Morgunblaðið - 25.07.2022, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.07.2022, Blaðsíða 4
Mikið var um að vera um helgina í hinum ýmsu bæjum og þorpum landsins og af myndunum að dæma gerðu margir sér glaðan dag. Í Ólafsvík í Snæfellsbæ fór fram hátíðin Hinsegin Vesturland í annað sinn en hún fór fram í Borgarnesi í fyrra. Alexander Aron Guðjónsson, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar, sagði hátíðina hafa gengið vonum framar. Hátíðin hófst á föstudeg- inum þegar Eurovision-fararnir Systur tróðu upp. Á Húsavík fóru síðan fram Mærudagar með tónleikum og ýmsum viðburðum fyrir alla fjölskylduna. Á Borgarfirði eystri fór fram tónlistarhátíðin Bræðslan. Þar stigu á svið hljómsveitir og listamenn á borð við Írafár, FLOTT og Mugison ásamt KK og Malen. Á Fáskrúðsfirði fóru fram Franskir dagar og því úr mörgu að velja á Austur- landi. Druslugangan var gengin að nýju í miðbæ Reykjavík- ur í fyrsta sinn í þrjú ár en auk höfuðborgarinnar var í fyrsta sinn gengið á Sauðárkróki auk þess sem gengið var á Húsavík. Þá gengu einnig bræðslugestir og bæjar- búar á Borgarfirði eystri og studdu við málstað druslna. Ljósmynd/Alfons Finnsson Hinsegin Hátíðin var sögð hafa gengið vonum framar. Morgunblaðið/Hákon Druslur Stemningin var orkuþrungin, enda fyrsta gangan í þrjú ár. Ljósmynd/Alfons Finnsson Systur Eurovision-fararnir Systur tróðu upp. Morgunblaðið/Hákon Druslur Í borginni fór fram Druslugangan en einnig víðar um land. Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson Mærudagar Á Húsavík voru tónleikar og ýmsir viðburðir fyrir fjölskylduna. Gleðin við völd víða um land 4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚLÍ 2022 Bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur .H ei m sf er ði rá sk ilj a sé rr ét tt il le ið ré tti ng a á sl ík u. At h. að ve rð ge tu rb re ys tá n fy rir va ra . 595 1000 www.heimsferdir.is Alicante Flug aðra leið til 19.900 Flug aðra leið frá Flugsæti Ljósmynd/Guðný Hrund Bræðslan Ástin var við völd á Borg- arfirði eystri á Bræðslunni í ár. Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson Húsavík Einnig var gengið á Húsavík á Mærudögum. Ljósmynd/Guðný Hrund Bræðslan Mugison og KK komu meðal annars fram. Ljósmynd/Guðný Hrund Bræðslan Í Bakkagerði á Borgar- firði eystri var mikið um að vera. Ljósmynd/Albert Kemp Listaverk Á Frönskum dögum á Fáskrúðsfirði var afhjúpun á listaverki. Hlaupið Á Mærudögum fór fram Íslandsbankahlaup. Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.