Morgunblaðið - 08.06.2022, Blaðsíða 28
Edinborg
fegursta borg
Skotlands
Verð 219.000 á mann m.v. gistingu í tvíbýli*
Haustferð 23.-27. október
Edinborg er ein fegursta borg Skotlands og vagga
skoskrar menningar. Það er mikil upplifun að heim-
sækja borgina og skoða sig um í ”Old Town” sem
og nýrri borgarhlutanum. Gist er á hinu glæsilegu
Hótel Kimpton Charlotte Square þar sem öll aðstaða
er í hæsta gæðaflokki, þ.m.t. barir, innisundlaug og
íþróttaaðstaða. Hótelið er staðsett við George Street
eða ”Champs-Élýsée” Edingborgar þar sem kaffi-
og veitingahús eru á hverju strái ásamt glæsilegum
verslunum. Farið verður í eina skoðunarferð inn í
landið og Stirling kastali heimsóttur ásamt siglingu á
stöðuvatnin Loch Katrine.
Innifalið í verði: Flug með Icelandair til Glasgow báðar
leiðir, 4ra nátta gisting á Kimpton Square ásamt morgunverði.
Rútuakstur til og frá hóteli og flugvelli ásamt skoðunarferð og
aðgangseyri að stöðum sem heimsóttir verða. Íslensk fararstjórn.
• Aukagjald fyrir einbýli er kr. 85.000.
Niko ehf, Austurvegi 6, 800 Selfoss, sími 783-9300,
www.hotelbokanir.is, hotel@hotelbokanir.is
Nánari upplýsingar um ferðina má finna á
www.hotelbokanir.is þar sem hægt er að skrá
sig til þátttöku. Einnig eru allar upplýsingar veittar
í síma 783-9300 á skrifstofutíma.
Sumarsýning Skaftfells á Seyðisfirði hefur verið opnuð
og nefnist hún Fjær. Á henni má bæði sjá samtímalist
og muni úr náttúru- og minjasöfnum sem tengjast inn-
byrðis og hafa skírskotanir í himininn, jarðfræði, könn-
un á landi og sýnatökur, skv. tilkynningu. Rýnt er í sam-
band manns og umhverfis. Sýnd verða verk eftir Diane
Borsato, Geoffrey Hendricks (1931-2018) og Þorgerði
Ólafsdóttur. Einnig má sjá steina sem Nicoline Wey-
wadt safnaði og jarðfundna plastmuni frá fornleifaupp-
greftri við bæinn Fjörð á Seyðisfirði sumrin 2020 og
2021. Sýningarstjóri er Becky Forsythe.
Sumarsýningin Fjær í Skaftfelli
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 159. DAGUR ÁRSINS 2022
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 776 kr.
Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr.
PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr.
Valskonur náðu í gærkvöld þriggja stiga forystu í Bestu
deild kvenna í fótbolta þegar þær unnu stórsigur á
Aftureldingu á Hlíðarenda, 6:1. Katla Tryggvadóttir, 17
ára stúlka úr Þrótti, skoraði öll mörk liðsins í 3:1-sigri á
KR í Vesturbænum, ÍBV vann Keflavík 3:2 í fjörugum
leik í Eyjum og Hildur Antonsdóttir tryggði Breiðabliki
sigur gegn Selfossi, 1:0. »22
Valur náði þriggja stiga forystu
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Gítarleikarinn Anton Benedikt
Kröyer var 19 ára þegar hann kom
fyrst fram opinberlega með Her-
berti Guðmundssyni söngvara og
fleiri tónlistarmönnum í hljómsveit-
inni Eilífð 1969. Síðan hefur hann
spilað með ýmsum dansböndum og
býður nú fram krafta sína með söng-
konunni Ann Andreasen. „Við vor-
um saman í hljómsveit í gamla daga
og ákváðum að taka upp þráðinn á
ný, fyrst og fremst hjá fyrirtækjum
og stofnunum og í einka-
samkvæmum,“ segir hann.
Gítarinn heillaði Anton snemma á
lífsleiðinni. „Björgvin Gíslason
kenndi mér nokkur grip og Addi í
Flowers líka,“ rifjar hann upp. Bæt-
ir við að lítið hafi verið um að vera í
Kópavogi þegar hann ólst þar upp.
Fótboltinn hafi verið í flugumynd í
samanburði við nútímann, engin fót-
boltamenning, ekkert íslenskt sjón-
varp og í raun ekkert annað að gera
fyrir stráka í barnaskóla með áhuga
á tónlist en að horfa á kana-
sjónvarpið og reyna að líkja eftir
bandarískum tónlistarmönnum.
„Ég keypti mér gamalt Grundig-
segulbandstæki, við tókum upp lög-
in, sem okkur þótti mjög flott í kana-
sjónvarpinu, og æfðum þau saman í
skúrnum hjá pabba. Einn sagðist
vilja spila á bassa, annar á trommur
og þá sagðist ég ætla að spila á gít-
ar.“
Kennari og verslunarmaður
Ferill Antons í spilamennskunni
er langur. „Þetta er svo gaman,“
segir hann um úthaldið. Bætir við að
hann hafi vissulega verið sprækari
þegar hann var yngri, en gleðin hafi
alla tíð haldið sér við efnið. Hann
hafi spilað í öllum helstu danshúsum
landsins og oft suður á Velli. „Ég var
mikið í klúbbunum hjá bandaríska
hernum og get ekki hætt. Sumir fara
í golf og spilamennskan er mitt
golf.“
Tónlistin hefur alltaf fyrst og
fremst verið áhugamál hjá Antoni.
Hann útskrifaðist sem kennari frá
Kennaraskóla Íslands 1972 og
kenndi víða um land um árabil, en
stofnaði hljóðfæraverslunina Gítar-
inn 1989 og hefur rekið hana síðan
samfara spilamennskunni.
Anton hefur spilað með mörgu
tónlistarfólki og þar á meðal með
Bjarna Sigurðssyni, harmonikuleik-
ara frá Geysi í Haukadal.
„Við spiluðum saman um hverja
helgi í sex ár og þá lærði ég að spila
gömlu dansana. Svo spilaði ég líka
mikið með Jónu Einarsdóttur harm-
onikuleikara á jólaböllum og árs-
hátíðum,“ segir Anton.
Tónlistarsmekkur fólks er mis-
jafn, en Anton segist halda sig við
vinsæla slagara, gömul gullaldarlög.
Hann hafi dálæti á hljómsveitum
eins og Creedence Clearwater
Revival, Smokie og Eagles. „Eric
Clapton hefur líka alltaf verið í
miklu uppáhaldi hjá mér og að sjálf-
sögðu Rolling Stones og Bítlarnir.
Svo tökum við það sem hefur staðið
upp úr í íslenskri tónlist. Ég hangi á
öllu þessu gamla og góða eins og
hundur á roði.“
Morgunblaðið/Hákon
Á ferðinni Anton Kröyer hefur komið fram opinberlega í rúmlega hálfa öld og tekur nú lagið með Ann Andreasen.
Sem hundur á roði
- Anton á fullu í hálfa öld - „Spilamennskan er mitt golf“