Morgunblaðið - 27.05.2022, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.05.2022, Blaðsíða 19
við og eru áherslur hans þar keimlíkar þeim sem sjá má í Hljómskálagarðinum. „Sumir dagar eru þannig að maður fer beint úr vinnunni í eigin garð og vinnur þar ef orkan er fyrir hendi. Þar set ég m.a. niður plöntur sem ég hef ekki reynslu af og ef að- stæður eru ekki nógu góðar hjá mér hef ég gefið plöntunum framhaldslíf hér í Hljómskála- garðinum. Bogadregnar línur heilla mig mjög; ég hef oft gert grín að sjálfum mér fyrir að geta ekki gert beinar línur en þetta er bara ég. Þá gefa öll þessi innskot og útskot tækifæri til þess að draga fram plöntur sem annars myndu týnast ef allt væri bara í beinni línu.“ Ekki flækja hlutina Þorsteinn hvetur fólk til að nálgast garðvinnu með jákvæðum hætti. „Best er að líta ekki á þetta sem kvöð heldur reyna að finna gleðina í þessu. Maður þarf að finna það sem maður hefur áhuga á og kveikir einhvern neista. Þá er líka nauðsynlegt að sníða stakk eftir vexti og gera eins og þú getur. Það er óþarfi að flækja hlutina því í raun getur góður garður bara verið eitt tré með smá gróðri í kring og svo gras. Það er ekkert síðra en hvað ann- að. Fólk á bara að gera það sem það vill – nema saga ofan af trjám. Það er bannað! Það er hægfara dauði þeirra og trén rotna að innan,“ segir Þorsteinn að lok- um. Sjálfur á Þorsteinn gróðursælan garð sem hann leggur mikla rækt við. Hann er með seljureyni í garð- inum og fleira fallegt. Þorsteinn Magni hefur starfað sem garðyrkjufræðingur hjá Reykjavíkurborg í 19 ár. Hann hefur yfirumsjón með Hljóm- skálagarðinum sem hefur að margra mati sjaldan litið betur út. „Sumir dagar eru þannig að maður fer beint úr vinnunni í eigin garð og vinnur þar ef orkan er fyrir hendi“ FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2022 MORGUNBLAÐIÐ 19 A R G U S 2 2 -0 5 2 3 -1 Laugarás Laugarás Selfoss Reykjavík Laugarvatn Hraustar plöntur gera garðinn fallegri Gróðrarstöðin Storð hefur flutt starfsemi sína, eftir 25 ár í Kópavoginum, austur í Laugarás í Bláskógabyggð. Gróðrarstöðin Storð framleiðir og selur allar gerðir garðplantna, tré, runna, rósir, fjölærar plöntur, sumarblóm og matjurtir. Sérstök áhersla er lögð á að framleiða heilbrigðar og hraustar plöntur sem standast álag íslenskrar veðráttu. Bjóðum núverandi og nýja viðskiptavini velkomna í Laugarásinn í sumar. Komdu í Gróðrarstöðina Storð og njóttu svo sumarsins í litríkum blómagarði heima. Ferjuvegi 1 - Laugarási - 806 Bláskógarbyggð- Sími 564 4383 - stord@stord.is - www.stord.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.