Morgunblaðið - 28.06.2022, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2022
90 ÁRA Sigurður
fæddist á bænum
Fornahvammi í
Vopnafirði. Hann fór
snemma á sjó og
stundaði sjómennsku á
höfum úti í yfir 50 ár.
„Ég byrjaði í sjó-
mennsku þegar ég var
12 ára og var rúmlega
tvítugur þegar ég lét
smíða bátinn Helgu
ásamt Ólafi Jónssyni.“
Sigurður stundaði sjó-
inn á sumrin í Vopna-
firði en fór suður til
Reykjavíkur á haustin
og var þar á togurum á veturna. Hann fékk pláss á togaranum Mars haust-
ið 1950 og lenti skjótt í miklu óveðri undan Vestfjörðum. „Aðrir togarar
lágu allir í vari undir Grænuhlíð en á Mars hélt Gísli skipstjóri áfram að
veiða. Ég hef aldrei verið eins sjóveikur um ævina enda þá enn óharðnaður
18 ára gutti. Svo fórum við suður á Selvogsbanka og mokveiddum.“ Sig-
urður hætti á togurum 1960 og flutti sig yfir á síldveiðibátana. Eftir um 50
ár á sjó kom hann sér upp hjalla á bænum Melum í Kjós þar sem hann
verkaði hákarl. Í seinni tíð hefur hann oft verið nefndur Siggi hákarl enda
var hann á tíma stórtækur hákarlaverkandi og mikill sérfræðingur í þeim
efnum. „Ég byrjaði á þessu sem unglingur heima á Vopnafirði en var mest
í þessu eftir að ég hætti á sjó. Núna er ég alveg hættur þó að ég eigi alltaf
hákarl hjá mér.“ Sigurður hafði gaman af því að dansa og var mikið í því á
sínum yngri árum.
FJÖLSKYLDA Sigurður var giftur Sólveigu Maríu Björnsdóttur, oft köll-
uð Mæja, f. 15.8. 1922, d. 26.4. 2014. Þau eignuðust fjögur börn, Helgu Rós,
f. 3.8. 1961, Björn Guðgeir, f. 16.7. 1963, Maríu Hlín. f. 27.8. 1964, og
stúlkubarn, f. og d. 22.3. 1969. Foreldrar Sigurðar voru Guðmundur Skag-
fjörð Guðmundsson, f. 5. október 1879, d. 15. apríl 1954, og Helga Gísla-
dóttir, f. 24. apríl 1875, d. 24. apríl 1950.
Sigurður Hólm Guðmundsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Búðu þig undir að þurfa að aðlag-
ast breytingum en láttu þér ekki detta í hug
að þetta ástand haldist óbreytt um alla ei-
lífð. Einhver setur þér stólinn fyrir dyrnar.
20. apríl - 20. maí +
Naut Þú færð hugsanlega óvænt tækifæri
til þess að ferðast. Það rignir upp í nasirnar
á manneskju sem þú þekkir, reyndu að
forðast hana um tíma.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Sumir leita til þín með mál sín í
fullri alvöru, en svo eru þeir, sem eru bara
að tékka á skoðunum þínum. Þú leggur
nótt við dag til að klára framkvæmdir
heima.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Það skiptir engu máli hversu lengi
þú talar, fólk er ekki að hlusta. Hikaðu ekki
við að slá til og stökkva á tilboð sem þú
færð. Þú hefur engu að tapa.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Góðar hugmyndir læðast hægt og ró-
lega að þér. Einhver atburðarás er komin af
stað sem þú ræður engu um. Ekki missa
móðinn.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Þú ættir endilega að gera ferðaáætl-
anir fyrir árið. Þú vinnur best ef þú ert með
skipulagið á hreinu. Ef þú staldrar við og
hlustar á þína innri rödd færðu svar.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Eins og stendur stjórnar þú ferðinni í
þínu lífi og berð ábyrgð á því að láta
drauma þína rætast. Þú færð hrós frá
ókunnugum.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Hafðu ekki of miklar áhyggjur
af öðru fólki, því þú þarft að hafa tíma fyrir
sjálfa/-n þig. Veltu hverri krónu fyrir þér.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Vertu eins og safnari og safn-
aðu að þér vinum sem auðga líf þitt með
skemmtilegum minningum og jákvæðum
straumum.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Það hefur ekkert upp á sig að
stinga höfðinu í sandinn, vandamálin
hverfa ekki. Treystu innsæi þínu, það hefur
gefist vel hingað til.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Lífið hefur á sér margar hliðar
og það getur stundum verið erfitt að velja
réttu leiðina. Reyndu að sýna sanngirni.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þú hefur mikla þörf fyrir að bæta
sjálfa/-n þig með einhverjum hætti. Þú
greiðir götu vinar sem mun þakka þér síðar.
S
veinn Ragnarsson fædd-
ist 28. júní 1962 í
Reykjavík. Bjó hann í
Hlíðahverfinu í Reykja-
vík öll sín uppvaxtarár
við rætur Öskjuhlíðar sem hafði
sitt aðdráttarafl fyrir ungan
mann. Eins og margir strákar í
Hlíðahverfinu dróst Sveinn að
hverfisfélaginu Val og æfði þar
fótbolta, badminton og seinna
körfubolta. Á sumrin lá svo leiðin í
Borgarfjörðinn til afa og ömmu í
sveitina í Þverárhlíð. „Þar átti ég
mínar bestu stundir í náttúrunni
með afa og ömmu sem voru í raun
mínir sálufélagar. Eftir Hlíðaskól-
ann tók við nám í húsasmíði við
Fjölbrautaskólann í Breiðholti.
Sérstakt var að taka strætó upp í
Breiðholt og elta svo þá sem voru
með skólatöskur, því ég hafði aldr-
ei komið á slóðir skólans og vissi
ekki hvar hann var. Þetta var
meira hugmynd föður míns að ég
færi í þetta nám þar sem ég var
gjarnan að smíða eitthvað heima
við og stelast í verkfærin hans. Ég
var staðráðinn í að hefja nám í
Menntaskólanum við Hamrahlíð
enda hann í næstu götu og flestir
vinirnir úr Hlíðaskóla á leiðinni í
skólann. En svona breyttust þær
ráðagerðir og á hinn besta veg og
faðir minn vissi greinilega hvað
hann var að gera.“
Eftir námið í húsasmíði starfaði
Sveinn nokkur ár við smíðar en
ákvað svo að mennta sig meira á
því sviði. Lauk hann námi í bygg-
ingartæknifræði 1998. Með námi
starfaði hann hjá Sveinbirni Sig-
urðssyni byggingaverktaka, síðar
SS-verktakar, og var Sveinn
þeirra fyrsti tæknimaður. „Gaman
var að kynnast Sveinbirni Sigurðs-
syni sem var goðsögn í verktaka-
bransanum og er enn. Eftir nokk-
ur ár hjá SS-verktökum starfaði
ég hjá Verkfræðistofunni Fjöl-
hönnun og fékk þar góð tækifæri
og handleiðslu í framkvæmdafræð-
um hjá Guðna Eiríkssyni og kann
honum miklar þakkir fyrir.“
Sveinn stofnaði svo sitt eigið ráð-
gjafarfyrirtæki 2005 en dró saman
seglin 2008. Hann fór í meistara-
nám ásamt því að vinna hjá Verkís
verkfræðistofu. Ekki gafst Sveini
þó tími til að ljúka náminu að fullu
vegna anna hjá Verkís en þar
vann hann til ársins 2013.
„Ég hélt þá áfram störfum hjá
eigin ráðgjafarfyrirtæki, Fram-
kvæmdaráðgjöf, sem ég rek enn í
dag. Ég hef sérhæft mig í bygg-
ingar- og verkefnastjórnun fram-
kvæmda fyrir verktaka og fjár-
festa. Nokkur helstu verkefni
undanfarin ár eru meðal annars
Skuggahverfið í Reykjavík, RÚV-
reiturinn, íbúðir í Austurhöfn og
Íþróttamiðstöð Fram í Úlfars-
árdal.
Árið 2019 lét Sveinn gamlan
draum rætast og keypti jörð í
Borgarfirði. „Ég er þar aðeins að
prófa mig áfram í hestamennsku.
Til stendur að planta trjám í ein-
hverjum mæli, en aðalverkefnið
þar, sem og aðaláhugamálið þessi
misserin, er að breyta útihúsum í
sveitahótel sem ég stefni á að
opna á næsta ári. Sum áhugamálin
eru sem sagt náskyld vinnunni.
Ætli ég verði ekki að teljast
vinnualki eða þá bara ofvirkur og
örugglega með athyglisbrest, því
að vinnufélagarnir segja að ég sé
gjarnan í öðrum heimi þegar verið
er að tala við mig. En þannig
Sveinn Ragnarsson – 60 ára
Byggingartæknifræðingur og húsasmíðameistari Sveini er margt til lista lagt. Hann rekur ráðgjafarfyrirtæki,
Framkvæmdaráðgjöf, en er að auki sveimhugi og hefur áhuga á andlegum málefnum og hinu óáþreifanlega.
Lætur drauminn rætast í Borgarfirði
Fjölskyldumaður Sveinn er mikill fjölskyldumaður og hann á fimm dætur.
Hann býður þeim og mökum þeirra reglulega í mat og finnst líka gott að
ferðast, en hann stefnir einmitt á að vera á Spáni á afmælisdaginn.
Æskuslóðir Sveinn keypti sér jörð í Borgarfirði 2019 og hefur verið að
prófa sig áfram í ýmsu en ætlar sér helst að breyta útihúsum í sveitahótel.
Til hamingju með daginn