Morgunblaðið - 20.07.2022, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 2022
Laugavegi 29 - sími 552 4320
www.brynja.is - verslun@brynja.is
Lykilverslun við Laugaveg
síðan 1919
Áratuga þekking og reynsla
VERÐ
FRÁ
4.100
7.180
9.560
8.710
29.980
1.250
Vefverslun brynja.is
VASAHNÍFAR &
ELDHÚSHNÍFAR
MIKIÐ
ÚRVAL
SWISS TOOL
Eftir að fréttir bárust af samningum í
deilu flugmanna skandinavíska flug-
félagsins SAS í fyrrakvöld, og þar
með lokum 15 daga verkfalls sem
setti strik í reikning margs ferða-
langsins, innan sem utan Norður-
landanna, var í fyrstu óljóst um afdrif
nýs samnings.
Frá SAS barst tilkynning um að
ekkert hefði verið undirritað, þrátt
fyrir að fjölmiðlar kepptust við að
segja frá samningum í höfn. Eld-
snemma í gærmorgun var því loks
slegið föstu að málinu væri lokið að
þessu sinni.
Loksins eðlilegur rekstur
Nýi samningurinn nær til fimm og
hálfs árs og tryggir meðal annars 450
af 560 flugmönnum, sem misstu störf
sín í heimsfaraldrinum, vinnu á ný.
„Loksins getum við hafið eðlilegan
rekstur á nýjan leik og flogið með við-
skiptavini okkar í eftirsóttar sum-
arleyfisferðir,“ sagði Anko van der
Werff, forstjóri félagsins, í gær.
Flugmennirnir sem misstu vinn-
una brigsluðu SAS um að komast hjá
endurráðningum með því að nýta sér
starfsmannaleigur. Þeim áburði hafa
stjórnendur félagsins vísað á bug frá
upphafi.
„Það gleður mig mjög að deilunni
er lokið. Hún stóð allt of lengi og hafði
allt of víðtæk áhrif,“ sagði Roger
Klokset, formaður stéttarfélags
norskra flugmanna SAS, í gær, um
leið og hann bað farþega félagsins af-
sökunar á verkfalli sem náði til 900
flugmanna.
„Von mín er að við komum flugum-
ferð í gang á nýjan leik svo fljótt sem
verða má og komum fólki þangað sem
það ætlar sér. Það er ánægjuefni að
við tókum slaginn fyrir þá sem sættu
uppsögnum og á þeim vettvangi tel
ég okkur hafa unnið sigur,“ sagði
Klokset enn fremur.
AFP/Lars Schroder
Loksins Anko van der Werff, for-
stjóri SAS, er sæll að deilu lokinni.
450 af 560 í vinnu
hjá SAS að nýju
- Vélarnar í loftið eftir harða orrahríð
Bandaríska varn-
armálaráðu-
neytið hefur
samið við Lock-
heed Martin-
verksmiðjurnar
um framleiðslu
375 F-35-
orrustuþotna
næstu þrjú árin.
Þetta tilkynnti
William LaPlante, innkaupastjóri
vopna hjá ráðuneytinu, í gær og
kvað ánægjuefni.
Kostnaðurinn við smíðina er 30
milljarðar dala, jafnvirði rúmra
4.000 milljarða íslenskra króna. Al-
gengasta útgáfa F-35 er F-35A, sem
norski herinn hefur keypt í tugatali
til að leysa fornan F-16-flota sinn af
hólmi. Sú framleiðsla, sem nú mun
líta dagsins ljós, er fimmta kynslóð
F-35, sem fyrst var framleidd árið
2007. Vélarnar eru þeirrar náttúru
að vera torséðar á ratsjám.
BANDARÍKIN
Semja um smíði 375
F-35-orrustuþotna
Brynjaður varg-
fugl í forsal vinda.
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
Rúmlega 400 slökkviliðsmenn í
London börðust í gær við að minnsta
kosti sjö elda, þar á meðal í íbúðar-
húsum í Wennington í Austur-Lond-
on, þar sem eldur kviknaði upphaf-
lega í graslendi en barst þaðan í
nærliggjandi hús.
Bað slökkviliðið borgarbúa í gær
um að hringja ekki í neyðarnúmerið
999 nema um ýtrustu neyð og hreina
lífshættu væri að ræða, þar sem
neyðarsímaverðir hefðu ekki undan
að svara í símann. Eins voru borg-
arbúar hvattir til að grilla hvorki né
kveikja elda af öðru tilefni.
Gerði slökkviliðið heiðarlega til-
raun til að halda borgarbúum upp-
lýstum um gang mála á samfélags-
miðlinum Twitter, þar sem sjá mátti
fjölda tilkynninga um ástandið, svo
sem að 30 dælubifreiðar og 175
slökkviliðsmenn berðust við eld í
graslendi á Pea Lane í Upminster og
að ekki sæjust handa skil á M25-
brautinni.
„Þetta er neyðarástand“
Eins tilkynnti slökkvilið um bruna
og fjölda bifreiða og manna á staðn-
um í Green Lanes, Oaks Road, Ball-
ards Road, Broadway við Wembley
og víða annars staðar um borgina.
Eins og Morgunblaðið greindi frá í
gær, varaði breska veðurstofan þá
við eldhættu, nokkuð sem fátítt er
þar í landi.
„Þetta er skelfilegt,“ sagði Freya
Gutteridge, íbúi í Wennington, við
breska ríkisútvarpið BBC í gær, „við
erum nokkur hér sem vinnum á
sama stað og við erum felmtri slegin
yfir afdrifum heimila fjölskyldna
okkar. Við vitum að okkur verður
gert að rýma svæðið ef við erum í
hættu en hér í hverfinu eru bens-
ínstöðvar og við óttumst um alla
hérna,“ sagði Gutteridge.
Lestafyrirtæktið c2c Rail bað fólk
um að nota járnbrautirnar sem
minnst vegna bruna nálægt helstu
akstursleiðum lestanna. Sadiq Khan
borgarstjóri skrifaði á Twitter-svæði
sitt og bað borgarbúa að gæta sín í
hvívetna. „Slökkviliðið hefur lýst yfir
neyðarástandi vegna stórbruna í
höfuðborginni í dag. [...] Þetta er
neyðarástand, slökkviliðið sætir
gríðarmiklu álagi. Gætið að ykkur.“
Hiti fór í fyrsta sinn á skráningar-
tíma yfir 40 gráður í Bretlandi í gær,
þegar hann mældist 40,2 gráður á
Heathrow-flugvellinum um hádegis-
bil.
„Við óttumst um alla hérna“
- Hundruð slökkviliðismanna börðust við elda í London í gær - Fólk beðið að nota lestakerfið sem
minnst - Sadiq Khan borgarstjóri bað íbúa að gæta að sér - Hiti í fyrsta sinn yfir 40 gráður
AFP/William Edwards
Sól tér sortna Reykjarmökkur stígur til himins í Dartford í Kent í gær.
Franski götufimleikameistarinn Char-
les Poujade sýnir færni sína í miðbæ
Parísar í gær. Poujade leggur stund á
parkour sem meðal annars hefur hlot-
ið íslensku þýðinguna götufimleikar.
Franska orðsifjafræðin að baki fyrir-
bærinu er þó snúnari en þar er hug-
takið dregið af parcours du combatt-
ant sem vísar til þrautabrauta í her-
þjálfun.
Parkour snýst um að iðkandinn til-
einki sér þá list að koma sér frá punkti
A til punkts B á sem stystum tíma og
með því að nýta umhverfi sitt og hluti í
því til hins ýtrasta. Finna má mynd-
skeið af Poujade á YouTube sem vekja
í senn skelfingu og aðdáun. Rúmfræði
Evklíðs fjallar meðal annars um
punkta og línur í plani og það gerir
parkour kannski einnig á sinn hátt.
Götufimleikar ögra ýmsum lögmálum og vekja spurningar um línur milli ólíkra punkta
Svifið um
loftin
Parísar blá
AFP/Julien De Rosa