Morgunblaðið - 08.06.2022, Side 1

Morgunblaðið - 08.06.2022, Side 1
M I Ð V I K U D A G U R 8. J Ú N Í 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 132. tölublað . 110. árgangur . NORÐURLAND LAÐAR TIL SÍN FERÐAMENN TYLFT FYRIR SJÖ ÆVINTÝRI UM SKÖMM HLUTHAFAR Í FESTI EKKI SÁTTIR TILNEFNINGAR TIL GRÍMUNNAR 2022 25 VIÐSKIPTAMOGGINNFERÐALÖG 16 SÍÐUR Baldur Arnarson baldura@mbl.is Íslenska hagkerfið er í þeirri óvenju- legu stöðu að nokkrir samverkandi þættir gætu hamlað hagvexti á síðari hluta ársins. Það gæti aftur haft áhrif á aðflutning fólks til landsins og vænta íbúafjölgun næstu ár. Samkvæmt mannfjöldaspá Hag- stofunnar, miðspá, mun íbúum landsins fjölga um 19 þúsund á ár- unum 2022 til 2024 sem er rúmlega íbúafjöldi Garðabæjar. Þá er gert frammi fyrir slíkum skorti á aðföng- um í a.m.k. nokkra áratugi. Óyfirstíganlega dýrt? Ingólfur Bender, aðalhagfræðing- ur Samtaka iðnaðarins, segir skort á húsnæði geta dregið úr hagvexti. „Ef við byggjum ekki í takt við þörf verður það hamlandi fyrir hag- vöxt litið til næstu ára,“ segir Ing- ólfur sem telur aðspurður að þessi þróun muni þrýsta á íbúðaverð. Það geti aftur haft í för með sér að húsnæðiskostnaður verði óyfirstíg- anlega hár fyrir erlent vinnuafl. En alls fluttu hingað 1.350 fleiri erlendir ríkisborgarar á fyrsta ársfjórðungi sem er álíka fjöldi og árin 2019 og 2020. Fyrsti fjórðungur 2018 var drýgri en þá fluttu hingað 1.720 fleiri erlendir ríkisborgarar en fluttu þá frá landinu. Þessi fjöldi og koma flóttamanna frá Úkraínu kann að auka líkur á að mannfjöldaspáin ræt- ist fyrir þetta ár en það mun auka þrýsting á húsnæðismarkaði. MViðskiptaMogginn ráð fyrir að á sama tímabili flytji 22.500 fleiri til landsins en frá. Mannfjöldaspáin var uppfærð í desember síðastliðnum en stríð var þá ekki hafið í Úkraínu. Margt í efnahagsumhverfinu hefur tekið miklum breytingum og verðbólgan aukist langt umfram fyrri spár. Yngvi Harðarson hagfræðingur segir hætt við að ekki takist að full- nýta svigrúm til hagvaxtar á síðari hluta ársins vegna takmarkaðs framboðs á aðföngum og hrávörum. Alþjóðahagkerfið hafi ekki staðið Hagkerfi á ókunnum slóðum - Stríðið í Úkraínu setur spár um öra íbúafjölgun og húsnæðisþörf í nýtt ljós Nýr meirihluti í borgarstjórn var gagnrýndur harkalega af minni- hlutanum á fyrsta fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Um hálftíma fyrir fundinn komu fimm tillögur frá meirihlutanum um breytingar á nefndaskipan en eftir gagnrýni minnihlutans var þremur af þessum tillögum frestað. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, vakti fyrst at- hygli á þessu á fundi borgar- stjórnar og baðst Dagur B. Egg- ertsson borgarstjóri afsökunar á að hafa breytt dagskrá fundarins með svo skömmum fyrirvara. Kjartan Magnússon, Sjálfstæðis- flokki, sagði breytingar á breyttri nefndaskipan afrakstur „hrossa- kaupa“ meirihlutaviðræðna að und- anförnu. Þá gagnrýndi hann hve fyrirvari breytinga á dagskrá og nefndaskipan var skammur, það væri ekki í takti við yfirlýsingar um betri samskipti meiri- og minni- hluta. „Í dag fellur nýstofnaður meirihluti á fyrsta prófi hvað þetta varðar,“ sagði Kjartan. Á fundinum í gær var Þórdís Lóa Þórhallsdóttir kjörin forseti borgarstjórnar og Dagur kosinn borgarstjóri. Í byrjun árs 2024 tek- ur Einar Þorsteinsson við en fram að því verður hann formaður borg- arráðs. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, verður formaður umhverfis- og skipulagsráðs. Kjöri í forsætisnefnd og nýtt mannrétt- indaráð var frestað. »4, 9 og 12 „Féll á fyrsta prófinu“ Morgunblaðið/Eggert Borgarstjórn Einar Þorsteinsson og Hildur Björnsdóttir fylgjast með Þór- dísi Lóu Þórhallsdóttur telja atkvæði um borgarstjóra, Dag B. Eggertsson. - Hörð gagnrýni á meirihlutann á fyrsta fundi borgarstjórnar _ Mikael Mika- elsson, umsjónar- maður með sam- evrópsku samstarfi á sviði loftslagsmála, hefur hlotið orð- una og nafn- bótina MBE af hendi bresku krúnunnar, eða „Member of the Most Excellent Or- der of the British Empire“. Segir Mikael í samtali við Morgunblaðið að sig hafi skort orð við tíðindin, heiðurinn sé mikill en fyrst og fremst sé hann heppinn með far- sælt samstarfsfólk. »2 Borðalagður Íslend- ingur í Bretlandi Mikael Mikaelsson Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid eru í opinberri heimsókn í Ísafjarðarbæ. Í skrúð- göngu um miðbæ Ísafjarðar blasti við leik- urinn parís á götunni og námu bæjarbúar stað- ar á meðan forsetahjónin hoppuðu í gegnum leikinn. Þau heimsóttu m.a. hjúkrunarheimilið á Ísafirði og áttu samtal við Karl Sigurðsson, elsta karl landsins, 104 ára. »10 Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Forsetahjónin léku sér í parís á Ísafirði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.