Morgunblaðið - 25.07.2022, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚLÍ 2022
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Nauðsynlegt er að mæta nýjum
veruleika sem skapast hefur á
vaxtarsvæðum þar sem til að mynda
ferðaþjónustan er burðarás í at-
vinnulífinu. Styrkja þarf innviði á
viðkomandi stöðum og styrkja mik-
ilvæga starfsemi þar. Þetta segja
nokkrir þingmenn Suðurkjördæmis,
spurðir um stöðu mála. Í Morgun-
blaðinu sl. föstudag sagði Einar
Freyr Elínarson, væntanlegur sveit-
arstjóri í Mýrdal, frá því viðhorfi
sínu að ríkið yrði að standa við sitt í
nauðsynlegri uppbyggingu úti á
landi. Tiltók þar að á ári hverju
kæmi um milljón manns í Reyn-
isfjöru og í Vík, með öllu því álagi
sem slíku fylgdi til dæmis á heil-
brigðisþjónustuna og vegakerfið.
Í fjárveitingum til samfélagslegra
verkefna fylgir ríkið þumalputta-
reglu um fjölda skráðra íbúa með
lögheimili í viðkomandi sveitarfé-
lagi. Í Mýrdalshreppi búa nú um 850
manns og vissulega hefur fjölgað þar
mjög á undanförnum árum. Ferða-
fólkið með sínar fjölbreyttu þarfir
skapar hins vegar álag á almanna-
þjónustuna. Því verður að bregðast
við af myndugleika, segir sveitar-
stjórinn. Sjónarmið hans virðist
njóta góðs skilnings, af orðum
stjórnmálamanna að dæma
Mýrdalur á sér
margar hliðstæður
„Sú staða sem nú er uppi í Vík í
Mýrdal á sér margar hliðstæður víða
um land; í Suðurkjördæmi eins og
víða annars staðar. Í fyrsta lagi þarf
sá mikli fjöldi ferðafólks sem hingað
kemur að dreifast betur um landið.
Álagið er mjög misjafnt. Á þeim
stöðum sem flestir sækja þarf að
gera betur í heilbrigðismálum og
neyðarþjónustu. Þar tel ég mikil-
vægt að nálgast verkefnin með nýj-
um lausnum sem tölvutæknin býður
upp á og nota þyrlur í ríkari mæli til
sjúkraflutninga,“ segir Guðrún Haf-
steinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins í Suðurkjördæmi. „Sam-
göngumál eru alltaf í brennidepli og
svo þarf að gera betur í uppbygg-
ingu húsnæðis úti á landi. Í ferða-
þjónustu út um land er fólk af er-
lendum uppruna mikilvægt vinnuafl
sem segja má að haldi greininni
uppi. Margt af því fólki er að festa
rætur hér á landi, en oft hefur ekki
tekist að tryggja því fólki boðlegt
húsnæði. Þarna
þurfa ríki og
sveitarfélög og
aðrir eftir atvik-
um að finna sam-
eiginlegar lausn-
ir. Atvinnulíf úti á
landi í dag er víða
í ágætum gangi
og þangað vill
fólk flytja ef boð-
leg skilyrði eru til
staðar. Að slíku vil ég vinna. Sjálf
hef ég verið á ferðinni víða um land
að undanförnu og þar séð að úr-
lausnarefnin eru víða svipuð og er
lýst í Mýrdalnum. Því er ljóst hvern-
ig landið liggur.“
Eitt samvinnuverkefni
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir,
þingmaður Framsóknarflokks í
Suðurkjördæmi, segir mikilvægt að
huga vel að innviðum og öryggi þar
sem ferðamenn eru flestir. Hún seg-
ist hafa rætt þessi mál við Einar
Frey: það er þann veruleika að á
vissum mánuðum ársins rúmlega
tvöfaldast fólksfjöldinn á Suður-
landi. Slíkt gerist á þeim tímum þeg-
ar mest er umleikis í ferðaþjónust-
unni. Á sumrin er raunin oft sú til
dæmis í uppsveitum Árnessýslu, en
æ oftar víðar á Suðurlandi. Hve mik-
ið ferðafólki sem um svæðið fer hef-
ur fjölgað gjörbreytir öllum atvinnu-
háttum þar frá því sem var.
„Landslagið er að breytast og við
sem störfum í þágu samfélagsins
þurfum að hugsa þetta sem eitt sam-
vinnuverkefni allra,“ segir Hafdís
Hrönn. „Heilbrigðisþjónusta í
dreifðari byggðum hefur verið
áskorun og ég tel mikilvægt að við
horfum til fjartækni í því samhengi
en þó leysir það aðeins að hluta til
vandann. Læknir þarf að vera á
staðnum til að geta veitt þá þjónustu
sem þarf, oftast þá bráðahjálp. Því
er mikilvægt að við vinnum saman
þvert á öll stjórnsýslustig að úrlausn
mála.“
Nánast allir á Suðurland
Oddný G. Harðardóttir, þingmað-
ur Samfylkingar, segir að fleiri
ferðamönnum fylgi augljóslega álag
á vegina, heilbrigðisþjónustu og á
löggæsluna. Þetta sé raunin á
Suðurlandi, þar sem nánast allir
ferðamenn sem til landsins koma
fara um.
„Til að geta tekið á móti gestum
verður að styrkja innviði. Á það hef
ég margoft bent en talað fyrir dauf-
um eyrum. Ef það er ekki gert kem-
ur það niður á ferðaþjónustu og
þjónustu við íbúa. Stjórnvöld þurfa
að bregðast við á svæðum þar sem
álagið er mest, hvort sem er vegna
ferðamanna eða fjölgunar íbúa á
vaxtarsvæðum,“ segir Oddný.
Innviðirnir fylgi nýjum veruleika
- Mikið álag á almannaþjónustu á fjölsóttum ferðamannastöðum - Nálgast verkefni með nýjum
lausnum - Boðlegt húsnæði fyrir erlend vinnuafl - Alþingismenn sammála um að úrbætur þurfi
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Vík Riðið í sumarsól með Reynisdranga í baksýn. Þúsundir ferðamanna koma í Mýrdalinn á degi hverjum svo innviðir þar eru komnir að eða yfir þolmörk.
Hafdís Hrönn
Hafsteinsdóttir
Guðrún
Hafsteinsdóttir
Oddný G.
Harðardóttir
Hólmfríður María Ragnhildardóttir
hmr@mbl.is
Umræðan um hvort, hvernig og hve-
nær meintir gerendur eigi aftur-
kvæmt í sviðsljósið er flókin og
vandmeðfarin. Engin ein rétt leið
blasir við en ljóst er að gerendur
verða að axla ábyrgð og iðrast áður
en samfélagið getur tekið þá í sátt.
Þetta segir Þorsteinn V. Einarsson
kynjafræðingur en hann var gestur í
nýjasta þætti Dagmála.
Alvarlegast að trúa
frekar gerendum
„Það er engin uppskrift, það er
ekkert einfalt í þessu. En það sem er
alvarlegast er þegar við tökum
meinta gerendur frekar trúanlega
en þolendur. Það er mjög alvarlegt
og þegar við kaupum gagnrýnislaust
frásagnir meintra gerenda,“ segir
Þorsteinn.
Gengur ekki upp
„Við þurfum að vera gagnrýnin og
taka frásögnum meintra gerenda af
varkárni og gagnrýni. Ég er ekkert
að tala um að úthýsa gerendum. Ég
veit að þeir eru það margir að það
gengur ekki upp. En við erum á
þeim stað að við erum ekki búin að
finna út úr þessu en við þurfum að
halda áfram að varpa ljósi á ofbeldi.“
Þorsteinn segir mikilvægt að
skapa aðstæður í samfélaginu þar
sem gerendur ofbeldis verði að axla
ábyrgð á gjörðum sínum.
Hægara sagt en gert
Það er m.a. gert með metoo-
byltingunni en svo þurfa aðstand-
endur gerenda einnig að sigrast á
gerendameðvirkni og þrýsta á þá til
að gangast við verknaðinum. Það er
þó hægara sagt en gert.
„Það er engin uppskrift“
- Gengur ekki að úthýsa gerendum ofbeldis - Ekki einfalt
Dagmál Þorsteinn V. Einarsson, fyrirlesari sem lengi hefur haldið úti hlað-
varpinu Karlmennskan, er gestur Hólmfríðar Maríu í Dagmálum.