin veruleg því verðið er gott. Starfsmenn og eigendur Styrju- fjelagsins eru í miklum önnum við að standsetja aðstöðuna á Ólafsfirði og annast styrjurnar. Eyþór segir að ekki sé búið að ákveða hvernig staðið verður að sölu afurðanna. Hann segir þó að borist hafi tilboð um að kaupa alla framleiðsluna, bæði frá Englandi og Bandaríkj- unum. Hins vegar hafi félagið áhuga á að selja hluta framleiðslunnar í neytendapakkningum, ekki síst á heimavelli á Tröllaskaga en þangað kemur sem kunnugt er fjöldi ferða- manna. Uppbygging á samfélagi Að Hinu Norðlenzka Styrjufjelagi standa Framfarafélag Ólafsfjarðar sem 28 einstaklingar og fyrirtæki eiga aðild að, Vinnslustöðin í Vest- mannaeyjum, Kristmann Pálmason fiskútflytjandi og Eyþór Eyjólfsson. Fulltrúar þeirra sitja í stjórn. Starfsemin snýst ekki eingöngu um að framleiða kavíar úr sjálfbæru eldi heldur einnig um uppbyggingu á samfélagi sem átt hefur í erfið- leikum. Eyþór segir að það byggist upp atvinna og viðskiptatækifæri á Ólafsfirði með þekkingu á og starfs- reynslu í fiskeldi. Þá er hugmyndin að útbúa að- stöðu í gamla saltfiskhúsinu þannig að ferðafólk og aðrir gestir geti fylgst með eldinu. Eyþór tekur fram að þetta sé matvælafram- leiðsla og þurfi því sérstaka aðstöðu til þess. Hann nefnir einnig að fræðasamfélagið á Norðurlandi og nemendur skólanna geti nýtt sér tækifæri sem þessi aðstaða skapar. 16 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2022 „Ég hef mikla ástríðu fyrir þess- um fiski vegna þess hversu ein- stakur hann er. Ég bý á Ólafs- firði og brenn einnig fyrir því að byggja upp atvinnu í bænum,“ segir Eyþór Eyjólfsson, stjórn- arformaður Hins Norðlenzka Styrjufjelags. Eyþór var forstjóri Stolt Sea Farm í Asíu á sínum tíma og vann þá meðal annars að sölu á kavíar frá eldisstöð fyrir- tækisins í Kaliforníu. Seiðin sem mynda nú eldisstofninn á Ólafsfirði komu einmitt þaðan. Hann var fyrsti forstjóri Stolt Sea Farm á Íslandi og byggði upp eldisstöðina á Reykjanesi þar sem senegalflúra er alin. „Vegna áhuga míns á styrjueldi stakk ég upp á því við Stolt- fjölskylduna að koma með styrj- ur til Íslands. Ég hugsaði mér að koma þeim til Ólafsfjarðar til að byggja upp atvinnu hér í bæn- um,“ segir Eyþór. Þetta gekk eftir. Stolt hóf eldið á Reykja- nesi og nú eru styrjurnar komn- ar til Ólafsfjarðar. Hann er viss um að þessi starfsemi muni ekki aðeins verða til að auka þekkingu á staðnum heldur leiða af sér önnur atvinnutæki- færi þegar fram líða stundir. Tilraunaeldi á styrjum hjá Stolt Sea Farm á Reykjanesi gekk út á það hvort hægt væri að ala styrju við aðstæður hér. Eldið gekk vel, eftir því sem fram hefur komið en það var alltaf aukabúgrein með sene- galflúru. Hefur ástríðu fyrir þessum einstaka fiski FRUMKVÖÐULL Stóra mamma er orðin 130 kíló - Styrjurnar komnar í ferskt vatn á Ólafsfirði - Byrjað verður að strjúka hrogn úr þeim í haust - Kavíarinn er verðmætasta afurð fiska sem til er - Kaupendur þegar farnir að sækjast eftir hrognum Ljósmynd/Laken Louise Hives Stóra mamma Stærsta styrjan í eldisstöðinni á Ólafsfirði er orðin 130 kíló að þyngd og skilar hrognum í haust. AFP Mjólkað Mismunandi aðferðir eru notaðar við að ná hrognum úr styrju. Hér eru vinnubrögð frá Taílandi. AFP Bankok Kavíar er með eftirsóttustu réttum á bestu veitingastöðum heims og verðið er eftir því.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.