Morgunblaðið - 21.05.2022, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2022
✝
Stefán Rúnar
Ásgeirsson
fæddist á sjúkra-
húsinu á Akureyri
18. nóvember 1966.
Hann lést 5. maí
2022. Hann var son-
ur hjónanna Ás-
geirs Péturssonar,
f. 24.12. 1918, d. 8.5.
2001 og Sigríðar
Reimarsdóttur, f.
8.12. 1935, d. 4.7.
2018. Þau bjuggu í Ásgarði í
Breiðdal, þar sem Rúnar ólst
upp.
Systkini Rúnars eru: Halldór
Pétur, f. 17.5. 1954, Herborg, f.
6.4. 1955, Ómar, f. 2.6. 1958,
Kristín Hjördís, f. 19.12. 1959,
Ásgerður, f. 25.3. 1962 og Reim-
ar Steinar, f. 23.9. 1970.
1976. Dóttir hennar er Friðbjörg
Helga Midjord, f. 15.9. 1998.
Rúnar stundaði grunn-
skólanám í Breiðdal og síðan hóf
hann nám við Alþýðuskólann á
Eiðum. Eftir að skólagöngu
lauk, vann hann meðal annars
sem vélamaður í jarðvegsvinnu
ásamt því að stunda sjómennsku.
Ung að árum hófu hann og Guð-
rún búskap á Ásunnarstöðum í
Breiðdal og bjó hann þar alla tíð.
Aðalbúgrein hans var sauð-
fjárbúskapur og hefur hann
fengið viðurkenningar fyrir
ræktun sauðfjár. Byggði hann
stór fjárhús og vélageymslu á
jörðinni, enda var hann verk-
maður góður og náði að leysa
flest verkefni sem fyrir hann
voru lögð. Þá var hann einnig
hreindýraleiðsögumaður. Fyrir
nokkrum árum hóf hann svo
rekstur ferðaþjónustu og byggði
tvö hús sem hann notaði í því
skyni. Útför Stefáns Rúnars fer
fram frá Heydalakirkju í dag,
21. maí 2022, og hefst athöfnin
kl. 14.
Börn Rúnars eru:
1) Aðalheiður
Björk, f. 8.4.1987
gift Sigurði Viðars-
syni, f. 13.8.1986 og
eiga þau synina
Fannar Daða, f.
8.11. 2012 og Snæ-
þór Inga, f. 4.2.
2015 2) Hildur Ell-
en, f. 7.10. 1989 í
sambúð með Hanni-
bal Páli Jónssyni, f.
21.7. 1994 3) Svanur Steinar, f.
14.12. 1995, d. 17.3. 2012 4) Ólöf
Rún, f. 4.7. 2003.
Sambýliskona og barnsmóðir
Rúnars var Guðrún Friðriks-
dóttir, f. 13.9. 1968 en þau slitu
samvistum árið 2008. Núverandi
sambýliskona hans er Rósa El-
ísabet Erlendsdóttir, f. 3.12.
Elsku karlinn minn, nú ertu
farinn. Flottasti bóndinn á
landinu. Það er sárt að vita að
ég eigi ekki eftir að koma til
þín, leita ráða, spjalla, rollu-
stússast eða horfa á lögguvakt-
ina með þér, fá hringingu, „ég
er búinn að elda ef þú vilt koma
og fá þér“.
Ég hugsaði mikið síðustu
daga, á margar góðar minn-
ingar um þig, t.d. hvað þú varst
flottur og tignarlegur þegar við
vorum að smala saman, að sjá
þig renna upp á kletta á sex-
hjólinu með Lappa eða Trygg á
pallinum og horfa yfir og hafa
stjórn og yfirsýn á öllu, flott-
astur, þá vissi maður að þetta
var komið í öruggar hendur. Ég
var örugg og mér leið vel með
þér, þú varst svo fróður um
allt. Þú hugsaðir alltaf í lausn-
um og vandamálin voru bara til
að leysa þau. Setningin „ég hef
fulla trú á að við finnum út úr
þessu“ var góð setning og sönn.
Að fara á fætur með þér þegar
þú varst að græja þig af stað í
hreindýragætið, notalegur tími,
þú hafðir gaman af þessu og
hlusta á veiðiferðina í smáat-
riðum var skemmtilegt við
heimkomu þótt ég hefði lítinn
áhuga á skotveiði en þú sagðir
svo skemmtilega frá.
Þú hafðir svo gott lag að lesa
í hreindýrin, flottastur í „gæd-
aríinu“ gullið mitt.
Náttúrubarn að ferðast og
skoða gróðurfar eða búskap, við
fórum t.d. í Vöðlavík, Seyðis-
fjörð og Héraðið.
Ég er óendanlega þakklát
fyrir hvað þú reyndist Frið-
björgu minni vel og hún leit á
þig sem sinn föður.
Að sjá ekki aftur fallegu bláu
augun þín, brosið og blikkið er
skrítið og ósanngjarnt.
Þú hafðir svo gaman af tón-
list, Lover boy og fleirum,
hækkað vel, þá gekk rúning-
urinn bara miklu hraðar, þá
tókstu þessar 600 á þrem dög-
um, flottur og ánægður með þig
og máttir sko alveg vera það.
Snyrtimenni eða eins og ég
sagði pjattrassgat, he he he, í
öllu sem þú gerðir, Toyotunar
(sem voru einu bílarnir sem
virkuðu) vélarnar, klæðnaði eða
matargerð.
Vandvirkur við það sem þú
gerðir, saltkjötið, hangikjötið,
bjúgun, úrbeina og pakka,
snyrtilegt, flott og gott. Mér
þótti svo vænt um það þegar þú
hringdir og sagðir „ég er með
saltaða síðubita í pottinum,
bara til að prófa ef þú vilt koma
og fá þér“, svo sagðir þú setn-
inguna oft, „það er ekki flókið
að vera kelling“ þegar þú varst
búinn að elda einhverja veislu
og bjóða mér.
Eða þegar þú sast með lömb-
in í fanginu og klappaðir þeim,
falleg minning. Laginn að koma
þeim á spena.
Jólabarn og yndislegt að
vera með þér um jólin, þá var
þinn tími til að lesa bækur eins
og útkallsbækurnar eða sann-
ar sögur og ég svaf yfir sjón-
varpinu, síðan sagðir þú mér
söguna, ég á eftir að sakna
þess mikið. Þú varst kletturinn
minn og ég treysti á þig ástin
mín. Í smalamennsku ef ég
villtist þá leiðbeindir þú mér
að komast rétta leið heim. Ég
gat leitað til þín.
Ég veit að þið Svanur eruð
sameinaðir aftur eins og þið
voruð bestir og sólin farin að
skína og þið örugglega að gera
eitthvað skemmtilegt. Ég
elska þig ástin mín og mun
alltaf gera.
Þú komst við hjartað í mér
frá okkar fyrstu kynnum og
munt gera um ókomna tíð.
Allar stundir okkar hér
er mér ljúft að muna.
Fyllstu þakkir flyt ég þér
fyrir samveruna.
(Har. S. Mag.)
Takk fyrir allt og allt.
Elska þig.
Þín
Rósa Beta.
Það er með óbærilegum
söknuði og sorg sem ég skrifa
þessi orð um frænda minn.
Ég er óendanlega þakklátur
fyrir stundirnar sem við áttum
saman. Ég hef verið um tíu
ára gamall þegar ég fór fyrst
einn í sauðburð til ykkar. Vist-
in var góð og skemmtileg
þóttu mér störfin í sveitinni.
Þú bauðst mér með í mína
fyrstu ferð á hreindýraveiðar.
Þessi ferð var ógleymanleg og
gaman að fara með ykkur
bræðrum. Það væri óskandi að
til væri myndskeið af því þeg-
ar þú skaust þinn tarf í þessari
ferð. Það verður ekki svo glatt
leikið eftir. Minningar um
þessa ferð get ég lengi yljað
mér við.
Seinna áttum við eftir að
fara fleiri góðar ferðir á hrein-
dýraveiðar. Alltaf fannstu
hreindýr handa okkur og alltaf
komst ég í gott færi til að
fella.
Haustið hefur alltaf verið
hápunktur ársins hjá mér.
Hlakkaði alltaf mikið til að
smala, átti þar margar góðar
stundir með þér og stórfjöl-
skyldunni.
Það var alltaf mikið til-
hlökkunarefni að hitta þig
frændi og mikil tilbreyting frá
dagsins amstri að vinna með
þér í þeim verkefnum sem við
fórum í, hvort sem það var
sauðburður, smalamennska
eða eitthvað allt annað. Mót-
tökurnar hjá þér voru höfð-
inglegar og alltaf fór ég kátur
heim.
Það verður erfiðara en orð
fá lýst að takast á við þennan
missi.
Helgi Friðmar
Halldórsson.
Kveðjustund, þá er hún kom-
in og já, ég sest niður til þess
að kveðja skólabróður og sveit-
unga, Rúnar bónda í Ásgarði,
eða Rúnar hennar Rósu eins og
við kölluðum hann í daglegu
tali, sem nú er látinn langt fyrir
aldur fram. Já, ég þekkti Rúnar
sennilega ekki mikið en ég hef
þó kynnst honum síðustu daga.
Eftir andlátið, sem er jú skrít-
ið, en þá koma upp í hugann
laglínurnar „Enginn gengur
vísum að“. Ég hef vissulega oft
hitt hann og komið til þeirra
Rósu í Ásgarð, ég hef komið í
fjárhúsin en meira sem gestur,
alls ekki nógu dugleg að hjálpa
til, ætlaði alltaf næst í sauð-
burð. En ég sá auðvitað mynd-
arskapinn og snyrtimennskuna
sem þar var viðhöfð. Hrein og
fín hús og vel hirtir gripir. Í
eldhúsinu voru mörg verðlaun
sem hann hlaut fyrir fjárrækt-
ina. Síðustu daga hef ég verið
að reyna að hjálpa til í sveit-
inni, koma kindunum út í sum-
arið, þá hef ég séð það betur
hvað Rúnar var flinkur smiður,
handverkið í húsunum ber þess
glöggt merki, hugvitssamlega
hugað að lausnum til að létta
bústörfin. Heimasmíðaðar
lausnir, allt á sínum stað, hver
hlutur og allt í föstum skorðum.
Vel skipulagt. Rúnar var líka
veiðimaður og leiðsagði á hrein-
dýraveiðum í mörg ár. Dugleg-
ur og hjálpsamur. Og bara í
vetur þegar Rósa flutti í nýja
húsið sitt þá mætti mannskap-
ur, við vorum reyndar ekki
mörg en „öflug“ og hann
fremstur í flokki og okkur tókst
að flytja búslóðina á einum
degi. Okkur fannst þetta bara
þó nokkurt afrek, en lífið var
þó ekki alltaf dans á rósum og
mikil áföll og veikindi settu
auðvitað mark sitt á lífið hans
og þeirra, dropinn holar stein-
inn og sennilega var stærsta og
sárasta áfallið að missa elsku
Svan. Elsku Rósa mín, og elsku
Friðbjörg Helga, það var ekki
síst sárt fyrir ykkur og nú hafið
þið misst þá báða. Ég vona að
við öll getum haldið í góðu
minningarnar um Rúnar og
passað vel hvert upp á annað.
Ég vil enda þessa litlu
kveðju mína með litlum sálmi.
Þau ljós sem skærast lýsa,
þau ljós sem skína glaðast
þau bera mesta birtu
en brenna líka hraðast
og fyrr en okkur uggir
fer um þau harður bylur
er dauðans dómur fellur
og dóm þann enginn skilur.
En skinið loga skæra
sem skamma stund oss gladdi
það kveikti ást og yndi
með öllum sem það kvaddi.
Þótt burt úr heimi hörðum
nú hverfi ljósið bjarta
þá situr eftir ylur
í okkar mædda hjarta.
(Friðrik Guðni Þórleifsson)
Dætrum hans Hildi, Öllu
Björk og Ólöfu Rún og þeirra
fjölskyldum votta ég innilega
samúð og elsku Rósu Betu og
Friðbjörgu Helgu ásamt öllum
ástvinum og ættingjum öðrum
og bið góðan guð að styrkja
okkur öll á þessum erfiða tíma.
Nína Midjord
Erlendsdóttir.
Fallinn er frá Rúnar Ás-
geirsson bóndi í Ásgarði/Ás-
unnarstöðum í Breiðdal. Rúnari
kynntumst við í árslok 2003
þegar við keyptum Þorgríms-
staði í Breiðdal. Jörðinni fylgdu
um 250 kindur og þá vaknaði sú
spurning hvort halda ætti sauð-
fjárbúskap áfram eða hvort
farga þyrfti fénu. Við gátum
ekki auðveldlega hlaupið frá
störfum okkar í Reykjavík.
Rúnar bauðst til þess að sjá um
tilhleypingar og hugsa um féð
fram að sauðburði, sem við þáð-
um með þökkum. Hann leið-
beindi okkur vel um störf bónd-
ans og hefur æ síðan verið
okkar hjálparhella. Rúnar og
Hlífar Erlingsson, sem var
bóndi á Þorgrímsstöðum þegar
við keyptum jörðina, voru góðir
vinir. Reynt var að fara að öll-
um þeirra ráðum við búskap-
inn. Rúnar var hamhleypa til
verka og féll ekki verk úr
hendi. Hann hafði ávallt mörg
járn í eldinum. Auk þess að
reka stórt sauðfjárbú ól hann
nautgripi til slátrunar. Hann
byggði tvö smáhýsi á jörð sinni
sem hann leigði ferðamönnum.
Hann var einnig eftirsóttur
hreindýraleiðsögumaður. Auk
þess var hann listrænn og bjó
meðal annars til vandaða nytja-
hluti og skrautgripi úr hrein-
dýrshornum. Rúnar reyndist
okkur afar vel og var alltaf boð-
inn og búinn að aðstoða þegar á
þurfti að halda. Hann rúði féð
fyrir okkur, nýtti hluta túna
okkar frá upphafi og öll túnin
eftir að við hættum sauðfjárbú-
skap fyrir sex árum. Fyrir
þetta allt verður ekki fullþakk-
að. Við sendum Rósu og fjöl-
skyldu Rúnars innilegar sam-
úðarkveðjur. Minning Rúnars
mun lifa með okkur.
Guðrún Sveinsdóttir,
Jón B. Stefánsson.
Það var í lok ágúst 2003 að
leiðir okkar Rúnars lágu fyrst
saman. Valgeir vinur minn og
veiðifélagi til margra ára hafði
fengið Rúnar, Bónda eins og
við kölluðum hann innan hóps-
ins, til þess að leiðsegja okkur
um hálendi Austurlands í leit
að hreindýrum. Fyrsta upplifun
mín af Bónda var að þar færi
frekar lokaður, formfastur og
rólegur maður. En eftir hálfan
dag á veiðum var eins og menn
hefðu þekkst í áratugi. Slíkur
var húmorinn og galsinn.
Ég man vel eftir fyrsta deg-
inum á veiðum. Bóndi var með
heimasmurt brauð, kaffi og
kótelettur. Eitthvað höfðu mat-
arinnkaupin hjá okkur veiði-
félögunum farið forgörðum.
Þegar við drógum sjötta pok-
ann af kanilsnúðum upp úr
matartöskunni spurði Bóndi:
„Hvernig er þetta með ykkur
búðingana frá Reykjavík. Borð-
ið þið ekkert annað en kanil-
snúða þarna fyrir sunnan?“
Bóndi hafði einstakt lag á að
lesa í landslagið og veðrið.
Hann mætti ávallt vel undirbú-
inn fyrir hvern veiðitúr, var þá
búinn að heyra í öðrum leið-
sögumönnum og kortleggja vel
okkar fyrstu veiðilendur.
Nokkrum sinnum komumst við
í hann krappan en alltaf fann
Bóndi leiðir til þess að komast
heilu og höldnu heim.
Að veiða hreindýr í aust-
firsku fjallgörðunum með öfl-
ugan leiðsögumann og í senn
góðum félagsskap eru hrein
forréttindi. Sú reynsla og kunn-
átta sem þú miðlaðir til okkar í
öllum þessum veiðiferðum er
okkur afar dýrmæt. Raunar
ómetanleg. Við vinirnir eigum
eftir að nýta okkur hana í fram-
tíðinni.
Það er óhætt að segja að þitt
skarð í okkar hóp verði aldrei
fyllt. Mikið á ég eftir að sakna
veiðitúranna sem við áttum
saman. Áfram lifa ógleymanleg-
ar minningar um góðan og
traustan vin. Ég er þér æv-
inlega þakklátur fyrir allar þær
samverustundir sem við áttum
saman. Hvort sem var í Ásgarði
eða uppi á fjöllum. Megi Guð
varðveita þig, elsku vinur, og
blessuð sé minning þín að eilífu.
Ég vil votta fjölskyldu, vin-
um og nánustu aðstandendum
mína dýpstu samúð og megi
Guð veita ykkur styrk á þess-
um erfiðu tímum.
Gunnar Arnar
Gunnarsson.
Stefán Rúnar
Ásgeirsson
Ástkær móðir, tengdamóðir, amma,
langamma og systir,
ÁSDÍS GUÐBJÖRG KONRÁÐSDÓTTIR,
Linnetstíg 2, Hafnarfirði,
lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu
sunnudaginn 24. apríl.
Útför Ásdísar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
miðvikudaginn 25. maí klukkan 13.
Sólveig Kristjánsdóttir Finnur Óskarsson
Sigríður Kristjánsdóttir Björn Kristján Svavarsson
Kristján Rúnar Kristjánsson Katrín Sveinsdóttir
Stella Ásdísar Kristjánsd.
Ragnar Frank Kristjánsson Ulla Rolfsigne Pedersen
Ásta Jóhanna Barker
Svavar Svavarsson
barnabörn og makar og langömmubörn
Elskuleg dóttir okkar, systir og frænka,
GUÐNÝ KRISTRÚN DAVÍÐSDÓTTIR,
Hulduhólum 1, Eyrarbakka,
lést fimmtudaginn 12. maí. Útförin fer fram
frá Selfosskirkju föstudaginn 27. maí
klukkan 14. Blóm og kransar vinsamlega
afþakkaðir en þeim sem vilja minnast
hennar er bent á Dýrahjálp Íslands.
Ingibjörg Birgisdóttir
Davíð Kristjánsson Drífa Eysteinsdóttir
Margrét Birgitta Davíðsd. Þórmundur Sigurðsson
Davíð Ingimar Þórmundsson
Birgir Þór Þórmundsson
Unnur Hekla Þórmundsdóttir
Sandra D. Gunnarsdóttir og fjölskylda
Guðlaugur Karl Skúlason og fjölskylda
Gerður Sif Skúladóttir og fjölskylda
Elsku faðir minn, afi, langafi og bróðir,
ARNLJÓTUR EINARSSON
bifvélavirkjameistari,
lést 30. apríl. Útförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hins látna.
Guðrún Hafdís Arnljótsdóttir
Arna Íris Vilhjálmsdóttir og fjölskylda
Guðjón Einarsson og fjölskylda
Sigríður Laufey Einarsdóttir og fjölskylda
Ástkær systir okkar og frænka,
BERGLJÓT RÓSINKRANZ,
fv. flugfreyja,
lést á heimili sínu 6. maí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Jóhanna Rósinkranz
Gunnar Rósinkranz
og aðstandendur
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
JÓNA VESTFJÖRÐ ÁRNADÓTTIR
húsmóðir,
lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold
fimmtudaginn 19. maí.
Sólon Rúnar Sigurðsson
Guðrún M. Sólonsdóttir Sigurður Magnús Sólonsson
Árni Valur Sólonsson
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn