Morgunblaðið - 05.07.2022, Page 4

Morgunblaðið - 05.07.2022, Page 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2022 LANDSMÓT HESTAMANNA Þóra Birna Ingvarsdóttir thorab@mbl.is Annar dagur Landsmóts hesta- manna fór fram í gær. Hófadynur hljómaði um Hellu í blíðskaparveðri, en mótið fer fram á Gaddstaðaflötum og stendur yfir dagana 3. til 10. júlí. Mótssvæðið er hið glæsilegasta og svæðið er tekið að fyllast af fólki, matarvögnum og sölubásum, þrátt fyrir að mótið sé aðeins nýbyrjað. Heilluðust af íslenska hestinum Von er á átta til tíu þúsund gestum í heildina, þar á meðal fjölmörgum erlendum ferðamönnum, en blaða- maður Morgunblaðsins ræddi við þýsk hjón sem skipulögðu þriggja mánaða ferðalag til Íslands með það fyrir augum að ná Landsmóti. „Við erum mætt til að sjá flotta hesta og blanda geði við gott fólk.“ Maðurinn heitir Hoast og konan Martina. Þau eiga sjálf fimmtán íslensk hross heima í Þýskalandi. Martina heill- aðist af lundarfari og sérvisku ís- lenska hestsins en Hoast heldur verulega upp á skeið og tölt, gang- tegundir sem íslenski hesturinn er frægur fyrir. „Við erum að rækta og erum spennt fyrir því að bæta við okkur góðu ræktunarhrossi. Við höfum því mestan áhuga á að horfa á kynbóta- sýningarnar en svo er alltaf skemmtilegt að sjá töltið og skeiðið.“ Ljóst hverjir komast í milliriðil Á Gaddstaðaflötum eru tveir vellir og mön skilur þá að. Á öðrum fara fram kynbótasýningar, en á hinum fer fram keppnin sjálf. Í gær hófst dagurinn á forkeppni meðal meistara í B-flokki gæðinga. Eftir hana standa þeir Árni Björn Pálsson og Ljósvaki frá Valstrýtu efstir, með einkunnina 8,94. Jakob Svavar Sigurðsson fylgir honum á eftir á hestinum Tuma frá Jarðbrú með einkunnina 8,85. Því næst fór fram forkeppni í ung- mennaflokki. Signý Sól Snorradóttir hlaut þar efstu einkunn á Kolbeini frá Horni, með 8,76. Fast á eftir henni fylgir Benedikt Ólafsson á Biskupi frá Ólafshaga, með ein- kunnina 8,75. Þegar þetta er skrifað lágu ekki fyrir niðurstöður í A-flokki gæðinga, en forkeppni meistaraflokks fór fram í gær og því orðið ljóst hvaða kepp- endur komast í milliriðil. Vænta 8 til 10 þúsund gesta - Forkeppnum gæðingakeppna lauk í gær - Mannmergð og blíða í brekkunni - Þýsk hjón í kaup- hugleiðingum spenntust að sjá tölt og skeið - Mjótt á munum í ungmennaflokki - Valstrýta efst Morgunblaðið/ Hákon Kynbótadómur Landsþekkti knapinn Árni Björn Pálsson sýndi hryssuna Anastasíu frá Svarfholti á kynbótavellinum í gær en hér sjást þau á harðastökki. Morgunblaðið/Hákon Brekkan Áhorfendur á Landsmóti létu fara vel um sig í grænni brekkunni þar sem þeir fylgdust með sýningum dagsins meðan sólin yljaði þeim. Morgunblaðið/Þóra Birna Þjóðverjar Martina og Hoast eru mætt á Landsmót til þess að sjá flotta hesta og kynnast góðu fólki, en þau eiga 15 íslensk hross í Þýskalandi. Alls veiddist 36.461 lax á stöng hér í fyrra samkvæmt gögnum sem bárust til Hafrannsóknastofnunar. Það var 8.663 (19,2%) löxum minni veiði en 2020. Veiði jókst í ám á Reykjanesi (13,3%), Vesturlandi (7,4%) og Norðurlandi vestra (1,7%) frá árinu áður, en minni veiði var á Vestfjörðum, Norður- landi eystra, Austfjörðum og Suð- urlandi. „Af veiddum löxum í stangveiði þá var 19.589 (53,7%) sleppt og heildarfjöldi landaðra laxa (afli) var 16.872 (46,3%). Af stangveidd- um löxum voru 28.705 (78,7%) lax- ar með eins árs sjávardvöl (smá- laxar) og 7.756 (21,3%) laxar með tveggja ára sjávardvöl eða lengri (stórlaxar). Alls var þyngd land- aðra laxa (afli) í stangveiði 46.832 kg,“ segir í samantekt Hafrann- sóknastofnunar. Sumarið 2021 veiddust 4.574 laxar í net og var heildaraflinn 12.524 kg. Netaveiðin var mest stunduð í stóru ánum á Suður- landi, Ölfusá-Hvítá og Þjórsá líkt og undanfarin ár. Þar veiddust 4.344 laxar í net og var aflinn 12.001 kg. Lítið var um netaveiði á laxi í öðrum landshlutum. Alls voru skráðir 43.389 urriðar í stangveiði sumarið 2021. Hlutfall urriða sem var sleppt var 33,1% eða nær eins og árið 2020. Afli urriða var 29.043 fiskar (66,9%) sem vógu samtals 37.654 kg. Alls voru skráðar 30.726 bleikj- ur í stangveiði 2021. Hlutfall bleikju sem var sleppt var 45,2% sem var mun hærra hlutfall en ár- ið áður (18,4%) og var fjöldi bleikja í afla 16.832 (54,8%). Skráð silungsveiði í net á landinu öllu var 5.002 urriðar og 25.059 bleikjur. Aldrei fleiri hnúðlaxar Skráðir voru samtals 339 hnúð- laxar í stang- og netaveiði sumarið 2021 og hafa þeir aldrei verið fleiri. Vitað er um fleiri hnúðlaxa sem ekki voru skráðir í veiðibæk- ur. gudni@mbl.is Samdráttur var í laxveiðinni 2021 - Mun meira sleppt af bleikju en áður Heildarveiði í laxi og silungi 2021 Fjöldi veiddra laxa á stöng Landað Sleppt Smálaxar Stórlaxar2020 2021 45.124 -18% 36.461 Heimild: Haf og vatn 54% 46% 21% 79% Landað Sleppt Heildarfjöldi Fjöldi kg Fjöldi Hlutfall Veiddir urriðar í stangveiði 43.389 29.043 37.654 14.346 33% Veiddar bleikjur í stangveiði 30.726 16.832 13.894 45% Silungsveiði í net: 5.002 urriðar og 25.059 bleikjur Veiði í net var 4.574 laxar sumarið 2021 og var heildaraflinn 12.524 kg Fjöldi veiddra silunga 2021 Morgunblaðið/Einar Falur Laxveiðimenn Rennt fyrir lax. Katrín Jakobs- dóttir, forsætis- ráðherra og for- maður Vinstri grænna, segist hafa séð ýmsa öldudali í sínu hlutverki og það sé ljóst að Vinstri græn sé í slíkum öldudal núna þeg- ar kemur að fylgi. Vinstri græn mældust með 7,2 prósenta fylgi í þjóðarpúlsi Gallup en flokkurinn fékk 12,6 prósenta kosningu í alþingiskosningunum í haust. Hún bendir þó á að hún hafi einnig mælst með heil 30 prósent í skoðanakönnun en aldrei í kosn- ingum. Þá hafi hún líka mælst með 5,3% árið 2013. „Við erum auðvitað ekki í pólitík til þess að horfa á skoðanakannanir heldur ná árangri í okkar málum,“ segir Katrín. Þannig nálgist hún verkefnið; út frá málefnum en ekki könnunum. „Það breytir því ekki að maður vill auðvitað alltaf fá meira.“ „Það breytir því ekki að maður vill auðvit- að alltaf fá meira“ Katrín Jakobsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.