Morgunblaðið - 25.06.2022, Page 7

Morgunblaðið - 25.06.2022, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2022 7 Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is. Umsóknarfrestur er til og með 10. júlí nk. Umsóknum skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf. Nánari upplýsingar veita Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is, og Yrsa Guðrún Þorvaldsdóttir, yrsa@hagvangur.is. hagvangur.is Staða bæjarstjóra hjá Sveitarfélaginu Vogum er laus til umsóknar. Leitað er að kraftmiklum aðila til að leiða áframhaldandi uppbyggingu í ört stækkandi sveitarfélagi. Helstu verkefni • Bæjarstjóri er æðsti yfirmaður starfsfólks sveitarfélagsins og skal sjá um að stjórnsýsla þess samræmist lögum, samþykktum og viðeigandi fyrirmælum yfirmanna • Daglegur rekstur sveitarfélagsins og ábyrgð á framkvæmd ákvarðana bæjarstjórnar • Yfirumsjón með skipulagi og virkni stjórnsýslu sveitarfélagsins og starfsmannamálum • Náið samstarf við bæjarstjórn, undirbúningur og upplýsingagjöf á fundum bæjarstjórnar og bæjarráðs • Annast upplýsingamiðlun og samskipti við samstarfsaðila, stofnanir, samtök, fyrirtæki og íbúa • Að gæta hagsmuna sveitarfélagsins út á við, vera talsmaður bæjarstjórnar og vinna að framfara- og markaðsmálum • Stefnumarkandi vinna og mótun framtíðarsýnar í ólíkum málaflokkum Menntunar- og hæfniskröfur • Menntun sem nýtist í starfi • Farsæl reynsla af stjórnun og rekstri • Áhugi á uppbyggingu samfélagsins og sóknarhugur í atvinnumálum • Reynsla af stefnumótun, markaðs- og kynningarmálum • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum • Leiðtogahæfni, frumkvæði, skipulagshæfni og metnaður til árangurs Bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga Sveitarfélagið Vogar er næst landstærsta sveitarfélagið á Suðurnesjum með 1.370 íbúa og fer ört stækkandi. Sveitarfélagið Vogar er mjög vel staðsett í nágrenni við þjónustu og vinnumarkað höfuðborgarsvæðisins, en býður upp á rólegt og vinalegt umhverfi þar sem stutt er í náttúruna. Framundan er mikil uppbygging, svo sem í tengslum við nýtt hverfi, sem fullbyggt mun að minnsta kosti tvöfalda íbúafjölda sveitarfélagsins. Innan sveitarfélagsins er öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf. Sótt er um starfið á hagvangur.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.