Morgunblaðið - 27.05.2022, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.05.2022, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2022 B jörk Gunnbjörnsdóttir hefur mikinn áhuga á umhverfismálum og skóg- rækt. Hún hefur starfað sem hönn- uður, ljósmyndari, við tölvuvinnu og kennslu. Í dag stundar hún nám við Listaháskólann í listkennslu og kennir hressum krökkum hönnun og smíði meðfram því. „Á sumrin hef ég verið að vinna við skógrækt. Það er eitt það skemmtilegasta sem ég geri. Bara að vera inni í skógi að kvista, grisja og snyrta til. Það finnst mér best.“ „Þá var allt bullandi í kórónuveirufaraldri“ Björk útskrifaðist frá Konstfack- listaháskólanum í Svíþjóð vorið 2020. „Þá var allt bullandi í kórónuveirufaraldr- inum svo lokasýningunni var slaufað og ekkert fór eins og var búið að gera ráð fyr- ir. Meistaraverkefnið mitt fjallaði um að gera jarðgerð skemmtilega og áhugaverða og skapa samvinnuverkefni milli kynslóða. Ég fór að skoða leiðir til þess að búa til moltu á skemmtilegan hátt og bara fá fólk til þess að kynnast jarðgerð. Ég hitti auðvitað marga sem eru miklu fróðari en ég um jarðgerð og fékk líka ráðleggingar frá manni sem sérhæfir sig í bygg- ingu á alls konar vélum þar sem mig langaði að gera einhvers konar mannknúna lágtæknivél. Niðurstaðan var að gera moltuleikvöll þar sem börn og fullorðnir koma saman í leik og moltu- gerð. Markmiðið var ekki að búa til moltu á sem einfaldastan, snyrtilegastan né fljótlegastan máta, enda gerir flækjustigið það skemmti- legra. Svona til samanburðar, ef þú lætur kúlur renna eftir langri kúlubraut þar sem þær enda ofan í kassa eða tínir þær beint í kassann, hvort er skemmtilegra?“ Það er áhugavert að heyra hvernig ferlið fer fram í moltugerðinni. „Leikvöllurinn virkar þannig að fólk malar matarafgangana sína, skýtur þeim í moltutunnuna og tunnunni er snú- ið með því að leika sér í hringekju sem er tengd við tunnuna. Síðan væri moltan auðvitað notuð af öllum sem vilja til að næra jarðveginn og rækta eitthvað. Hugmyndin var líka að nota hit- ann frá moltunni til að hita vatn og nota til rækt- unar, það fór ekki í framkvæmd. Allavega ekki ennþá. Þessi útskýr- ing er kannski smá einföldun og lokaútkoman var auðvitað bara einn mögu- leiki af mörgum. Ég sé alveg fyrir mér aðrar út- færslur á stærri skala einhvern tímann.“ Fullorðnir læra oft mikið af börnum Ertu mikil garðakona sjálf? „Það fer alveg eftir skilgreiningunni. Mér finnst rosalega gaman að rækta. Sérstaklega bara til að prófa og sjá hvort það heppnist en ég nenni ekkert endilega að gera grasið í garðinum rennislétt og grænt. Maðurinn minn er meira þar. Mér finnst skemmtilegast að rækta eitt- hvað sem er hægt að nýta í matargerð eða í ein- hverja sköpun. Aðallega er mér annt um lífríkið. Mig langar að geta ræktað mér og mínum til matar og bara lifa í sátt og samlífi við náttúruna. Það er svo mikil snilld að tengja þetta leik- tækjum fyrir börnin.“ Sem hönnuður í heimi þar sem nóg er til af öllu telur Björk mikilvægt að leita lausna. „Það er mikil ofgnótt og sóun í samfélaginu og því þarf maður að leita lausna. Eða í það minnsta að vekja umræðu. En mig langaði að nálgast þessa neikvæðu og oftast óyfirstígan- legu umræðu á jákvæðan og skemmtilegan hátt. „Niðurstaðan var að gera moltuleikvöll“ Björk Gunnbjörnsdóttir hönnuður útskrifaðist frá Konstfack-listahá- skólanum í Svíþjóð 2020. Lokaverkefnið hennar var moltuleikvöllur þar sem börn og fullorðnir koma saman í leik og moltugerð. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Þar sem ekkert varð úr lokasýn- ingunni hjá Konstfack- listaháskólanum, sem er mjög stór árlegur við- burður í Stokkhólmi, endaði Björk á að sýna hluta af leikvellinum í miðbæ Stokkhólms.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.