Morgunblaðið - 08.06.2022, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2022
Aðalfundur Samtaka sparifjáreigenda
verður haldinn miðvikudaginn 15. júní 2022,
kl. 17 í Hljóðbergi í Hannesarholti,
Grundarstíg 10 (gengið inn frá Skálholtsstíg).
Dagskrá
Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt
7. gr. samþykkta félagsins.
Réttur til fundarsetu er bundinn við félagsmenn.
Stjórn Samtaka sparifjáreigenda
ræktandi á sínum tíma. Sauðárkrókshrossin svonefndu
hafa reynst örlagavaldar í íslenskri hrossarækt.
„Þetta er mjög spennandi viðbót og von á nokkrum
folöldum til viðbótar,“ segir Guðmundur við Morgun-
blaðið um folald þeirra Kómetu og Blakks. Guðmundur
tók þessa fallegu mynd árla morguns í síðustu viku og
gaf blaðinu leyfi til birtingar.
Kómeta Kolfinnsdóttir kastaði nýverið jarpstjörnóttu
merfolaldi og hugar hér að nýfæddu afkvæmi sínu. Í
bakgrunni er heimabær þeirra, Sauðárkrókur. Fað-
irinn er Blakkur frá Þykkvabæ en hrossin eru í eigu
Guðmundar Sveinssonar, hrossaræktanda á Sauðár-
króki, og fjölskyldu hans. Hann tók við ræktun föður
síns, Sveins Guðmundssonar, sem var landsþekktur
Ljósmynd/Guðmundur Sveinsson
Merfolald undan Kómetu og Blakki
Góð viðbót í ræktun Sauðárkrókshrossa
„Það eru breytingar á milli ára. Til
dæmis í Árbæ hefur orðið meiri
ánægja með þjónustuna en sumar
stöðvarnar
ganga allt í einu
verr og þá verð-
um við að rýna
það sérstaklega
vel,“ segir Óskar
Reykdalsson,
forstjóri Heilsu-
gæslu höfuð-
borgarsvæðisins,
í samtali við
Morgunblaðið
þegar hann var
spurður út í niðurstöðu þjónustu-
könnunar Sjúkratrygginga Íslands
þar sem einkareknar heilsugæslu-
stöðvar komu best út en slíkar
kannanir eru breytilegar milli ára.
„Við rýnum þjónustukannanir til
gagns og förum yfir stöðvarnar hjá
okkur. Þannig að þær breytast oft á
milli ára. Sumar stöðvarnar koma
kannski heldur verr út eitt árið og
betur næsta þannig að við vinnum
alltaf í því með stöðvunum,“ segir
hann og bætir við að farið sé yfir
það sem fór vel og það sem mátti
fara betur og því breytt til að betr-
umbæta þjónustu.
Óskar segir að oft þegar mikið sé
um að vera hjá stöðvunum, s.s. hús-
næðisbreytingar eða mikil starfs-
mannavelta, þá gangi þeim verr
það árið og bendir hann á að stóru
stöðvarnar koma almennt betur út í
slíkum könnunum og nefnir sem
dæmi Árbæ og Seltjarnarnes.
Hann segist hins vegar ánægður
með niðurstöðu könnunarinnar í
heildina séð og segir að niður-
staðan sýni að fólk er almennt
ánægt með þjónustuna.
„Almennt séð er fólk frekar
ánægt. Og svo er náttúrulega búið
að vera frekar brjálað ár, eða öllu
heldur brjáluð ár,“ segir hann.
Ánægt þrátt
fyrir brjáluð ár
- Þjónustukannanir breytilegar milli ára
Óskar
Reykdalsson
Tómas Arnar Þorláksson
Gunnhildur Sif Oddsdóttir
Fyrsti fundur nýkjörinnar borgar-
stjórnar var í gær þar sem Dagur B.
Eggertsson var kjörinn borgarstjóri
á nýjan leik en hann mun gegna emb-
ættinu næstu 18 mánuði þar til Einar
Þorsteinsson, oddviti Framsóknar-
flokksins í Reykjavík, tekur við kefl-
inu. Fram að því verður Einar for-
maður borgarráðs.
Dagur þakkaði öllum innilega fyrir
traustið, þegar hann steig upp í pontu
eftir kjörið, en grínaðist með fjölda
auðra atkvæða, sem voru níu talsins
af 23 og nánast öll lesin upp í röð.
Breytingar tilkynntar
hálftíma fyrir fund
Þá tilkynnti Dagur tillögur að
breytingum á ráðum og nefndum í
borgarstjórn á þessum fyrsta fundi
borgarstjórnar. Hildur Björnsdóttir,
oddviti Sjálfstæðisflokksins, gagn-
rýndi það að minnihlutanum hefði
borist tillögurnar aðeins hálftíma fyr-
ir fundinn.
Breytingarnar, sem voru lagðar
fram, voru hluti af samstarfssáttmála
meirihluta borgarstjórnar sem var
kynntur í fyrradag, þegar Framsókn,
Píratar, Samfylkingin og Viðreisn til-
kynntu um nýjan meirihluta.
Hildur benti á að henni og öðrum í
minnihluta borgarstjórnar hefðu bor-
ist þessar tillögur að breytingum að-
eins 33 mínútum fyrir fundinn.
„Þykja það ekkert sérlega góð né
heldur vönduð vinnubrögð,“ sagði
Hildur og bætti við að hún vonaðist til
að þetta væri ekki til marks um það
sem koma skyldi á kjörtímabilinu.
Óskaði eftir fresti á breyttu
hlutverki forsætisnefndar
Hildur óskaði eftir því að tillögu
meirihlutans um að breyta hlutverki
forsætisnefndar yrði frestað. Sagð-
ist hún óska eftir frestuninni til að
tryggja að forsætisnefnd gæti betur
sinnt hlutverki sínu. Er m.a. gert ráð
fyrir að flytja atvinnumál, nýsköpun
og ferðaþjónustu til forsætisnefnd-
ar.
Kjartan Magnússon, Sjálfstæðis-
flokki, tók undir með Hildi og sagði
þessa breyttu skipan forsætisnefnd-
ar niðurstöðu „hrossakaupa“ meiri-
hlutans. Betur færi á að borgarstjóri
viðurkenndi það frekar en að færa
breytinguna í faglegan búning.
Sagði Kjartan vinnubrögð nýs meiri-
hluta „forkastanleg“. Augljóst væri
að fráfarandi formaður borgarráðs,
Dóra Björt Guðjónsdóttir, Pírötum,
vildi taka umrædda málaflokka með
sér til forsætisnefndar.
Hrossakaup í meirihlutaviðræðum
- Fyrsti fundur nýkjörinnar borgarstjórnar - Borgarstjóri grínaðist með fjölda auðra atkvæða
- Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gagnrýndu breytta nefndaskipan og skamman fyrirvara
Morgunblaðið/Eggert
Borgarstjórnarfundur Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar Reykjavíkur
fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur gær. Kosið var í öll helstu embætti.
Hildur
Björnsdóttir
Kjartan
Magnússon