Morgunblaðið - 05.07.2022, Síða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2022
✝
Þórhildur
Halldórsdóttir
fæddist á Ísafirði
20. október 1940.
Hún lést á Dval-
arheimilinu í
Stykkishólmi 21.
júní 2022.
Foreldrar henn-
ar voru Halldór
Magnús Hall-
dórsson, af-
greiðslumaður
Djúpbátsins á Ísafirði, f. 30.
desember 1896, d. 28. janúar
1972, og Þórunn Ingibjörg
Björnsdóttir húsmóðir, f. 29.
mars 1897, d. 4. febrúar 1968.
Systkini Þórhildar eru Ólaf-
ur, f. 7. nóvember 1924, d. 26.
júlí 1994, maki Ágústa Magn-
úsdóttir sem er látin. Halldór
(Dúddi), f. 27. mars 1933, d.
27. október 2015, maki Lára
Steinunn Einarsdóttir sem er
látin. Guðrún (Systa), f. 22.
nóvember 1934, d. 16. ágúst
2020, maki Jóhann Þórðarson
sem er látinn, og drengur f.
29. desember 1945, d. 29. des-
ember 1945.
Eiginmaður Þórhildar var
Hildimundur Gestsson eða Bói
eins og hann var alltaf kall-
og síðar Iðnskólann á Ísafirði
þar sem hún nam hárgreiðslu
og lauk meistaraprófi eftir
þriggja ára starf í iðngrein-
inni. Þórhildur rak og starfaði
á hárgreiðslustofu á Ísafirði
þar til hún flutti í Stykkis-
hólm.
Þórhildur kynntist eigin-
manni sínum, Bóa, í einni af
síðustu ferðum farþegaskips-
ins Gullfoss. Þórhildur og Bói
bjuggu sér heimili við Lágholt
9 í Stykkishólmi ásamt börn-
um sínum og móður Bóa.
Eftir að Þórhildur flutti til
Stykkishólms starfaði hún við
mötuneytið í Skipasmíðastöð
Stykkishólm og við Verslum
Gissurar Tryggvasonar, Bensó.
Einnig á meðan fjölskyldan bjó
í Lágholtinu þá var hún með
aðstöðu til að sinna klipping-
um og lagningum.
Eftir andlát Bóa flutti Þór-
hildur með börnum sínum að
Skúlagötu 3 í Stykkishólmi og
eftir að þau fóru að heiman
fluttist hún á Borgarbraut 24.
Eftir að heilsunni fór að hraka
færði hún sig í búsetuíbúðir
fyrir eldri borgara í Stykkis-
hólmi, við Skólastíg. Það var
svo nú á vormánuðum sem
Þórhildur samþykkti að flytja
sig yfir í herbergi á Dvalar-
heimili Stykkishólms. Þar lést
hún hinn 21. júní.
Útför hennar fer fram í
Stykkishólmskirkju í dag, 5.
júlí 2022, klukkan 14.
aður, f. í Stykkis-
hólmi 9. ágúst
1936, d. 2. janúar
1988. Foreldrar
Bóa voru Gestur
Guðmundur
Bjarnason, f. 22.
maí 1904, d. 15.
febrúar 1970, og
Hólmfríður Hildi-
mundardóttir, f.
11. nóvember
1911, d. 8. janúar
2003.
Börn Þórhildar og Bóa eru:
1) Halldór, f. 27. mars 1974,
giftur Ingu Magnúsdóttur, f.
10. desember 1976. Börn
þeirra eru Haukur Davíð f. 26.
desember 2008, og Hildur
Nanna, f. 26. desember 2008.
2) Hólmfríður, f. 17. desember
1980, gift Guðmundi Pálssyni,
f. 30. júní 1978. Börn þeirra
eru Páll Hilmar, f. 24. febrúar
2008, og Diljá, f. 19. nóvember
2011.
Þórhildur var yngst sinna
systkina og eftir að foreldrar
þeirra létust bjó Þórhildur
áfram í húsi fjölskyldunnar,
Tangagötu 4, þar til hún flutti
í Stykkishólm 1973. Þórhildur
gekk í Barnaskóla Ísafjarðar
Elsku hjartans mamma mín.
Það læðast að mér frekar og
sjálfhverfar hugsanir og mér
fannst eins og þú gætir aldrei
farið frá okkur, enda varstu búin
að banka á dyrnar nokkrum sinn-
um þarna uppi, en sem betur fer
fyrir okkur var þér ekki hleypt
inn og við fengum að njóta þess
að vera með þér lengur. En núna
var þinn tími víst kominn, núna
þegar sólin er sem hæst á lofti.
Sumarið var þinn tími, birtan og
sólin og veðrið yfirhöfuð og veðr-
ið lék líka stórt hlutverk í okkar
daglegu samtölum, þá grínuð-
umst við með hvort það væri
betra, já eða verra, í Stykkis-
hólmi eða hér í Grundarfirði!
Ég veit ekki alveg hvernig
mér á að líða, ég er svo sorg-
mædd og söknuðurinn er svo
mikill en á sama tíma svo þakk-
lát. Það huggar mig mikið að þú
hafir nýtt tímann þinn svo vel
fram á síðustu mínútu, enda
varstu og verður alltaf sannur
gleðigjafi.
Mamma mín, ég kann ekkert
að lifa án þín, en ég verð að
spjara mig. Ég á eftir að sakna
þess að heyra í þér á hverjum
degi, við heyrðumst jú alltaf
þrisvar á dag og jafnvel oftar ef
það var eitthvað sem ekki mátti
bíða, við gátum nefnilega spjallað
um hvað sem var, allt og ekki
neitt. Einnig verður það skrítið
að fá ekki símhringingar frá þér
á ferðalögum því aldrei varstu
róleg fyrr en þú vissir að allir
væru komnir í næturstað. Það
eru svo óteljandi hlutir sem ég
mun sakna en það eru líka ótelj-
andi hlutir sem ég er svo glöð og
sátt með og það huggar mig. Þú
ert og verður alltaf mín fyrir-
mynd.
Móðir mín kæra er farin á braut,
til mætari ljósheima kynna.
Hún þurfti að losna við sjúkdóm og
þraut,
og föður minn þekka að finna.
Vönduð er sálin, velvildin mest,
vinkona, móðir og amma.
Minningin mæta í hjartanu fest,
ég elska þig, ástkæra mamma.
Þakka þér kærleikann, hjartalag hlýtt,
af gæsku þú gafst yl og hlýju.
í heimi guðsenglanna hafðu það blítt,
uns hittumst við aftur að nýju.
(Höf. ók.)
Elsku mamma mín, Guð geymi
þig og varðveiti.
Þangað til næst.
Þín
Hólmfríður.
Mig langar til að minnast Þór-
hildar ömmusystur minnar með
nokkrum orðum. Hún lést þann
21. júní síðastliðinn. Þórhildur
reyndist ömmu minni, Systu, og
afkomendum hennar afar vel í
gegnum tíðina. Hún var í mínum
huga svolítið eins og önnur
amma. Þær systur, amma mín og
Þórhildur, voru mjög nánar og
þegar ég var yngri ferðaðist ég
mikið með ömmu og afa til Stykk-
ishólms. Þar var alltaf tekið á
móti manni opnum örmum og
með góðum mat og bakkelsi. Allt
heimabakað að sjálfsögðu. Ég
mun minnast hennar fyrir glað-
lyndið og hláturinn en þær systur
áttu það til að fá ófá hlátursköst-
in.
Það var margt lagt á herðar
Þórhildar gegnum lífið en alltaf
fannst mér hún takast á við hlut-
ina af æðruleysi og þrautseigju.
Hún var nagli, aldrei voru lagðar
árar í bát. „Það þýðir ekkert ann-
að“, var hún vön að segja. Hún
var líka einstaklega barngóð og
ljómaði þegar hún talaði um
barnabörnin sín. Synir mínir nutu
líka góðs af góðvild hennar og
alltaf mundi hún eftir afmælis-
dögunum okkar og hringdi í okk-
ur í tilefni dagsins. Þeirra símtala
á ég eftir að sakna. Þegar ég
spurði son minn Alexander
hvernig hann minnist Þórhildar
svaraði hann: „Hún hugsaði vel
um fólkið sitt.“ Það eru líklega
ekki til betri eftirmæli en það. Ég
trúi því að vel sé tekið á móti
henni í Sumarlandinu. Minning
um góða konu lifir áfram.
Ég votta börnum Þórhildar,
Hólmfríði og Halldóri, tengda-
börnum og barnabörnum, fjöl-
skyldu og vinum mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Guðrún.
Vinkona mín með níu lífin er
farin í sumarlandið fagra. Ég var
svo heppin að kynnast henni Þór-
hildi þegar Guðmundur minn náði
í hana Hólmfríði. Þegar hann
kemur með þessa fallegu ljós-
hærðu stúlku í fyrsta skiptið heim
að kynna okkur fyrir kærustunni,
þá voru nú foreldrarnir með
spurningarnar á hreinu, jú hverra
manna er hún. Móðir hennar heit-
ir Þórhildur og faðir hennar
Hildimundur (látinn). Það klingdi
einhverjum bjöllum þegar ég
heyrði þetta nafn, Þórhildur frá
Ísafirði, og fór ég að kanna málið,
hafði samband við móður mína og
spurði hvort hún kannaðist við
nafnið Þórhildi frá Ísafirði. Jú
hún kannaðist við hana Þórhildi
sem passaði mig fyrsta árið mitt
og Halldór bróður fjórum árum
eldri. Skondið; þarna var komin
tengdamóðir Gumma okkar sem
passaði okkur Halldór er mamma
vann á Landsímanum, vorum við
búin að heyra frá þessari yndis-
legu barnapíu okkar Halldórs
sem passaði okkur þar til við fjöl-
skyldan fluttum á Akranes.
Þú varst, Þórhildur, engum lík
og þrátt fyrir veikindi í gegnum
árin og ferðir á sjúkrahúsið
komstu alltaf tvíefld til baka. Það
var gott að sækja þig heim, alltaf
fylgdi þér þessi létti húmor.
Höfðum við alltaf um margt að
spjalla þegar rifjaðar voru upp
heimaslóðir þínar, jú, þar lágu
rætur okkar. Þú hafðir ekki tæki-
færi til að fara á æskuslóðir þínar
á Ísafirði seinustu árin. Það var
þegar við Palli fórum og heim-
sóttum Ísafjörðinn fagra í blíð-
skaparveðri í ágúst í fyrra og fór-
um á heimaslóðir þínar á
Tangagötuna þar sem æskuheim-
ili þitt var og gula húsið þitt sem
ég dáðist að á málverki uppi á
vegg hjá þér. Við hringdum til
þín með spjaldtölvunni í mynd og
leiddum þig um bæinn þinn; Silf-
urgötuna þar sem Félagsbakaríið
var, Fjarðarstrætið, þarna er
slökkvistöðin, Hæstakaupstað
með fallegu gömlu húsunum, Al-
þýðuhúsið (í dag Ísafjarðarbíó)
og Austurveginn og Sundhöllina,
Grautó og við hliðina hús ömmu
og afa. Hvað þér þótti þetta gam-
an. Þú hafðir á orði að þér fyndist
þú vera komin vestur.
Þau voru skemmtileg símtölin
ykkar Palla er farið var út í góðar
veðurlýsingar og þú hringdir til
að láta Palla vita að það væri sól í
heiði í Hólminum. Palli hringdi
þegar austanáttin var ríkjandi og
lét þig vita að það væri stafalogn í
Grundarfirðinum. Svona gekk
þetta á milli ykkar með gleði og
hlátri. Áramótin okkar hjá
Hobbu og Gumma í Fellabrekk-
unni eru ógleymanleg með þér,
þú varst alltaf til í sprengjugeng-
ið. Þegar þú varst með okkur á
Sæbólinu að passa Pál Hilmar 10
mánaða og við týndum honum og
gerðum mikla leit um húsið. Ekki
fannst drengurinn og við farin að
undrast hvar hann væri og farin
að leita inni í skápum, okkur
treyst fyrir barnabarninu og búin
að týna honum! Eftir mikla leit
kom í ljós að hann var bara
þreyttur og hafði lagt sig í ferða-
töskuna þína! Þá vorum við nú
glöð, afi og ömmurnar, að finna
loksins drenginn. Það var ein-
staklega gaman að þú gast komið
í fermingu Páls Hilmars í vor, þú
varst búin að stefna að þessu með
ákveðni þinn að láta ekki veikind-
in aftra þér för og mikið varstu
fín í rósótta kjólnum og bleika
jakkanum. Þetta hafa verið ynd-
islega skemmtileg kynni, elsku
Þórhildur, takk fyrir samveru-
stundirnar í gegnum árin.
Samúðarkveðjur til ykkar
Halldór og Inga Hobba og
Gummi, Páll Hilmar, Haukur
Davíð, Hildur Nanna og Diljá, þið
áttuð einstaka móður og ömmu.
Hvíl í friði elsku vinkona.
Guðbjörg og Páll.
Ég man þegar ég sá hana
fyrst, unnustu móðurbróður míns
og síðar eiginkonu hans. Árið var
1973. Móðurbróðir minn, Hildi-
mundur, alltaf kallaður Bói, hafði
haldið heimili með ömmu eftir að
afi dó. Von var á Þórhildi til
Stykkishólms frá Ísafirði. Ég, 11
ára, var spennt að hitta konuna
sem fangað hafði hjarta Bóa
frænda, ástina í lífi hans. Og
þarna var Þórhildur mætt, falleg-
asta kona sem ég hafði augum lit-
ið. Síðar kynntist ég því að fegurð
hennar var yst sem innst.
Mikil var gleðin 1974 þegar
sonurinn Halldór kom í heiminn,
og ekki var gleðin minni 1980
þegar dóttirin Hólmfríður fædd-
ist. Þórhildur og Bói héldu heimili
í Lágholti og var útbúin íbúð fyrir
ömmu á neðri hæð húss þeirra.
Amma naut þess að búa í skjóli
þeirra og síðar, eftir skyndilegt
fráfall Bóa, hjá Þórhildi og börn-
unum á Skúlagötu. Mig langar til
að þakka henni fyrir elsku henn-
ar í garð ömmu minnar og það
góða skjól sem hún bjó henni.
Mikill samgangur var á milli
foreldra minna og Þórhildar og
Bóa og urðu þær mamma strax
miklar vinkonur. Sá vinskapur
varði alla tíð. Margt brölluðu þær
og baukuðu mágkonurnar saman
og þykist ég vita að nú taki þær
upp þráðinn á ný.
Þórhildur var glaðvær nagli.
Aldrei heyrði ég hana kvarta þótt
líkami hennar sætti boðaföllum.
Hún fór sínar leiðir þrátt fyrir
heilsuleysi.
Hún var stolt af börnum sín-
um, tengdabörnum og barna-
börnum sem voru líf hennar og
yndi.
Mig langar að þakka Þórhildi
samfylgdina í gegnum lífið, þakka
elskuna, samúðina, gleðina og allt
og allt.
… þangað til næst, Ísafjarðar-
mær.
Katrín Gísladóttir.
Þórhildur
Halldórsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÞORSTEINN SIGFÚSSON,
fyrrverandi forstöðumaður,
lést í faðmi fjölskyldunnar á hjartadeild
Landspítalans þjóðhátíðardaginn 17. júní.
Útförin fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn 7. júlí klukkan 13.
Helga Garðarsdóttir
Erlingur Davíðsson Billie Janene Davidsson
Linda Þorsteinsdóttir Ómar Sigurðsson
Valgeir M. Valgeirsson Birna Sigfúsdóttir
Rafn Þorsteinsson Katrín Jósefsdóttir
Þór Þorsteinsson Hrafnhildur Þorsteinsdóttir
Guðný Þorsteinsdóttir Páll Liljar Guðmundsson
afa- og langafabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
EDDA GARÐARSDÓTTIR,
lést mánudaginn 20. júní. Útförin fer fram
frá Háteigskirkju fimmtudaginn 7. júlí
klukkan 13.
Ragnar Sigurðsson Berglind Þórðardóttir
Snorri Sigurðsson Aðalheiður Leifsdóttir
Hilmar Sigurðsson
Drífa Sigurðardóttir
börn og barnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
INGA G. GUÐMANNSDÓTTIR,
áður til heimilis í Vesturbergi 21,
Reykjavík,
lést á Hrafnistu Ísafold miðvikudaginn
29. júní. Útförin fer fram frá Fella- og
Hólakirkju þriðjudaginn 12. júlí klukkan 15.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hennar
láti líknarfélög njóta þess.
Guðmann Elísson Anne Katrine Hame
Valborg Huld Elísdóttir Björn Geir Ingvarsson
Úlfhildur Elísdóttir Snæbjörn Tr. Guðnason
Elsa Kristín Elísdóttir Gunnar Viggósson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, bróðir og afi,
ÚLFAR ÖNUNDARSON,
Drafnargötu 2, Flateyri,
lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
föstudaginn 1. júlí. Útförin fer fram frá
Flateyrarkirkju laugardaginn 9. júlí klukkan 14.
Steinunn Einarsdóttir
Jakob Einar Úlfarsson Kristín Hulda Guðjónsdóttir
Kristín Úlfarsdóttir Freyr Björnsson
Páll Önundarson
Barði Önundarson Elva Jóhannsdóttir
og barnabörn
Ástkær eiginmaður minn, sonur, bróðir,
mágur, tengdasonur og frændi,
HALLDÓR FANNAR ÞÓRÓLFSSON,
Túngötu 7, Grindavík,
varð bráðkvaddur þriðjudaginn 28. júní.
Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju
þriðjudaginn 12. júlí klukkan 14.
Kristín Jóhanna Stefánsdóttir
Guðrún Benediktsdóttir Sigtryggur Gíslason
Þórólfur Már Þórólfsson Emilia Riantoco
Smári Þórólfsson Mille Toft Sørensen
Sigríður Drífa Þórólfsdóttir Birkir Þór Stefánsson
Kristján Heimir Buch Helena Ýr Pálsd. Maitsland
Stephanie Júlía R. Þórólfsd. Elvar Grönvold
Fernando Már Þórólfsson
Lance Leó
Stefán Guðmundsson Guðrún Sigtryggsdóttir
og frændsystkini hins látna
Elsku hjartans móðir okkar, amma og
langamma,
INGVELDUR MAGNEA KNARAN
KARLSDÓTTIR,
Stella,
Lindarholti 1, Ólafsvík,
lést á Landspítalanum miðvikudaginn
29. júní. Hún verður jarðsungin
frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 9. júlí klukkan 14.
Maggý Hrönn
Hermannsdóttir
Hermann M. Maggýjarson Regína V. Reynisdóttir
Ingvaldur M. Hafsteinsson María Káradóttir
Kristrún Hafsteinsdóttir Fannar Hilmarsson
Tómas Hermannsson
Stella Tómasdóttir
og langömmubörn