Morgunblaðið - 14.06.2022, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.06.2022, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2022 Ljósaskipti Birtan á Íslandi er margbreytileg og hefur orðið mörgum listamönnum að viðfangsefni. Þessa mynd fangaði ljósmyndarinn í ljósaskiptunum í Gilsfirði um helgina. Hákon Pálsson Alvarleg staða á Landspítala hefur tæp- lega farið fram hjá landsmönnum. Læknar og læknaráð Landspítala hafa bent á aðsteðjandi vanda hvað varðar læknis- þjónustu á landsbyggð- inni, uppbyggingu heilsugæslunnar og hnignandi stöðu Land- spítalans. Viðbrögð stjórnvalda hafa verið úttektir og skýrslur unnar bæði af erlendum og innlendum að- ilum. Almennt hafa þær sýnt af- bragðsgóðan árangur í meðferð sjúkdóma sem þakka má vel mennt- uðum og samviskusömum starfs- mönnum. Á hinn bóginn hafa fjár- mögnun og skipulag sætt gagnrýni á liðnum árum. Það er því forvitnilegt að skoða starfsemisupplýsingar og þróun fjárframlaga ríkisins til Land- spítalans síðastliðna tvo áratugi eins og þær birtast í Starfsemisupplýs- ingum (ársuppgjöri) Landspítala fyrir árið 2021 sem nýlega voru birt- ar á heimasíðu hans. Mikil starfsmannavelta Þar kemur fram að heildarfjöldi starfsmanna var 5.911 á árinu 2021 og voru hjúkrunarfræðingar fjöl- mennastir eða 1.644. Starfsmanna- velta í þeirra hópi var 11,3% og hjá læknum sem voru 699 var hún 10,2%. Sérstaka athygli vekur mjög há starfsmannavelta meðal sjúkra- liða eða 18,4%, sálfræðinga 18,1%, sjúkraþjálfara 16,2%, félagsráðgjafa 29,3%, þroskaþjálfa 26,7% og iðju- þjálfa 21,5%. Hjá starfsmönnum í Sameyki og Eflingu var hún 23,9% og 28,4%. Fjöldi skráðra alvarlegra atvika/óhappa/slysa starfsmanna á vinnustað var 1.138 og þar af voru 378 atvik tengd ofbeldi. Þessar tölur benda til mjög alvarlegrar stöðu í vinnuumhverfi og starfsmannahaldi á stofnuninni. Það má benda á í þessu samhengi að fyrir fáeinum ár- um var það eitt af settum mark- miðum Landspítalans að halda starfsmannaveltunni undir 8-9% á ársgrundvelli. Við erum víðsfjarri þessum markmiðum í dag. Birtingarvandi heilbrigðiskerfisins Vandi Landspítalans og skipu- lagsvandi íslenska heilbrigðiskerf- isins endurspeglast í ástandinu á bráðmóttöku spítalans. Fréttir af þessu birtast reglulega og nú síðast vegna álags og uppsagna starfsfólks og upplýsinga um mögulega örygg- isbresti í þjónustu spítalans við sjúk- linga. Í viðbrögðum forstöðumanns bráðaþjónustunnar á spítalanum í fjölmiðlum nýlega um uppsagnir hjúkrunarfræðinga á visi.is 1. júní sl. kom réttilega fram að án starfsfólks væri enginn spítali og í viðtali við Runólf Pálsson forstjóra á mbl.is sama dag kom fram að vandi bráða- móttökunnar væri afsprengi ófull- nægjandi úrræða innan heilbrigð- iskerfisins á höfuðborgarsvæðinu, vanda sem hefði verið viðloðandi í mörg ár. Til að halda í núverandi starfsfólk og fjölga því þurfi að borga hærri laun en nú eru í boði. Þá þurfi að hrinda í framkvæmd úrbót- um innan heilbrigðiskerfisins, m.a. með uppbyggingu á hjúkrunar- og endurhæfingarýmum. Fjöldi aldr- aðra sem biðu vistunarúrræða á Landspítala í lok árs 2021 er sá sami og hann var í lok árs 2017. Fjöldi aldraðra sem biðu á bráðalegudeild- um eftir endurhæfingu á Landakoti var einnig sá sami í lok árs 2021 og hann var árið 2017. Þannig að síð- asta kjörímabil nýttist ekkert til að grynnka á þessum alvarlega vanda. Fjárframlög ríkisins til Landspítala Landspítalinn gegnir miðlægu hlutverki í heilbrigðiskerfinu og þar fer fram flóknasta og sérhæfðasta heilbrigðisþjónusta sem veitt er hér á landi. Vaxandi „hagræðing“ og samþjöppun á þjónustu hefur átt sér stað á undanförnum árum, meðal annars að fela Landspítalanum verkefni sem áður var sinnt annars staðar. Má þar nefna niðurlagningu á starfsemi St. Jósefsspítalans í Hafnarfirði og flutning á forvarn- arverkefnum frá Krabbameinsfélag- inu. Á sama tíma hefur ekki verið stutt nægjanlega við uppbyggingu á dag- og göngudeildarþjónustu, t.d. krabbameinssjúklinga, eða innra skipulagi og gæðastjórnun. Þá má einnig velta fyrir sér hvort samein- ing sjúkrahúsanna í Reykjavík á sín- um tíma hafi skilað þeim árangri sem lagt var upp með. Það er í senn forvitnilegt og dap- urlegt að skoða þróun fjárveitinga til Landspítalans síðastliðna tvo ára- tugi. Athygli vekur að framlag til Landspítala, sem hlutfall af heildar- útgjöldum ríkisins, hefur lækkað úr 8,3% árið 2002 í 6,5% árið 2020. Sem hlutfall af heildarframlagi til heil- brigðismála fór talan úr tæplega 35% árið 2002 í 28% árið 2020. Of hægfara viðsnúningur í fjár- framlögum til Landspítalans eftir bankahrunið (bæði sem hlutfall af heildarútgjöldum ríkisins og VLF) má með nokkrum rökum telja or- sakavald þeirrar stöðu sem nú er á spítalanum. Það vekur hins vegar áhyggjur að framlagið sem hlutfall af útgjöldum ríkisins til heilbrigð- ismála virðist nánast hafa staðið í stað frá árinu 2011. Þessar niðurstöður hljóta að vekja spurningar um ráðstöfun fjár- framlaga til heilbrigðismála, um verkaskiptingu, skipulag og for- gangsröðun innan málaflokksins. Við undirbúning fjárlaga og fjár- málaáætlunar til næstu ára er mikil- vægt að gefa gaum að þessari stöðu og leiðrétta hlut Landspítalans enn frekar. Án þess er vandséð að undið verði ofan af óheppilegri starfs- mannaveltu til lengri tíma. Eftir Reyni Arngrímsson og Þorbjörn Jónsson » Fjárveitingar til Landspítala sem hlutfall af framlagi til heilbrigðismála lækkaði um 7%, úr 35% árið 2002 í 28% árið 2020 og þarf að leiðrétta Reynir Arngrímsson Höfundar eru læknar á Landspítala og hafa báðir áður gegnt formennsku í læknaráði Landspítala og Lækna- félagi Íslands. Starfsmannavelta og fjárframlög til heilbrigðismála Þorbjörn Jónsson Fjárveitingar til Landspítala árin 2002 til 2022

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.