Morgunblaðið - 14.06.2022, Síða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
Empire Rolling StoneLA Times
BENEDICT
CUMBERBATCH
ELIZABETH
OLSEN
chiwetel
ejiofor
BENEDICT
WONG
xochitl
gomez
MICHAEL
STÜHLBARG
RACHEL
MCadams
U S A TO D AY
72%
STÓRKOSTLEG NÝ FJÖLSKYLDUMYND
ÚR TÖFRAHEIMI HARRY POTTER.
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
96%
Empire
The Playlist BBC The sun
Total FilmRogerEbert.com
“Top Gun: Maverick is outstanding.”
Breathtaking
“It’s the BEST MOVIE OF THE YEAR!”
“Might be the best movie in 10 years.”
“Top Gun: Maverick is fantastic.” “Best Action Sequel Of All Time”
“What going to the movies is all about”
“You must see this one in the theater.”
“a must see!”
89%
Metnaðarfullt menningarverkefni
var kynnt í gær í húsnæði félags-
ins Íslenskrar grafíkur í Hafnar-
húsi, verkefni sem brátt hefur
göngu sína í samstarfi menning-
ar- og viðskiptaráðuneytisins og
sænska sendiráðsins og tengist
rannsóknarferð Daniels Solanders
til Íslands. Verkefnið mun standa
yfir í tvö ár með þátttöku um 30
íslenskra samstarfsaðila, að því er
fram kemur í tilkynningu frá
menningar- og viðskiptaráðuneyt-
inu.
Verður sýningin Solander 250 –
bréf frá Íslandi sýnd á ellefu stöð-
um á landinu en tíu íslenskir
myndlistarmenn koma að henni
og voru þeir viðstaddir í gær
ásamt Lilju Alfreðsdóttur, menn-
ingar- og viðskiptaráðherra og
Pär Ahlberger, sendiherra Sví-
þjóðar á Íslandi.
Segir í tilkynningu að tilefnið
hafi verið að fagna þessum
áfanga og að samstarfsverkefnið
sé með þeim umfangsmeiri á sviði
menningar sem erlent sendiráð
hafi staðið að í samstarfi við ís-
lensk stjórnvöld.
Bók sem hafði mikil áhrif
Um menningarverkefnið segir
m.a. að Englendingurinn Joseph
Banks hafi leitt vísindaleiðangur
til Íslands árið 1772 og að með
honum í för hafi verið náttúru-
fræðingurinn sænski Daniel Sol-
ander. Með í leiðangrinum hafi
verið Uno von Troil sem síðar
hafi orðið erkibiskup í Uppsölum
og skrifaði hann bók um ferðina,
Bref rörande en resa till Island
eða Bréf frá Íslandi, sem var gef-
in út árið 1777. Lýsing hans á Ís-
landi er sögð hafa haft mikil áhrif
í Evrópu 18. aldar og vakið áhuga
nágranna okkar á landi og þjóð.
„Áhrifa leiðangursins varð ekki
síst vart í Svíþjóð, þar sem Bréf
frá Íslandi átti þátt í að skapa til-
finningu fyrir djúpum tengslum
þjóðanna, í gegnum tungumál,
sögu og menningu,“ segir m.a. í
tilkynningu og að í samstarfi við
menningar- og viðskiptaráðu-
neytið muni sænska sendiráðið
standa fyrir mikilli dagskrá
tengdri rannsóknarferð Solanders
sem muni standa yfir í tvö ár með
þátttöku um 30 íslenskra sam-
starfsaðila.
„Þema verkefnisins er Solander
250 – Bréf frá Íslandi. Tímamóta-
árið einkennist af nánu samtali
lista og vísinda. Það er þver-
menningarlegt og opnar á samtal
milli norðurskauts- og Kyrrahafs-
svæðisins og innan Norðurlanda.
Tímamótaárið lítur jafnframt
fram á við, inn í sameiginlega
framtíð okkar. Verkefnið snýst
um samtal vinaþjóðanna Íslands
og Svíþjóðar um sameiginlega
sögu, sem og loftslag, náttúru og
menningu í fortíð, nútíð og fram-
tíð,“ segir í tilkynningu og að ein-
stök listasýning sé hornsteinn
tímamótaársins. Í samstarfi við Ís-
lenska grafík hafi tíu íslenskum
listamönnum verið boðið að hug-
leiða Ísland, Solander og leiðang-
urinn árið 1772.
„Einstakur viðburður“
Listamennirnir sem taka þátt í
verkefninu eru Anna Líndal,
Aðalheiður Valgeirsdóttir, Daði
Guðbjörnsson, Gíslína Dögg
Bjarkadóttir, Guðmundur Ármann
Sigurjónsson, Iréne Jensen, Laura
Valentino, Soffía Sæmundsdóttir,
Valgerður Björnsdóttir og Viktor
Hannesson. Tíu grafíklistaverk
þeirra munu mynda sýningu sem
heitir Solander 250: Bréf frá Ís-
landi. Verður hún á ellefu stöðum
víða um Ísland ásamt sýningunni
Paradise Lost – Daniel Solander’s
Legacy sem samanstendur af
verkum eftir tíu listamenn frá
Kyrrahafssvæðinu sem áður hafa
verið sýnd á Nýja-Sjálandi,
Ástralíu og Svíþjóð.
„Þetta er einstakur viðburður,
samtal í gegnum list milli norður-
slóða og Kyrrahafs, hér á Íslandi.
Vonast er einnig til þess að þetta
veki áhuga meðal hinna fjölmörgu
erlendu gesta Íslands. Auk þess
er ætlunin, með öllu verkefninu
árin 2022 og 2023, að vekja áhuga
og forvitni barna á náttúruvís-
indum og stórkostlegri flóru Ís-
lands,“ segir að lokum í tilkynn-
ingu.
Tíu grafíkerar í Solander 250
- Umfangsmikið og þvermenningarlegt verkefni sem tengist rannsóknarferð
Solanders til Íslands - Samstarf ráðuneytis, sænska sendiráðsins og grafíkera
Morgunblaðið/Eggert
Fögnuður Frá samkomunni í húsnæði félagsins Íslenskrar grafíkur í Hafnarhúsinu í gær.
Kvikmyndavefurinn Variety greinir
frá því að íslenska framleiðslufyrir-
tækið Glassriver undirbúi gerð sjón-
varpsþáttaraðar sem nefnist Maga-
luf og verður með Steinþóri Hróari
Steinþórssyni, þ.e. Steinda jr., í að-
alhlutverki. Ragnar Bragason og
Snjólaug Lúðvíksdóttir skrifa hand-
ritið og verður verkefnið kynnt á
Conecta Fiction-ráðstefnunni á
Spáni. Í frétt Variety er rætt við
framleiðandann Hörð Rúnarsson
hjá Glassriver sem segir að þetta sé
öflugt handritsskrifatvíeyki; Snjó-
laug skrifi þrjá af sex þáttum og sjái
til þess að kvenhlutverk verði mikil-
væg. Stefnt er að því að Magnús
Leifsson leikstýri þáttunum og segir
í fréttinni að Magaluf sé létt, róm-
antísk kómedía með dramatískum
undirtóni. Þættirnir eiga að gerast
árið 1979 og segja af Halla, sem
Steindi leikur, sem heldur í örvænt-
ingu til Mallorca til að vinna aftur
hjarta Karenar, æskuástar sinnar.
Gerist hann fararstjóri á eyjunni
þar sem Karen er að vinna að
heimildarmynd um fegurðar-
samkeppni. Halli leiðir hóp ís-
lenskra ferðamanna í pakkaferð og
er þetta jafnframt fyrsta utanlands-
ferðin hans. Þegar í ljós kemur að
Karen á danskan kærasta syrtir í ál-
inn hjá Halla. Hörður segir í samtali
við Variety að á þessum tíma hafi
Íslendingar farið með dósamat til
Spánar af ótta við að borða mat
heimamanna. Sumar persónur þátt-
anna séu þó á undan sínum samtíma
og þeirra á meðal Karen, sem telji
fegurðarsamkeppnir karlrembu.
Magaluf sé bæði þroskasaga karl-
manns og heillar þjóðar þar sem
fortíðin sé til skoðunar og hversu
mikið íslensk þjóð hafi breyst. Hörð-
ur segir þættina eiga eftir að höfða
til breiðs aldurshóps.
Steindi fer
til Magaluf
Steinþór Hróar
Steinþórsson
Snjólaug
Lúðvíksdóttir