Morgunblaðið - 25.06.2022, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2022
Sveitarstjóri Skaftárhrepps
Skaftárhreppur óskar eftir að ráða sveitarstjóra. Leitað er að einstaklingi sem býr yfir framsækni,
krafti og metnaði til að stýra starfsemi sveitarfélagsins og leiða áframhaldandi uppbyggingu þess.
Nánari upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og
Hafdís Ósk Pétursdóttir (hafdis@intellecta.is) í síma 511 1225.
Umsóknarfrestur er til og með 4. júlí 2022. Umsókn óskast fyllt út áwww.intellecta.is og með henni þarf að fylgja ítarleg
starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi.
Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi
Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
• Ábyrgð á framkvæmd ákvarðana sveitarstjórnar
• Yfirumsjón með skipulagi og virkni stjórnsýslu
sveitarfélagsins
• Daglegur rekstur sveitarfélagsins og starfsmannamál
• Undirbúningur og upplýsingagjöf á fundum sveitar-
stjórnar og nefnda
• Hagsmunagæsla og samskipti við íbúa, stofnanir,
samtök og fyrirtæki
• Leiða uppbyggingu og eflingu atvinnulífs á svæðinu
• Vinna að stefnu og framtíðarsýn í málefnum
sveitarfélagsins
Starfssvið sveitarstjóra:
Skaftárhreppur býr yfir fjölbreyttum tækifærum í leik og starfi fyrir fólk á öllum aldri. Í Skaftárhreppi er samfélagið
fjölskylduvæntmeð um650 íbúa, þar af 212manns í þéttbýlinu á Kirkjubæjarklaustri. Þarmá finna alla nauðsynlega þjónustu,
s.s. verslun, heilsugæslustöð, hjúkrunar- og dvalarheimili, leikskóla, grunnskóla, bókasafn, kaffihús og íþróttamiðstöð með
glæsilegu íþróttahúsi, sundlaug og tækjasal. Skaftárhreppur er frábær staður til að njóta útivistar þar sem stutt er í margar
þekktustu náttúruperlur á Íslandi. Einkunnarorð Skaftárhrepps eru: virðing, samstaða, jákvæðni og sjálfbærni.
Nánari upplýsingar má finna á www.klaustur.is.
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Farsæl reynsla af stjórnun, rekstri og fjármálum
• Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er æskileg
• Reynsla af störfum á sveitarstjórnarstigi er æskileg
• Þjónustulund ásamt framúrskarandi hæfni í mannlegum
samskiptum
• Leiðtogahæfni, frumkvæði og skipulögð vinnubrögð
• Áhugi og reynsla á uppbyggingu og eflingu atvinnulífs
• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
Menntunar- og hæfniskröfur:
hagvangur.is
Fasteignafélagið Íþaka leitar að fjármálastjóra sem sýnir frumkvæði, hefur metnað og
kraft til að hrinda verkefnum í framkvæmd. Helstu verkefni eru fjármálastjórnun og miðlun
fjárhagsupplýsinga, fjármagnsskipan félagsins, áætlanagerð og kostnaðarstýring, samskipti við
viðskiptamenn, fjármálastofnanir og endurskoðendur. Starfið heyrir undir framkvæmdastjóra.
Um er ræða spennandi og krefjandi starf hjá vaxandi fasteignafélagi.
Meðal verkefna fjármálastjóra
• Rekstrar- og fjárfestingaáætlanir
• Undirbúningur endurskoðunar og reglubundin uppgjör
• Aðstoð við undirbúning stjórnarfunda
• Greining á leiguverði fasteigna og þróun á líkönum
• Mat á arðsemi nýrra fjárfestingaverkefna
• Umsjón með innleiðingu og þróun UT verkefna
Hæfniskröfur
• Menntun sem nýtist í starfi, t.d. í fjármálum og reikningshaldi
• Frumkvæði, skipulag og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Reynsla af reikningshaldi og uppgjörum
• Áhugi á nýtingu tækni til aukinnar skilvirkni
• Færni í mannlegum samskiptum
Fjármálastjóri
Íþaka ehf. er fasteignafélag sem rekur og leigir út
atvinnuhúsnæði, byggir upp lóðir og þróar lausnir til að
mæta húsnæðisþörf fyrirtækja. Íþaka leggur áherslu
á skilvirkni og skjóta þjónustu, heilnæmt, sveigjanlegt
og umhverfisvottað húsnæði sem uppfyllir þarfir
atvinnulífsins á hverjum tíma. Aðalsmerki okkar eru
gæði, traust, fágun og sveigjanleiki. Sjá nánar á ithaka.is.
Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is.
Umsóknarfrestur er til og með 11.07.2022.
Upplýsingar veita Yrsa Guðrún Þorvaldsdóttir,
yrsa@hagvangur.is, og Katrín S. Óladóttir,
katrin@hagvangur.is
Sótt er um störfin
á hagvangur.is