Morgunblaðið - 20.07.2022, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.07.2022, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 2022 20árGottverðfyriralla í 2002–2022 Alvöru þakrennur sem endast! Frábært verð! Flestum rannsóknaraðgerðum er lokið er snúa að meintu manndrápi í Barðavogi. Fyrst og fremst er beð- ið eftir gögnum, meðal annars er snúa að sakhæfi hins grunaða. Þetta staðfestir Eiríkur Valberg hjá miðlægri rannsóknardeild lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. Gæsluvarðhald yfir manninum rennur út eftir tíu daga, hinn 29. júlí, en líklegt er að óskað verði eft- ir framlengingu á því. Miðað er við að rannsóknir af þessu tagi taki allt að tólf vikur en rúmar sex vikur eru frá atburðinum. „Það er svolítið eftir, en flestum rannsóknaraðgerðum er lokið. Við erum fyrst og fremst að bíða eftir gögnum,“ segir Eiríkur. Rannsókn að ljúka á manndrápsmáli Guðni Einarsson gudni@mbl.is Úrskurðarnefnd í vátrygginga- málum berast hundruð mála á hverju ári. Frá 2009 til og með 2021 úrskurðaði nefndin í 5.671 máli eða 436 málum á ári að meðaltali. Á lista, sem birtur er á heimasíðu úrskurðarnefndarinnar, sést að nið- urstöðu er breytt, málskotsaðila í vil, í minni hluta tilvika. Á árunum 2009- 2019 var hlutfall slíkra breytinga frá 21% tilvika 2013 upp í 33% tilvika 2018. Lögreglumaður í átökum Samantekt úrskurða frá 2021 sýn- ir vel hve fjölbreyttum málum er vís- að til úrskurðarnefndarinnar. Mál nr. 462/2021 fjallar um kröfu rann- sóknarlögreglumanns sem slasaðist þegar hann var að handtaka ein- stakling sem lét ófriðlega. Lögreglumaðurinn slasaðist á fæti og olnboga í átökunum. Hann var með almenna slysatryggingu og krafðist bóta. Tryggingafélagið hafnaði kröfunni vegna þess að meiðslin urðu í handalögmálum sem eru sérstaklega undanskilin sam- kvæmt skilmálum tryggingarinnar. Þessu var mótmælt enda var lög- reglumaðurinn að sinna starfi því sem slysatryggingin náði til og slík- ar handtökur hluti af starfinu. Ekki hafi verið um handalögmál að ræða í skilningi ákvæðisins. Nefndin taldi að skilmálar trygg- ingarinnar gerðu ekki greinarmun á því hvernig handalögmálin voru til- komin. Lögreglumaðurinn ætti því ekki rétt á bótum úr slysatrygging- unni. Slasaðist er strætó bremsaði Strætisvagni á leið 2 var nauð- hemlað þegar bíll fyrir framan hann snarstoppaði. Kona sem var farþegi í vagninum skaust til í sætinu og skallaði með andlitið og höfuð í sæt- in. Við höggið eyðilögðust gleraugu hennar. Hún fór samdægurs á Læknavaktina og fékk vottorð um áverka sem hún varð fyrir. Konan taldi atvikið vera bótaskylt úr ábyrgðartryggingu vagnsins en tryggingafélagið sagði með öllu ósannað að slysið hefði valdið kon- unni varanlegum afleiðingum. Til var myndbandsupptaka sem sýndi atvikið þegar strætisvagninn snarhemlaði og konan kastaðist í sætið fyrir framan. Þá lá fyrir lækn- isvottorð um áverka hennar. Þótt ekki lægju fyrir upplýsingar um um- fang líkamstjóns konunar þótti talið sannað að hún hafi orðið fyrir ein- hverju slíku tjóni við atvikið. Því væri tjón hennar bótaskylt úr ábyrgðartryggingu strætisvagnsins. Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að líkamstjón konunnar væri bótaskylt úr ábyrgðartrygg- ingu strætisvagnsins. Úrskurða í hundruðum vátryggingamála á hverju ári - Allt að þriðjungi niðurstaðna vísaðra vátryggingamála hefur verið breytt Morgunblaðið/Eggert Óhapp Fólk fer fram á bætur frá vátryggingafélögum vegna ýmiss konar óhappa og tjóna sem það verður fyrir. Sé kröfu um bætur hafnað, er hægt að skjóta málinu til úrskurðarnefndar innan eins árs frá því að kröfu var hafnað. Tveimur tónlistaratriðum hefur verið bætt við tónleikana Rokk í Reykjavík, sem haldnir verða 17. september næstkomandi. Tónleik- arnir hafa verið harðlega gagn- rýndir fyrir skakkt kynjahlutfall tónlistarmanna, karlmönnum í vil, á samfélagsmiðlinum Twitter. Björgvin Þór Rúnarsson, eig- andi Nordic Live Event, sem held- ur tónleikana, segir í samtali við mbl.is að staðið hafi til að kynna leynigest tónleikanna, Röggu Gísla, eftir að miðasala hæfist, þar sem hún væri eina tónlistarkonan. Nú er þó ljóst að hún verður ekki eina tónlistarkonan á tónleik- unum, þar sem hljómsveitunum Vicky og SÐSKPR hefur verið bætt við til að bæta kynjahlut- fallið. Björgvin benti á uppfærslu á síðu Vicky í dag, þar sem sveitin gagnrýnir umræðuna og segir að- gerðir mikilvægari: „Það er auð- veldara að breyta heiminum þegar við erum öll í sama liði og okkar framlag í þetta skiptið er sýnileik- inn sem kallað er eftir.“ Þá segir Björgvin það því miður staðreynd að tónlistarsenan kring- um rokktónlist hér á landi standi að stórum hluta saman af karlkyns tónlistarmönnum og hljómsveitum, en hann vill snúa umræðunni að því að fagna þessum tónleikum, sem halda uppi rokki hér á landi. Bæta við atriðum vegna gagnrýni Hjólreiðamaður var að hjóla í Elliðaárdalnum. Þar hljóp kan- ína fyrir hjólið, þannig að hann missti stjórn á hjólinu og lenti á tré. Hjólreiðamaðurinn slasaðist alvarlega, missti meðvitund og var fluttur á slysadeild. Hann krafðist bóta úr ábyrgðartryggingu trygginga- félags, þar eð eigandi hjólastígsins bæri ábyrgð á að tryggja öryggi þeirra sem ættu leið um hann. Afar slæm lýsing hafi m.a. verið á slysstaðnum. Með betri lýsingu hefði verið hægt að sjá kanínuna sem hljóp í veg fyrir hjólið. Auk þess hefði lengi ver- ið vitað af kanínufaraldri á svæðinu án þess að nokkuð væri gert í því fyrr en eftir slysið. Tryggingafélagið taldi ekkert benda til þess að slysið mætti rekja til háttsemi starfsmanna þess sem á hjólastíginn. Það taldi einnig ósannað að kanína hefði hlaupið í veg fyrir hjólreiðamanninn. Nefndin úrskurðaði að hjólreiðamaðurinn ætti ekki rétt á bótum úr tryggingunum. Kanínu kennt um reiðhjólaslys ENGAR BÆTUR Varúð: Kanínur! Ítalski hjólreiðakappinn Andrea Devicenzi er rétt hálfnaður með hringinn í kring um landið. Í gær snæddi hann morgunverð á Sval- barða í Suður-Þingeyjarsýslu áður en hann lagði af stað til Þverár. Devicenzi missti annan fótinn í mótorhjólaslysi þegar hann var 17 ára gamall en hefur ekki látið það stoppa sig og hjólað víða um heim. Hann lagði af stað frá Reykjavík hinn 10. júlí ásamt þeim Simone Pin- zolo fararstjóra og Andrea Baglio ljósmyndara sem tekur upp heimildakvikmynd um ferðina. Félagarnir hafa eingöngu gist í tjaldi, en Simone segir veðrið hafa leikið þá grátt í ferðinni. Hann segir rok og rigningu vera helstu þolraun sem Andrea hafi mætt í hjólreiðun- um. „Að kynnast fólkinu hérna er það sem gerir þessa ferð svo sér- staka, en við höfum bara einu sinni lent í leiðinlegu tilviki og var það þegar bóndi neitaði okkur að tjalda í náttúrunni og var hann frekar dóna- legur í þokkabót.“ Simone gerir ráð fyrir því að ferðahópurinn komi til Reykjavíkur hinn 30. júlí. Ljósmynd/Andrea Baglio Hringferð Ítalski hjólreiðamaðurinn Andrea Devicenzi á leið um Ísland. Hringurinn hálfnaður - Rok og rigning hafa verið helstu farartálmar ítalsks hjólreiðakappa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.