Morgunblaðið - 27.05.2022, Blaðsíða 35
himnasæng gróðurs, að njóta, glugga í bók og
jafnvel dotta aðeins.“
Hvað með að borða úti?
„Við erum með fjögur íverusvæði í kringum
húsið sem hægt er að borða á ef ég tel gróð-
urhúsið með. Ég hugsa að við nýtum mest
svæðið fyrir framan hús þar sem útieldhúsið
er. En við erum líka með grill bak við hús ef við
borðum þar. Mér finnst fátt skemmtilegra á
góðum degi en að leggja fallega á borð úti og
njóta matarins úti. Fyrir framan hús erum við
með heilsársgarðskála sem við setjum tjald á
fyrir sumarið en jólaseríu fyrir jólin.“
Svo ertu með aðstöðu við grillið. Er mikið
setið og borðað úti þar?
„Það hefur verið draumur minn í mörg ár að
eignast útieldhús. Við hjónin smíðuðum eitt
síðastliðið sumar úr gömlum garðhúsgögnum.
Það tókst vel til og er frábær vinnuaðstaða
þegar eldað er úti hvort sem þú ert að grilla,
henda pizzu í ofninn eða undirbúa matinn. Það
er svo gott að hafa pláss til þess að vinna með
og geta lagt frá sér hlutina.“
Lýsing býr til stemningu í garðinum
Skiptir lýsing úti miklu máli?
„Já mér finnst það. Lýsing skiptir miklu máli
þegar þú býrð til stemningu þegar farið er að
skyggja. Hvort sem þú ert með kastara til þess
að lýsa upp fallegt tré, veggljós eða staura til
þess að vísa veginn eða lýsa upp svæði, eða
luktir og kerti. Við erum líka með eldstæði fyr-
ir framan hús sem notalegt er að kveikja upp í.
Eldstæðið er yfirleitt staðsett við tjörnina og
gosbrunninn. Það er eitthvað við það að stilla
þessum elementum saman. Einnig má ekki
gleyma að lýsing er ákveðið öryggisatriði til
þess að halda óboðnum gestum frá.“
Hvað með hitalampa og að halda hita á ykk-
ur þegar þið eruð úti að næturlagi?
„Við eigum rafmagnshitalampa sem við get-
um notað ef það er farið að kula. Svo er líka
mjög hentugt að fara inn í gróðurhús í hlýjuna.
Þar hefur alveg verið setið og spjallað fram á
nótt.“
Fyrir þremur árum keyptu þau heitan pott í
garðinn.
„Heiti potturinn okkar er frá NormX. Pott-
urinn er mikið notaður allt árið og ekki síst á
veturna. Það er hitalögn undir hellunum að
pottinum þannig að það er alltaf fært í hann.
Þó að allt sé á kafi í snjó.“
Garðurinn fyrir framan húsið hefur þróast
í gegnum árin. „Einhvern veginn fór það
þannig að við hjónin formklippum öll tré og
runna fyrir framan hús nema hlyninn. Við
erum með nokkra mjög stóra sýprusa sem
gerir svæðið kannski dálítið framandi en
þeir spretta mjög vel í skjóli við flétturnar í
skjólveggnum og umkringja tjörnina
fallega.“
Gott fyrir sálina að vera í garðinum
Er ekki gífuleg vinna fólgin í svona garði?
„Nei mér finnst þetta ekki mikil vinna. Ég
held að garðurinn sé þannig skipulagður og
viðhaldið að hann krefst ekki mikillar vinnu.
Við sláum grasið yfirleitt einu sinni í viku. En
flötin er mjög lítil og það er ekki lengi gert.
Hvað varðar beðin, þá fylgist ég bara með
þeim og fer með hrífuna yfir ef eitthvað íll-
gresi lætur á sér kræla. Ég held að það skipti
máli að láta illgresið ekki ná yfirhöndinni. Svo
er garðurinn líka áhugamál fyrir mér og alls
ekki kvöð eða streituvaldur. Ef það er gott
veður, þá er ég iðulega úti í garði. Eitthvað að
dunda mér.“
Er garðrækt eins og hugvekja?
„Ég tel að útivist sé alltaf af hinu góða. Það
er misjafnt hvað hentar fólki í þeim efnum.
En fyrir mig er garðurinn, ræktunin, að vera
úti í grænu umhverfi algjört jóga. Ég hef mik-
inn áhuga á því hvernig umhverfi okkar getur
aukið vellíðan og bætt heilsu fólks. Það á við
bæði innanhúss og utan. Á heimilinu og á
vinnustöðum. Það hljómar kannski undarlega
fyrir einhvern. En að handfjatla plöntur og
mold, hlú að og hlusta á þarfir gróðursins
veitir mér svo sannarlega þessa sálfræðilegu
endurheimt sem umhverfissálarfræðin snýst
meðal annars um.“
Garðurinn er framlenging af húsinu og fjöl-
margir staðir þar sem hægt er að setjast nið-
ur og hafa það notalegt.
Lýsingin skiptir
miklu máli úti.
Hengirúmið er hengt
undir þvottasnúr-
urnar þegar ekki er
verið að nota þær.
Það eru fjögur íveru-
svæði í kringum hús-
ið sem hægt er að
borða á ef gróður-
húsið er meðtalið.
FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2022 MORGUNBLAÐIÐ 35
577-1515 •