Morgunblaðið - 05.07.2022, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2022
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Helgina fyrir
4. júlí,
þjóðhátíð-
ardag Bandaríkj-
anna, voru 54
skotnir í Síkakó og
þar af voru 15
sagðir látnir.
Til að forðast allt að því eðli-
legan misskilning er þarna ekki
um að ræða borg eða bæjar-
félag ofan í landamærahér-
uðum sem skilja að Rússland og
Hvíta-Rússland frá Úkraínu.
Nei, þetta er sögufræg borg og
um margt staðarleg og falleg
sem hefur verið stjórnað af
demókrötum áratugum saman,
rétt eins og fylkinu sjálfu, Ill-
inois, heimaríki ekki minni
manns en Barack Obama, fyrr-
verandi forseta Bandaríkjanna.
Demókratar monta sig iðu-
lega af því að hvergi í neinu
öðru fylki landsins séu skot-
vopnareglur jafn harðar og í
fylkinu þeirra og höfuðborginni
sem Al Capone átti svo margar
góðar minningar frá, eftir að
hann var leystur úr fangelsi þar
sem hann hafði fengið vist, eftir
að hafa verið dæmdur fyrir að
hafa ekki farið nægilega var-
færnum höndum um skatt-
framtalið sitt, eins og getur
komið fyrir marga sem mega
ekki vamm sitt vita. Sögurnar
og myndirnar af Al Capone eru
ekki margorðar um framtölin
þar sem Al kunni að hafa farið
línuvillt við lokafráganginn,
sjálfsagt vegna lesblindu, en
fjalla því meir og af nokkrum
hávaða um þá þætti sem
tryggðu frægð, stöðu og ríki-
dæmi hans um hríð.
Og þar sem skotvopnareglur
eru svona harðneskjulegar í Ill-
inois og Síkakó, og borg og
fylki verið stjórnað af þessari
KFUM-deild sem Demókrata-
flokkurinn er að eigin áliti
þeirra sem þekkja hann best,
getur meira en verið að CNN
og MSNBC og þær fréttastofur
aðrar, sem eru í sama vöndli,
frétti sem minnst af öllu þessu
sem hér er nefnt, og eins
afburðadagblöðin frægu, sem
íslenskir kollegar hafa lengst af
ekki nefnt á nafn nema að jes-
úsa sig fyrst og hafa svo orðið
„stór“ fyrir framan blaðið og
svo nöfnin á Washington og
New York, Post og Times, þar í
framhaldinu. Allir þessi fjöl-
miðlar muna þó vissulega fífil
sinn fegri, ef það er þá rétt lýs-
ing á framþróun þeirra.
Síðustu tölur sýna að um
helgina síðustu voru 54 mann-
eskjur skotnar og af þeim voru
7-15 látnar þegar síðast frétt-
ist, eftir því hvaða fjölmiðill
sagði frá.
Fyrir ekki mjög mörgum vik-
um komst ungur vopnaður
maður (18 ára) inn í skólabygg-
ingu í Texas og
skaut á og myrti 19
börn og 2 fullorðna!
Svo vont og óhugn-
anlegt sem þetta
ódæði var, þá hafði
fjölmennt, vel búið
og vel vopnað lið
komist fljótt á svæðið, en kaus
að hanga fyrir utan skólahúsið
á meðan morðinginn lauk sínu
hryllilega verki af. Skýringar
sem gefnar hafa verið á þessari
ömurlegu framgöngu ganga
alls ekki upp og er enginn vafi á
því talinn, að allstór hluti af
hinum myrtu ungmennum
skrifast alfarið á ábyrgð þess-
ara lögreglumanna, og einkum
stjórnenda þeirra, sem urðu
stétt sinni til ævarandi skamm-
ar svo ekki séu stærri orð not-
uð.
Þegar slíkir atburðir gerast
er nánast hefðbundið að forset-
inn (hver sem hann er) mæti á
staðinn og ef demókrati er á
ferðinni þá reynir hann að nýta
sinn tíma á stað og stund sorg-
ar til að koma sök á repúblik-
ana og flokk þeirra sem demó-
kratar tönglast á að vilji ekki
herða skotvopnalögin.
Í Síkakó sýna tölur að um
5.000 þeirra vopna sem komu
við sögu morða og skotárása
voru ekki skráð vopn, en tæp
10% vopnanna voru skráð og
oftar en ekki notuð til að verja
sig gegn árásarmönnunum.
Margir repúblikanar benda
á, að fráleitt sé að banna ein-
staklingum að eignast vopn til
að verja sig. Slík vopn eru
skráð á eigandann og án þeirra
væri hann skilinn varnarlítill
eftir þegar margfalt fleiri
óskráð vopn eru á ferðinni og í
fórum manna sem hirða hvorki
um skrásetningu, lögmæti,
skömm eða heiður.
Óneitanlega segja tölurnar
frá Síkakó og fleiri borgum sem
demókratar stýra og hafa þar
lagt áherslu á síðustu árin að
veikja lögregluliðin og draga úr
fjárframlögum til starfsemi
þeirra sína sögu. Forystumenn
demókrata, menn eins og Bi-
den, hafa gjörsamlega gefist
upp fyrir stuðningsliði flokks-
ins yst á vinstri kanti hans, og
bendir margt til þess á þessari
stundu að sú uppgjöf geti ekki
orðið gott veganesti inn í kosn-
ingar í nóvember. Sama megi
segja um óhugnanlegar tölur
um myrta og illa særða í borg
eins og Síkakó, en spár gera nú
ráð fyrir að þegar kosning-
arnar skella á þá hafi 5-600
manns verið myrtir með skot-
vopnum í þessari einu borg á
árinu og illa særðir, þar á meðal
fjöldi barna, muni verða marg-
föld sú tala og skipta þús-
undum. Og ekkert af þessu yrði
neitt nýtt!
Forysta bandarískra
demókrata hefur al-
gjörlega gefist upp
fyrir vinstri slagsíðu
flokksins}
Uppgjöf er sjaldan
sigurvænleg
Í
síðustu viku uppgötvaðist að laun
æðstu ráðamanna væru of há af því að
röng vísitala hafði verið notuð til þess
að reikna launahækkanir undanfar-
inna þriggja ára. Dómarafélagið brást
ókvæða við og kallaði boðaða leiðréttingu á
launum þeirra „atlögu framkvæmdavaldsins að
dómsvaldinu sem ekki á sér hliðstæðu í ís-
lenskri réttarsögu“ og að allir gætu átt „von á
því að framkvæmdavaldið geti lækkað laun
dómara eftir eigin geðþótta“.
Fjármálaráðherra brást ókvæða við þessari
gagnrýni dómarafélagsins og sagði að mál-
flutningur þeirra væri aumur og lauk svari sínu
með því að segja „Gjör rétt. Ávallt“. Aldrei
þessu vant er það hárrétt. Ekki bara að auðvit-
að eigum við alltaf að gera rétt heldur einnig að
þessi málflutningur dómarafélagsins er mjög
aumur.
Fjármálaráðherra bætir í og spáir fyrir um málsvörn
dómara og segir: „Ég vænti þess að þeir vilji bera fyrir sig
að hafa tekið við of háum launum undanfarin ár í góðri
trú.“ En finnst önnur rök yfirsterkari – nánar tiltekið að
láta efsta lag ríkisins „skila því sem ofgreitt var úr opin-
berum sjóðum. Annað væri hrikalegt fordæmi og er ekk-
ert minna en siðferðisbrestur.“
Hér verð ég hins vegar að segja að þetta kemur úr hörð-
ustu átt. Til að byrja með þá er það ánægjulegt að laun
æðstu ráðamanna hafi loksins verið lækkuð enda hækk-
uðu laun langt umfram almenna launaþróun með ákvörð-
un kjararáðs fyrir nokkrum árum. Þá fannst
fjármálaráðherra óþarfi að gera rétt og leið-
rétta þann mun. Sú ákvörðun varð afdrifarík
þar sem það má skiljanlega rekja aukna hörku
í kjaraviðræðum síðan til þess siðferðisbrests.
Efsta lag ríkisins fékk þar meira en aðrir.
Ef fjármálaráðherra hefur hins vegar vaxið
samviska vegna þessa máls þá ætti hann
kannski að skoða aðeins í baksýnisspegilinn og
gera upp fyrri verk sín út frá því sjónarhorni.
Vandinn sem við stöndum frammi fyrir í
þessu máli er að lagalega hefur dómarafélagið
líklega rétt fyrir sér, því þeir tóku við of-
greiddum launum í „góðri trú“. Þannig verða
yfirlýsingar og fyrirætlanir fjármálaráðherra
um endurheimt ofgreiddu launanna að engu.
Ég held að ráðherra viti það og vegna þess
að ráðherra veit það þá er það rosalega ódýrt
fyrir hann að heimta endurgreiðslu, sem mun aldrei ger-
ast, af því að út á við lítur hann út fyrir að berjast fyrir
réttlæti.
Þannig að, hæstvirti fjármálaráðherra. Í anda þessa
gamla orðatiltækis „put your money where your mouth
is“, hvernig væri að byrja á því að líta í eigin barm? Þarf
ekki að endurskoða ofgreiðsluna frá 2016 sem hefur
hækkað laun þín um milljón á mánuði? Er flokkurinn þinn
búinn að endurgreiða styrkina frá FL group og Lands-
bankanum? Gjör rétt. Er það ekki? Ávallt?
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Gjör rétt. Ávallt.
Höfundur er þingmaður Pírata. bjornlevi@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
R
ússar og Norðmenn deila
nú um það, hvort hinir
síðarnefndu hafi brotið
ákvæði Svalbarðasamn-
ingsins frá 1920 með því að neita að
flytja matarbirgðir frá Rússlandi til
Svalbarða frá Tromsö, en málið
hófst þegar Norðmenn stöðvuðu tvo
gáma, sem innihéldu um sjö tonn af
vistum, við landamærastöð sína í
Storskog um miðjan júní.
Samkvæmt ákvæðum samn-
ingsins, sem 46 ríki eiga aðild að, eru
yfirráð og fullveldi Noregs yfir Sval-
barða viðurkennd, svo lengi sem þeir
leyfa aðilum samningsins að nýta
auðlindir eyjaklasans og að ekki séu
reistar þar varanlegar herstöðvar.
Þá mega ríkisborgarar allra
samningsríkjanna flytja þangað, svo
lengi sem þeir geti framfært sér og
séu ekki samfélaginu til ama. Fjöldi
Rússa býr nú á eyjaklasanum, sem
þeir kenna við Spitsbergen, stærstu
eyju klasans, og eru flestir þeirra
kolanámumenn sem búa í bænum
Barentsburg. Þar búa um 455
manns, flestir Rússar eða Úkra-
ínumenn, og er enginn beinn vegur á
milli Barentsburg og Longyearbyen,
höfuðborgar og stærsta bæjar Sval-
barða.
Rússar segja að með því að
neita að flytja vörurnar til Svalbarða
séu Norðmenn í raun að brjóta gegn
samningnum, þar sem þeir séu þá að
koma í veg fyrir að konsúll Rússa á
eyjaklasanum geti sinnt störfum sín-
um, sem og að rússneskir kolanámu-
menn geti fengið mat og aðrar vistir.
Rússar hafa því hótað hefndar-
aðgerðum gegn Norðmönnum, og
hótaði Konstantín Kosatsjev, vara-
forseti efri deildar rússneska þings-
ins, því fyrir helgi að Rússar myndu
þurfa að endurskoða hvort þeir við-
urkenni fullveldi Noregs yfir Sval-
barða.
Íhuga að aflétta flugbanni
Norðmenn segja hins vegar að
þeir séu ekki að brjóta gegn samn-
ingnum, þar sem Svalbarði sem slík-
ur er undanþeginn refsiaðgerðum
vesturveldanna gegn Rússum vegna
Úkraínustríðsins. Hins vegar gætu
Rússar sjálfir flutt vistirnar beint
frá Múrmansk til Longyearbyen,
þaðan sem vistirnar yrðu fluttar til
Barentsburg með skipi eða þyrlu.
Anniken Huitfeldt, utanríkis-
ráðherra Noregs, sagði við AFP-
fréttastofuna í síðustu viku, að
Norðmenn hefðu ekki sett neinn
stein í götu þess að Rússar gætu
sent vistir til Svalbarða, en að vist-
irnar hefðu verið stöðvaðar vegna
þess að rússneskum flutningafyr-
irtækjum væri meinað að flytja
vörur um norskt landsvæði. Sagði
hún jafnframt að það væri hægt að
finna ýmsar lausnir á deilunni, og að
Norðmenn hefðu gefið til kynna að
þeir væru tilbúnir til að aflétta flug-
banni Norðmanna á Rússa fyrir flug
til Svalbarða.
„Akkilesarhæll“ NATO
Deilan sem nú er komin upp
vegna refsiaðgerðanna hefur hins
vegar vakið upp gamlar áhyggjur
um að Rússar kynnu að reyna að
grípa til aðgerða á eyjaklasanum,
þar sem Svalbarðasamningurinn og
fjarlægð Svalbarða frá Noregi gæti
veitt Rússum alls kyns tylliástæður
til þess.
James Wither, prófessor við
Evrópumiðstöð George C. Marshall
í öryggisfræðum í Þýskalandi, kall-
aði Svalbarða „Akkilesarhæl Atl-
antshafsbandalagsins,“ árið 2018
þar sem Rússar kynnu að reyna að
hertaka eyjaklasann í þeirri von að
eyjarnar væru of afskekktar til þess
að önnur bandalagsríki myndu vilja
koma til varnar, og þannig yrði rek-
inn fleygur í Atlantshafssáttmálann.
En þó að slík sviðsmynd sé talin
fremur ólíkleg er ljóst að Rússar
telja sig hafa ríkra hagsmuna að
gæta á Svalbarða. Þeir eru því lík-
legir til þess að reyna að beita Norð-
menn miklum þrýstingi til þess að fá
sitt fram í deilunni sem nú er uppi.
Hóta hefndum vegna
Svalbarðaflutninga
AFP/Jonathan Nackstrand
Svalbarði Úkraínustríðið hefur einnig teygt anga sína til Longyearbyen.
NOREGUR
Nordkapp
Barentshaf
Norður-
Grænlands-
haf
Norður-
Íshafið
Norður-
Atlantshaf
Jan Mayen
Svalbarði
Vonarey
Frans
Jósefsland
Novaya
Zemlya
Bjarnarey
GRÆNLAND
ÍSLAND
RÚSSLAND
Longyearbyen