Morgunblaðið - 28.06.2022, Síða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2022
Raðauglýsingar
Tilkynningar
Umhverfismat framkvæmda
Álit Skipulagsstofnunar
Mountain Lagoon í Hveradölum—Baðhús
og baðlón, Sveitarfélaginu Ölfusi.
Skipulagsstofnun hefur gefið álit sitt um mat á umhverfisáhrifum sam-
kvæmt lögum nr. 111/2021. Álitið liggur frammi hjá Skipulagsstofnun,
Borgartúni 7b, Reykjavík. Álitið og umhverfismatsskýrslu Hveradala ehf.
er einnig að finna á vef stofnunarinnar www.skipulag.is.
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Í dag Samfélagshúsinu Aflagranda 40 - Hvetjum
ykkur til að koma til okkar í kaffi - frítt kaffi í dag sem unglingarnir hjá
vinnuskólanum ætla sjá um - aldrei að vita nema eitthvað skemmti-
legt sé að gerast á sama tíma í húsinu. Kaffið byrjar kl. 14:15 Svo
hvetjum við ykkur til að skrá ykkur í ferð á Þjóðminjasafnið næsta
fimmtudag kl. 11 í síma 4112702 - Þá er leiðsögn um hjátrú og galdra.
Árskógar 4 Erlent handverksfólk kl. 10-12. Handavinna kl. 12-16.
Pútthópur kl. 13. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Heitt á könnunni. Kaffi-
sala kl. 14.45-15.30. Allir velkomnir. Sími 411-2600.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8:30-11:00.
Prjónað til góðs kl. 8:30-12:00. Námskeið í Betra jafnvægi
kl. 10:30-11:30. Hádegismatur kl. 11:30-12:30. Myndlistarhópurinn
Kríur kl. 12:30-15:30. Heimaleikfimi á RUV kl. 13:00-13:10. Bónusrútan
kl. 13:10. Síðdegiskaffi kl. 14:30-15:30. Bókabíllinn kl. 14:45.
Garðabær 9.00 Pool-hópur í Jónshúsi 10.00 Gönguhópur frá
Jónshúsi
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Bridge
kl. 13:00. Betra jafnvægi undir leiðsögn sjúkraþjálfara kl. 10:30.
Útileikfimi með Carynu kl. 13:30. Hádegismatur kl. 11:30 – 12:30,
panta þarf fyrir hádegi deginum áður.
Korpúlfar Borgum Boccia kl. 10:00. Helgistund kl. 10:30. Apple
spjaldtölvunámskeið kl. 12:30. Spjallhópur í listasmiðju kl. 13:00.
Sundleikfimi í Grafarvogslaug kl. 14:00. Opið frá kl. 08:00 til 15:00 og
heitt á könnunni frá kl. 08:30. Hittumst í sumarskapi, gleðin býr í
Borgum.
Samfélagshúsið Vitatorgi Heitt á könnunni - Opin handverksstofa
9:00-12:00 - Hópþjálfun með Sólu í setustofunni kl. 10:30-11:00.
Bókband í smiðju kl.13:00-16:30 - Opin handverksstofa 13:00-16:00 og
síðdegiskaffið á sínum stað frá kl.14.30-15.30. Allar nánari
upplýsingar í síma 411 9450. Allir hjartanlega velkomnir til okkar á
Lindargötu 59 :)
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í Sundlaug Seltjarnarnes kl. 7:10. Kaffi í
króknum frá kl. 9:00. pútt á Skólabraut kl. 10:30. Stuttur göngutúr
kl.13:00. Því miður verðum við að aflýsa ferðina á Hellisgerði í dag
vegna rigningar og lélegri skráningu.
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
Færir þér fréttirnar
mbl.is
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur.
Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Ýmislegt
Sandblástursfilmur
Teikningaprentun
✝
Sigríður Frið-
semd Sigurð-
ardóttir fæddist í
Jaðarkoti í Flóa 28.
september 1929.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu Sól-
túni þann 17. júní
2022. Foreldrar
hennar voru Hall-
dóra Halldórs-
dóttir, f. 15.11.
1888, d. 13.04. 1988
bóndi, fædd í Nesi í Selvogi en
ólst upp frá eins árs aldri hjá
föður sínum og stjúpu í Sauð-
holti í Holtum, og Sigurður
Guðmundsson, f. 11.5. 1895, d.
4.6. 1936, bóndi frá Saurbæ í
Villingaholtshreppi.
Sigríður Friðsemd var yngst
af fimm systkinum en auk þess
átti hún uppeldissystur, Mar-
gréti Sigurgeirsdóttur. Systkini
Sigríðar voru: tvíburarnir Hall-
dór, f. 1920, d. 1944, sem fórst
með togaranum Max Pember-
ton og Guðmunda Oddbjörg, f.
1920, d. 2008, Kristinn, f. 1923
d. 2015, Jóhanna Guðrún, f.
1926, d. 2013 og uppeldissyst-
irin Margrét, f. 1936, d. 2014.
Eiginmaður Sigríðar var
Ágúst Steindórsson, f. í Ási í
Hrunamannahreppi 6.9. 1925 d.
29.11. 2006, sjómaður og starfs-
maður Ísals til margra ára.
Foreldrar hans voru Guðrún
Stefánsdóttir, f. 11.6. 1885, d.
Bogi á með fyrri eiginkonu
sinni dæturnar Júlíu Sól og
Benediktu Friðsemd. 5) Stein-
dór Rúnar, f. 1959, fyrrverandi
eiginkona hans er Lilja Guðrún
Friðriksdóttir, f. 1959. Börn
þeirra eru a) Ágúst Rúnar, f.
1985. Maki hans er Linda
Björg, börn hans eru Benjamín
Arnar, Eldar Máni og Ísak
Myrkvi, b) Rakel Ósk, f. 1988,
maki Halldór Ólafsson. Dóttir
hennar er Aþena Þórleif. c)
Smári, f. 1989, d) Stefán, f.
1991. Sonur hans er Benedikt
Nóel og e) Guðrún Lilja, f. 1999.
Dóttir hennar er Karólína Mar-
en; 6) Jónína, f. 1963, maki Logi
Sigurfinnsson, f. 1963. Synir
þeirra eru a) Kári, f. 1988, maki
Ásta Ýrr Kristjánsdóttir, f.
1987. Börn þeirra eru Katrín
Huld, Þóra Ýrr, Freyja Rut og
Kristján Logi, b) Sölvi, f. 1993,
maki Hrönn Róbertsdóttir, f.
1992. c) Egill f. 2002;
7) Halldór Jónas, f. 1968,
maki Ingunn Gísladóttir, f.
1967. Dætur þeirra eru a) Haf-
dís, f. 1988, maki Charlie Jose.
Sonur þeirra er Alexander Eld-
ur. b) Helena, f. 1994, maki Ari
Pétursson, f. 1993. Sonur þeirra
er Logi. c) Hildur Ýr, f. 2007.
Sigríður fluttist ung að heim-
an. Hún bjó hjá systur sinni og
mági þar til hún og Ágúst
keyptu sína fyrstu íbúð í Karfa-
voginum. Sigríður var hús-
móðir framan af en gerðist síð-
an dagmóðir árið 1977 og
starfaði sem slík í 25 ár.
Sigríður verður jarðsungin
frá Kópavogskirkju í dag, 28.
júní 2022, og hefst athöfnin kl.
15.
19.6. 1982, bóndi,
og Steindór Eiríks-
son, f. 24.6. 1884,
d. 5.9. 1967, bóndi.
Sigríður og
Ágúst hófu búskap
í Karfavoginum í
Reykjavík. Þegar
börnin voru orðin
sex, byggðu þau
hús að Hraunbraut
26 í Kópavogi og
bjuggu þar lengst
af, eða frá 1965, þar til Sigríður
fluttist í Árskóga 2008, eftir að
Ágúst féll frá. Á Hraunbraut-
inni ólu þau upp barnahópinn.
Börn þeirra eru: 1) Sigurbjörg
f. 1947, maki Vilberg Ágústsson
f. 1948; 2) Sigþór, f. 17.1. 1954,
d. 19.1. 1955; 3) Sigþór Krist-
inn, f. 1955, maki Jóna Kristín
Baldursdóttir, f. 1951, d. 2017.
Börn þeirra eru a) Davíð Örn, f.
1977, d. 2020. Dóttir hans er
Díana. b) Baldur Ágúst, f. 1984,
maki Þorkatla Kristín Sum-
arliðadóttir, f. 1986. Börn
þeirra eru Hekla Mist, Hinrik
Freyr og Hilmir Þór. c) Sigríð-
ur Kristín, f. 1993; 4) Elín, f.
1957, maki Hrafn Ingimund-
arson, f. 1957. Börn þeirra eru
a) Jenný Ruth, f. 1978, maki
Árni Viðar Sigurðsson, f. 1976.
Börn þeirra eru Viktor og
Brynja. b) Ingi Bogi, f. 1984,
maki Brynja Magnúsdóttir, son-
ur þeirra er Alexíus Hrafn. Ingi
Mið langar að minnast elsku-
legrar tengdamömmu minnar
með nokkrum orðum. Ég var
síðasti makinn sem kom inn í
fjölskylduna. Mér var mjög vel
tekið af þeim hjónum eins og ég
væri þeirra eigin sonur.
Þegar maður kom við hjá
þeim þá var alltaf nóg með
kaffinu, allt saman heimabakað.
Það var mikið áfall þegar
tengdapabbi varð bráðkvaddur
á heimili sínu 2006. Þau voru
töluvert á ferðinni við að heim-
sækja vini, börn og ættingja.
Tengdamamma var ekki með
bílpróf og féllu þá þessar ferðir
niður. Börn og tengdabörn voru
viljug að heimsækja hana eða
sækja hana. Hún kom mjög
mikið með okkur Diddu um
helgar upp í sumarbústað.
Það toppaði helgina þegar
hægt var að fara í heita pottinn,
hún elskaði heita vatnið.
Henni leið mjög vel þar, sér-
staklega þegar vinkona hennar
kom í heimsókn, það er að segja
sólin. Þær voru miklar vinkon-
ur. Hún naut sín mjög vel á ver-
öndinni í sólinni. Þá var hún al-
gjör snillingur að prjóna þó að
hún hafi fengið liðagigt þegar
hún var um fimmtugt, prjónaði
mikið á ömmu- og langömmu-
börnin.
Prjónaskapur eftir hana fór
oftar en einu sinni á sýningu hjá
félagsstarfinu í Árskógum 6-8.
Það hefur verið mikið fjör í
sumarlandinu þegar hún kom
þangað 17. júní. Þá hafa Gústi,
foreldrar og öll systkini hennar
tekið vel á móti henni. Hún var
síðust í sínum systkinahópi til
að kveðja þetta líf.
Ég kveð þig með söknuði,
elsku tengdamamma, og bið
góðan guð að geyma þig.
Þinn tengdasonur,
Vilberg Ágústsson.
Í dag kveð ég yndislega
tengdamóður mína eftir rúm-
lega fjörutíu ára samfylgd.
Tengdaforeldrar mínir Sigga og
Gústi heitinn tóku mér með opn-
um örmum frá fyrsta degi og
náðum við vel saman. Þau voru
alltaf til staðar fyrir okkur Jón-
ínu og syni okkar og leið strák-
unum alltaf vel hjá ömmu og
afa. Sigga var harðdugleg og
góð kona sem kallaði ekki allt
ömmu sína og var lítið fyrir að
kvarta yfir hlutunum þrátt fyrir
meðal annars erfiða liðagigt
sem hún þurfti að burðast með
nánast hálfa ævina. Hún vann
sem dagmamma til sjötugs og
prjónaði eins og enginn væri
morgundagurinn. Hún var líka
afskaplega viljasterk kona og
ákveðin þegar það þurfti. Þakk-
lát fyrir allt sem fyrir hana var
gert og bað Guð að launa hverj-
um þeim sem aðstoðaði hana.
Mér er mjög minnisstætt atvik
fyrir nokkrum árum þegar hún
lá á spítala dauðvona eftir erfið
veikindi langt gengin með
krabbamein og læknir sagði
hana eiga mjög stutt eftir.
Hvort hún hafi heyrt í læknin-
um eða ekki veit ég ekki en hún
var greinilega ekki tilbúin að
kveðja þennan heim á þeirri
stundu því stuttu eftir að lækn-
irinn sagði þetta, þá bókstaflega
reis hún upp eftir að hafa legið
nánast í meðvitundarleysi í
nokkra daga og fylgdumst við
með orðlaus og agndofa. Þegar
hún þakkaði lækninum fyrir að
hafa bjargað sér sagði hann
eitthvað á þessa leið: „Sigríður
mín, upprisa þín er algerlega á
þínum vegum. Ég á engan þátt í
henni.“ Hún átti síðan nokkur
ágæt ár eftir þetta. Hún var
alltaf með á nótunum og annt
um að spyrja um hagi allra í
kringum sig nánast alveg fram á
síðasta dag. Það er ekki sjálf-
gefið að ná níutíu og þriggja ára
aldri og vera skýr allan tímann
og fyrir það er maður afar þakk-
látur. Henni leið mjög vel á Sól-
túni þar sem hún bjó síðustu tvö
árin. Starfsfólk þar á þakkir
skildar fyrir frábæra umönnun
og umhyggju sem það sýndi
henni þann tíma sem hún bjó
þar. Hvíldu í friði, elsku tengda-
mamma, og takk fyrir allt öll
þessi ár.
Nótt
Nú ríkir kyrrð í djúpum dal,
þótt duni foss í gljúfrasal,
í hreiðrum fuglar hvíla rótt,
þeir hafa boðið góða nótt.
Nú saman leggja blómin blöð,
er breiddu faðm mót sólu glöð,
í brekkum fjalla hvíla hljótt,
þau hafa boðið góða nótt.
Nú hverfur sól við segulskaut
og signir geisli hæð og laut,
en aftanskinið hverfur fljótt,
það hefur boðið góða nótt.
(Magnús Gíslason)
Logi.
Þegar ég í örfáum orðum
minnist elskulegrar tengdamóð-
ur minnar, Sigríðar Friðsemdar
Sigurðardóttur, kemur mér
fyrst í hug góð nærvera. Kona
sem bjó sínum traust og gott
heimili, vann allt sitt af hógværð
og hjartans lítillæti en átti þó
svo margt að miðla öðrum. Hún
var sanntrúuð kona og hjarta-
hrein sem öfundaði engan og
kunni ekki að eiga óvini.
Það var sumarið 1975 sem
leiðir okkar Sigríðar lágu sam-
an, dóttir hennar, Elín, kynnti
mig þá fyrir foreldrum sínum
sem buðu mig strax velkominn.
Heimilið var fjölmennt en reglu-
samt þar sem mikið mæddi á
húsmóðurinni sem þekkti
hvorki eigingirni né sérgæsku,
farið snemma á fætur, matur
alltaf á réttum tíma og sífellt
verið að sýsla eitthvað.
Hún var verðugur fulltrúi
sinnar kynslóðar í því sem við
köllum umhverfisvernd í dag,
gekk vel um allt og góð fyrir-
mynd í að endurnýta. Helsta
áhugamálið var handavinna, þó
svo hún ætti erfitt með prjóna-
skap sökum liðargigtar prjónaði
hún á barna- og barnabörnin
meðan sjónin leyfði. Hafði gott
lag á börnum og langan tíma var
það starfsvettvangur hennar að
gæta barna, alltaf sama alúðin.
Sigríður hafði gott lag á að
brjóta upp hversdagsleikann og
skapa notalega stund, ef fyrir lá
t.d. skemmtidagskrá í sjónvarp-
inu var gjarnan eldaður góður
matur, dúkað borð og horft
saman á sjónvarpið. Það var
gott að vera tengdasonur Sig-
ríðar Friðsemdar.
Blessuð sé minning hennar.
Hrafn Ingimundarson.
Elsku amma mín. Mikið
hlakkaði ég til að koma til Ís-
lands í sumar og leyfa þér loks-
ins að hitta nýjasta langömmu-
gullið þitt, langömmugullið sem
þú hittir óformlega þegar ég sá
þig síðasta haust ólétt að Alex-
ander Eldi. Það veitir mér
huggun að hafa sagt þér frá
honum og pabbi sýnt þér mynd-
ir af honum sem glöddu þig.
Mér þykir svo vænt um síðustu
heimsóknina til þín þar sem ég
fékk að gefa þér stórt og mikið
faðmlag loksins, en eftir erfiða
tíma var það í fremsta forgangi
að koma beint til þín úr einangr-
un og gefa þér faðmlag sem ég
vissi að þú hefðir svo gott af og
myndi gleðja mig. Mér þykir
svo vænt um öll símtölin okkar,
en þeim fjölgaði eftir að ég
sagði þér ítrekað að það kostaði
ekki lengur mikið að hringja til
útlanda. Þú varst svo tillitssöm
og vildir aldrei trufla svo þú
reyndir nú yfirleitt að hafa þau
stutt og kvaddir oft sem ég
hunsaði orðið viljandi, en mitt
helsta markmið var orðið að
halda þér sem lengst í símanum.
Síðasta símtalið er mér minn-
isstætt, þegar ég sagði þér frá
móðurhlutverkinu og lang-
ömmugullinu þínu, þér tókst að
gefa mér stórkostlega ráðlegg-
ingu sem var strax nýtt, eins
sagðirðu svo oft „guð hvað það
er gaman að heyra í þér“, ávallt
svo þakklát fyrir hverja sím-
hringingu. Það var svo gott að
spjalla við þig og heyra hlátur-
inn þinn, að gleðja þig veitti mér
svo mikla gleði.
Þú upplifðir tímana tvenna og
miklar breytingar, margt var á
þig lagt og þrautagöngur
gekkstu í hljóði, horfðir alltaf
fram á veginn, þrautseigjan ein-
kenndi þig langar leiðir, það
þýddi ekkert að dvelja við hlut-
ina eða veita þeim of mikla at-
hygli, aldrei man ég eftir að
hafa heyrt þig kvarta.
Minningarnar eru svo marg-
ar, þá sérstaklega af Hraun-
brautinni, þú hugsaðir svo vel
um okkur barnabörnin á yngri
árum, en við vorum svo heppin
að eiga dag-ömmu. Þú tryggðir
alltaf að enginn væri svangur og
minning um endalausar tertur
úr eldhúsinu kemur upp. Einnig
sat ég marga tímana hjá ykkur
afa að klára heimanámið á ung-
lingsárum og sástu alltaf til
þess að ég væri södd öllum
stundum.
Elsku amma mín. Takk fyrir
allt, minnig um ástríka góð-
hjartaða ömmu sem vildi allt
fyrir okkur gera mun ávallt
fylgja mér. Ég reyndi mitt
besta að ná þér fyrir ferðina í
sumarlandið, en þú tryggðir að
ég væri að minnsta kosti komin
til landsins áður en þú hélst af
stað. Góða ferð í sumarlandið og
bið að heilsa elsku afa sem ég
sakna svo mikið, ég veit þið
munuð leiðast að eilífu líkt og
þið gerðuð alltaf.
Þín
Hafdís.
Sigríður Friðsemd
Sigurðardóttir
Kærar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra
föður, tengdaföður, afa og langafa,
EYÞÓRS SIGMUNDSSONAR
matsveins,
Kársnesbraut 93, Kópavogi.
Guðrún Helga Eyþórsdóttir
Lilja Eyþórsdóttir
Sigmundur Eyþórsson
Brynja Eyþórsdóttir
og fjölskyldur