Morgunblaðið - 20.07.2022, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.07.2022, Blaðsíða 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 2022 ✝ Árný Elsa Tómasdóttir fæddist á Skjald- breið í Vest- mannaeyjum 14. október 1940. Hún lést á Sunnuhlíð 5. júlí 2022. Móðir hennar var Ágústa G. Árnadóttir, f. 15.6. 1904, d. 2.5. 1991, húsmóðir. Blóðfað- ir var Guðmundur Franklín Gíslason. Uppeldisfaðir var Óskar Sigurðsson, f. 13.10. 1906, d. 25.9. 1988, kart- öflubóndi. Uppeldissystur, dætur Ósk- ars: Halldóra, f. 17.7. 1931, d. 24.2. 2008; Jóna Birta, f. 16.10. 1934, d. 1.6. 2008; Sigurlín Sesselja, f. 6.9. 1936. Einnig átti Óskar Ragnhildi, f. 13.11. 1937, sem ólst upp á öðrum bæ. Margrét Hólmfríður, f. 24.9. 1947, sem er frænka Elsu frá Vestmannaeyjum. Hálfbróðir og Sindri Freyr. 2) Guðbjörg Kristín, f. 7.8. 1964, börn henn- ar eru: a) Valdimar, f. 17.10. 1983, giftur Maríu Sigurð- ardóttur, börn þeirra eru Arn- ór Logi, Mikael Aron og Aldís Kara. b) Elsa María, f. 12.8. 1989, gift Hilmi Vilhjálmssyni, börn þeirra eru Alexía Lív og Jasmín Lóa. c) Margrét Rún, f. 5.4. 1997. 3) Jón Óskar, f. 26.6. 1966, börn hans eru: a) Sindri Már, f. 21.7. 1992. b) Kristrún Heiða, f. 10.10. 1993. c) Agnes Rósa, f. 16.10. 2002, í sambúð með Daníel Þorgeiri. 4) Thelma Dögg, f. 22.10. 1978, gift Hauki Ægi Ragnarssyni, börn þeirra eru: a) Finnur Leó, f. 12.8. 1998. b) Dóróthea Hulda, f. 20.2. 2003. c) Hekla Ýr, f. 18.6. 2009. d) Blædís Rún, f. 3.6. 2011. Elsa vann almenn sveitastörf í uppvextinum og gekk í skóla í Þykkvabænum. 17 ára fór hún einn vetur í Húsmæðra- skólann á Laugalandi í Eyja- firði. Elsa vann verslunarstörf, svo lengst af á Landspítalanum – Háskólasjúkrahúsi við sím- vörslu og fleira. Útför Elsu fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag, 20. júlí 2022, kl. 15. samfeðra er Trausti Örn, f. 25.9. 1940. Elsa giftist Valdimari Jóns- syni, f. 7.2. 1942, hinn 13. apríl 1963, þau skildu. For- eldrar Valdimars voru Guðbjörg Jó- hannesdóttir, f. 3.3. 1907, d. 2.12. 2002, og Jón Krist- jánsson, f. 30.5. 1906, d. 26.9. 1973. Börn Elsu og Valda eru: 1) Ágústa, f. 7.2. 1963, gift Gunnari Steinþórssyni, f. 23.1. 1963. Dætur Ágústu eru: a) Heiðdís, f. 16.2. 1983, gift Magnúsi Guðmundssyni, börn þeirra eru Stormur og Eldar. b) Andrea Elsa, f. 14.10. 1987, í sambúð með Bjarna Guðmunds- syni, sonur þeirra er Frosti Rafn. Barnsfaðir Ágústu er Ágúst Bogason, f. 3.8. 1959. Synir Gunnars eru Brynjar Þór Elsku mamma mín. Nú sit ég hér úti í góða veðrinu og hlusta á fallegu lögin sem þú varst búin að velja í jarðarförina þína. Elsku mamma mín, ég næ bara ekki utan um þetta, ég er svo brotin og sorgmædd en núna veit ég að þú ert komin til afa og ömmu sem þú saknaðir svo mikið, það hafa verið góðir endurfundir. Svo sé ég fyrir mér að þú, Jóna og Halldóra systur þínar ásamt Gísla og Tomma séuð nú aldeilis að hafa góða endurfundi, ef til vill er gott ball sem þið getið farið saman á. Elsku mamma mín, alltaf gat ég leitað til þín og þú varst komin á augabragði til að hjálpa og að- stoða ef eitthvað var, einnig ef ég þurfti að gera eitthvað þá varstu alltaf tilbúin að koma með mér og þá var nú alltaf svo gott að setjast niður og fá sér góðan kaffibolla og eitthvað sætt með enda varstu sælkeri mikill. Elsku mamma, ég ylja mér við allar minningarnar, hef í hjarta mínu utanlandsferðirnar okkar sem við fórum saman og síðast mæðgnaferðina árið 2019, það var svo gaman hjá okkur. Nú skoða ég myndirnar og hlæ að vitleys- unni í okkur og fer í huganum yfir ferðina og hvað við gerðum, þá hefði mér aldrei dottið í hug að ég væri að fara að kveðja þig þremur árum seinna og að myndin sem við systkinin völdum til að vera með hér væri myndin sem ég tók af þér þegar við vorum að gantast úti á svölum. Ég veit að þú varst svo stolt að ég fór í hjúkrunarnámið, þar sem það var alltaf draumur þinn að gera enda mannvinur mikill og hikaðir ekki við að aðstoða þá sem minna mega sín. Ég veit að þú munt styrkja mig og styðja í námi og starfi. Elsku mamma mín, nú ertu laus við þennan andstyggðarsjúk- dóm, þú ert komin til allra sem þú saknaðir alltaf svo mikið og ég finn styrk í því og ylja mér við það að þegar minn tími kemur tekur þú á móti mér. Elsku mamma mín, ég elska þig svo mikið og sakna þín, ég mun halda minningu þinni á lofti við börnin mín, sérstaklega Heklu Ýri og Blædísi Rún sem fengu alltof lítinn tíma með þér. Mamma mín, ég tek allt sem þú kenndir mér með mér í framtíð- ina og ég veit að þú verður mér við hlið. Elsku mamma mín, ég lýk þessu með þessu fallega ljóði sem ég fann í þínum fórum þegar ég var að fara í gegnum dótið þitt, svo fallegt ljóð. Mamma, elsku mamma, man ég augun þín, í þeim las ég alla elskuna til mín. Mamma, elsku mamma, man ég þína hönd, bar hún mig og benti björt á dýrðarlönd. Mamma, elsku mamma, man ég brosið þitt; gengu hlýir geislar gegnum hjarta mitt. Mamma, elsku mamma, mér í huga skín, bjarmi þinna bæna, blessuð versin þín. Mamma, elsku mamma, man ég lengst og best, hjartað blíða, heita – hjarta, er sakna ég mest. (Sumarliði Halldórsson) Elsku mamma mín, ég elska þig. Þín elskandi dóttir, Thelma Dögg. Árný Elsa Tómasdóttir - Fleiri minningargreinar um Árnýju Elsu Tóm- asdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Erla Sigurjóns- dóttir fæddist 10. maí 1929 í Reykjavík. Hún lést á Landspítalanum föstudaginn 1. júlí sl. Foreldrar henn- ar voru Sigurjón Danivalsson, f. 29.10. 1900, d. 15.8. 1958, menntaður búfræðingur og síð- ar framkvæmdastjóri, og Sól- veig Lúðvíksdóttir, f. 1.7. 1905, d. 9.11. 1991, húsfreyja. Erla átti einn bróður, Örn, f. 15.6. 1945, d. 11.5. 1949 af slysförum. Erla giftist 6.9. 1952 Manfreð Vilhjálmssyni, f. 21.5. 1928, arki- tekt. Foreldrar hans voru Vil- hjálmur Jónsson, f. 31.5. 1901, d. 10.7. 1972, húsasmíðameistari í Reykjavík, og Marta Ólafsdóttir, f. 3.6. 1894, d. 12.11. 1983, hús- freyja. Börn Erlu og Manfreðs eru: 1) Sólveig, f. 26.8. 1954, tækni- teiknari. Barnsfaðir hennar er Ólafur Karlsson sjómaður. Börn þeirra eru Rakel og Sigurjón Örn. 2) Vilhjálmur Már, f. 10.10. 1957, véltæknifræðingur. Maki Gautaborgar í Svíþjóð, en hann var þar við nám í arkitektúr. Meðan á dvöl þeirra stóð stund- aði hún nám í sænsku. Árið 1956 sneru þau aftur til Íslands, bjuggu fyrst í Reykjavík og sett- ust síðan að á Álftanesi árið 1962. Manfreð teiknaði hús þeirra, Smiðshús, og hafa þau búið þar allan sinn hjúskap. Erla útskrifaðist sem stúdent frá Verslunarskóla Íslands árið 1950. Hún hélt sænskunámi áfram eftir heimkomu við Há- skóla Íslands. Hún kenndi við Bjarnastaðaskóla á Álftanesi í nokkur ár. Erla starfaði ötullega fyrir Sjálfstæðisfélag Bessa- staðahrepps. Hún sat í hrepps- nefnd á áttunda og níunda ára- tugnum ásamt því að sitja í ýmsum nefndum tengdum sveitarstjórnarmálum. Erla var kosin oddviti Bessastaðahrepps árið 1982 og gegndi því embætti í tvö kjörtímabil. Ásamt þessum störfum var hún húsmóðir á mannmörgu heimili á Álftanesi og mjög virk í félagsmálum. Hún var meðal annars formaður Kvenfélags Bessastaðahrepps í mörg ár og var heiðursfélagi í því félagi. Erla var einn af hvata- mönnum að stofnun Tónlist- askóla Álftaness sem starfaði í nokkra áratugi en tilheyrir nú Tónlistarskóla Garðabæjar. Útför Erlu fer fram frá Bessa- staðakirkju í dag, 20. júlí 2022, kl. 13. Jóhanna Diðriks- dóttir upplýsinga- fræðingur. Börn þeirra eru Sólveig og Manfreð Már. 3) Gunnhildur, f. 4.7. 1961, upplýsinga- fræðingur. Maki Einar Rúnar Ax- elsson læknir. Börn Erla, Halldóra Sól- veig og Kristján Logi. Fyrir átti Ein- ar börnin Axel, Ingunni og Loft. 4) Sigurjón Már, f. 27.10. 1963, flugumferðarstjóri. Maki Svan- dís Tryggva Petreudóttir, sjúkraliði og upplýsingafræð- ingur. Börn þeirra eru Tryggvi Már, Sigurveig Unnur og Guðný Erla. 5) Valdís Fríða, f. 17.2. 1968, læknir. Maki Lárus Jón- asson læknir. Börn þeirra eru Lúðvík og Málfríður. Barnahópur Erlu og Manfreðs er mjög blómlegur og eru af- komendur alls 31; fimm börn, 12 barnabörn, átta barnabarnabörn og sex barnabarnabarnabörn. Erla ólst upp í Reykjavík en dvaldi mörg sumur í Mývatns- sveit. Hún kynntist eiginmanni sínum árið 1950 og fluttu þau til Ein mesta gæfan í lífinu er að eiga góða móður og föður og vorum við systkinin í Smiðshúsi svo lánsöm að fá þá dýrmætu gjöf. Því fylgir mikil sorg að kveðja mömmu okkar en jafn- framt innilegt þakklæti. Hún var einstök kona og það voru mikil forréttindi að alast upp undir hennar visku og verndarvæng. Mamma átti mjög góða ævi en hún var ekki án áfalla og var stærsta áfallið þegar hún missti einkabróður sinn, fjögurra ára gamlan, af slysförum daginn eft- ir að hún varð tvítug. Þessi lífs- reynsla fylgdi henni og hafði án efa áhrif á hennar lífsgildi og viðhorf. Hún tók áskorunum lífs- ins með miklu æðruleysi og þroska og var þakklæti henni ætíð efst í huga. Mömmu og pabba auðnaðist samvera í 72 ár. Þau voru ólík en jafnframt sérstaklega samrýmd og samhent. Þau voru heppin að finna hvort annað á Ráðhústorg- inu í Kaupmannahöfn árið 1950. Mamma var þar í útskriftarferð með hvíta stúdentshúfu og tók pabbi strax eftir þessari fallegu stúlku. Hann var þá nemandi í Chalmers í Gautaborg og bar sína skólahúfu sem mamma sagði að hefði minnt á íslensku skotthúfuna. Foreldrar okkar byggðu ætt- aróðalið Smiðshús fyrir 60 árum sem pabbi teiknaði og faðir hans Vilhjálmur byggði. Fjölskyldan óx hratt auk þess sem amma Solla bjó á heimilinu. Í Smiðs- húsi var mikið líf og fjör og sinnti mamma því á sinn ein- staka hátt með kærleik, asaleysi og smá stríðni. Sagði hún oft við hin margvíslegustu tilefni „þetta er æsandi líf“. Mamma gegndi ýmsum hlut- verkum á lífsleiðinni. Hún var mikill námsmaður og útskrifað- ist úr Versló með næsthæstu einkunn. Hún varð síðan hús- móðir á stóru heimili en sinnti jafnframt fleiri störfum og var mikilvæg fyrir samfélagið á Álftanesi. Meðal annars var hún oddviti hreppsins og formaður Kvenfélagsins. Stoltust var hún samt af afkomendunum sem eru orðnir fjölmargir. Hún fylgdist af einlægum áhuga með öllum, var styðjandi, fordómalaus og úrræðagóð. Hin síðari ár skrifaði hún oft á afmæliskortin „lífið er fagurt“ og voru það falleg orð til barna, barnabarna, langömmu- barna og langalangömmubarna. Að vera komin á tíræðisaldur aftraði foreldrum okkar ekki frá því að lifa lífinu lifandi og eru ófáar kaffihúsaferðirnar og mat- arboðin sem við minnumst með gleði. Foreldrar okkar voru svo lánsöm að geta búið heima í Smiðshúsi alla tíð. Margir af- komendur búa á Álftanesi þann- ig að samgangur var mikill og gleðistundir í Smiðshúsi ófáar. Mamma var alla tíð mjög glæsileg kona. Þrátt fyrir árin 93 var hugur mömmu eins og hjá ungri konu. Hún las mikið, var minnug, víðsýn, áhugasöm um þjóðmál og alheiminn almennt. Mamma trúði á æðri mátt og að ástvinir biðu okkar í „Sumar- landinu“ þegar stundin kæmi. Hún var viss um að allt hefði til- gang og að búið væri að ákveða lífsgönguna fyrirfram. Það var því ekki tilviljun að mamma kvaddi á afmælisdag mömmu sinnar 1. júlí. Guð blessi elsku pabba í hans miklu sorg. Með djúpum söknuði og einlægu þakklæti kveðjum við dásamlegu mömmu okkar sem hafði kærleika og jákvæðni að leiðarljósi í lífinu og var okk- ur öllum svo stórkostleg fyrir- mynd. Valdís Fríða, Sigurjón Már, Gunnhildur, Vilhjálmur Már og Sólveig. Í dag kveð ég tengdamóður mína, Erlu Sigurjónsdóttur. Hægláta hógværa sómakonu sem hugsaði hlýtt til allra og vildi öllum vel. Fylgdist vel með öllum afkomendum en hún var orðin langalangamma með um 30 afkomendur. Alzheimer heim- sótti Erlu aldrei á hennar löngu ævi, hún las blöðin upp til agna og var vel að sér í öllu sem við kom líðandi stundu. Minnisstætt er mér þegar við fórum í mat í klúbbhúsi Keilis en þaðan er mjög fallegt útsýni. Hún níræð, snýr baki í sjónvarpið en Man- freð maður hennar gegnt sjón- varpinu og hefur orð á því að það sé verið að sýna beint frá golfmóti. Þá segir Erla, sem aldrei hefur golfkylfu snert um ævina, já það er víst mót í gangi á milli Ameríku og Evrópu sem kallast Ryder Cup og svo fór hún að lýsa leikfyrirkomulaginu á meðan hakan á undirrituðum seig neðar og neðar í forundran. Þó hún hafi verið vel að sér í Ry- der Cup var hún betur að sér í þjóðfélagsumræðunni og pólitík- inni. Pólitísk var hún enda fyrr- verandi oddviti sjálfstæðis- manna á Álftanesi og umræðan við eldhúsborðið oft lífleg og skemmtileg en af hennar hálfu alltaf málefnaleg og einkenndist ávallt af virðingu gagnvart öllum sama hvar í flokki menn stóðu. Þó ég unni henni hvíldar mun ég sakna þeirrar miklu persónu sem hún bar með sér. Sem fyr- irmynd gaf hún okkur sem hana þekktum svo margt sem mun lifa með okkur og í okkur svo lengi sem við munum lifa. Takk fyrir mig og hvíl í friði. Einar Rúnar Axelsson. Erla Sigurjónsdóttir - Fleiri minningargreinar um Erlu Sigurjónsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, bróðir, tengdafaðir og afi, BJÖRN BIRKISSON bóndi, Botni í Súgandafirði, lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði mánudaginn 18. júlí. Minningarathöfn verður frá Ísafjarðarkirkju fimmtudaginn 21. júlí klukkan 16. Útför fer fram frá Kotstrandarkirkju laugardaginn 23. júlí klukkan 14. Helga Guðný Kristjánsdóttir Fanný Margrét Bjarnardóttir Eiríkur Gísli Johansson Sindri Gunnar Bjarnarson Linda Ólafsdóttir Aldís Þórunn Bjarnardóttir Geir Gíslason Hólmfríður M. Bjarnardóttir Stefán Ingvar Vigfússon Kristjana Björnsdóttir Guðrún Fanný Björnsdóttir systkini, makar og barnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, ELÍS JÓNSSON frá Klettstíu í Norðurárdal, lést mánudaginn 11. júlí. Útför hans fer fram frá Lágafellskirkju í Mosfellsbæ föstudaginn 22. júlí klukkan 13. Benedikt Ingi Elísson Guðrún Alda Elísdóttir Edda Jóhannsdóttir Benedikt Líndal Elís Ingi Benediktsson Freyr Líndal Birkir Páll Benediktsson Ástkær sonur minn, stjúpsonur, bróðir og mágur, GUNNAR ÞÓR EINARSSON, lést þriðjudaginn 5. júlí 2022 í Barcelona. Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju miðvikudaginn 27. júlí klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Kristín Þóra Gunnarsdóttir Einar Ögmundsson Kolbrún Þóra Einarsdóttir Kristinn Már Gíslason Guðbjörg Heiða Einarsdóttir Baldur Heiðar Einarsson Elsku hjartans móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HJÖRDÍS SIGURBJÖRNSDÓTTIR, bóndi á Skarði, Dalsmynni, lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu sunnudaginn 17. júlí. Útför hennar mun fara fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sigurbjörn Ingi Skírnisson Kristín Tryggvadóttir Jón Bragi Skírnisson Sigurbjörg Helga Pétursdóttir Jóhann Skírnisson Freydís Ágústa Halldórsdóttir Bessi Skírnisson Eiríksína Þorsteinsdóttir Hannes Trausti Skírnisson Katrín Eymundsdóttir Skafti Skírnisson Kristbjörg Lilja Jóhannesd. Sigurlaug Skírnisdóttir Víðir Ársælsson Guðrún Elfa Skírnisdóttir Kjartan Guðmundsson Hjördís Sunna Skírnisdóttir Magnús Þór Helgason Brynjólfur Gunnarsson Anna Birna Sæmundsdóttir ömmu- og langömmubörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.